Miglustat Gen.Orph

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Miglustat Gen.Orph
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Miglustat Gen.Orph
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Önnur meltingarvegi og efnaskipti vörur,
 • Lækningarsvæði:
 • Gauchersjúkdómur
 • Ábendingar:
 • Miglustat Gen. Orph er ætlað fyrir inntöku meðferð fullorðinn sjúklinga með vægt til í meðallagi tegund 1 Eins og sjúkdómurinn. Miglustat Gen. Orph kann að vera notað eina í meðferð sjúklinga sem ensím skipti meðferð er ekki við hæfi. Miglustat Gen. Orph er ætlað fyrir meðferð framsækið taugakerfi í fullorðinn sjúklingum og börn sjúklinga með Niemann-Taka tegund C sjúkdómur.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 4

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/004366
 • Leyfisdagur:
 • 08-11-2017
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/004366
 • Síðasta uppfærsla:
 • 23-07-2019

Opinber matsskýrsla

VIÐAUKI I

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI LYFS

Miglustat Gen.Orph 100 mg hörð hylki

2.

INNIHALDSLÝSING

Hvert hylki inniheldur 100 mg miglustat

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Hart hylki.

Hvít, ógegnsæ hetta og neðri hluti, hörð gelatínhylki í stærð 4, u.þ.b. 14,0 mm á lengd.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Miglustat Gen.Orph er ætlað til inntöku vegna meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með væga til

miðlungsalvarlega Gauchersveiki af tegund 1. Miglustat Gen.Orph má eingöngu nota við meðferð

sjúklinga þar sem uppbótarmeðferð með ensímum hentar ekki (sjá kafla 4.4 og 5.1).

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð skal fara fram undir stjórn lækna sem hafa þekkingu á meðferð við Gauchersveiki.

Skammtar

Fullorðnir

Ráðlagður upphafsskammtur til meðhöndlunar fullorðinna sjúklinga með Gauchersveiki af tegund 1 er

100 mg þrisvar á dag.

Nauðsynlegt kann að vera að minnka skammtinn tímabundið í 100 mg einu sinni eða tvisvar á dag í

sumum sjúklingum vegna niðurgangs.

Sérstakir sjúklingahópar

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á verkun Miglustat Gen.Orph hjá börnum og unglingum á aldrinum 0-17

ára með Gauchersveiki af tegund 1. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Aldraðir

Engin reynsla er af notkun Miglustat Gen.Orph hjá sjúklingum eldri en 70 ára.

Skert nýrnastarfsemi

Upplýsingar um lyfjahvörf benda til aukinnar útsetningar líkamans fyrir miglustati hjá sjúklingum með

skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum með aðlagaða kreatínínúthreinsun sem nemur 50

ml/mín/1.73 m

, ætti að hefja lyfjagjöf með 100 mg skammti tvisvar á dag hjá sjúklingum með

Gauchersveiki af tegund 1.

Hjá sjúklingum með aðlagaða kreatínínúthreinsun sem nemur 30

50 ml/mín/1.73 m

, ætti að hefja

lyfjagjöf með 100 mg skammti einu sinni á dag hjá sjúklingum með Gauchersveiki af tegund 1. Ekki

er mælt með notkun lyfsins hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun <

30 ml/mín/1.73 m

) (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Miglustat Gen.Orph hefur ekki verið metið hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Lyfjagjöf

Miglustat Gen.Orph má taka með eða án matar.

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Skjálfti

Um það bil 37% ´sjúklinga í klínískum rannsóknum á Gauchersveiki af tegund 1 greindu frá skjálfta

við meðferð. Skjálftanum var lýst sem ýktum handskjálfta af lífeðlisfræðilegum toga. Skjálfti hófst

yfirleitt í fyrsta mánuði meðferðar en hjaðnaði í mörgum tilfellum meðan á meðferð stóð á 1-3

mánuðum. Minnkun skammts getur dregið úr skjálftanum, að öllu jöfnu innan nokkurra daga, en í

sumum tilfellum þarf að hætta meðferð.

Meltingartruflanir

Vart hefur orðið við einkenni frá meltingarvegi, einkum niðurgang, hjá yfir 80% sjúklinga, annað

hvort við upphaf meðferðar eða af og til meðan á meðferð stendur (sjá kafla 4.8). Sennilegast er að

hömlun á ensímum sem brjóta niður tvísykrur í meltingarvegi, svo sem súkrasa-ísómaltasa í

meltingarvegi, valdi þessum áhrifum sem skerða frásog tvísykra úr fæðu. Við klíníska notkun hefur

komið í ljós að kvillar í meltingarvegi af völdum miglustats svara einstaklingsbundnum breytingum á

mataræði (t.d minnkaðri neyslu súkrósa, laktósa og annarra kolvetna), inntöku miglustats á milli

máltíða og/eða hægðastemmandi lyfjum svo sem lóperamíði. Hjá sumum sjúklingum getur tímabundin

skammtalækkun reynst nauðsynleg. Sjúklinga með langvinnan niðurgang eða önnur þrálát einkenni frá

meltingarvegi sem ekki svara þessum úrræðum ætti að rannsaka samkvæmt klínískum venjum.

Miglustat hefur ekki verið metið hjá sjúklingum með sögu um alvarlegan meltingarsjúkdóm, þ.m.t.

bólgusjúkdóm í þörmum.

Áhrif á sæðismyndun

Karlkyns sjúklingar skulu nota öruggar getnaðarvarnir á meðan Miglustat Gen.Orph er tekið.

Rannsóknir á rottum hafa sýnt að miglustat hefur neikvæð áhrif á sæðismyndun og sæðisbreytur auk

þess að draga úr frjósemi (sjá kafla 4.6 og 5.3). Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir ættu karlmenn að

hætta notkun Miglustats Gen.Orph og nota auk þess öruggar getnaðarvarnir í 3 mánuði þar á eftir

hyggist þeir reyna að geta barn.

Sérstakir sjúklingahópar

Vegna takmarkaðrar reynslu skal gæta varúðar við notkun Miglustats Gen.Orph hjá sjúklingum með

skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Náin tengsl eru á milli nýrnastarfsemi og úthreinsunar miglustats og

útsetning fyrir miglustati eykst marktækt hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla

5.2). Ekki eru ennþá tiltæk næg klínísk gögn um þessa sjúklinga til þess að hægt sé að ráðleggja

skammtastærðir. Ekki er mælt með notkun Miglustats Gen.Orph hjá sjúklingum með alvarlega skerta

nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun < 30 ml/mín/1.73 m

Gauchersveiki af tegund 1

Þótt enginn beinn samanburður við ensímuppbótarmeðferð (Enzyme Replacement Therapy, ERT) hafi

verið gerður hjá sjúklingum með Gauchersveiki af tegund 1 sem ekki hafa fengið meðferð áður, er

engin vísbending um virkni eða öryggi miglustats umfram ensímuppbótarmeðferð.

Ensímuppbótarmeðferð er viðmiðunarmeðferð fyrir sjúklinga sem þurfa meðhöndlun vegna

Gauchersveiki af tegund 1 (sjá kafla 5.1). Virkni og öryggi miglustats hafa ekki verið metin

sérstaklega hjá sjúklingum með alvarlega Gauchersveiki.

Mælt er með reglulegri vöktun á þéttni B

vítamíns vegna hárrar tíðni B

vítamínsskorts hjá

sjúklingum með Gauchersveiki af tegund 1.

Greint hefur verið frá tilvikum úttaugakvilla hjá sjúklingum í miglustat meðferð, með eða án samhliða

kvilla s.s. B

vítamínskorts og einstofna gammagalla. Úttaugakvilli virðist algengari hjá sjúklingum

með Gauchersveiki af tegund 1 en almennt gerist. Allir sjúklingar eiga að sæta grunn- og endurteknu

taugasjúkdómafræðilegu mati.

Eftirlit með fjölda blóðflagna er ráðlagt hjá sjúklingum með Gauchersveiki af tegund 1. Væg fækkun á

blóðflögum án tengsla við blæðingar kom fram hjá sjúklingum með Gauchersveiki af tegund 1 sem

skipt hafa af uppbótarmeðferð með ensímum yfir á miglustat.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Takmörkuð gögn benda til þess að samtímis notkun miglustats og ensímuppbótarmeðferð með

ímíglúserasa hjá sjúklingum með Gauchersveiki af tegund 1 kunni að leiða til minni útsetningar fyrir

miglustati (u.þ.b. 22% lækkun á Cmax og 14% minnkun AUC sáust í lítilli samanburðarrannsókn.).

Þessi rannsókn bendir einnig til þess að miglustat hafi engin eða mjög takmörkuð áhrif á lyfjahvörf

ímíglúserasa.

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknaniðurstöður um notkun miglustats á meðgöngu.

Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á frjósemi, þ.m.t. erfiðleika við fæðingu (sjá kafla

5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Miglustat fer yfir fylgju og ekki skal nota það meðan

á meðgöngu stendur.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort miglustat berist í móðurmjólk. Miglustat Gen.Orph á ekki að taka á meðan barn er

haft á brjósti.

Frjósemi

Rannsóknir á rottum hafa sýnt að miglustat hefur áhrif á sæðisbreytur (hreyfanleika og útlit) og dregur

þannig úr frjósemi (sjá kafla 4.4 og 5.3). Þar til nánari upplýsingar liggja fyrir er ráðlagt að karlar hætti

að nota Miglustat Gen.Orph og noti öruggar getnaðarvarnir áfram í 3 mánuði áður en þeir reyna að

geta börn.

Konur á barneignaraldri skulu nota getnaðarvarnir. Karlkyns sjúklingar skulu nota öruggar

getnaðarvarnir á meðan Miglustat Gen.Orph er tekið (sjá kafla 4.4 og 5.3).

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Miglustat Gen.Orph hefur óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Tilkynnt hefur verið um

sundl sem algenga aukaverkun og eiga sjúklingar sem finna fyrir sundli ekki að aka eða nota vélar.

4.8

Aukaverkanir

Samantekt á upplýsingum um öryggi

Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá í klínískum rannsóknum á miglustati voru niðurgangur,

vindgangur, kviðverkur, þyngdartap og skjálfti (sjá kafla 4.4). Algengasta alvarlega aukaverkunin sem

greint var frá við meðferð með miglustati í klínískum rannsóknum var úttaugakvilli (sjá kafla 4.4).

Í 11 klínískum rannsóknum voru 247 sjúklingar meðhöndlaðir með miglustati við mismunandi

ábendingum, með skömmtum sem voru 50-200 mg þrisvar á dag í að meðaltali 2,1 ár. Af þessum

sjúklingum höfðu 132 Gauchersveiki af tegund 1. Aukaverkanir voru almennt vægar til miðlungi

alvarlegar og komu fram af svipaðri tíðni hvað varðar ábendingar og skammtastærðir sem prófaðar

voru.

Tafla með samantekt á aukaverkunum

Aukaverkanir sem komu fram í klínískum rannsóknum og tilkynningum um aukaverkanir, og komu

fyrir hjá >1% sjúklinga, eru taldar upp í töflunni hér fyrir neðan eftir líffærakerfi og tíðni (mjög

algengar: ≥ 1/10, algengar:≥ 1/100 < 1/10, : sjaldgæfar: ≥ 1/1.000 til <1/100, mjög sjaldgæfar: ≥

1/10.000 til <1/1.000, koma örsjaldan fyrir: <1/10.000

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Blóð og eitlar

Algengar

Blóðflagnafæð

Efnaskipti og næring

Mjög algengar

Þyngdartap, minnkuð matarlyst

Geðræn vandamál

Algengar

Þunglyndi, svefnleysi, minnkuð kynhvöt

Taugakerfi

Mjög algengar

Skjálfti,

Algengar

Úttaugakvilli, hreyfiglöp, minnisleysi, náladofi, snertiskynsminnkun,

höfuðverkur, sundl

Meltingarfæri

Mjög algengar

Niðurgangur, vindgangur, kviðverkir

Algengar

Ógleði, uppköst, uppþemba/óþægindi í kviðarholi, hægðatregða,

meltingartruflun

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar

Vöðvakrampar, máttleysi í vöðvum

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Algengar

Þreyta, máttleysi, kuldahrollur og lasleiki

Rannsóknaniðurstöður

Algengar

Frávik í rannsóknum á taugaboðum

Lýsing á völdum aukaverkunum

Greint hefur verið frá þyngdartapi hjá 55% sjúklinga. Hæsta tíðnin kom fram á milli mánaða 6 og 12.

Miglustat hefur verið rannsakað við ábendingum þar sem ákveðin tilvik, tilkynnt sem aukaverkanir,

svo sem einkenni frá taugakerfi, taugasálfræðileg einkenni, vitsmunatruflanir og blóðflagnafæð gætu

einnig verið vegna undirliggjandi sjúkdóma.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu á milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9

Ofskömmtun

Einkenni

Ekki hafa fundist nein bráðaeinkenni við ofskömmtun. Miglustat hefur verið gefið HIV jákvæðum

sjúklingum í klínískum rannsóknum í skammtastærðum allt að 3000 mg/dag í allt að sex mánuði.

Aukaverkanir sem vart var við voru m.a. kyrningafæð, svimi og náladofi. Einnig hefur orðið vart við

hvítfrumnafæð og daufkyrningafæð hjá svipuðum hópi sjúklinga sem gefin voru 800 mg/dag eða

stærri skammtar.

Meðferð

Ráðlagt er að veita almenna læknishjálp við ofskömmtun.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur meltingarfæra- og efnaskiptalyf, ATC flokkur: A16AX06

Gauchersveiki af tegund 1 er arfgengur efnaskiptasjúkdómur sem stafar af skertu niðurbroti

glúkósýlseramíðs. Afleiðingin er uppsöfnun þessa efnis í leysikornum og víðtækar líffæraskemmdir.

Miglustat hemur glúkósýlseramíð syntasa, en það er ensímið sem ber ábyrgð á fyrsta skrefinu í

framleiðslu flestra glýkólípíða. Miglustat hemur glúkósýlseramíð syntasa

in vitro

, með IC

sem nemur

20-37 μM. Að auki hefur verið sýnt fram á hömlunaráhrif á glýkósýlseramíðasa utan leysikorna í

rannsóknum

in vitro.

Hömlunaráhrifin á glúkósýlseramíð syntasa eru forsendan fyrir meðferð sem

byggir á minnkun hvarfefnis í Gauchersveiki.

Aðalrannsóknin á miglustati var gerð á sjúklingum sem ekki gátu eða ekki vildu nota uppbótarmeðferð

með ensímum. Meðal ástæðna þess að uppbótarmeðferð með ensímum var ekki notuð má nefna

óþægindin af innrennsli í bláæð og erfitt aðgengi að bláæðum. Tuttugu og átta sjúklingar með væga til

miðlungsalvarlega Gauchersveiki af tegund 1 voru skráðir í þessa 12 mánaða rannsókn án

samanburðar og luku 22 sjúklingar rannsókninni. Eftir 12 mánuði var meðalminnkun á rúmmáli lifrar

12,1% og meðalrúmmálsminnkun milta 19,0%. Meðalaukning á þéttni blóðrauða var 0,26 g/dl og

meðalaukning á fjölda blóðflagna reyndist 8,29 x 10

/l. Átján sjúklingar héldu síðan áfram að fá

miglustat í valfrjálsri framlengdri rannsóknaráætlun. Klínískur ávinningur hefur verið metinn eftir 24

og eftir 36 mánuði hjá 13 sjúklingum. Eftir 3 ára samfellda notkun miglustats var meðalminnkun á

rúmmáli lifrar 17,5% og meðalminnkun á rúmmáli milta 29,6%. Blóðflagnafjöldi jókst að meðaltali

um 22,2 × 10

/l og meðalaukning á þéttni blóðrauða var 0,95 g/dl.

Í annarri opinni samanburðarrannsókn var 36 sjúklingum, sem fengið höfðu a.m.k. 2 ára

uppbótarmeðferð með ensímum, skipt í þrjá meðferðarhópa af handahófi: hjá einum hópi var meðferð

haldið áfram með ímíglúserasa, hjá öðrum hópi var beitt blandaðri meðferð með ímíglúserasa og

miglustati, en hjá þriðja hópnum var skipt alfarið yfir í meðferð með miglustati. Þessi rannsókn var

gerð á 6 mánaða handahófsröðuðu samanburðartímabili og því fylgt eftir með 18 mánaða

framlengingu þar sem allir sjúklingar fengu eingöngu miglustat. Á fyrstu 6 mánuðunum voru rúmmál

lifrar og milta og blóðrauðagildi óbreytt hjá sjúklingum sem skiptu yfir í miglustat. Hjá sumum

sjúklinganna varð fækkun á fjölda blóðflagna og aukning á virkni kítótríósíðasa, sem bendir til þess að

meðferð með miglustati eingöngu viðhaldi ekki sömu stjórn á sjúkdómsvirkninni hjá öllum

sjúklingum. 29 sjúklingar héldu áfram á framlengingartímabilinu. Við samanburð á mælingum eftir 6

mánuði var stjórn á sjúkdómnum óbreytt eftir 18 og 24 mánaða meðferð með miglustati eingöngu

(annars vegar 20 sjúklingar og hins vegar 6). Hröð versnun á Gauchersveiki af tegund 1 kom ekki fram

hjá neinum sjúklinganna eftir að skipt var yfir í meðferð með miglustati eingöngu.

Í ofangreindum tveimur rannsóknum var heildarskammtur miglustats 300 mg á dag, deilt í þrjá

skammta. Enn ein rannsókn með notkun lyfsins einu sér var gerð hjá 18 sjúklingum þar sem

heildardagsskammturinn var 150 mg, en niðurstöður þeirrar rannsóknar sýndu fram á minni virkni

samanborið við heildardagsskammt sem nemur 300 mg.

Í opinni 2 ára rannsókn án samanburðar voru 42 sjúklingar með Gauchersveiki af tegund 1 skráðir til

þátttöku, sem höfðu fengið uppbótarmeðferð með ensímum í að lágmarki 3 ár og uppfylltu skilyrði um

sjúkdóm í jafnvægi í a.m.k. 2 ár. Sjúklingarnir skiptu yfir á einlyfjameðferð með af miglustati 100 mg

þrisvar á dag. Rúmmál lifrar (aðalverkunarbreyta) var óbreytt frá upphafi til loka meðferðar. Sex

sjúklingar hættu meðferð með miglustati fyrir tímann vegna hugsanlegrar versnunar sjúkdóms,

samkvæmt skilgreiningum rannsóknarinnar. Þrettán sjúklingar hættu meðferð vegna aukaverkunar.

Lítil meðallækkun blóðrauða [–0,95 g/dl (95% CI: –1,38, –0,53)] og meðalfækkun blóðflagna [-44,1 ×

(95% CI: –57,6, –30,7)] komu fram frá upphafi til loka rannsóknarinnar. Tuttugu og einn

sjúklingur lauk 24 mánaða meðferð með miglustati. Af þeim voru 18 sjúklingar í upphafi innan

meðferðarmarkmiða sem sett voru fyrir rúmmál lifrar og milta, þéttni blóðrauða og fjölda blóðflagna

og 16 sjúklingar voru enn innan allra þessara meðferðarmarkmiða í mánuði 24.

Einkenni Gauchersveiki af tegund 1 í beinum voru metin í 3 opnum klínískum rannsóknum hjá

sjúklingum sem fengu meðferð með 100 mg af miglustati þrisvar á dag í allt að 2 ár (n = 72). Í

safngreiningu á gögnum án samanburðar, jukust Z-gildi fyrir beinþéttni í lendarhrygg og lærleggshálsi

um meira en 0,1 einingu frá grunngildum hjá 27 (57%) og 28 (65%) sjúklinganna í langsum

(longitudinal) beinþéttnimælingum. Engin tilvik bráðra beinvandamála (bone crisis), blóðþurrðardreps

eða beinbrota komu fram á meðferðartímabilinu.

5.2

Lyfjahvörf

Lyfjahvarfabreytur miglustats voru metnar hjá heilbrigðum einstaklingum, nokkrum sjúklingum með

Gauchersveiki af tegund 1, Fabry-sjúkdóm, HIV-smituðum sjúklingum og hjá fullorðnum, unglingum

og börnum með Gauchersveiki af tegund 3.

Lyfjahvörf miglustats virðast hafa línulega fylgni við skammtastærð og vera óháð tíma. Miglustat

frásogast hratt hjá heilbrigðum einstaklingum. Hámarksþéttni í plasma er náð u.þ.b. 2 tímum eftir

inntöku. Heildaraðgengi hefur ekki verið ákvarðað. Samtímis neysla matar dregur úr frásogshraða

lækkaði um 36% og t

seinkaði um 2 tíma), en hefur engin tölfræðilega marktæk áhrif á

heildarfrásog miglustats (AUC lækkaði um 14%).

Dreifingarrúmmál miglustats telst vera 83,1. Miglustat binst ekki próteinum í plasma. Brotthvarf

miglustats er aðallega með útskilnaði um nýru, þar sem 70-80% af skammtinum eru endurheimt sem

óbreytt lyfið í þvagi. Úthreinsun eftir inntöku (CL/F) er 230 ± 39 ml/mín. Meðalhelmingunartími er 6-

7 tímar.

Eftir gjöf staks 100 mg skammts af

C-miglustati hjá heilbrigðum einstaklingum voru 83% af

geislavirkninni endurheimt í þvagi og 12% í hægðum. Nokkur umbrotsefni voru greind í þvagi og

hægðum. Mest var af umbrotsefninu miglustatglúkúroniði, sem nam 5% af skammtinum.

Lokahelmingunartími geislavirkni í plasma var 150 klst. sem bendir til þess að eitt eða fleiri

umbrotsefni hafi mjög langan helmingunartíma. Umbrotsefnið sem veldur þessu hefur ekki verið

greint, en það gæti safnast upp og náð þéttni umfram þéttni miglustats við jafnvægi.

Lyfjahvörf miglustats eru svipuð hjá fullorðnum sjúklingum með Gauchersveiki af tegund 1 og

heilbrigðum einstaklingum.

Börn

Gögn varðandi lyfjahvörf voru fengin hjá börnum með Gauchersveiki af tegund 3 á aldrinum 3 til 15

ára. Við jafnvægi var þéttni miglustats í heila- og mænuvökva hjá sex sjúklingum með Gauchersveiki

af tegund 3, 31,4-67,2% þéttninnar í plasma.

Takmarkaðar upplýsingar frá sjúklingum með Fabrysveiki og skerta nýrnastarfsemi sýndu að CL/F

minnkar með minnkandi nýrnastarfsemi. Þótt fjöldi þeirra sem höfðu lítið og miðlungsskerta

nýrnastarfsemi hafi verið mjög lítill benda gögnin til u.þ.b. 40% lækkunar CL/F við lítið skerta

nýrnastarfsemi og 60% lækkunar CL/F hjá þeim sem höfðu miðlungsskerta nýrnastarfsemi (sjá kafla

4.2). Gögn um alvarlega skerta nýrnastarfsemi takmarkast við tvo sjúklinga með kreatínínúthreinsun á

bilinu 18-29 ml/mín og er ekki hægt að draga neinar ályktanir um þá sem hafa minni

kreatínínúthreinsun. Þessi gögn benda til a.m.k. 70% lækkunar CL/F hjá sjúklingum með alvarlega

skerta nýrnastarfsemi.

Af fyrirliggjandi gögnum er ekki hægt að sjá neitt marktækt samband eða fylgni á milli

lyfjahvarfabreyta miglustats og lýðfræðilegra breyta (aldurs, líkamsþyngdarstuðuls, kyns eða

kynþáttar).

Engin lyfjahvarfafræðileg gögn eru fyrirliggjandi um sjúklinga með skerta lifrarstarfsemi, börn eða

unglinga með Gauchersveiki af tegund 1 eða aldraða (> 70 ára).

5.3

Forklínískar upplýsingar

Megináhrif sem allar tegundir áttu sameiginleg voru þyngdartap og niðurgangur og við stærri

skammta, sköddun á slímhúð í maga og görnum (fleiður og sáramyndun). Áhrif sem greindust hjá

dýrum við skammta sem leiddu til svipaðrar eða nokkuð hærri útsetningar en við klíníska notkun voru

ennfremur: breytingar í eitlum hjá öllum tegundum sem prófaðar voru, transamínasa breytingar,

frymisbólumyndun í skjaldkirtli og brisi, drer, nýrnakvilli og breytingar á hjartavöðva hjá rottum.

Þessi áhrif voru talin vera afleiðing veiklunar.

Þegar miglustat var gefið karl- og kvenkyns Sprague-Dawley rottum í gegnum magaslöngu í 2 ár, í

skammtastærðunum 30, 60 og 180 mg/kg/dag olli það aukinni tíðni offjölgunar millifrumna í eistum

(Leydig frumna) og kirtilæxla hjá karlkyns rottum í öllum skammtastærðum. Þéttni í blóði við lægsta

skammtinn var lægri eða sambærileg og greinist hjá mönnum (miðað við AUC

O-∞

) við ráðlagðan

skammt handa mönnum. NOEL (No Observed Effect Level) var ekki staðfest og áhrifin voru ekki háð

skammtastærð. Engin lyfjatengd aukning varð á tíðni æxla í öðrum líffærum hjá karl-eða kvenkyns

rottum. Rannsóknir á verkunarhætti hjá rottum leiddi í ljós sértækan verkunarhátt fyrir rottur sem er

talinn hafa litla þýðingu fyrir menn.

Þegar miglustat var gefið karl- og kvenkyns CD1 músum í gegnum magaslöngu í 2 ár í

skammtastærðunum 210, 420 og 840/500 mg/kg/dag (skammtalækkun eftir hálft ár) olli það aukinni

tíðni bólgu- og vefjaaukabreytinga í ristli hjá dýrum af báðum kynjum. Miðað við mg/kg/dag og með

leiðréttingu á mismun í útskilnaði í hægðum, svöruðu skammtarnir til 8, 16 og 33/19 sinnum hæsta

skammts sem ráðlagður er handa mönnum (200 mg þrisvar á dag). Krabbamein í ristlinum kom fram

stöku sinnum við allar skammtastærðir, með tölfræðilega marktækri aukningu við hærri skammta.

Ekki er hægt að útiloka að þessar niðurstöður hafi klíníska þýðingu fyrir menn. Engin lyfjatengd

aukning varð á tíðni æxla í öðrum líffærum.

Ekkert kom fram sem benti til hættu á stökkbreytandi áhrifum eða litningabreytingum þegar miglustat

var metið samkvæmt staðlaðri röð rannsókna á eiturverkun á erfðaefni.

Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurtekna skammta hjá rottum sýndu áhrif á sæðisþekjuvefi í

eistum. Aðrar rannsóknir sýndu breytingar í sæðisbreytum (hreyfanleika og formfræði) sem samrýmist

mælanlegri minnkun á frjósemi. Þessi áhrif urðu við svipaða útsetningu hjá sjúklingum en voru

afturkræf. Miglustat hafði áhrif á lífslíkur fósturvísa/fóstra hjá rottum og kanínum, greint var frá

fæðingarerfiðleikum, fósturlát eftir hreiðrun jukust og aukin tíðni æðafrábrigða varð hjá kanínum.

Þessi áhrif kunna að hluta að vera tengd eitrunum hjá móður.

Breytingar á mjólkurmyndun í kvenrottum fundust við rannsókn sem stóð í eitt ár. Ferli þessara áhrifa

er óþekkt.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Innihald hylkis

Natríumsterkjuglýkólat (Gerð A),

Póvídón (K30),

Magnesíumsterat.

Hylkisskel

Gelatín,

Títantvíoxíð (E171).

6.2

Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3

Geymsluþol

2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5

Gerð íláts og innihald

Pólýamíð/ál/PVC/álþynnupakkningar, afgreiddar í öskju með 12 þynnum, hver þynna með 7 hylkjum,

samtals 84 hylki.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Gen.Orph

100 Rue Louis Blanc

TSA/Bâtiment Copenhague

60160 Montataire

Frakkland

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/17/1232/001

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: {DD mánuður ÁÁÁÁ}

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu

http://www.ema.europa.eu.

VIÐAUKI II

A.

FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT

B.

FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN

C.

AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS

D.

FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ

NOTKUN LYFSINS

A.

FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT

Heiti og heimilisfang framleiðanda sem eru ábyrgir fyrir lokasamþykkt

Delpharm Reims

10 rue Colonnel Charbonneaux

51100 Reims

Frakkland

B.

FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN

Ávísun lyfsins er háð sérstökum takmörkunum (sjá viðauka I: Samantekt á eiginleikum lyfs, kafla

4.2).

C.

AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS

Samantektir um öryggi lyfsins (PSUR)

Skilyrði um hvernig leggja skal fram samantektir um öryggi lyfsins koma fram í lista yfir

viðmiðunardagsetningar Evrópusambandsins (EURD lista) sem gerð er krafa um í grein 107c(7) í

tilskipun 2001/83/EB og öllum síðari uppfærslum sem birtar eru í evrópsku lyfjavefgáttinni.

D.

FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ

NOTKUN LYFSINS

Áætlun um áhættustjórnun

Markaðsleyfishafi skal sinna lyfjagátaraðgerðum sem krafist er, sem og öðrum ráðstöfunum eins og

fram kemur í áætlun um áhættustjórnun í kafla 1.8.2 í markaðsleyfinu og öllum uppfærslum á

áætlun um áhættustjórnun sem ákveðnar verða.

Leggja skal fram uppfærða áætlun um áhættustjórnun:

Að beiðni Lyfjastofnunar Evrópu;

Þegar áhættustjórnunarkerfinu er breytt, sérstaklega ef það gerist í kjölfar þess að nýjar

upplýsingar berast sem geta leitt til mikilvægra breytinga á hlutfalli ávinnings/áhættu eða

vegna þess að mikilvægur áfangi (tengdur lyfjagát eða lágmörkun áhættu) næst.

VIÐAUKI III

ÁLETRANIR OG FYLGISEÐILL

A. ÁLETRANIR

UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM

YTRI UMBÚÐIR

1.

HEITI LYFS

Miglustat Gen.Orph 100 mg hörð hylki

miglustat

2.

VIRKT EFNI

Hvert hylki inniheldur 100 mg miglustat

3.

HJÁLPAREFNI

4.

LYFJAFORM OG INNIHALD

Hart hylki.

84 hylki

5.

AÐFERÐIR VIÐ INNTÖKU OG ÍKOMULEIÐ(IR)

Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun.

Til inntöku.

6.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM

BÖRNHVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

7.

ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF

8.

FYRNINGARDAGSETNING

Fyrnist

9.

SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI

10.

SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA

EÐAÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á

11.

NAFN OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA

Gen.Orph

100 Rue Louis Blanc

TSA/Bâtiment Copenhague

60160 Montataire

Frakkland

12.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/17/1232/001

13.

LOTUNÚMER

14.

AFGREIÐSLUTILHÖGUN

15.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

16.

UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI

Miglustat Gen.Orph

17.

EINKVÆMT AUÐKENNI

TVÍVÍTT STRIKAMERKI

Á pakkningunni er tvívítt strikamerki með einkvæmu auðkenni.

18.

EINKVÆMT AUÐKENNI

UPPLÝSINGAR SEM FÓLK GETUR LESIÐ

PC: {númer}

SN: {númer}

NN: {númer}

LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM EÐA STRIMLUM

ÞYNNUR

1.

HEITI LYFS

Miglustat Gen.Orph 100 mg hörð hylki

miglustat

2.

NAFN MARKAÐSLEYFISHAFA

Gen.Orph

3.

FYRNINGARDAGSETNING

4.

LOTUNÚMER

5.

ANNAÐ

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Miglustat Gen.Orph 100 mg hörð hylki

miglustat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Miglustat Gen.Orph og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Miglustat Gen.Orph

Hvernig nota á Miglustat Gen.Orph

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Miglustat Gen.Orph

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Miglustat Gen.Orph og við hverju það er notað

Miglustat Gen.Orph inniheldur virka efnið miglustat sem tilheyrir flokki lyfja sem hafa áhrif á

efnaskipti. Það er notað við meðferð gegn vægri til miðlungsalvarlegri Gauchersveiki af tegund 1 í

fullorðnum.

Þegar um er að ræða Gauchersveiki af tegund 1 er efni sem nefnist glúkósýlseramíð ekki fjarlægt úr

líkamanum. Það safnast upp í ákveðnum frumum í ónæmiskerfi líkamans. Slíkt getur leitt til

stækkunar á lifur og milta, breytinga í blóði og beinsjúkdóma.

Hefðbundin meðferð á Gauchersveiki af tegund 1 er ensímuppbótarmeðferð. Miglustat Gen.Orph er

eingöngu notað þegar ensímuppbótarmeðferð þykir ekki henta sjúklingi.

2.

Áður en byrjað er að nota Miglustat Gen.Orph

Ekki má nota Miglustat Gen.Orph

ef um er að ræða ofnæmi fyrir miglustati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Miglustat Gen.Orph er notað

ef þú átt við nýrnasjúkdóm að stríða

ef þú átt við lifrarsjúkdóm að stríða

Læknirinn mun gera eftirfarandi prófanir áður en meðferð með Miglustat Gen.Orph hefst og meðan á

henni stendur:

rannsókn til þess að athuga taugaviðbrögð í handleggjum og fótleggjum.

mælingu á B

vítamínmagni

eftirlit með fjölda blóðflagna

Ástæða þessara prófana er að sumir sjúklingar fá náladofa eða dofa í hendur og fætur eða léttast á

meðan þeir taka Miglustat Gen.Orph. Prófanirnar hjálpa lækninum að ákveða hvort þessi áhrif eru

vegna sjúkdómsins eða annars ástands sem þegar er til staðar eða eru vegna aukaverkana Miglustats

Gen.Orph (frekari upplýsingar í kafla 4).

Ef þú færð niðurgang getur verið að læknirinn biðji þig um að breyta mataræði þínu og minnka neyslu

á mjólkursykri og kolvetnum svo sem súkrósa (reyrsykri) eða að taka ekki Miglustat Gen.Orph með

mat eða að minnka skammtinn tímabundið. Í sumum tilfellum getur læknirinn ávísað

hægðastemmandi lyfi eins og lóperamíði. Ráðfærðu þig við lækninn ef þessi úrræði hjálpa ekki gegn

niðurganginum eða ef þú færð önnur einkenni frá meltingarvegi. Í slíku tilfelli getur læknirinn ákveðið

að gera frekari rannsóknir.

Karlkyns sjúklingar ættu að nota öruggar getnaðarvarnir meðan á Miglustat Gen.Orph meðferð stendur

og í 3 mánuði eftir að meðferð er lokið.

Börn og unglingar

Ekki skal gefa börnum né unglingum (yngri en 18 ára) lyfið sem eru með Gauchersveiki af tegund 1,

vegna þess að ekki er vitað hvort lyfið verkar á þennan sjúkdóm.

Notkun annarra lyfja samhliða Miglustat Gen.Orph

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Láttu lækninn vita ef þú notar lyf sem innihalda ímíglúserasa, sem eru stundum notuð samhliða

Miglustat Gen.Orph. Þau geta minnkað magn Miglustat Gen.Orph í líkama þínum.

Meðganga, brjóstgjöf og frjósemi

Þú átt ekki að taka Miglustat Gen.Orph ef þú ert þunguð eða hyggst verða þunguð. Læknirinn þinn

getur veitt þér frekari upplýsingar. Þú verður að nota öruggar getnaðarvarnir á meðan þú tekur

Miglustat Gen.Orph. Þú skalt ekki vera með barn á brjósti á meðan þú tekur Miglustat Gen.Orph.

Karlkyns sjúklingar skulu nota öruggar getnaðarvarnir á meðan Miglustat Gen.Orph er tekið og í 3

mánuði eftir að meðferð lýkur.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Miglustat Gen.Orph getur valdið sundli. Akið ekki og notið hvorki tæki né vélar ef vart verður við

sundl.

3.

Hvernig nota á Miglustat Gen.Orph

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Við Gauchersveiki af tegund 1

Venjulegur skammtur fyrir fullorðna er eitt hylki (100 mg) þrisvar á

dag (morgun, eftirmiðdag, kvöld). Þetta þýðir daglegt hámark sem nemur þremur hylkjum (300 mg).

Ef þú ert með nýrnavandamál gætir þú fengið lægri upphafsskammt. Læknirinn kann að minnka

skammtinn, t.d. í eitt hylki (100 mg) einu sinni eða tvisvar á dag ef þú færð niðurgang þegar þú tekur

Miglustat Gen.Orph (sjá kafla 4). Læknirinn gefur þér upplýsingar um hversu löng meðferðin verður.

Miglustat Gen.Orph má taka með eða án matar. Hylkin á að gleypa heil og taka þau með glasi af vatni.

Ef tekinn er stærri skammtur af Miglustat Gen.Orph en mælt er fyrir um.

Leitaðu strax ráða hjá lækninum ef þú tekur fleiri hylki en þér hefur verið sagt að gera. Í klínískum

rannsóknum hefur miglustat verið notað í tífalt hærri skömmtum en þeim sem mælt er með: þetta olli

fækkun hvítra blóðkorna og öðrum aukaverkunum svipuðum þeim sem lýst er í kafla 4.

Ef gleymist að taka Miglustat Gen.Orph

Taktu næsta hylki á venjulegum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst

hefur að taka.

Ef hætt er að nota Miglustat Gen.Orph

Ekki hætta að taka Miglustat Gen.Orph án þess að ræða við lækninn.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og á við um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum, en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Nokkrir sjúklingar hafa fundið fyrir náladofa í höndum og fótum (eins og þeim er lýst).

Þetta

gætu verið einkenni úttaugakvilla, vegna aukaverkana Miglustat Gen.Orph eða vegna ástands sem

þegar var fyrir hendi. Læknirinn mun gera nokkrar prófanir áður en meðferð með Miglustat Gen.Orph

hefst og meðan á henni stendur til þess að meta þetta (sjá kafla 2).

Ef þú færð eitthvert þessara einkenna skalt þú láta lækninn vita eins fljótt og unnt er.

Ef þú færð örlítinn skjálfta, yfirleitt handskjálfta, láttu lækni vita

eins fljótt og auðið er. Skjálftinn

hættir oft án þess að hætta þurfi meðferðinni. Stundum þarf læknirinn að minnka skammtinn eða

stöðva Miglustat Gen.Orph meðferðina til þess að stöðva skjálftann.

Mjög algengar aukaverkanir

koma mögulega fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum.

Algengustu aukaverkanirnar eru niðurgangur, vindgangur, kviðverkir (magaverkir), þyngdartap og

minnkuð matarlyst.

Ekki hafa áhyggjur

þó þú léttist

við upphaf meðferðar með Miglustat Gen.Orph. Flestir hætta að

léttast þegar líður á meðferðina.

Algengar aukaverkanir

koma mögulega fyrir hjá 1 af hverjum 10 einstaklingum.

Algengar aukaverkanir við meðferð eru m.a. höfuðverkur, sundl, náladofi, óeðlileg samhæfing

hreyfinga, snertiskynsminnkun, meltingartruflanir (brjóstsviði), ógleði, hægðatregða og uppköst,

uppþemba eða óþægindi í kvið og blóðflagnafæð. Einkenni frá taugum og blóðflagnafæð geta verið

vegna undirliggjandi sjúkdóms.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir

eru vöðvakrampar eða máttleysi

,

þreyta, kuldahrollur og lasleiki,

þunglyndi, svefntruflanir

,

gleymska og minnkuð kynhvöt.

Flestir sjúklingar fá eina eða fleiri af þessum aukaverkunum við upphaf meðferðar eða öðru hverju

meðan á meðferð stendur. Flest tilfelli eru lítilvæg og hverfa nokkuð fljótlega. Ef einhver þessara

aukaverkana veldur vandræðum skal hafa samband við lækni. Hann gæti minnkað skammtinn af

Miglustat Gen.Orph eða mælt með öðrum lyfjum til að hafa hemil á aukaverkununum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Miglustat Gen.Orph

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Miglustat Gen.Orph inniheldur

Virka innihaldsefnið er miglustat 100 mg.

Önnur innihaldsefni eru natríumsterkjuglýkólat (tegund A), póvídón (K30), magnesíumsterat,

gelatín, títantvíoxíð (E171).

Lýsing á útliti Miglustat Gen.Orph og pakkningastærðir

Miglustat Gen.Orph 100 mg hörð hylki eru hvít, ógegnsæ hetta og neðri hluti, hart gelatínhylki í stærð

4, 14,0 mm á lengd.

Askja með 12 þynnum, hver með 7 hylki, samtals 84 hylki.

Markaðsleyfishafi

Gen.Orph

100 Rue Louis Blanc

TSA/Bâtiment Copenhague

60160 Montataire

Frakkland

Framleiðandi

Delpharm Reims

10 rue Colonel Charbonneaux

51100 Reims

Frakkland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið.

Evrópa/Öll lönd

Gen.Orph

Sími: +33 (0)1 47 71 70 46

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður:

mánuður ÁÁÁÁ

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu. Þar

eru líka tenglar á aðra vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Miglustat Gen.Orph 100 mg hörð hylki

miglustat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Miglustat Gen.Orph og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Miglustat Gen.Orph

Hvernig nota á Miglustat Gen.Orph

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Miglustat Gen.Orph

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Miglustat Gen.Orph og við hverju það er notað

Miglustat Gen.Orph inniheldur virka efnið miglustat sem tilheyrir flokki lyfja sem hafa áhrif á

efnaskipti. Það er notað við meðferð gegn tveimur sjúkdómum:

Miglustat Gen.Orph er notað við meðferð gegn vægri til miðlungsalvarlegri Gauchersveiki

af tegund 1 í fullorðnum.

Þegar um er að ræða Gauchersveiki af tegund 1 er efni sem nefnist glúkósýlseramíð ekki fjarlægt úr

líkamanum. Það safnast upp í ákveðnum frumum í ónæmiskerfi líkamans. Slíkt getur leitt til

stækkunar á lifur og milta, breytinga í blóði og beinsjúkdóma.

Hefðbundin meðferð á Gauchersveiki af tegund 1 er ensímuppbótarmeðferð. Miglustat Gen.Orph er

eingöngu notað þegar ensímuppbótarmeðferð þykir ekki henta sjúklingi.

Miglustat Gen.Orph er einnig notað við meðferð gegn ágengum einkennum frá taugakerfi

vegna Niemann-Pick sjúkdóms af tegund C hjá fullorðnum og hjá börnum.

Ef þú ert með Niemann-Pick sjúkdóm af tegund C, safnast fita svo sem glýkóspingólípíð upp í

frumum í heilanum. Þetta getur valdið truflunum í starfsemi taugakerfisins, svo sem hægum

augnhreyfingum, jafnvægi, kyngingum, minni, svo og flogum.

Miglustat Gen.Orph verkar með því að hindra ensím sem kallast ‘glúkósýlseramíð synatasi’ sem

stjórnar fyrsta skrefinu í myndun flestra glýkóspingólípíða.

2.

Áður en byrjað er að nota Miglustat Gen.Orph

Ekki má nota Miglustat Gen.Orph

ef um er að ræða ofnæmi fyrir miglustati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Miglustat Gen.Orph er notað

ef þú átt við nýrnasjúkdóm að stríða

ef þú átt við lifrarsjúkdóm að stríða

Læknirinn mun gera eftirfarandi prófanir áður en meðferð með Miglustat Gen.Orph hefst og meðan á

henni stendur:

rannsókn til þess að athuga taugaviðbrögð í handleggjum og fótleggjum.

mælingu á B

vítamínmagni

eftirlit með vexti ef þú ert barn eða unglingur með Niemann-Pick sjúkdóm af tegund C

eftirlit með fjölda blóðflagna

Ástæða þessara prófana er að sumir sjúklingar fá náladofa eða dofa í hendur og fætur eða léttast á

meðan þeir taka Miglustat Gen.Orph. Prófanirnar hjálpa lækninum að ákveða hvort þessi áhrif eru

vegna sjúkdómsins eða annars ástands sem þegar er til staðar eða eru vegna aukaverkana Miglustats

Gen.Orph (frekari upplýsingar í kafla 4).

Ef þú færð niðurgang getur verið að læknirinn biðji þig um að breyta mataræði þínu og minnka neyslu

á mjólkursykri og kolvetnum svo sem súkrósa (reyrsykri) eða að taka ekki Miglustat Gen.Orph með

mat eða að minnka skammtinn tímabundið. Í sumum tilfellum getur læknirinn ávísað

hægðastemmandi lyfi eins og lóperamíði. Ráðfærðu þig við lækninn ef þessi úrræði hjálpa ekki gegn

niðurganginum eða ef þú færð önnur einkenni frá meltingarvegi. Í slíku tilfelli getur læknirinn ákveðið

að gera frekari rannsóknir.

Karlkyns sjúklingar ættu að nota öruggar getnaðarvarnir meðan á Miglustat Gen.Orph meðferð stendur

og í 3 mánuði eftir að meðferð er lokið.

Börn og unglingar

Ekki skal gefa börnum né unglingum (yngri en 18 ára) lyfið sem eru með Gauchersveiki af tegund 1,

vegna þess að ekki er vitað hvort lyfið verkar á þennan sjúkdóm.

Notkun annarra lyfja samhliða Miglustat Gen.Orph

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Láttu lækninn vita ef þú notar lyf sem innihalda ímíglúserasa, sem eru stundum notuð samhliða

Miglustat Gen.Orph. Þau geta minnkað magn Miglustat Gen.Orph í líkama þínum.

Meðganga, brjóstgjöf og frjósemi

Þú átt ekki að taka Miglustat Gen.Orph ef þú ert þunguð eða hyggst verða þunguð. Læknirinn þinn

getur veitt þér frekari upplýsingar. Þú verður að nota öruggar getnaðarvarnir á meðan þú tekur

Miglustat Gen.Orph. Þú skalt ekki vera með barn á brjósti á meðan þú tekur Miglustat Gen.Orph.

Karlkyns sjúklingar skulu nota öruggar getnaðarvarnir á meðan Miglustat Gen.Orph er tekið og í 3

mánuði eftir að meðferð lýkur.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Miglustat Gen.Orph getur valdið sundli. Akið ekki og notið hvorki tæki né vélar ef vart verður við

sundl.

3.

Hvernig nota á Miglustat Gen.Orph

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Við Gauchersveiki af tegund 1:

Venjulegur skammtur fyrir fullorðna er eitt hylki (100 mg)

þrisvar á dag (morgun, eftirmiðdag, kvöld). Þetta þýðir daglegt hámark sem nemur þremur

hylkjum (300 mg).

Við Niemann-Pick sjúkdómi af tegund C:

Venjulegur skammtur fyrir fullorðna og unglinga

(eldri en 12 ára) er tvö hylki (200 mg) þrisvar á dag (morgun, eftirmiðdag, kvöld). Þetta þýðir

daglegt hámark sem nemur sex hylkjum (600 mg).

Fyrir börn

yngri en 12 ára

mun læknirinn aðlaga skammtinn við Niemann-Pick sjúkdómi af tegund C.

Ef þú ert með nýrnavandamál gætir þú fengið lægri upphafsskammt. Læknirinn kann að minnka

skammtinn, t.d. í eitt hylki (100 mg) einu sinni eða tvisvar á dag ef þú færð niðurgang þegar þú tekur

Miglustat Gen.Orph (sjá kafla 4). Læknirinn gefur þér upplýsingar um hversu löng meðferðin verður.

Miglustat Gen.Orph má taka með eða án matar. Hylkin á að gleypa heil og taka þau með glasi af vatni.

Ef tekinn er stærri skammtur af Miglustat Gen.Orph en mælt er fyrir um.

Leitaðu strax ráða hjá lækninum ef þú tekur fleiri hylki en þér hefur verið sagt að gera. Í klínískum

rannsóknum hefur miglustat verið notað í tífalt hærri skömmtum en þeim sem mælt er með: þetta olli

fækkun hvítra blóðkorna og öðrum aukaverkunum svipuðum þeim sem lýst er í kafla 4.

Ef gleymist að taka Miglustat Gen.Orph

Taktu næsta hylki á venjulegum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst

hefur að taka.

Ef hætt er að nota Miglustat Gen.Orph

Ekki hætta að taka Miglustat Gen.Orph án þess að ræða við lækninn.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og á við um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum, en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Nokkrir sjúklingar hafa fundið fyrir náladofa í höndum og fótum (eins og þeim er lýst).

Þetta

gætu verið einkenni úttaugakvilla, vegna aukaverkana Miglustat Gen.Orph eða vegna ástands sem

þegar var fyrir hendi. Læknirinn mun gera nokkrar prófanir áður en meðferð með Miglustat Gen.Orph

hefst og meðan á henni stendur til þess að meta þetta (sjá kafla 2).

Ef þú færð eitthvert þessara einkenna skalt þú láta lækninn vita eins fljótt og unnt er.

Ef þú færð örlítinn skjálfta, yfirleitt handskjálfta, láttu lækni vita

eins fljótt og auðið er. Skjálftinn

hættir oft án þess að hætta þurfi meðferðinni. Stundum þarf læknirinn að minnka skammtinn eða

stöðva Miglustat Gen.Orph meðferðina til þess að stöðva skjálftann.

Mjög algengar aukaverkanir

koma mögulega fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum.

Algengustu aukaverkanirnar eru niðurgangur, vindgangur, kviðverkir (magaverkir), þyngdartap og

minnkuð matarlyst.

Ekki hafa áhyggjur

þó þú léttist

við upphaf meðferðar með Miglustat Gen.Orph. Flestir hætta að

léttast þegar líður á meðferðina.

Algengar aukaverkanir

koma mögulega fyrir hjá 1 af hverjum 10 einstaklingum.

Algengar aukaverkanir við meðferð eru m.a. höfuðverkur, sundl, náladofi, óeðlileg samhæfing

hreyfinga, snertiskynsminnkun, meltingartruflanir (brjóstsviði), ógleði, hægðatregða og uppköst,

uppþemba eða óþægindi í kvið og blóðflagnafæð. Einkenni frá taugum og blóðflagnafæð geta verið

vegna undirliggjandi sjúkdóms.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir

eru vöðvakrampar eða máttleysi

,

þreyta, kuldahrollur og lasleiki,

þunglyndi, svefntruflanir

,

gleymska og minnkuð kynhvöt.

Flestir sjúklingar fá eina eða fleiri af þessum aukaverkunum við upphaf meðferðar eða öðru hverju

meðan á meðferð stendur. Flest tilfelli eru lítilvæg og hverfa nokkuð fljótlega. Ef einhver þessara

aukaverkana veldur vandræðum skal hafa samband við lækni. Hann gæti minnkað skammtinn af

Miglustat Gen.Orph eða mælt með öðrum lyfjum til að hafa hemil á aukaverkununum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Miglustat Gen.Orph

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Miglustat Gen.Orph inniheldur

Virka innihaldsefnið er miglustat 100 mg.

Önnur innihaldsefni eru natríumsterkjuglýkólat (tegund A), póvídón (K30), magnesíumsterat,

gelatín, títantvíoxíð (E171).

Lýsing á útliti Miglustat Gen.Orph og pakkningastærðir

Miglustat Gen.Orph 100 mg hörð hylki eru hvít, ógegnsæ hetta og neðri hluti, hart gelatínhylki í stærð

4, 14,0 mm á lengd.

Askja með 12 þynnum, hver með 7 hylki, samtals 84 hylki.

Markaðsleyfishafi

Gen.Orph

185 Bureaux de la Colline

92213 Saint Cloud Cedex

Frakkland

Framleiðandi

Delpharm Reims

10 rue Colonel Charbonneaux

51100 Reims

Frakkland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið.

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Gen.Orph

Tél/Tel:

+33 (0)1 47 71 04 50

e-mail: contact@gen-orph.com

Gen.Orph

Tel: +33 (0)1 47 71 04 50

e-mail: contact@gen-orph.com

България

Gen. Orph

Teл: +33 (0)1 47 71 04 50

email: contact@gen-orph.com

Luxembourg/Luxemburg

Gen. Orph

Tél/Tel.: +33 (0)1 47 71 04 50

email: contact@gen-orph.com

Česká republika

Gen. Orph

Tel:

+33 (0)1 47 71 04 50

e-mail: contact@gen-orph.com

Magyarország

Gen.Orph

Tel.: +33 (0)1 47 71 04 50

e-mail:

contact@gen-orph.com

Danmark

Gen.Orph

Tlf: +46 (0)8 21 54 45

e-mail: pharmacovigilance@sofus.se

Malta

Gen.Orph

Tel: +33 (0)1 47 71 04 50

e-mail : contact@gen-orph.com

Deutschland

Gen. Orph

Tel: +46 (0)8 551 088 34

email: Genorph.DE@sofus.se

Nederland

Gen.Orph

Tel:

+33 (0)1 47 71 04 50

e-mail: contact@gen-orph.com

Eesti

Gen. Orph

Tel: +33 (0)1 47 71 04 50

email: contact@gen-orph.com

Norge

Gen.Orph

Tlf: +46 (0)8 21 54 45

e-mail : pharmacovigilance@sofus.se

Ελλάδα

Gen. Orph

Τηλ: +33 (0)1 47 71 04 50

email:

contact@gen-orph.com

Österreich

Gen.Orph

Tel : +33 (0)1 47 71 04 50

e-mail:

contact@gen-orph.com

España

Gen. Orph

Tel:

+33 (0)1 47 71 04 50

e-mail: contact@gen-orph.com

Polska

Gen.Orph

Tel.:

+33 (0)1 47 71 04 50

e-mail: contact@gen-orph.com

France

Gen.Orph

Tél.: +33 (0)1 47 71 04 50

e-mail : contact@gen-orph.com

Portugal

Gen.Orph

Tel: +33 (0)1 47 71 04 50

e-mail:

contact@gen-orph.com

Hrvatska

Gen.Orph

Tel: +33 (0)1 47 71 04 50

e-mail : contact@gen-orph.com

România

Gen.Orph

Tel:

+33 (0)1 47 71 04 50

e-mail: contact@gen-orph.com

Ireland

Gen. Orph

Tel : +33 (0)1 47 71 04 50

email: contact@gen-orph.com

Slovenija

Gen. Orph

Tel: +33 (0)1 47 71 04 50

email:

contact@gen-orph.com

Ísland

Slovenská republika

Gen.Orph

Sími: +33 (0)1 47 71 04 50

e-mail : contact@gen-orph.com

Gen.Orph

Tel: +33 (0)1 47 71 04 50

e-mail:

contact@gen-orph.com

Italia

Biovalley Investments Partner (B.I.P.)

Tel: +39 040 899 2219

e.mail:

info@biovalleyinvestmentspartner.it

Suomi/Finland

Gen.Orph

Puh/Tel : +46 (0)8 21 54 45

e-mail : pharmacovigilance@sofus.se

Κύπρος

Gen. Orph

Τηλ: +33 (0)1 47 71 04 50

email:

contact@gen-orph.com

Sverige

Gen.Orph

Tel: +46 (0)8 21 54 45

e-mail : pharmacovigilance@sofus.se

Latvija

Gen.Orph

Tel: +33 (0)1 47 71 04 50

e-mail : contact@gen-orph.com

United Kingdom

Gen.Orph

Tel: +33 (0)1 47 71 04 50

e-mail:

contact@gen-orph.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður:

mánuður ÁÁÁÁ

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu. Þar

eru líka tenglar á aðra vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.