Nasofan

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Nasofan Nefúði, dreifa 50 míkróg/skammt
 • Skammtar:
 • 50 míkróg/skammt
 • Lyfjaform:
 • Nefúði, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Nasofan Nefúði, dreifa 50 míkróg/skammt
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • b193caff-04ea-e211-a9a3-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Nasofan 50 míkróg/skammt nefúði

Fluticasonprópíónat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Nasofoan nefúða og við hverju hann er notaður

Áður en byrjað er að nota Nasofan nefúða

Hvernig nota á Nasofan nefúða

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Nasofan nefúða

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Nasofan nefúða og við hverju hann er notaður

Lyfið þitt heitir Nasofan 50 míkróg/skammt nefúði (er kallað Nasofan nefúði í þessum fylgiseðli) og

inniheldur 50 míkrógrömm af virka efninu fluticasonprópíónati í hverjum úðaskammti.

Fluticasonprópíónat tilheyrir flokki lyfja sem kallast barksterar.

Nasofan nefúði hefur bólgueyðandi verkun. Þegar honum er úðað í nefið dregur hann úr bólgu og

ertingu. Hann er notaður til að draga úr og meðhöndla árstíðabundna ofnæmisbólgu í nefi

(t.d. ofnæmiskvef). Lyfið má nota handa fullorðnum, 18 ára og eldri.

2.

Áður en byrjað er að nota Nasofan nefúða

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

Ekki má nota Nasofan nefúða:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir fluticasonprópíónati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Nasofan nefúði er notaður

ef þú hefur einhvern tíma farið í aðgerð á nefi.

ef þú ert með eða hefur nýlega verið með sýkingu í nefi.

ef þú ert með eða hefur nýlega verið með einhvers konar ómeðhöndlaða sýkingu eða berkla

eða herpessýkingu í augum.

ef þú hefur nýlega verið í meðferð með sterum í sprautuformi eða ef þú hefur verið að taka inn

stera um munn í langan tíma.

Venjulega næst stjórn á einkennum árstíðabundinnar ofnæmisbólgu (ofnæmiskvefs) með Nasofan

nefúða. Þó getur viðbótarmeðferð verið nauðsynleg til að ná stjórn á öðrum einkennum, s.s. kláða í

augum, ef þú ert útsettur fyrir miklu magni af frjókornum.

Hafðu samband við lækninn ef þú færð þokusýn eða aðrar sjóntruflanir.

Notkun annarra lyfja samhliða Nasofan nefúða

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð,

einnig þau sem fengin eru án lyfseðils..

Sum lyf geta haft áhrif á verkun Nasofan nefúða, láttu lækninn eða lyfjafræðing sérstaklega vita ef þú

notar:

Lyf við sveppasýkingu (t.d. ketoconazol).

Sum lyf sem geta aukið verkun Nasofan nefúða og læknirinn getur viljað fylgjast vel með þér

ef þú tekur þessi lyf (þ.m.t. lyf við HIV: (ritonavir, cobicistat).

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Þetta lyf hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Nasofan nefúði inniheldur benzalkonklóríðlausn

Nasofan nefúði inniheldur benzalkonklóríðlausn (40 míkrógrömm í skammti), sem er ertandi og getur

valdið húðviðbrögðum. Benzalkonklóríð rotvarnarefni getur valdið bólgu í nefslímhúð ef það er notað

í lengri tíma. Komi slík viðbrögð fram (þrálát nefstífla) skal nota neflyf sem innihalda ekki

benzalkonklóríð, ef hægt er. Ef slík lyf eru ekki fáanleg á að nota annað lyfjaform.

Það getur einnig valdið berkjukrampa.

3.

Hvernig nota á Nasofan nefúða

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Lyfið er ekki ætlað börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna eldri en 18 ára er 1-2 úðaskammtar í hvora nös einu sinni á dag,

helst að morgni. Auka má skammt í mest 2 úðaskammta í hvora nös tvisvar á dag þar til einkenni

minnka og halda þá áfram að nota venjulegan skammt.

Hristið nefúðaglasið fyrir notkun. Aftast í fylgiseðlinum er að finna leiðbeiningar um notkun nefúðans.

Það getur tekið nokkra daga fyrir lyfið að virka þrátt fyrir reglulega notkun. Þegar bati hefur náðst á að

halda áfram að nota minnsta skammt sem þarf til að hafa stjórn á einkennum. Hefja skal meðferð við

frjókornaofnæmi eins fljótt og hægt er, jafnvel áður en frjókornatímabilið hefst.

Ef ofnæmiseinkennin lagast ekki innan 7 daga, átt þú að hætta að nota nefúðann og hafa samband við

lækninn.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Það er mikilvægt að þú notir lyfið eins og fram kemur á merkimiða frá lyfjabúð eða eins og læknirinn

hefur ráðlagt. Þú átt aðeins að nota eins mikið og læknirinn hefur ráðlagt, ef þú notar meira eða minna

getur það gert einkennin verri.

Ef þú notar of mikið af nefúðanum fyrir slysni átt þú að láta lækninn vita.

Taktu þennan fylgiseðil og Nasofan nefúðann með þér til að sýna lækninum.

Ef gleymist að nota Nasofan nefúða

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Ef þú gleymir að nota

nefúðann, notaðu hann þá eins fljótt og þú manst eftir því. Ef næstum er kominn tími á næsta skammt,

skaltu bíða þangað til og halda svo áfram eins og áður.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef þú notar stóran skammt af Nasofan nefúða getur þú þurft á viðbótar sterum að halda þegar þú ert

undir mikilli streitu eða við innlögn eftir alvarlegt slys eða fyrir skurðaðgerðir.

Meðferð með barksterum í nef getur haft áhrif á framleiðslu stera í líkamanum. Við notkun stórra

skammta í lengri tíma aukast líkurnar á að slíkt gerist. Læknirinn mun hjálpa þér að koma í veg fyrir

að þetta gerist með því að ávísa minnsta skammti sem þarf til að stjórn náist á einkennum.

Sumar aukaverkanir eru alvarlegri en aðrar og ef þú finnur fyrir einhverri af eftirtöldum

aukaverkunum átt þú strax að hætta að nota Nasofan nefúða og hafa samband við lækninn eins

fljótt og hægt er.

Mjög algengar: geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum

blóðnasir.

Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

höfuðverkur.

óþægilegt bragð í munni eða óþægileg lykt í nefi.

þurrkur og ertin í hálsi og nösum og hnerri.

Mjög sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum

alvarleg ofnæmisviðbrögð, sem einkennast af skyndilegum útbrotum, bólgu (venjulega í

tungu, andliti eða vörum) eða öndunarerfiðleikum

berkjukrampi (þrenging öndunarvegar í lungum).

Koma örsjaldan fyrir: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

tilkynnt hefur verið um gláku (aukinn þrýsting í auga) og drer ( ský á augasteini) í tengslum

við langtíma meðferð

rof á miðsnesi (brjóskið sem skiptir nefinu í tvennt) og sár í slímhúð nefsins – venjulega hjá

sjúklingum sem farið hafa í aðgerð á nefi.

Tíðni ekki þekkt: ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

þoksusýn.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunnar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Nasofan nefúða

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Notist innan 3 mánaða frá fyrstu opnun.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Nasofan nefúði inniheldur

Virka efnið er fluticasonprópíónat. Hver úðaskammtur inniheldur 50 míkrógrömm af fluticason-

própíónati.

Önnur innihaldsefni eru vatnsfrír glúkósi, dreifður sellulósi, phenylethylalkóhól, benzalkonklóríð-

lausn (40 míkrógrömm í úðaskammti), pólýsorbat 80 og hreinsað vatn.

Útliti Nasofan nefúða og pakkningastærðir

Nasofan nefúði er hvít, gegnsæ, vatnskennd dreifa í gulbrúnu fjölskammta glerglasi með mælipumpu

sem býr til úðann.

Hvert glas af Nasofan nefúða inniheldur dreifu sem gefur 60 úðaskammta.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Teva Sweden AB

Box 1070

25110 Helsingborg

Svíþjóð

Framleiðendur

Teva Czech Industries s.r.o., Ostravska 29/305, 747 70 Opava, Komarov, Tékkland

Teva Operations Poland Sp.z.o.o, Ul. Mogilska 80, 31-546 Krakow, Pólland

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

Alvogen ehf.

Sæmundargötu 15-19

101 Reykjavík

Ísland

Sími: 522 2900

Netfang: info@alvogen.is

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.

Notkunarleiðbeiningar fyrir nefúðann

Á Nasofan nefúðaglasinu er hlífðarhetta sem hlífir úðastútnum og heldur honum hreinum. Mundu að

taka hlífðarhettuna af fyrir notkun og setja hana aftur á eftir notkun.

Ef þú ert að nota nýtt glas af Nasofan nefúða þarftu að undirbúa glasið eins og lýst er hér á eftir:

Hristu glasið og taktu hlífðarhettuna af.

Haltu glasinu í lóðréttri stöðu með þumalfingur undir glasinu og vísifingur

og löngutöng á hvorri hlið stútsins. Gættu þess að stúturinn vísi frá þér á

meðan þetta er gert.

Þrýstu fingrunum niður til þess að dæla úðanum.

Endurtaktu skref 2 og 3 fimm sinnum til viðbótar – úðadælan er nú tilbúin til

notkunar.

Ef þú hefur ekki notað Nasofan nefúðann í 7 daga þarf að undirbúa úðadæluna þar til að einsleitur úði

fæst.

Ef úðadælan virkar ekki enn eftir að þú hefur undirbúið úðadæluna og þú heldur að hún geti verið

stífluð getur þú hreinsað úðadæluna með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

Hreinsun nefúðans

Takið hlífðarhettuna af.

Dragið hvíta stykkið upp og takið úðastútinn af.

Setjið bæði úðastútinn og hlífðarhettuna í volgt vatn og látið liggja í bleyti í nokkrar mínútur,

skolið síðan undir rennandi vatni.

Hristið vatnið sem eftir er af og látið úðastútinn og hlífðarhettuna þorna á hlýjum (ekki of

heitum) stað.

Setjið úðastútinn aftur á glasið.

Undirbúið úðadæluna eins og þarf með því að dæla úðanum nokkrum sinnum þar

til einsleitur úði fæst.

Þú átt að hreinsa úðadæluna að minnsta kosti einu sinni í viku til að koma í veg fyrir að hún

stíflist. Að auki þarf að hreinsa hana ef hún stíflast.

Þú átt aldrei að reyna að fjarlægja stíflu í úðastútnum með nál eða oddhvössum hlut, þar sem

það getur skemmt úðastútinn og valdið því að hann gefi ekki réttan skammt af lyfinu.

Notkun nefúðans

Hristu glasið og taktu hlífðarhettuna af.

Snýttu þér varlega.

Haltu fyrir aðra nösina með því að þrýsta fingrinum á hana og settu úðastútinn í hina nösina.

Hallaðu höfðinu örlítið fram þannig að glasið haldist upprétt.

Andaðu rólega að þér í gegnum nefið um leið og þú þrýstir hvíta

hlutanum niður með fingrunum og sprautar fínum úðanum inn í nösina.

Andaðu í gegnum munninn. Endurtaktu skref 4 til að sprauta öðrum

úðaskammti í sömu nös.

Fjarlægðu úðastútinn úr nösinni og andaðu í gegnum munninn.

Endurtaktu skref 3 til 6 fyrir hina nösina.

Eftir að nefúðinn hefur verið notaður

Þurrkið stútinn varlega með hreinni bréfþurrku og setjið hlífðarhettuna aftur á.