Minifom

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Minifom Dropar til inntöku, fleyti 100 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 100 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Dropar til inntöku, fleyti
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

 • fyrir almenning:
 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.


  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning.

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Minifom Dropar til inntöku, fleyti 100 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • f91a2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Samantekt á eiginleikum vöru: skammtar, milliverkanir, aukaverkanir

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI LYFS

Minifom 100 mg/ml dropar til inntöku, fleyti.

2.

INNIHALDSLÝSING

Innihaldsefni: Antifoam M 100 mg (dimeticon 1000 94 mg, vatnsfrí kísilkvoða 6 mg).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Dropar til inntöku, fleyti.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Ungbarnakveisa, holsjárskoðun, stuðningsmeðferð við röntgenrannsókn á maga og ristli.

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

Ungbarnakveisa:

10 dropar gefnir með skeið fyrir hverja máltíð. Halda má meðferð áfram

eins lengi og einkenni ungbarnakveisu eru til staðar. Komi engin verkun

fram innan 2-3 daga skal hafa samband við lækni.

Magaspeglun:

15-20 dropar/100 ml af skolvökva.

Sjúkdómsgreining með

röntgen:

Magi án sondu:

0,7 ml (20-25 dropar) settir út í skuggaefnið.

Magi með sondu:

3 ml teknir inn strax fyrir rannsókn. Eftir uppsogun magainnihalds á að

gefa 25-30 ml af skuggefni með 3 ml af dropum/200 ml af skuggaefni.

Ristill:

2 ml í skuggaefnið.

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Engin.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Engar milliverkanir þekktar sem hafa klíníska þýðingu.

4.6

Meðganga og brjóstagjöf

Lyfið frásogast ekki og má nota á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur.

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Lyfið hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8

Aukaverkanir

Engar þekktar.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9

Ofskömmtun

Engin tilvik ofskömmtunar eru þekkt.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur lyf gegn starfrænum meltingarfærasjúkdómum - silíkonsambönd. ATC

flokkur: A 03 AX 13.

Antifoam M (dimeticon, kísilkvoða) er yfirborðsvirkt efni sem er eðlis- og efnafræðilega stöðugt. Með

því að breyta yfirborðsspennu dregur Antifoam M úr froðumyndun og hefur þau áhrif að loftbólur í

maga og þörmum bresta og eyðast þannig á auðveldari máta.

5.2

Lyfjahvörf

Frásog: Það er ekki þekkt að lyfið frásogist frá maga/þörmum. Lyfið skilst óbreytt út með hægðum.

Full verkun næst eftir nokkurra daga meðhöndlun.

5.3

Forklínískar upplýsingar

Engar upplýsingar sem hafa þýðingu varðandi öryggi.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Glýseról (E 422), natríumkarboxýmetýlsellulósi (E 466), pólýsorbat 60, glýserólseinsterat,

sítrónusýrueinhýdrat (E 330), kalíumsorbat, metýlparahýdroxýbenzóat (E 218),

etýlparahýdroxýbenzóat (E 214), hreinsað vatn.

6.2

Ósamrýmanleiki

Ekki þekktur.

6.3

Geymsluþol

2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli eða á svölum stað (2°C - 15°C).

6.5

Gerð íláts og innihald

Dropaflaska úr plasti, 30 ml.

10 dropar = 0,3 ml.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

ACO Hud Nordic AB

Box 622

194 26 Upplands Väsby

Svíþjóð

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

MTnr 741780 (IS)

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 17. desember 1975.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 28. apríl 2014.

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

28. apríl 2014.

 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.

  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning. • Skjöl á öðrum tungumálum eru tiltækar here