Microlax

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Microlax Endaþarmslausn / Endaþarmslausn /
 • Skammtar:
 • Endaþarmslausn /
 • Lyfjaform:
 • Endaþarmslausn /
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Microlax Endaþarmslausn / Endaþarmslausn /
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • e01a2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Microlax

®

90 mg/ml + 9 mg/ml endaþarmslausn, stakskammtaílát

Natríumsítrat (tvíhýdrat) + natríumlárilsúlfóasetat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn,

lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta

gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Microlax og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Microlax

Hvernig nota á Microlax

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Microlax

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Microlax og við hverju það er notað

Microlax eykur vatnsinnihald hægðanna og gerir þær mýkri. Microlax hefur einungis staðbundna

verkun í endaþarminum, það berst ekki út í líkamann.

Þú getur notað Microlax við hægðatregðu og til þarmahreinsunar fyrir skurðaðgerð,

endaþarmsspeglun eða röntgenmyndatöku á þörmum.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

2.

Áður en byrjað er að nota Microlax

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð

Ekki má nota Microlax:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríumsítrati og/eða natríumlárilsúlfóasetati eða einhverju öðru

innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Microlax er notað.

Hafðu samband við lækni ef þú

ert með blæðandi eða sáraukafulla gyllinæð, þarmabólgu eða bráðan maga- eða þarmasjúkdóm.

Í slíkum tilfellum skaltu ekki nota Microlax.

þarfnast hægðalyfja á hverjum degi. Ástæðu hægðatregðunnar þarf að rannsaka.

Athugið eftirfarandi

Microlax má aðeins nota daglega í skamman tíma. Við ofnotkun getur komið fram niðurgangur og

vökvatap sem krefst meðhöndlunar. Þú getur orðið háð/ur hægðalyfjum ef þau eru notuð oft og

endurtekið í meira en viku.

Ef blæðir frá endaþarmi eða ef þarmahreyfingar eru ekki nægilegar eftir notkun Microlax getur

ástæðan verið alvarlegs eðlis. Hættu að nota Microlax og hafðu samband við lækni.

Börn

Microlax

má aðeins nota handa börnum yngri en 3 ára samkvæmt læknisráði.

Notkun annarra lyfja samhliða Microlax

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð. Talaðu við lækninn ef þú notar lyf sem innihalda natríum pólýstýren súlfónat.

Notkun Microlax með mat og drykk

Microlax

má nota með mat og drykk.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Þú mátt nota

Microlax á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Þú mátt nota Microlax meðan barn er haft á brjósti.

Akstur og notkun véla

Microlax hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Microlax inniheldur sorbínsýru

Microlax

inniheldur sorbínsýru (E 200) sem getur valdið útbrotum.

3.

Hvernig nota á Microlax

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn,

lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið

skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum.

Nota á Microlax um það bil 15 mínútum áður en áhrifa er óskað.

Venjulegur skammtur er

Fullorðnir og börn

Innihald einnar túpu (5 ml) skal tæma í endaþarm eins og lýst er á myndunum hér fyrir neðan.

Microlax má eingöngu nota handa börnum yngri en 3 ára í samráði við lækni. Hjá börnum yngri en

3 ára á aðeins að setja helming túpusprotans í endaþarminn (sjá merki á sprotanum).

Notkunarleiðbeiningar

Mynd 1

Mynd 2

Snúið innsiglið af enda túpusprotans (sjá mynd 1).

Smyrjið enda sprotans með einum dropa af innihaldi túpunnar.

Færið sprotann að fullu inn í endaþarminn – hjá börnum yngri en

þriggja ára skal þó einungis færa sprotann inn að hálfu (sjá merki á

sprotanum).

Tæmið túpuna alveg – einnig hjá börnum – og haldið henni

samanklemmdri á meðan sprotinn er dreginn út (sjá mynd 2).

Ef notaður er stærri skammtur af Microlax en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Ef gleymist að nota Microlax

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt af Microlax sem gleymst hefur að nota. Haltu

aðeins áfram að nota venjulegan skammt.

Ef hætt er að nota Microlax

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur

Microlax valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt

(líklega mjög sjaldgæfar):

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (almenn húðviðbrögð með eða án blóðþrýstingfalls eða

öndunarerfiðleika). Hafið strax samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið ef til vill í 112.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt

(líklega mjög sjaldgæfar):

Magaverkir, linar hægðir, óþægindi og sviði í endaþarmi.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir

beint til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til

við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Microlax

Geymið Microlax þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Microlax má geyma við stofuhita.

Ekki skal nota Microlax eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Microlax inniheldur

Virku innihaldsefnin: natríumsítrat (tvíhýdrat) og natríumlárilsúlfóasetat.

Önnur innihaldsefni: sorbitól (E 420) (3.125 mg í hverri endaþarmstúpu), glýseról (E 422), sorbínsýra

(E 200) og hreinsað vatn.

1 ml af Microlax

inniheldur 90 mg natríumsítrat og 9 mg natríumlárilsúlfóasetat.

Lýsing á útliti Microlax og pakkningastærðir

Microlax er hægðalyf á fljótandi formi í plasttúpu. Á túpunni er sproti sem tryggir að unnt er að gefa

lyfið djúpt í endaþarminn.

Microlax er fáanlegt í pakkningum með 4, 12 eða 50 túpum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

McNeil Denmark ApS, Bregnerødvej 133, DK-3460 Birkerød, Danmörk.

Framleiðandi

McNeil AB, Norrbroplatsen 2, SE-251 09 Helsingborg, Svíþjóð

eða

Famar Orléans, 5 Avenue de Concyr, 45071 Orléans Cedex 2, Frakkland.

Umboð á Íslandi

Vistor hf. Sími: 535 7000.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2016.