Natrilix Retard

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Natrilix Retard Forðatafla 1, 5 mg
 • Skammtar:
 • 1, 5 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Natrilix Retard Forðatafla 1,5 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • b01b2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Natrilix Retard filmuhúðaðar forðatöflur

Indapamíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Natrilix Retard og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Natrilix Retard

Hvernig nota á Natrilix Retard

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Natrilix Retard

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Natrilix Retard og við hverju það er notað

Natrilix Retard er filmuhúðuð forðatafla sem inniheldur virka efnið indapamíð. Indapamíð er

þvagræsilyf. Flest þvagræsilyf auka þvagmagnið sem er framleitt í nýrum. Þó er indapamíð ólíkt

öðrum þvagræsilyfjum, á þann veg að það eykur þvagmagnið aðeins lítillega.

Þetta lyf er ætlað til meðferðar á of háum blóðþrýstingi (háþrýstingi) hjá fullorðnum.

2.

Áður en byrjað er að nota Natrilix Retard

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Natrilix Retard:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir indapamíði eða öðrum súlfónamíðum eða einhverju öðru

innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú ert með alvarlegan nýrnasjúkdóm.

ef þú ert með alvarlegan lifrarsjúkdóm eða þjáist af því sem kallað er gallheilakvilli (hepatic

encephalopathy) (hrörnunarsjúkdómur í heila).

ef þú ert með lækkað kalíummagn í blóði.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Natrilix Retard er notað.

ef þú ert með lifrarvandamál

ef þú ert með sykursýki

ef þú ert með þvagsýrugigt

ef þú ert með einhverja hjartsláttaróreglu eða nýrnavandamál

ef þú þarft að fara í rannsókn til að meta starfsemi kalkkirtla

Þú skalt segja lækninum frá því ef þú hefur fundið fyrir auknu ljósnæmi.

Læknirinn mun ef til vill láta gera blóðprófanir hjá þér til að kanna hvort natríum- eða kalíummagn sé

lágt eða hvort kalkmagn sé hátt.

Ef þú heldur að eitthvað af þessu eigi við um þig eða þú vilt spyrja um eitthvað eða hefur efasemdir

um töku lyfsins, skaltu láta lækninn vita.

Íþróttamenn þurfa að vita af því að lyfið inniheldur virkt efni, sem gæti gefið jákvæða niðurstöðu þegar

leitað er eftir örvandi efnum í lyfjaprófunum.

Notkun annarra lyfja samhliða Natrilix Retard:

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Þú skalt ekki taka Natrilix Retard ásamt litíum (notað við þunglyndi) vegna hættu á hækkuðum litíum

styrk í blóði.

Vertu viss um að þú hafir sagt lækninum frá því ef þú tekur einhver af eftirfarandi lyfjum, því að

hugsanalega er þörf á sérstakri aðgát:

lyf við hjartsláttaróreglu (t.d. quinidín, hydróquinidín, disopýramíð, amiódarón, sótalól, ibútilíð,

dofetilíð, digitalis),

lyf við geðrænum kvillum eins og þunglyndi, kvíða, geðhvörfum (t.d. þríhringlaga þunglyndislyf,

geðrofslyf),

bepridíl (notað til að meðhöndla hjartaöng, ástand sem veldur brjóstverk),

cisapríð, diphemaníl (notuð til að meðhöndla meltingarvandamál),

sparfloxacín, moxifloxacín, erytrómycín stungulyf (sýklalyf við sýkingum),

vincamín stungulyf (notað til að meðhöndla einkenni vitrænnar skerðingar hjá öldruðum, þar með

talið minnisleysi),

halofantrín (lyf við sníklum notað við sérstökum tegundum af malaríu),

pentamidín (notað við ákveðnum lungnabólgu tegundum),

mizolastín (notað við ofnæmisviðbrögðum svo sem frjókornaofnæmi),

bólgulyf sem ekki eru barksterar notuð við verkjum (t.d. íbúprófen) eða stórir skammtar af

acetýlsalisýlsýru,

ACE-hemlar (notaðir við of háum blóðþrýstingi og hjartabilun),

amfótericín B stungulyf (sveppalyf)

barksterar til inntöku við ýmsum kvillum svo sem alvarlegum astma og liðagigt,

örvandi hægðalosandi lyf,

baclófen (við stífleika í vöðvum sem kemur fram í sjúkdómum eins og heila og mænusiggi (MS),

allopurinól (við þvagsýrugigt),

kalíumsparandi þvagræsilyf (amilóríð, spírónólactón, triamteren),

metformín (við sykursýki),

joðrík skuggaefni (notuð við röntgen greiningu),

kalktöflur eða önnur kalkrík fæðubótarefni,

ciclosporín, takrólímus eða önnur ónæmisbælandi lyf eftir líffæraflutning, til að meðhöndla

sjálfsofnæmissjúkdóma eða alvarlega gigtar- eða húðsjúkdóma,

tetracosactíð (við Crohn’s sjúkdómi)

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki er mælt með að nota lyfið á meðgöngu. Þegar meðganga er fyrirhuguð eða staðfest, skal skipta

yfir á aðra meðferð eins fljótt og auðið er. Láttu lækninn vita ef þú ert barnshafandi eða ráðgerir

þungun.

Virka efnið skilst út í móðurmjólk. Brjóstagjöf er því ekki ráðlögð ef þú tekur þetta lyf.

Akstur og notkun véla

Lyfið getur valdið aukaverkunum eins og svima eða þreytu vegna lækkunar blóðþrýstings (sjá

kafla 4). Þetta er líklegra til að gerast í byrjun meðferðar og eftir skammtahækkanir. Ef vart verður við

þetta, skaltu halda þig frá akstri og öðrum athöfnum sem krefjast árvekni. Með góðu eftirliti er þó

ólíklegt að vart verði við þessar aukaverkanir.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing

Natrilix Retard inniheldur laktósaeinhýdrat

Ef læknir hefur sagt þér að þú hafir óþol fyrir einhverjum sykrum, skaltu hafa samband við lækninn

áður en þú tekur þetta lyf.

3.

Hvernig nota á Natrilix Retard

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er ein tafla á dag, helst að morgni.

Töflurnar má taka inn óháð máltíðum. Töflurnar á að taka heilar með vatni. Ekki má mylja né tyggja

þær.

Meðferð við of háum blóðþrýstingi er yfirleitt ævilöng.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef teknar hafa verið of margar töflur skal hafa samband við lækni eða lyfjafræðing tafarlaust.

Mjög stór skammtur af Natrilix Retard getur valdið ógleði, uppköstum, lágum blóðþrýstingi,

krömpum, sundli, syfju, rugli og breytingum í þvagmagni frá nýrum.

Ef gleymist að taka Natrilix Retard

Ef þú gleymir að taka skammt af lyfinu, skaltu taka þann næsta á réttum tíma. Ekki á að tvöfalda

skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Natrilix Retard

Þar sem meðferð við of háum blóðþrýstingi er yfirleitt ævilöng, skaltu ræða við lækninn áður en þú

hættir að taka lyfið.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef þú færð einhverja af eftirfarandi aukaverkunum skaltu hætta að taka lyfið undir eins og hafa

strax samband við lækninn:

Ofsabjúgur og/eða ofsakláði. Einkenni ofsabjúgs er bólga í húð í útlimum eða andliti, bólga í

vörum eða tungu, bólga í slímhúð í hálsi eða loftvegum sem veldur mæði eða

kyngingarörðugleikum. Ef þetta gerist á að hafa samband við lækni tafarlaust (koma örsjaldan

fyrir, hjá á allt að 1 af hverjum 10.000 sjúklingum)

Alvarleg húðviðbrögð, þ.m.t. mikil útbrot, húðroði um allan líkamann, mikill kláði,

blöðrumyndun, flögnun og þroti í húð, bólga í slímhúðum (Stevens-Johnson heilkenni) eða önnur

ofnæmisviðbrögð (koma örsjaldan fyrir, hjá allt að 1 af hverjum 10.000 sjúklingum).

Lífshættuleg hjartsláttaróregla (tíðni ekki þekkt).

Brisbólga, sem getur valdið miklum verk í kviðarholi eða baki, ásamt mikilli vanlíðan (kemur

örsjaldan fyrir, hjá allt að 1 af hverjum 10.000 sjúklingum).

Kvilli í heila af völdum lifrarsjúkdóms (gallheilakvilli) (tíðni ekki þekkt).

Lifrarbólga (tíðni ekki þekkt).

Aðrar aukaverkanir í minnkandi tíðniröð geta verið:

Algengar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 sjúklingum)

Rauð og upphleypt útbrot í húð.

Ofnæmisviðbrögð, einkum í húð, hjá einstaklingum með tilhneigingu til astma- og

ofnæmisviðbragða

Sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 sjúklingum)

Uppköst

Rauðir dílar á húð (purpuri).

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 sjúklingum)

Þreytutilfinning, höfuðverkur, náladofi (tilfinningaglöp), svimi

Meltingarvandamál (svo sem ógleði, hægðatregða), munnþurrkur

Koma örsjaldan fyrir

(hjá allt að 1 af hverjum 10.000 sjúklingum)

Breytingar í blóðfrumum, svo sem blóðflagnafæð (fækkun blóðflagna sem gæti valdið auknum

marblettum og blóðnösum), hvítfrumnafæð (fækkun hvítra blóðkorna, sem gæti valdið óvæntum

hita, særindum í hálsi eða öðrum flensulíkum einkennum – ef þetta gerist, skaltu hafa samband við

lækninn) og blóðleysi (fækkun rauðra blóðkorna)

Hækkuð gildi kalsíums í blóði

Hjartsláttaróregla, lágur blóðþrýstingur

Nýrnasjúkdómur

Óeðlileg lifrarstarfsemi

Tíðni ekki þekkt

Yfirlið

Ef þú þjáist af rauðum úlfum (bandvefskvilli), gætu þeir versnað.

Greint hefur verið frá ljósnæmisviðbrögðum (breytingar í útliti húðar) eftir að sól eða útfjólubláir

geislar (UVA) hafa skinið á húðina.

Nærsýni

Þokusjón

Sjónskerðing

Breytingar geta orðið á rannsóknargildum (blóðpróf) og læknirinn gæti óskað eftir blóðprófum til

að meta ástand þitt. Eftirfarandi breytingar eru hugsanlegar í rannsóknarniðurstöðum:

. lækkað kalíummagn í blóði,

. lækkað natríummagn í blóði sem gæti valdið ofþornun og lækkuðum blóðþrýstingi.

. hækkun í þvagsýru, sem er efni sem gæti leitt til versnunar þvagsýrugigtar (sársauki í liðamótum

einkum í fótum),

. hækkun í blóðsykri hjá sjúklingum með sykursýki

. hækkun í gildum lifrarensíma.

Óeðlilegt ECG hjartalínurit

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Natrilix Retard

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnu.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Natrilix Retard inniheldur:

Virka innihaldsefnið er indapamíð 1,5 mg í töflu.

Önnur innihaldsefni eru:

- Töflukjarni: Vatnsfrí kísilkvoða (E551), hýprómellosi (E464), mjólkursykur einhýdrat,

magnesíum sterat (E470B), povidon.

- Filmuhúð: Glýseról (E422), hýprómellosi (E464), makrógól 6000, magnesíum sterat (E470B),

títantvíoxíð (E171).

Lýsing á útliti Natrilix Retard og pakkningastærðir

Lyfið er hvít hringlaga filmuhúðuð forðatafla.

Töflurnar eru fáanlegar í þynnum með 30 eða 90 töflum sem pakkað er í pappaöskju. Ekki er víst að

allar pakkningarstærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Les Laboratoires Servier

50, rue Carnot

92284 Suresnes, Cedex

Frakklandi

Framleiðandi:

Les Laboratoires Servier Industrie

905, route de Saran

45520 Gidy

Frakklandi

Servier (Ireland) Industries Ltd.

Gorey Road

Arklow Co. Wicklow

Írlandi

ANPHARM Przedsiębiorstwo Farmaceutyczne S.A.

Ul. Annopol 6B - 03-236 Warszawa

Pólland

Umboð á Íslandi:

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2018.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar eru birtar á vef Lyfjastofnunar www.lyfjastofnun.is.