Methergin

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Methergin Stungulyf, lausn 0,2 mg/ml
 • Skammtar:
 • 0,2 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Methergin Stungulyf, lausn 0,2 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • ab1a2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn

methylergometrinmaleat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Methergin og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Methergin

Hvernig nota á Methergin

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Methergin

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Methergin og við hverju það er notað

Methergin veldur því að vöðvarnir í leginu dragast saman.

Methergin er notað eftir fósturlát eða fæðingu, ef legið dregst ekki saman, og við blæðingum frá legi

eftir fósturlát eða fæðingu.

Ekki

má nota Methergin til að framkalla eða flýta fæðingu.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Methergin

Ekki má nota Methergin

ef um er að ræða ofnæmi fyrir methylergometrini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6)

ef þú ert þunguð

ef fæðing er hafin (áður en fyrri öxlin er komin út eða áður en fyrri öxlin hjá síðasta barninu er

komin út þegar um fleirburafæðingu er að ræða (þetta á ekki við um sitjandi fæðingar))

ef þú ert með alvarlega hækkaðan blóðþrýsting

ef þú ert með meðgöngueitrun (sem lýsir sér með háum blóðþrýstingi, þrýstingi, vökvasöfnun,

próteinum í þvagi og krampaköstum)

ef þú ert með æðaþrengingar, þ.m.t. skert blóðflæði til hjartans

ef þú ert með blóðeitrun.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Methergin er notað:

ef þú ert með hækkaðan blóðþrýsting

ef þú ert með hjartasjúkdóm (sérstaklega kölkun í kransæðum) eða ef þú ert með áhættuþátt

fyrir hjartasjúkómum (t.d. reykingar, offita, sykursýki, of hátt kólesteról)

ef þú ert með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi

Börn og unglingar

Lyfið má ekki nota handa börnum og nýburum. Greint hefur verið frá tilvikum þar sem nýburum hefur

verið gefið lyfið fyrir slysni, sem í sumum tilvikum hefur haft alvarlegar afleiðingar.

Notkun annarra lyfja samhliða Methergin

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Þetta á

einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, lyf keypt erlendis, náttúrulyf, vítamín og steinefni í

stórum skömmtum sem og fæðubótarefni.

Nota má Methergin með öðrum lyfjum, en hafðu samband við lækninn áður en meðferð hefst ef þú

notar einnig:

sýklalyf (t.d. erythromycin, clarithromycin eða troleandromycin, quinupristin, dalfopristin eða

rifampicin)

lyf við HIV/alnæmi (t.d. ritonavir, nelfinavir, indinavir, nevirapin eða delavirdin)

lyf við sveppasýkingu (t.d. ketoconazol, itraconazol eða voriconazol)

lyf við mígreni eða sem notuð eru til að draga æðarnar saman (sumatriptan, ergotamin)

lyf til að draga úr/stöðva myndun brjóstamjólkur (bromocriptin)

lyf sem kallast prostaglandín (t.d. sulproston, dinoproston, misoprostol) sem einnig eru notuð til

að draga legið saman. Samhliða meðferð með Methergin getur aukið samdráttaráhrif þeirra

lyf við of mikilli magasýru/nábít (cimetidin)

lyf við hjartasjúkdómum (betablokkar)

lyf við hjartakrampa (hjartaöng), sem kallast nitróglycerín

Sum svæfingarlyf geta dregið úr verkun Methergin. Segðu lækninum frá því að þú sért á meðferð með

Methergin ef þú átt að fara í svæfingu.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Þungaðar konur mega ekki nota Methergin.

Brjóstagjöf

Methergin skilst út í brjóstamjólk. Konur mega ekki hafa barn á brjósti meðan á meðferð með

Methergin stendur og í að minnsta kosti 12 klukkustundir eftir gjöf síðasta skammts. Farga á mjólk sem

myndast á þessu tímabili.

Akstur og notkun véla

Hjá sumum getur Methergin valdið aukaverkunum (sundl og krampar), sem haft geta áhrif á hæfni til

aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Methergin

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Methergin er gefið í vöðva eða mjög hægt (á að minnsta kosti 60 sekúndum) í bláæð.

Venjulegur skammtur er ein 0,2 mg lykja í vöðva eða hægt í bláæð. Endurtaka má lyfjagjöfina á 2-4 klst.

fresti, ef nauðsyn krefur, allt að 5 sinnum innan 24 klukkustunda.

Börn og unglingar

Lyfið má ekki nota handa börnum.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

Gæta skal sérstakrar varúðar. Fylgja skal fyrirmælum læknisins.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Einkenni ofskömmtunar geta til dæmis verið ógleði, uppköst, of hár eða of lágur blóðþrýstingur, dofi,

náladofi og verkir í hand- og/eða fótleggjum, öndunarerfiðleikar, krampar og dá.

Ef gleymist að nota Methergin

Ekki á tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Methergin

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Sjaldgæfar aukaverkanir(geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Brjóstverkur. Hafið samband við lækni eða sjúkrahús.

Krampakast. Hafið samband við lækni eða sjúkrahús. Hringið jafnvel í 112.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Hjartsláttarónot, hraður eða hægur púls. Hafið samband við lækni eða sjúkrahús. Hringið

jafnvel í 112.

Krampar og þrengsli í æðum (fölvi og kuldi á höndum og fótum). Hafið samband við lækni eða

sjúkrahús.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá innan við 1 af hverjum

10.000 sjúklingum):

Ofnæmisviðbrögð, t.d. skyndileg húðútbrot, öndunarerfiðleikar og yfirlið. Hafið tafarlaust

samband við lækni eða sjúkrahús. Hringið jafnvel í 112.

Ofskynjanir, ranghugmyndir. Hafið samband við lækni eða sjúkrahús.

Kransæðastífla (miklir brjóstverkir, skert meðvitund), andþyngsli, kvíði. Hringið í 112.

Æðabólga með bólgnum, stífum fótleggjum og miklum verkjum. Leitið tafarlaust til læknis.

Aukaverkanir af óþekktri tíðni:

Heilablæðing (máttleysi eða lömun í hand- og fótleggjum, talerfiðleikar). Hringið í 112.

Hjartakrampar (miklir brjóstverkir sem leiða út í vinstri handlegg). Hringið í 112.

Mjög óreglulegur hjartsláttur og hjartatif. Hafið samband við lækni eða sjúkrahús.

Ef þú finnur fyrir einhverju af ofangreindu

skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum):

Höfuðverkur, of hár blóðþrýstingur, húðútbrot, kviðverkir og verkir í legi.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Sundl, of lágur blóðþrýstingur, ógleði, uppköst, aukin svitamyndun.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá innan við 1 af hverjum

10.000 sjúklingum):

Suð fyrir eyrum, nefstífla, niðurgangur, vöðvakrampar.

Aukaverkanir af óþekktri tíðni:

Dofi, náladofi í fingrum eða tám.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í

þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is

. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Methergin

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í kæli (2°C-8°C). Má ekki frjósa.

Geyma má lyfið í 2 vikur við stofuhita.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetningin

er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Methergin inniheldur

Virka innihaldsefnið er methylergometrinmaleat.

Önnur innihaldsefni eru maleinsýra, natríumklóríð og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Methergin og pakkningastærðir

Útlit:

Methergin stungulyf, lausn er tær, litlaus vökvi.

Pakkningastærðir:

Methergin stungulyf, lausn er í pakkningum með tíu 1 ml lykjum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Novartis Healthcare A/S

Edvard Thomsens Vej 14

2300 København S

Danmörk.

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Sími 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2016.