Nafpenzal, vet.

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Nafpenzal, vet. Spenalyf, dreifa / Spenalyf, dreifa /
 • Skammtar:
 • Spenalyf, dreifa /
 • Lyfjaform:
 • Spenalyf, dreifa /
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

 • fyrir almenning:
 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.


  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning.

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Nafpenzal, vet. Spenalyf, dreifa / Spenalyf, dreifa /
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 77662759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Samantekt á eiginleikum vöru: skammtar, milliverkanir, aukaverkanir

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI DÝRALYFS

Nafpenzal vet. spenalyf, dreifa.

2.

VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR

Hver 3 g spenadæla inniheldur:

Virk innihaldsefni:

Benzýlpenicillínnatríum, samsvarandi benzýlpenicillín

169 mg

Nafcillínnatríum, samsvarandi nafcillín

100 mg

Dihýdróstreptomýcínsúlfat, samsvarandi dihýdróstreptómýcín

100 mg

Hjálparefni:

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Spenalyf, dreifa.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Dýrategund

Nautgripir.

4.2

Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir

Júgurbólga hjá mjólkandi kúm, af völdum baktería sem eru penicillín- / streptómýcín- / nafcillín-

næmar.

4.3

Frábendingar

Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna.

4.4

Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund

Engin.

4.5

Sérstakar varúðarreglur við notkun

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum

Óviðeigandi notkun lyfsins getur aukið tíðni baktería sem eru ónæmar fyrir benzýlpenicillíni,

nafcillíni eða dihýdróstreptómýcíni.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið

Penicillin og cephalosporin geta valdið ofnæmi eftir inndælingu, innöndun, inntöku eða snertingu við

húð. Ofnæmi fyrir penicillíni getur leitt til krossofnæmis við cefalósporínum og öfugt. Ofnæmis-

viðbrögð af völdum þessara lyfja geta stundum verið alvarleg.

Þeir sem vitað eru að hafa ofnæmi fyrir innihaldsefnunum eiga ekki að handleika lyfið og hið

sama á við um þá sem hefur verið ráðlagt að handleika ekki lyf sem þetta.

Gæta skal varúðar þegar lyfið er handleikið til að koma í veg fyrir snertingu við það og viðhafa

skal allar viðeigandi varúðarráðstafanir.

Komi fram einkenni eftir snertingu við lyfið, t.d. húðútbrot, skal leita læknishjálpar og sýna

lækninum þessi varnaðarorð. Þroti í andliti, á vörum eða augum eða öndunarörðugleikar eru

alvarlegri einkenni og kalla á tafarlausa læknishjálp.

Berist lyfið fyrir slysni í augu skal tafarlaust skola það úr með ríkulegu magni af vatni. Berist lyfið

fyrir slysni á húð skal tafarlaust þvo það af með sápu og vatni.

Aðrar varúðarreglur

Engar.

4.6

Aukaverkanir

Engar þekktar.

4.7

Notkun á meðgöngu, við mjólkurgjöf og varp

Nota má dýralyfið á meðgöngu.

4.8

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Engar þekktar.

4.9

Skammtar og lyfjagjöf

Spenalyf: Ein 3 g spenadæla í hvern júgurhluta.

4.10

Ofskömmtun

Ekki þekkt.

4.11

Biðtími fyrir afurðanýtingu

Sláturafurðir: 3 sólarhringar.

Mjólk úr meðhöndluðum og ómeðhöndluðum júgurhlutum: 5 sólarhringar.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Benzýlpenicillín í blöndum með öðrum sýklalyfjum, ATCvet flokkur:

QJ51RC22.

Nafcillín, benzýlpenicillín og dihýdróstreptómýcín. Penicillín er það sýklalyf sem virkast er gegn

streptókokkum og stafýlókokkum sem ekki eru ónæmir. Samverkun milli penicillíns og

dihýdróstreptómýcíns veldur bakteríudrepandi verkun gegn Gram-jákvæðum og Gram-neikvæðum

bakteríum, þ.m.t. E.coli. Nafcillín er hálfsamtengt penicillin sem er virkt gegn penicillínónæmum

stafýlókokkum.

5.2

Lyfjahvörf

Vistfræðilegar upplýsingar

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Natríumcítrat, dodecylgallat, jarðhnetuolía, hert, laxerolía, hert, Pólýsorbat 65, Pólýsorbat 85,

jarðhnetuolía

6.2

Ósamrýmanleiki

Enginn þekktur.

6.3

Geymsluþol

Geymsluþol dýralyfsins í söluumbúðum: 2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður dýralyfsins.

6.5

Gerð íláts og samsetning innri umbúða

Spenadæla.

6.6

Sérstakar varúðarreglur vegna förgunar ónotaðra dýralyfja eða úrgangs sem til fellur við

notkun þeirra

Farga skal öllum ónotuðum dýralyfjum eða úrgangi vegna dýralyfja í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Intervet International B.V.

Wim de Körverstraat 35

5831 AN Boxmeer

Holland

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

MTnr 822829 (IS)

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrsta markaðsleyfis: 1. janúar 1983.

Dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 12. september 2011.

10.

DAGSETNINGAR ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

21. mars 2012.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.

  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning. • Skjöl á öðrum tungumálum eru tiltækar here