Myfortic

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Myfortic Magasýruþolin tafla 360 mg
 • Skammtar:
 • 360 mg
 • Lyfjaform:
 • Magasýruþolin tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Myfortic Magasýruþolin tafla 360 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 801b2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur

Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat)

Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Myfortic og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Myfortic

Hvernig nota á Myfortic

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Myfortic

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Myfortic og við hverju það er notað

Myfortic inniheldur efni sem kallast mycofenolsýra. Myfortic tilheyrir flokki lyfja sem kallast

ónæmisbælandi lyf.

Myfortic er notað til að koma í veg fyrir að ónæmiskerfi líkamans hafni ígræddu nýra. Það er notað

ásamt öðrum lyfjum sem innihalda ciclosporin og barkstera.

2.

Áður en byrjað er að nota Myfortic

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

AÐVÖRUN

Mycofenolat veldur fæðingargöllum og fósturláti. Konur á barneignaraldri verða að leggja fram

neikvætt þungunarpróf áður en meðferð hefst og fylgja ráðleggingum læknisins um getnaðarvarnir.

Læknirinn mun ræða við þig og láta þig fá skriflegar upplýsingar, einkum um áhrif mycofenolats á

ófædd börn. Lestu upplýsingarnar vandlega og fylgdu leiðbeiningunum.

Ef þú skilur leiðbeiningarnar ekki til fulls skaltu biðja lækninn að útskýra þær aftur áður en þú tekur

mycofenolat. Frekari upplýsingar eru í köflunum „Varnaðarorð og varúðarreglur“ og „Meðganga og

brjóstagjöf“.

Ekki má nota Myfortic:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir mycofenolsýru, mycofenolnatríumi, mycofenolatmofetili eða

einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú ert kona á barneignaraldri og hefur ekki lagt fram neikvætt þungunarpróf áður en þú

fékkst ávísað lyfinu, vegna þess að mycofenolat veldur fæðingargöllum og fósturláti.

ef þú ert þunguð, fyrirhugar að verða þunguð eða heldur að þú getir verið þunguð.

ef þú notar ekki örugga getnaðarvörn (sjá kaflann „Getnaðarvarnir hjá konum og körlum“)

ef þú ert með barn á brjósti (sjá einnig kaflann „Meðganga og brjóstagjöf“).

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig, skaltu láta lækninn vita áður en þú byrjar að nota Myfortic.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Myfortic er notað:

ef þú ert með eða hefur verið með alvarlegan meltingarsjúkdóm, svo sem magasár.

ef þú ert með sjaldgæfan, arfgengan skort á ensíminu hypoxanthin-guanin-phosphoribosyl-

transferasa (HGPRT), svo sem Lesch-Nyhan heilkenni eða Kelley-Seegmiller heilkenni.

Hafið eftirtalin atriði í huga:

Myfortic dregur úr hæfni húðarinnar til að verjast sólargeislum. Þetta getur aukið hættu á

húðkrabbameini. Þú skalt forðast sólarljós og útfjólublátt ljós (UV) með því að hylja húðina

eins og hægt er með fatnaði og nota reglulega sólarvörn með háum varnarstuðli.

Leitið upplýsinga um sólarvörn hjá lækninum.

Ef þú varst þegar með lifrarbólgu B eða C getur Myfortic aukið hættu á að þessir sjúkdómar

komi fram aftur. Verið getur að læknirinn framkvæmi blóðrannsókn og kanni einkenni þessara

sjúkdóma. Ef þú finnur fyrir einhverjum einkennum (gulnun húðar og augna, ógleði, lystarleysi,

dökkleitu þvagi) skaltu strax láta lækninn vita.

Ef þú færð þrálátan hósta eða verður móð/móður, sérstaklega ef þú ert að nota önnur

ónæmisbælandi lyf, skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn.

Vera má að læknirinn vilji kanna magn mótefna í blóðinu meðan á meðferð með Myfortic

stendur sérstaklega þegar sýkingarnar koma aftur, einkum ef þú ert einnig að nota önnur

ónæmisbælandi lyf og hann lætur þig vita hvort þú megir halda áfram að nota Myfortic.

Ef þú færð einhver einkenni sýkingar (svo sem hita eða særindi í háls) eða óvænta marbletti eða

blæðingar, skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn.

Vera má að læknirinn vilji kanna magn hvítra blóðkorna hjá þér meðan á meðferð með

Myfortic stendur og hann lætur þig vita hvort þú megir halda áfram að nota Myfortic.

Virka efnið, mycofenolsýra, er ekki það sama og önnur lyf sem heita svipuðum nöfnum, svo

sem mycofenolatmofetil. Þú skalt ekki skipta um lyf nema læknirinn gefi fyrirmæli um það.

Notkun Myfortic á meðgöngu getur valdið fóstrinu skaða (sjá einnig kaflann „Meðganga og

brjóstagjöf“) og aukið hættu á fósturláti, þar með talið fósturláti án þekktrar ástæðu.

Notkun annarra lyfja samhliða Myfortic

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú notar einhver eftirtalinna lyfja:

Önnur ónæmisbælandi lyf svo sem azathioprin eða tacrolimus.

Lyf sem notuð eru við háu kólesteróli í blóði, svo sem cholestyramin.

Lyfjakol, sem notuð eru við meltingarkvillum, svo sem niðurgangi, meltingartruflunum og

uppþembu.

Lyf við brjóstsviða sem innihalda magnesíum eða ál.

Lyf sem notuð eru við veirusýkingum, svo sem aciclovir eða ganciclovir.

Þú skalt einnig láta lækninn vita ef þú ætlar í

bólusetningu

Þú mátt ekki gefa blóð meðan á meðferð með Myfortic stendur og í a.m.k. 6 vikur eftir að henni er

hætt. Karlar mega ekki gefa sæði meðan á meðferð með Myfortic stendur og í 90 daga eftir að henni

er hætt.

Notkun Myfortic með mat eða drykk

Myfortic má nota með eða án matar. Þú þarft að ákveða hvort þú tekur töflurnar með mat eða án matar

og taka þær síðan á sama hátt á hverjum degi. Þetta er til þess að sama magn af lyfinu frásogist í

líkamanum á hverjum degi.

Aldraðir

Aldraðir (65 ára og eldri) geta tekið Myfortic án þess að þörf sé á því að breyta hefðbundnum

ráðlögðum skammti.

Börn og unglingar

Ekki er ráðlagt að nota Myfortic handa börnum og unglingum vegna skorts á upplýsingum.

Meðganga og brjóstagjöf

Ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti, grunar að þú sért þunguð eða fyrirhugar að verða þunguð

skaltu leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Læknirinn mun ræða við þig

um áhættu sem tengist þungun og önnur lyf sem þú gætir tekið til að koma í veg fyrir höfnun ígrædds

líffæris ef:

Þú fyrirhugar að verða þunguð.

Þú sleppir eða heldur að þú hafir sleppt blæðingum, hefur óeðlilegar blæðingar eða þig grunar

að þú sért þunguð.

Þú stundar kynlíf án þess að nota örugga getnaðarvörn.

Ef þú verður þunguð meðan þú tekur mycofenolat, skaltu láta lækninn vita tafarlaust. Haltu þó áfram

að taka mycofenolat þar til þú hefur rætt við lækninn.

Meðganga

Mycofenolat veldur hárri tíðni fósturláta (50%) og alvarlegra fæðingargalla (23-27%) hjá ófæddum

börnum. Meðal fæðingargalla sem tilkynnt hefur verið um eru vanskapanir á eyrum, augum, andliti

(klofin vör/klofinn gómur), gallar á þroskun fingra, hjarta, vélinda (göngin frá munni niður í maga),

nýrna og taugakerfis (t.d. klofinn hryggur (þar sem hryggjarliðir þroskast ekki eðlilega)). Eitthvað af

þessu gæti komið fram hjá barni þínu.

Ef þú ert kona á barneignaraldri verður þú að leggja fram neikvætt þungunarpróf áður en meðferð

hefst og fylgja ráðleggingum læknisins um getnaðarvarnir. Læknirinn gæti viljað framkvæma fleiri en

eitt þungunarpróf til að ganga úr skugga um að þú sért ekki þunguð áður en meðferð hefst.

Brjóstagjöf

Þú mátt ekki taka Myfortic ef þú ert með barn á brjósti. Það er vegna þess að lítill hluti lyfsins getur

borist í brjóstamjólk.

Getnaðarvarnir hjá konum sem taka Myfortic

Ef þú ert kona á barneignaraldri verður þú ávallt að nota tvenns konar öruggar getnaðarvarnir meðan á

notkun Myfortic stendur. Þar á meðal:

Áður en þú byrjar að taka Myfortic

Allan tímann meðan á meðferð með Myfortic stendur

Í 6 vikur eftir að þú hættir að taka Myfortic.

Ræddu við lækninn um hvaða getnaðarvörn hentar þér. Slíkt er einstaklingsbundið.

Ræddu við

lækninn eins fljótt og kostur er ef þú heldur að getnaðarvarnir hafi brugðist eða ef þú hefur

gleymt að taka getnaðarvarnatöflu.

Ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig þá ert þú kona sem ekki er fær um að verða þunguð:

Þú ert komin yfir tíðahvörf þ.e. ert að minnsta kosti 50 ára og síðustu blæðingar voru fyrir

meira en ári síðan (ef blæðingar hafa stöðvast vegna krabbameinslyfjameðferðar er samt sem

áður möguleiki á því að verða þunguð).

Eggjaleiðarar þínir og báðir eggjastokkar hafa verið fjarlægðir með skurðaðgerð (bilateral

salpingo-oophorectomy).

Leg þitt hefur verið fjarlægt með skurðaðgerð (legnám).

Eggjastokkar þínir starfa ekki lengur (ótímabær vanstarfsemi í eggjastokkum sem staðfest er af

sérfræðingi í kvenlækningum).

Þú fæddist með einhvern af eftirtöldum sjaldgæfum sjúkdómum sem gera þungun ómögulega:

XY arfgerð, Turners sjúkdóm eða meðfædda vansköpun á legi (uterine agenesis).

Þú ert barn eða unglingur og blæðingar eru ekki byrjaðar.

Getnaðarvarnir hjá körlum sem taka Myfortic

Þú verður ávallt að nota verjur meðan á meðferð stendur og í a.m.k. 90 daga eftir að þú hættir að fá

Myfortic.

Ef þú fyrirhugar að eignast barn mun læknirinn ræða við þig um áhættuna og önnur lyf sem þú getur

tekið til þess að koma í veg fyrir höfnun á ígrædda líffærinu.

Akstur og notkun véla

Ekki hefur verið sýnt fram á að Myfortic hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Myfortic inniheldur mjólkursykur (laktósa)

Ef óþol fyrir sykrum (þ.m.t. mjólkursykri, galaktósa eða glúkósa) hefur verið staðfest skal hafa

samband við lækni áður en Myfortic er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Myfortic

Notið Myfortic alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Einungis læknir með reynslu af meðferð

sjúklinga sem gengist hafa undir líffæraígræðslu mun ávísa Myfortic handa þér. Ef þú ert ekki viss um

hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hversu mikið á að nota af Myfortic

Ráðlagður sólarhringsskammtur af Myfortic er 1.440 mg (8 töflur af Myfortic 180 mg eða 4 töflur af

Myfortic 360 mg). Þennan skammt á að taka í 2 aðskildum 720 mg skömmtum (4 töflur af Myfortic

180 mg eða 2 töflur af Myfortic 360 mg).

Töflurnar á að taka á morgnana og á kvöldin.

Fyrsta skammtinn, sem er 720 mg, á að gefa innan 72 klukkustunda eftir ígræðsluna.

Ef þú ert með alvarlegan nýrnasjúkdóm

Sólarhringsskammturinn á ekki að vera stærri en 1.440 mg (8 töflur af Myfortic 180 mg eða 4 töflur af

Myfortic 360 mg).

Notkun Myfortic

Gleypa skal töflurnar í heilu lagi með glasi af vatni.

Hvorki má brjóta né mylja töflurnar.

Ekki skal nota töflur sem hafa brotnað eða klofnað í tvennt.

Meðferðinni verður haldið áfram eins lengi og þörf er á ónæmisbælingu til að koma í veg fyrir að

líkaminn hafni ígrædda líffærinu.

Ef notaður er stærri skammtur af Myfortic en mælt er fyrir um

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður eða ef einhver annar hefur tekið inn töflurnar,

skaltu tafarlaust hafa samband við lækni eða fara á sjúkrahús. Nauðsynlegt getur verið að veita

læknishjálp. Hafðu töflurnar meðferðis og sýndu lækninum eða starfsfólki sjúkrahússins þær. Ef

töflurnar eru búnar skaltu hafa tómu pakkninguna með þér.

Ef gleymist að nota Myfortic

Ef þú hefur gleymt að taka einn skammt af Myfortic skaltu taka hann strax og þú manst eftir því. Ef

komið er að næsta skammti skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist og taka næsta skammt á réttum

tíma. Leitaðu ráða hjá lækninum. Ekki má taka tvöfaldan skammt til að bæta upp skammt sem

gleymdist.

Ef hætt er að nota Myfortic

Ekki hætta að nota Myfortic nema læknirinn segi þér að gera það. Ef þú hættir að nota Myfortic getur

það aukið líkurnar á því að líkaminn hafni ígrædda nýranu.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Fleiri aukaverkanir geta komið fram hjá öldruðum vegna minni ónæmissvörunar.

Ónæmisbælandi lyf eins og Myfortic, draga úr eigin vörnum líkamans til að koma í veg fyrir að þú

hafnir ígrædda líffærinu. Líkaminn getur því ekki varist sýkingum eins vel og venjulega. Ef þú notar

Myfortic getur því verið að þú fáir oftar sýkingar en venjulega, svo sem sýkingar í heila, húð, munn,

maga og þarma, lungu og þvagfæri.

Læknirinn mun reglulega láta taka blóðprufur til að fylgjast með breytingum á fjölda blóðkorna hjá

þér eða magni efna í blóðinu, svo sem sykri, fitu og kólesteróli.

Sumar aukaverkanir geta verið alvarlegar:

Einkenni sýkingar, þar með talið hiti, kuldahrollur, aukin svitamyndun, þreyta, syfja, eða

þróttleysi. Ef þú notar Myfortic getur verið að líkur á veiru-, bakteríu- og sveppasýkingum séu

meiri en venjulega. Slíkar sýkingar geta komið fram í ýmsum hlutum líkamans en mestar líkur

eru á að sýkingar komi fram í nýrum, þvagblöðru, efri og neðri öndunarfærum.

Blóðug uppköst, svartar eða blóðugar hægðir, sár í maga eða þörmum.

Bólgnir eitlar, aukinn eða nýr húðvöxtur, eða breytingar á fæðingablettum. Eins og við á hjá

sjúklingum á ónæmisbælandi lyfjum þá hefur komið fram krabbamein í húð eða eitlum hjá

örfáum sjúklingum sem nota Myfortic.

Ef eitthvert ofangreindra einkenna kemur fram eftir að þú hefur notað Myfortic, skaltu tafarlaust láta

lækninn vita.

Aðrar aukaverkanir geta verið:

Mjög algengar

koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum

fækkun hvítra blóðkorna

minnkun á kalsíumi í blóði (blóðkalsíumlækkun)

minnkun á kalíumi í blóði (blóðkalíumlækkun)

aukning á þvagsýru í blóði (þvagsýrudreyri)

hár blóðþrýstingur (háþrýstingur)

kvíði

niðurgangur

verkir í liðum (liðverkir)

Algengar

koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10 sjúklingum

fækkun rauðra blóðkorna, sem getur valdið þreytu, mæði og fölva (blóðleysi)

fækkun blóðflagna sem getur valdið óvæntum blæðingum og marblettum (blóðflagnafæð)

aukið magn kalíums í blóði (blóðkalíumhækkun)

minnkun á magnesíum í blóði (blóðmagnesíumlækkun)

sundl

höfuðverkur

hósti

lágur blóðþrýstingur (lágþrýstingur)

mæði

kviðverkir eða magaverkir, bólga í magaslímhúð, uppþemba, hægðatregða, meltingartruflanir,

vindgangur, linar hægðir, ógleði, uppköst

þreyta, hiti

óeðlilegar niðurstöður úr prófunum á lifrar- eða nýrnastarfsemi

öndunarfærasýkingar

gelgjubólur

þróttleysi

vöðvaverkir

þroti á höndum, ökklum eða fótum (bjúgur á útlimum)

kláði.

Sjaldgæfar

koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 100 sjúklingum

hraður hjartsláttur (hraðtaktur) eða óreglulegur hjartsláttur (aukaslög frá sleglum), vökvi í

lungum (lungnabjúgur)

útvöxtur sem líkist poka (

blöðru

) sem inniheldur vökva (

vessa

) (vessabelgur)

skjálfti, svefntruflanir

roði og þroti við augu (tárubólga), þokusjón

blísturshljóð við öndun

ropi, andremma, garnastífla, sár á vörum, brjóstsviði, mislitun tungu, munnþurrkur, bólga í

góm, bólga í brisi sem veldur verulegum verk í efri hluta kviðar (brisbólga), stífla í

munnvatnskirtlum, bólga í vefnum sem þekur vegg kviðarholsins að innan (lífhimnubólga)

sýking í beinum, blóði eða húð

blóð í þvagi, skemmdir á nýrum, sársauki og erfiðleikar við þvaglát

hárlos, marblettir

liðbólga, bakverkir, vöðvakrampar

lystarleysi, aukið magn lípíða (blóðfituaukning), sykurs (sykursýki) og kólesteróls eða minnkað

magn fosfata í blóði

einkenni inflúensu (svo sem þreyta, kuldahrollur, særindi í hálsi, verkir í liðum eða vöðvum),

þroti á ökklum og fótum, verkur, stirðleiki, þorsti eða máttleysi

óeðlilegar draumfarir, ranghugmyndir

skert geta til að ná eða halda stinningu getnaðarlims

hósti, öndunarerfiðleikar, sársauki við öndun (hugsanleg einkenni millivefslungnasjúkdóms).

Tíðni ekki þekkt

ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

útbrot

hiti, særindi í hálsi, tíðar sýkingar (hugsanleg einkenni skorts á hvítum blóðkornum)

(kyrningaleysi).

Aðrar aukaverkanir sem greint hefur verið frá í tengslum við meðferð með svipuðum lyfjum og

Myfortic

Aðrar aukaverkanir sem greint hefur verið frá í tengslum við notkun lyfja af sama flokki og Myfortic

eru: Ristilbólga, bólga í magaslímhúð af völdum cytomegaloveiru, gatmyndun í þörmum sem veldur

verulegum kviðverkjum ásamt hugsanlegum blæðingum, maga- eða skeifugarnarsár, lítið magn hvítra

blóðkorna eða allra blóðkorna, alvarlegar sýkingar svo sem bólga í hjarta og hjartalokum og í

heilahimnu, mæði og hósti sem geta verið vegna berkjuskúlks (sjúkdómur þar sem öndunarvegir í

lungunum eru óeðlilega útþandir) og aðrar ekki eins algengar bakteríusýkingar sem yfirleitt valda

alvarlegum lungnasjúkdómum (

berklum og afbrigðilegri mycobakteríusýkingu

). Hafðu samband við

lækninn ef þú færð þrálátan hósta eða mæði.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Myfortic

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Myfortic eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði.

Geymið Myfortic í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Ekki skal nota Myfortic ef vart verður við skemmdir á pakkningunni eða ef hún ber þess merki

að átt hafi verið við hana.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Myfortic inniheldur

Virka innihaldsefnið er mycofenolsýra (sem natríummycofenolat). Hver Myfortic tafla

innheldur annaðhvort 180 mg eða 360 mg af mycofenolsýru.

Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni: Maíssterkja, povidon, crospovidon, vatnsfrír mjólkursykur, vatnsfrí

kísilkvoða og magnesíumsterat.

Filmuhúð: Hýprómellósuþalat, títantvíoxíð (E 171), gult járnoxíð (E 172).

180 mg: Indigocarmin (E 132)

360 mg: Rautt járnoxíð (E 172).

Útlit Myfortic og pakkningastærðir

Myfortic 180 mg magasýruþolnar töflur eru ljósgrænar, filmuhúðaðar og kringlóttar og auðkenndar

með „C“ á annarri hliðinni.

Myfortic 180 mg magasýruþolnar töflur eru í þynnupakkningum með 20, 50, 100, 120 eða 250 töflum.

Myfortic 360 mg magasýruþolnar töflur eru ljósappelsínurauðar, filmuhúðaðar og egglaga og

auðkenndar með „CT“ á annarri hliðinni.

Myfortic 360 mg magasýruþolnar töflur eru í þynnupakkningum með 50, 100 , 120 eða 250 töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Novartis Healthcare A/S

Edvard Thomsens Vej 14

2300 København S

Danmörk

Framleiðandi

Novartis Pharma GmbH

Roonstrasse 25

D-90429 Nürnberg

Þýskaland.

Novartis Poland Sp. z o.o.

ul. Marynarska 15,

02-674 Warszawa

Pólland

Novartis Pharma GmbH

Stella-Klein- Löw-Weg 17,

1020 Vín,

Austurríki

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Sími 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í nóvember 2017.