Natriumhydrogenkarbonat B. Braun

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Natriumhydrogenkarbonat B. Braun Innrennslislyf, lausn 167 mmól/l
 • Skammtar:
 • 167 mmól/l
 • Lyfjaform:
 • Innrennslislyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Natriumhydrogenkarbonat B. Braun Innrennslislyf, lausn 167 mmól/l
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a86eaf3f-88c2-e011-b077-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Natriumhydrogenkarbonat B. Braun 167 mmól/l innrennslislyf, lausn

Natriumhydrogenkarbonat B. Braun 500 mmól/l innrennslislyf, lausn

natríumhýdrógenkarbónat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Natriumhydrogenkarbonat B. Braun og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Natriumhydrogenkarbonat B. Braun

Hvernig nota á Natriumhydrogenkarbonat B. Braun

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Natriumhydrogenkarbonat B. Braun

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Natriumhydrogenkarbonat B. Braun og við hverju það er notað

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli.

Þetta lyf inniheldur natríumhýdrógenkarbónat, efni sem getur gert súrar efnasamsetningar hlutlausar.

Natriumhydrogenkarbonat B. Braun er notað:

til að hlutleysa umframmagn af súrum efnum í blóðinu.

til að gera þvagið basískara til að flýta útskilnaði þegar um er að ræða eitranir vegna súrra

efnasambanda, t.d. barbitúrata eða acetýlsalisýlsýru.

til að gera þvagið basískara þannig að sum lyf, t.d. metótrexat og súlfónamíð leysist betur upp

og skiljist þannig á auðveldari hátt út með þvagi

til að gera þvagið basískara til að hindra að leifar af hemóglóbíni teppi nýrun þegar um verulegt

niðurbrot rauðra blóðkorna (blóðlýsu) er að ræða.

2.

Áður en byrjað er að nota Natriumhydrogenkarbonat B. Braun

Ekki má nota Natriumhydrogenkarbonat B. Braun

ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríumhýdrógenkarbónati eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef blóð þitt er þegar of basískt.

ef þú tapar of miklu koltvíoxíði um lungu.

ef þú ert með of mikið af natríum í blóðinu.

ef þú ert með of lítið af kalíum í blóðinu.

ef þú hefur misst of mikið klóríð.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Natriumhydrogenkarbonat B. Braun er notað.

Læknirinn mun gæta sérstakrar varúðar:

ef öndunin er hæg og/eða grunn

ef blóðið ef of súrt vegna öndunar- eða lungnavandamála

ef of lítið er af kalsíum í blóðinu

ef heildarmagn blóðsalta er of mikið (aukinn osmósuþrýstingur)

ef þú ert með sjúkdóm eða ástand sem veldur því að inntaka natríums þarf að vera lítil, t.d.

hjartabilun, vökvauppsöfnun í líkamanum ásamt þrota, háan blóðþrýsting, meðgöngueitrun

(ástand sem tengist þrota í líkamsvef og krömpum á meðgöngu) eða nýrnabilun

ef þú ert með sykursýki og of mikið af súrum efnum í blóðinu (ketónblóðsýringu vegna

sykursýki)

ef hjartað hefur hætt að slá (hjartastopp)

ef of mikið er af mjólkursýru í blóðinu (mjólkursýrublóðsýring)

Notkun lyfsins getur valdið því að of mikið af natríum og vökva safnast í líkamanum.

Haft verður eftirlit með magni salta í blóðinu, einkum kalíums. Einnig verður fylgst með vökva- og

sýru-basajafnvægi.

Ef nauðsyn krefur munt þú fá uppbótarmeðferð með kalíum og kalsíum áður en þú færð lyfið.

Fylgst verður með því að holnálin og granna slangan séu rétt staðsett í æðinni þannig að komist verði

hjá alvarlegum fylgikvillum.

Börn

Gæta skal sérstakrar varúðar hjá nýburum, ungbörnum og smábörnum, þar sem of hröð gjöf

natríumhýdrógenkarbónatlausnar getur valdið of miklu magni natríums í blóðinu, lægri þrýstingi í

heilavökva og (hjá fyrirburum) blæðingum í höfðinu.

Notkun annarra lyfja samhliða

Natriumhydrogenkarbonat B. Braun

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Natríumhýdrógenkarbónat getur haft áhrif á önnur lyf eða orðið fyrir áhrifum af öðrum lyfjum. Þetta á

einkum við um

barkstera, t.d. hýdrókortisón, prednisón

kynhormón karla (andrógena)

lyf sem auka þvagútskilnað (þvagræsilyf/vatnslosandi lyf), einkum þau sem auka útskilnað

kalíums

Natríumhýdrógenkarbónat eykur útskilnað súrra lyfja, t.d. acetýlsalisýlsýru, sem getur valdið styttri

eða minni verkun þeirra. Það getur einnig tafið útskilnað basískra lyfja, sem getur lengt eða aukið

verkun þeirra.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ef þú ert þunguð verður þér aðeins gefið lyfið ef læknirinn telur það bráðnauðsynlegt.

Brjóstagjöf

Ef þú ert með barn á brjósti færð þú lyfið aðeins ef læknirinn telur að ávinningurinn vegi þyngra en

áhættan.

Akstur og notkun véla

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða stjórnunar véla.

3.

Hvernig nota á Natriumhydrogenkarbonat B. Braun

Læknir eða hjúkrunarfræðingur munu sjá um að gefa lyfið. Þú færð lyfið sem dreypi (innrennsli) um

granna slöngu eða holnál sem sett er í æð.

Skammtar til að hlutleysa umframmagn af súrum efnum

Læknirinn mun reikna út skammtinn af lyfinu sem hentar þér. Læknirinn mun einnig ákveða hve lengi

innrennslið skal standa. Hvoru tveggja ræðst af klínísku ástandi þínu.

Skammtar til að gera þvagið basískara

Skammturinn er aðlagaður miðað við það hversu basískt þvagið á að vera og lyfjagjöfin fer fram undir

nákvæmu eftirliti með sýru-basajafnvægi, vökvajafnvægi og magni salta í blóði.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið samband við lækni eða

lyfjafræðing ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Of stórir skammtar geta valdið því að blóðið verður of basískt, eða að innihald natríums eða salta í

blóðinu verður of mikið. Þetta getur einnig valdið of miklu magni vökva.

Of hröð lyfjagjöf getur tengst aukinni hættu á heilaskaða vegna aukins magns koltvísýrings, einkum ef

um er að ræða öndunarvandamál.

Meðferð

Læknirinn mun ákveða frekari meðferð og hugsanlega hvort þörf er á öðrum lyfjum.

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hugsanlegar aukaverkanir eru taldar upp samkvæmt tíðni.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Óeðlilega mikið af natríum í blóðinu, óeðlilega mikið af söltum í blóðinu.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Natriumhydrogenkarbonat B. Braun

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á flöskunni og ytri öskjunni.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki nota lyfið ef:

lausnin er skýjuð

lausnin inniheldur agnir

lausnin er mislituð

flaskan lekur

Ílátin eru eingöngu einnota. Flösku og ónotuðu innihaldi skal farga eftir notkun.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Natriumhydrogenkarbonat B. Braun inniheldur

Virka innihaldsefnið er natríumhýdrógenkarbónat.

1.000 ml af styrkleikanum 167 mmól/l innihalda 14,0 g af natríumhýdrógenkarbónati

1.000 ml af styrkleikanum 500 mmól/l innihalda 42,0 g af natríumhýdrógenkarbónati

Önnur innihaldsefni eru tvínatríumedetat og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Natriumhydrogenkarbonat B. Braun og pakkningastærðir

Natriumhydrogenkarbonat B. Braun 167 mmól/l innrennslislyf er tær litlaus og dauðhreinsuð

lausn með natríumhýdrógenkarbónati í vatni.

Fræðilegur osmósuþrýstingur

334 mOsmól/lítra

7,0-8,5

Litlausar glerflöskur innsiglaðar með gúmmítappa og innihalda 500 ml

Pakkningastærð: 1 x 500 ml

Natriumhydrogenkarbonat B. Braun 500 mmól/l innrennslislyf er tær litlaus og dauðhreinsuð

lausn með natríumhýdrógenkarbónati í vatni.

Fræðilegur osmósuþrýstingur

1.000 mOsmól/lítra

7,0-8,5

Litlausar glerflöskur innsiglaðar með gúmmítappa og innihalda 250 ml eða 500 ml.

Pakkningastærðir: 1 x 250 ml, 1 x 500 ml

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

B. Braun Melsungen AG

Carl-Braun-Strasse 1

34209 Melsungen

Þýskaland

Póstfang:

34209 Melsungen

Þýskaland

Sími: +49-5661-71-0

Bréfasími: +49-5661-71-4567

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Actavis Group hf

Reykjavíkurvegur 76-78

220 Hafnarfjörður

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í maí 2016.