Metoprololsuccinat Hexal

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Metoprololsuccinat Hexal Forðatafla 25 mg
 • Skammtar:
 • 25 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Metoprololsuccinat Hexal Forðatafla 25 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 004dfaca-829d-e411-8d52-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Metoprololsuccinat Hexal 25 mg forðatöflur

Metoprololsuccinat Hexal 50 mg forðatöflur

Metoprololsuccinat Hexal 100 mg forðatöflur

Metoprololsuccinat Hexal 150 mg forðatöflur

Metoprololsuccinat Hexal 200 mg forðatöflur

metoprololsuccinat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur

valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Metoprololsuccinat Hexal og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Metoprololsuccinat Hexal

Hvernig nota á Metoprololsuccinat Hexal

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Metoprololsuccinat Hexal

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Metoprololsuccinat Hexal og við hverju það er notað

Metoprololsuccinat, virka efnið í Metoprololsuccinat Hexal, blokkar tiltekna beta-viðtaka í

líkamanum, einkum þá sem eru í hjartanu (sértækur beta-viðtakablokki).

Metoprololsuccinat Hexal er notað

við

háum blóðþrýstingi

-

við

brjóstverkjum

við

hjartsláttaróreglu

með hröðum hjartslætti

sem meðferð eftir brátt

hjartaáfall

við

óþægilegri tilfinningu um óreglulegan og/eða kraftmikinn hjartslátt

sem forvörn við

mígreni

í meðferð við

hjartavöðvasjúkdómi

Börn og unglingar 6-18 ára:

Meðferð við háum blóðþrýstingi (háþrýstingi).

2.

Áður en byrjað er að nota Metoprololsuccinat Hexal

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en

tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á

merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Metoprololsuccinat Hexal:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir metoprololsukkinati eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6)

ef um er að ræða ofnæmi fyrir einhverjum öðrum beta-blokkalyfjum

ef um er að ræða alvarlegan astma eða köst með önghljóðum

ef um er að ræða tilteknar alvarlegar raskanir á hjarta- eða æðakerfi sem ekki má

meðhöndla með beta-blokkum (læknirinn þarf að vita um slíkt)

ef grunur er um að þú hafir fengið hjartaáfall eða sért með hjartabilun

ef þú hefur lágan blóðþrýsting

ef þér hefur verið sagt að þú sért með háan blóðþrýsting vegna æxlis við nýru

(phaeochromocytoma)

ef þér hefur verið sagt að blóðsýring hjá þér sé hærri en eðlilegt er (ástand sem nefnist

efnaskiptablóðsýring)

ef þú tekur lyf sem nefnast MAO-hemlar (Mono-Amine Oxidas inhibitors)

ef þér eru gefnir kalsíumgangnalokar í bláæð af verapamíl- eða diltíazemgerð eða önnur

sláttarglapastillandi lyf (s.s. disopyramid) til meðferðar við hjartsláttaróreglu

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum:

ef þú ert með astma, bronkítis eða hliðstæða lungnakvilla

ef um er að ræða hjartakvilla (s.s. hægslátt) eða blóðrásarkvilla (Metoprololsuccinat

Hexal getur valdið versnun slíkra kvilla)

ef þú hefur fengið hjartaáfall

ef þú ert með sykursýki

ef þú ert með skjaldkirtilsvandamál

ef þú hefur alvarlega lifrarsjúkdóm

ef þú hefur fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð

ef þú hefur sjaldgæfa tegund hjartakvilla sem kallast æðakrampaöng (Prinzmetal‘s

angina)

ef þú ferð í aðgerð sem krefst svæfingar

Börn

Ekki er mælt með notkun Metoprololsuccinat Hexal hjá börnum undir 6 ára aldri.

Notkun annarra lyfja samhliða Metoprololsuccinat Hexal

Metoprololsuccinat Hexal milliverkar við fjölmörg önnur lyf. Látið lækninn vita um öll

eftirtalin lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, þar sem breyta

gæti þurft meðferðinni:

Lyf við háum blóðþrýstingi (þ.m.t. prazosin, clonidin, hýdralazín, guanethidin, betanidin,

reserpin, alfa-metýldópa, clonidin og lyf sem kallast kalsíumgangalokar, s.s. verapamil

eða diltiazem)

Aðra beta-blokka (þ.m.t. þeir sem notaðir eru sem augndropar)

Lyf sem hafa áhrif á blóðrás í útæðum (fingur og tær) svo sem ergot-alkalóíðar sem nota

má til að meðhöndla mígreni

Lyf við þunglyndi

Lyf við öðrum geðröskunum

Andretróveirulyf sem notuð eru við alnæmi og öðrum kvillum

Andhistamín (þ.m.t. lyf sem fást án lyfseðils við ofnæmiskvefi og öðru ofnæmi, kvefi og

öðrum kvillum

Fyrirbyggjandi lyf við malaríu

Lyf við sveppasýkingum

Lyf sem hafa áhrif á lifrarensím, t.d. rifampicin sem notað er gegn berklum

Lyf við hjartakvillum, þ.m.t. hjartaöng, s.s. amiodaron, digoxín, nítröt og lyf við

hjartsláttartruflun

Insúlín og önnur lyf við sykursýki

Bólgueyðandi lyf án stera sem notuð eru við verkjum og bólgum

Staðdeyfilyf sem kallast lignocain

Lyf sem kallast dipyridamol sem kemur í veg fyrir blóðsegamyndun

Notkun Metoprololsuccinat Hexal með mat, drykk eða áfengi

Metoprololsuccinat Hexal og

áfengi

geta valdið gagnkvæmri

aukningu á slævandi áhrifum

þessara efna.

Forðast skal

neyslu áfengis

á meðan meðferð með Metoprololsuccinat Hexal stendur yfir.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Einungis skal nota Metoprololsuccinat Hexal á meðgöngu ef nauðsynlegt er vegna

sjúkdómsástands konunnar, en læknirinn þarf að vega og meta ætlaðan ávinning á móti

hugsanlegri áhættu. Stöðva skal meðferð með Metoprololsuccinat Hexal 48 - 72 klst. fyrir

áætlaðan barnsburð. Ef það er ekki hægt skal læknir fylgjast náið með nýburanum næstu

48 - 72 klst. eftir fæðingu.

Brjóstagjöf

Metoprololsuccinat Hexal skilst út í brjóstamjólk.

Jafnvel þótt ekki sé búist við aukaverkunum eftir notkun ráðlagðra skammta, skal fylgjast náið

með brjóstmylkingum til að kanna hvort fram komi áhrif af völdum lyfsins (t.d. skal læknirinn

fylgjast með hjartastarfsemi).

Akstur og notkun véla

Sundl

eða

þreyta

geta komið upp við meðferð með Metoprololsuccinat Hexal. Þetta getur haft

áhrif á viðbrögð í þeim mæli að það getur skert hæfni til aksturs, notkunar véla og starfa við

hættulegar aðstæður. Þetta á sérstaklega við um samhliða notkun áfengis og einnig við

breytingar á lyfinu.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á

verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf

er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Metoprololsuccinat Hexal inniheldur glúkósa, laktósa og súkrósa

Þetta lyf inniheldur glúkósa, laktósa og súkrósa (sykur). Leitið ráða hjá lækni áður en

Metoprololsuccinat Hexal er notað ef vitað er um óþol fyrir tilteknum sykurtegundum.

3.

Hvernig nota á Metoprololsuccinat Hexal

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal

leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn segir hve margar töflur á að taka og hvenær á að taka þær. Skammturinn fer eftir

sjúkdómnum og alvarleika hans.

Ráðlagður skammtur nema læknir taki annað fram:

Hár blóðþrýstingur (háþrýstingur)

sjúklingar með

vægan til miðlungs alvarlegan háþrýsting

skulu taka

50 m

g af

Metoprololsuccinat Hexal

einu sinni á sólarhring

ef nauðsyn krefur

getur

læknirinn

aukið

skammtinn

í 100-200 mg

af Metoprololsuccinat

Hexal

einu sinni á sólarhring

, eða nota má annað blóðþrýstingslækkandi lyf til viðbótar.

Brjóstverkur (hjartaöng)

Venjulegur skammtur er

100-200 mg

af Metoprololsuccinat Hexal

einu sinni á

sólarhring

Ef þörf krefur má bæta öðru lyfi til meðferðar á kransæðasjúkdómum við meðferðina.

Hjartsláttartruflanir með hröðum hjartslætti (takttruflun)

Venjulegur skammtur er

100-200 mg

af Metoprololsuccinat Hexal

einu sinni á

sólarhring

Meðferð eftir hjartaáfall

Venjulegur skammtur er

200 mg

af Metoprololsuccinat Hexal

einu sinni á sólarhring

Óþægileg tilfinning um óreglulegan og/eða sterkan hjartslátt (hjartsláttarónot)

Venjulegur skammtur er

100 mg

af Metoprololsuccinat Hexal

einu sinni á sólarhring

Ef þörf er á getur læknirinn

aukið

skammtinn

í 200 mg

af Metoprololsuccinat Hexal

einu

sinni á sólarhring

Fyrirbyggjandi meðferð við mígreni

Venjulegur skammtur er

100-200 mg

af Metoprololsuccinat Hexal

einu sinni á

sólarhring

Hjartavöðvasjúkdómur (hjartabilun)

Við meðferð á hjartavöðvasjúkdómi þarf fyrst að beita staðlaðri meðferð við hjartabilun til að ná

sjúkdóminum stöðugum og aðlaga verður skammt af Metoprololsuccinat Hexal hverjum og

einum.

Ráðlagður upphafsskammtur í

fyrstu viku

hjá sjúklingum með

hjartavöðvasjúkdóm

, sem

flokkaður er sem NYHA

virkniflokkur III-IV

12,50 mg

af Metoprololsuccinat Hexal

einu sinni á sólarhring

Auka má skammtinn í

annarri viku

25 mg

af Metoprololsuccinat Hexal

einu sinni á

sólarhring.

Ráðlagður upphafsskammtur á

fyrstu 2 vikunum

hjá sjúklingum með

hjartavöðvasjúkdóm

, sem flokkast sem NYHA

virkniflokkur II

, er

25 mg

Metoprololsuccinat Hexal

einu sinni á sólarhring

Eftir það skal tvöfalda skammtinn.

Aðra hverja viku

má tvöfalda skammtinn upp í

200 mg

af Metoprololsuccinat Hexal

einu sinni á sólarhring

eða upp í stærsta skammt

sem þolist.

-

Ráðlagður skammtur til langtímaviðhaldsmeðferðar

200 mg

af Metoprololsuccinat

Hexal

einu sinni á sólarhring

eða stærsti skammtur sem þolist.

Notkun handa börnum og unglingum:

Hár blóðþrýstingur: Hjá börnum 6 ára og eldri fer skammturinn eftir þyngd barnsins. Læknirinn

finnur út rétta skammtastærð fyrir barnið.

Venjulegur upphafsskammtur er 0,48 mg af metoprololsuccinati einu sinni á sólarhring án þess

að fara upp fyrir 50 mg Metoprololsuccinat Hexal. Skammturinn verður lagaður að næsta

töflustyrk. Læknirinn eykur hugsanlega skammtinn upp í 1,9 mg/kg eftir svörun í blóðþrýstingi.

Skammtar stærri en 200 mg Metoprololsuccinat Hexal einu sinni á sólarhring hafa ekki verið

rannsakaðir hjá börnum og unglingum.

Ekki er mælt með Metoprololsuccinat Hexal handa börnum yngri en 6 ára.

Læknirinn ákvarðar meðferðarlengd.

Hafið samband við lækninn eða lyfjafræðing ef áhrif Metoprololsuccinat Hexal virðast of mikil

eða of lítil.

Aldraðir

Engar rannsóknir hafa farið fram hjá sjúklingum eldri en 80 ára. Þar af leiðandi mun læknirinn

vera sérstaklega varkár við að auka skammta hjá sjúklingum sem eru

eldri en 80 ára

Notkun

Til inntöku.

Taka skal töflurnar einu sinni á sólarhring, helst með morgunmat. Töflunum má skipta í jafna

skammta. Hægt er að gleypa töflurnar heilar eða skiptar, en forðast skal að tyggja þær eða

mylja. Takið töflurnar með vatni (a.m.k. ½ glasi).

Notið alltaf Metoprololsuccinat Hexal eins og læknirinn hefur sagt til um. Leitið til læknisins

eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal

hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins

við höndina.

Einkenni ofskömmtunar

Einkenni ofskömmtunar Metoprololsuccinat Hexal eru meðal annars hættulega lágur

blóðþrýstingur, alvarleg hjartavandamál, öndunarerfiðleikar, meðvitundarleysi (eða jafnvel dá)

krampar, ógleði, uppköst, blámi (bláleit eða fjólublá húð) og dauði.

Fyrstu merki um ofskömmtun koma fram 20 mínútum til 2 klst. eftir inntöku

Metoprololsuccinat Hexal og áhrif mikillar ofskömmtunar geta varað nokkra daga.

Meðferð við ofskömmtun

Sjúklingar skulu fluttir á sjúkrahús og komið fyrir í gjörgæslu. Sjúklingum sem virðist líða vel

skal fylgjast náið með í a.m.k. 4 klst. jafnvel þótt aðeins sé um lítilsháttar ofskömmtun að ræða.

Ef gleymist að taka Metoprololsuccinat Hexal

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Meðferð skal

haldið áfram samkvæmt fyrirmælum læknisins.

Ef hætt er að nota Metoprololsuccinat Hexal

Leitið ráða hjá lækninum áður en gert er hlé á meðferð með Metoprololsuccinat Hexal eða hún

stöðvuð.

Meðferð með Metoprololsuccinat Hexal

skal ekki stöðva skyndilega

heldur skal það gert

smám saman. Ef meðferð með beta-blokkum er stöðvuð skyndilega getur það orðið til að

hjartabilun versni og aukið hættuna á hjartaáfalli og skyndidauða.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 notendum)

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að einum 1 af hverjum 10 notendum)

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum)

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum)

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum)

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Mjög algengar

greinileg blóðþrýstingslækkun, einkum við breytingu á líkamsstöðu úr liggjandi í

standandi, örsjaldan með yfirliði

þreyta

Algengar

sundl, höfuðverkur

hægur hjartsláttur (hægtaktur), jafnvægistruflanir (örsjaldan með yfirliði), hjartsláttarónot

kaldar hendur og fætur

áreynsla við öndun

ógleði, uppköst, kviðverkir, niðurgangur, hægðatregða

Sjaldgæfar

þyngdaraukning

þunglyndi, syfja, svefntruflanir, martraðir

óeðlileg tilfinning um fiðring, stingi eða dofa í húð (náladofi)

hjartavöðvasjúkdómur, truflanir á leiðni boða frá gátt til slegils af stigi 1 (AV block grade

1), verkur nálægt hjarta (brjóstverkur)

krampar í öndunarvegum (berkjukrampi)

húðútbrot (sóraofsakláði og hrörnandi húðfleiður), aukin svitamyndun

vöðvakrampar

vökvasöfnun í líkamsvefjum (bjúgur)

Mjög sjaldgæfar

versnun sykursýki án einkennandi einkenna (dulin sykursýki)

taugaveiklun, spenna

minni árvekni

sjónskerðing, þurrkur eða erting í augum, bólga í augnslímhúð (tárubólga)

truflanir á starfsemi hjarta, hjartsláttartruflanir, skert leiðni örvandi áreitis

einkenni versna hjá sjúklingum með helti öðru hverju (heltiköst) eða æðakrampa í tám og

fingrum (Raynaud´s heilkenni)

nefstífla

munnþurrkur

óeðlilegar niðurstöður úr lifrarprófunum

hármissir

getuleysi og truflanir á kynhvöt, Peyronie-sjúkdómur (stífnun laga í risvef í lim, boginn

limur)

Koma örsjaldan fyrir

fækkun blóðflagna (blóðflagnafæð), fækkun hvítra blóðfruma (hvítfrumnafæð)

gleymska eða minnistruflanir, ruglástand, ofskynjanir, persónuleikabreytingar (t.d.

skapsveiflur)

sónn í eyrum (eyrnasuð), skert heyrn

vefjadrep, (drep) hjá sjúklingum með alvarlega skerta blóðrás í útæðum fyrir meðferð

skert bragðskyn

aftanskinutrefjun þar sem óeðlilegur örvefur myndast bak við lífhimnuna sem umlykur

kviðarholið. Þetta getur komið fram sem verkur í baki, nára eða neðra kviðarholi

lifrarbólga

ljósnæmni, versnun sóra, ný tilfelli sóra, einkenni á húð sem líkjast sóra

liðverkir, máttleysi í vöðvum, liðbólga

Tíðni ekki þekkt

ruglástand

óeðlilegt magn ýmiss konar fitu í blóði, s.s. kólesteról eða þríglýseríð

Ráðstafanir til að draga úr aukaverkunum

Ef vart verður við aukaverkanir ráðleggur læknir hugsanlega viðeigandi rástafanir við þeim eða

stöðvar meðferð ef þörf krefur.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Einnig er hægt að tilkynna

aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Metoprololsuccinat Hexal

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum og öskjunni á

eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Geymið í ytri umbúðum til varnar gegn raka.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Metoprololsuccinat Hexal inniheldur

Virka innihaldsefnið

metoprololsuccinat.

Hver forðatafla inniheldur 23,75 mg af metoprololsuccinati sem samsvarar 25 mg af

metoprololtartrati.

Hver forðatafla inniheldu 47,5 mg af metoprololsuccinati sem samsvarar 50 mg af

metoprololtartrati.

Hver forðatafla inniheldur 95 mg af metoprololsuccinati sem samsvarar 100 mg af

metoprololtartrati.

Hver forðatafla inniheldur 142,5 mg af metoprololsuccinati sem samsvarar 150 mg af

metoprololtartrati.

Hver forðatafla inniheldur 190 mg af metoprololsuccinati sem samsvarar 200 mg af

metoprololtartrati.

Önnur innihaldsefni

eru örkristallaður sellulósi (E 460), krosspóvidón, glúkósi, hýprómellósi,

laktósaeinhýdrat, makrógól 4000, magnesíumsterat (Ph. Eur) maíssterkja, pólýakrýlat, vatnsfrí

kísilkvoða, súkrósi, talkúm, litarefni títantvíoxíð (E 171).

Til viðbótar fyrir 100 mg:

Járnoxíð (E 172)

Lýsing á útliti Metoprololsuccinat Hexal og pakkningastærðir

Metoprololsuccinat 25/50/200 mg eru hvítar ílangar töflur með deiliskoru á báðum hliðum.

Metoprololsuccinat 100 mg eru ljósgular ílangar töflur með deiliskoru á báðum hliðum.

Metoprololsuccinat 150 mg eru hvítar ílangar töflur með tveimur deiliskoru á báðum hliðum.

PP-álþynnur

Pakkningastærðir: 10, 20, 28, 30, 50, 50x1, 60, 90, 100 og 112 forðatöflur

PVC/aclar-álþynnur

Pakkningastærðir: 10, 20, 28, 30, 50, 50x1, 60, 90, 100 og 112 forðatöflur

HDPE-glös

Pakkningastærðir: 30, 60, 100, 250 og 500 forðatöflur

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Hexal A/S, Edvard Thomsens Vej 14, 2300 København S, Danmörk

Framleiðandi:

Salutas Pharma GmBH, Otto-von-Guericke-Allee 1, D-39179 Barleben, Þýskalandi

eða

LEK S.A., ul. Domaniewska 50 c, 02-672 Warszawa, Pólland

eða

Lek Pharmaceuticals d.d., Verovškova 57, 1526 Ljubljana, Slóvenía

Umboð á Íslandi:

Artasan ehf.

Suðurhrauni 12 a

210 Garðabæ.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í október 2017.