Metadon Abcur

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Metadon Abcur Tafla 5 mg
 • Skammtar:
 • 5 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Metadon Abcur Tafla 5 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 8e183f15-12fc-e111-876a-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Metadon Abcur 5 mg töflur

Metadon Abcur 20 mg töflur

Metadónhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Metadon Abcur og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Metadon Abcur

Hvernig nota á Metadon Abcur

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Metadon Abcur

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

UPPLÝSINGAR UM METADON ABCUR OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Metadon Abcur er morfínlíkt lyf sem er notað til meðferðar á langvinnum verkjum sem aðeins er hægt

að hafa viðunandi stjórn á með ópíóíðverkjalyfjum og sem uppbótarmeðferð við vímuefnafíkn.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA METADON ABCUR

Ekki má nota Metadon Abcur:

ef þú ert með ofnæmi fyrir metadóni eða einhverju öðru innihaldsefni Metadon Abcur

ef þú hefur notað MAO-hemil (mónóamín-oxíðasahemil) innan síðustu tveggja vikna (lyf sem

er notað við þunglyndi og Parkinsons-sjúkdómi)

ef þú átt við öndunarerfiðleika að stríða.

Metadon Abcur MÁ EKKI gefa börnum

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitaðu ráða hjá lækninum áður en þú tekur Metadon Abcur ef þú:

færð bráð astmaköst

ert með lungnasjúkdóm eða átt við öndunarerfiðleika að stríða

ert með hjartatruflanir eða blóðþurrðarhjartasjúkdóm

ert með lifrarsjúkdóm eða skerta lifrarstarfsemi (þ.m.t. gallsteina)

ert með skerta nýrnastarfsemi (þ.m.t. nýrnasteina)

ert með of litla skjaldkirtilsvirkni

ert með húð- eða vefjasjúkdóm

ert með stækkaðan blöðruhálskirtil eða þvagrásarþrengsli

hefur fengið höfuðáverka og þrýstingur í heila er meiri en hann á að vera (ræddu þetta við

lækninn). Þú kannt að fá mikinn höfuðverk.

ert í meðferð vegna vímuefnafíknar eða ofskömmtunar á ópíóíði

átt í erfiðleikum með þvaglát

ert með magaverki, niðurgang eða harðlífi

ert með lítið súrefni eða mikið koltvíoxíð í blóðinu

tekur önnur ópíóíðlyf (verkjalyf), svo sem morfín eða pentazócín

tekur önnur lyf sem slaka á þér og hjálpa þér að sofna (barbitúröt og benzódíazepínlyf)

ert með lágt kalíum eða magnesíum í blóði.

Hafðu samband við lækninn ef eitthvað af ofangreindu á við um þig.

Börn eru næmari fyrir metadóni en fullorðnir. Því getur eitrun átt sér stað við mjög litla skammta.

Til að koma í veg fyrir að börn taki metadón fyrir slysni þegar það er notað heima fyrir skal geyma

það á öruggum stað þar sem börn ná ekki til né sjá.

Metadon Abcur getur haft áhrif á rafmerkin sem stýra hjartasamdrætti, einkum við stóra skammta.

Segðu lækninum ef þú hefur einhvern tímann átt við einhver hjartavandamál að stríða.

Taka annarra lyfja

Taktu Metadon Abcur alltaf nákvæmlega eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um

hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Látið lækninn eða

lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig þau sem fengin

eru án lyfseðils.

Láttu lækninn vita ef þú tekur einhver af eftirfarandi lyfjum:

hvers kyns lyf sem hafa áhrif á andlegt ástand (t.d. tíórídazín, fentíazín, halóperídól og sertíndól)

lyf við hjartasjúkdómum (verapamíl, kínídín)

þunglyndislyf sem nefnast MAO-hemlar (mónóamín-oxíðahemlar), einkum ef þú hefur tekið þau

innan síðustu tveggja vikna. Láttu lækninn einnig vita ef þú notar önnur geðdeyfðarlyf (t.d.

imipramín, nefazódón, flúoxetín, flúvoxamín, paroxetín og sertralín).

tegund þunglyndislyfja sem nefnist þríhringlaga þunglyndislyf (t.d. klómipramín, nortriptýlín,

desipramín)

geðrofslyf af fenótíazín-gerð (t.d. perfenazín, tíórídazín)

geðrofslyf (risperídón)

lyf við hjartsláttartruflunum (af gerð 1c, t.d. própafenón og flekaíníð)

lyf til meðferðar á ADHD (atómoxetín)

betaviðtakablokka (metóprólól)

lyf við brjóstakrabbameini (tamoxífen)

bólgueyðandi og ónæmisbælandi lyf (t.d. dexametasón og ciclosporín)

veiruhemjandi lyf, þ.m.t. viss lyf við HIV, t.d. nevírapín, zídóvúdín, efavírenz, nelfínavír,

delavirdín, rítónavír, lópínavír/rítónavír-samsetningu, rítónavír/sakvínavír-samsetningu, dídanósín

og stavúdín

makrólíðsýklalyf (lyf til meðferðar á bakteríusýkingum) svo sem klaritrómýcín, telitrómýcín og

erýtrómýcín

címetídín (lyf við magasári)

sveppalyf (sveppaeyðandi) svo sem ketókónazól, ítrakónazól og flúkónazól

naloxón (lyf við öndunarerfiðleikum)

lyf við vímuefnafíkn, t.d. naltrexón og búprenorfin

rífampicín (berklalyf)

lyf við flogaveiki (t.d. fenýtóín, fenóbarbítal og karbamazepín)

vítamíntöflur (sem innihalda C-vítamín)

lyf við niðurgangi (loperamíð, dífenoxýlat)

lyf sem gera þvag súrara, svo sem lyf sem innihalda ammóníumklóríð

þvagræsilyf (spírónólaktón)

lyf sem valda syfju

náttúrulyf sem innihalda Jóhannesarjurt.

Önnur lyf sem þú tekur geta einnig haft áhrif á hjartað (t.d. sótalól og amíódarón).

Þú verður að segja lækninum frá öllum öðrum lyfjum sem þú tekur, því þau geta hugsanlega verið

hættuleg ef þau eru tekin ásamt metadóni. Við slíkar aðstæður kann læknirinn að ákveða að fylgst

verði með hjarta þínu með hjartalínuriti í byrjun meðferðar til að ganga úr skugga um að ekki sé um

nein slík áhrif að ræða. Metadón getur einnig haft áhrif á viss blóð- og þvagsýni.

Láttu lækninn vita að þú takir metadón áður en þú veitir nokkur sýni.

Notkun Metadon Abcur með mat eða drykk

Þú mátt ekki drekka áfengi á meðan þú tekur Metadon Abcur, því það getur leitt til alvarlegra

aukaverkana. Ekki drekka greipaldinsafa á meðan þú ert í meðferð með Metadon Abcur, því það kann

að breyta áhrifum lyfsins.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Ekki er ráðlagt að nota metadón meðan á fæðingarhríðum stendur. Við meðgöngu eða brjóstagjöf skal

leita ráða hjá lækninum áður en Metadon Abcur er notað.

Akstur og notkun véla

Metadón hefur áhrif á samhæfingu líkamshreyfinga í heila og því verður getan til aksturs og notkunar

véla fyrir miklum áhrifum þar til jafnvægisskammtur lyfsins hefur verið fundinn. Því skaltu hvorki aka

né nota vélar í upphafi meðferðar. Tíminn sem líður þar til viðkomandi getur ekið eða notað vélar er

að miklu leyti einstaklingsbundinn, svo þetta skal ákveða í samráði við lækninn.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Metadon Abcur

Metadon Abcur inniheldur laktósa. Hafi læknirinn sagt þér að þú hafir óþol fyrir sumum sykri skal

hafa samband við lækninn áður en þú tekur þetta lyf.

3.

HVERNIG NOTA Á METADON ABCUR

Takið Metadon Abcur alltaf nákvæmlega eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig

nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn mun segja þér hve mikið af Metadon Abcur þú átt að taka og hve oft þú átt að taka lyfið.

Mikilvæg er að taka ekki stærri skammt en þann sem ákveðinn hefur verið í samráði við lækninn.

Skammtaþörf getur verið einstaklingsbundin. Aðeins má breyta eða hætta meðferð í samráði við

lækninn.

Vímuefnafíkn

Læknirinn lagar skammtinn að þörfum þínum.

Mikill sársauki

Fullorðnir:

Venjulegur upphafsskammtur er 5 mg 1-3 sinnum/dag. Eftir það má auka skammtinn

hægt. Læknirinn sér um áframhaldandi ákvörðun dagsskammts, skiptingu skammta og allar

skammtaaðlaganir meðan á meðferð stendur en slíkar ákvarðanir fara eftir fyrri skammtinum.

Sjúklingar sem hafa áður tekið ópíóíð geta hafið meðferð með stærri skammti, 5-20 mg

2-3 sinnum/dag, vegna þess að tekið er mið af fyrri reynslu þeirra af ópíóíðmeðferð.

Börn:

Metadon Abcur MÁ EKKI gefa börnum. Alvarleg hætta er á eitrun. Munið að geyma lyfið á

öruggum stað þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Aldraðir:

Nauðsynlegt er að minnka skammtinn. Fylgið ráðleggingum læknisins.

Börn og aldraðir eru viðkvæmari fyrir lyfinu og geta því fengið eitrunareinkenni, jafnvel á tilgreindum

skammti. Sjá „Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um“.

Skert nýrnastarfsemi:

Nauðsynlegt kann að vera að aðlaga skammtinn. Fylgið ráðleggingum

læknisins.

Skert lifrarstarfsemi:

Nauðsynlegt kann að vera að minnka skammtinn. Fylgið ráðleggingum

læknisins.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafir þú tekið meira af lyfinu en þú átt að gera eða ef t.d. barn hefur tekið lyfið fyrir slysni skal leita

til læknis.

Merki um ofskömmtun Metadon Abcur geta verið lítil sjáöldur, syfja, fölleiki, rök húð, lágur

líkamshiti, öndunarerfiðleikar og dá. Í alvarlegum tilvikum ofskömmtunar geta eftirfarandi einkenni

komið fram: stutt öndunarstopp, lágur blóðþrýstingur, hægur púls, lost, áhrif á hjarta, vökvi í lungum,

flog, vöðvamáttleysi, nýrnabilun, óreglulegur hjartsláttur og dauði. Börn og aldraðir eru viðkvæmari

fyrir lyfinu. Hafðu samband við lækninn ef eitthvert af ofangreindum einkennum kemur fram.

Ef gleymist að taka Metadon Abcur

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Metadon Abcur

Þú skalt aðeins gera hlé á eða hætta meðferðinni eftir að hafa talað við lækninn. Ekki skal hætta

skyndilega að taka Metadon Abcur því það getur leitt til fráhvarfseinkenna svo sem svefnleysis,

nefrennslis, táramyndunar, lystarleysis, niðurgangs og verkja.

Þetta lyf er aðeins til inntöku; ekki má gefa það með inndælingu.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Metadon Abcur valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mjög algengar aukaverkanir

(koma fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum): Ógleði eða

uppköst.

Algengar aukaverkanir

(koma fram hjá fleiri en 1 af hverjum 100 sjúklingum): Þyngdaraukning,

vatnssöfnun í líkamanum, harðlífi, sælutilfinning (sældarvilla), ofskynjanir, sundl eða svimi, þokusýn,

lítil sjáöldur, syfja, útbrot, sviti, þreyta.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fram hjá færri en 1 af hverjum 100 sjúklingum): Lystarleysi,

öndunarerfiðleikar (með hósta), munnþurrkur, bólga í tungu, depurð/vanlíðan, kvíði, svefntruflanir,

ringl, minnkuð kynhvöt, höfuðverkur, yfirlið, lágur blóðþrýstingur, kláði, ofsakláði, útbrot, bólgnir

fótleggir, máttleysi, vatnssöfnun í líkamanum, gallrásarteppa (veldur magaverk), andlitsroði, lágur

blóðþrýstingur, erfiðleikar með þvaglát, erfiðleikar með að ná eða viðhalda stinningu getnaðarlims,

tíðatruflanir.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fram hjá færri en 1 af hverjum 1000 sjúklingum):

Hjartatruflanir, hægari púls, hjartsláttarónot.

Aukaverkanir með óþekkta tíðni:

Of lítið magn kalíums eða magnesíums í blóði, fækkun blóðflagna

í blóði.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

HVERNIG GEYMA Á METADON ABCUR

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

PAKKNINGAR OG AÐRAR UPPLÝSINGAR

Metadon Abcur inniheldur

Virka innihaldsefnið er metadónhýdróklóríð 5 mg eða 20 mg.

Önnur innihaldsefni eru laktósaeinhýdrat, maíssterkja, magnesíumsterat, talkúm, póvídón,

vatnsfrí kísilkvoða.

Lýsing á útliti Metadon Abcur og pakkningastærðir

Metadon Abcur 5 mg er selt sem hvítar til beinhvítar, kringlóttar, flatar töflur með sniðbrún,

deiliskoru á annarri hlið og merktar „M5“ á hinni hliðinni. Töflunni má skipta í jafna skammta.

Metadon Abcur 20 mg er selt sem hvítar til beinhvítar, kringlóttar, flatar töflur með sniðbrún,

deiliskoru á annarri hlið og merktar „M20“ á hinni hliðinni. Töflunni má skipta í jafna skammta.

Metadon Abcur er selt í:

Ílát með barnaöryggisloki: 25, 100, 200 töflur

Þynnupakkningu: 10, 20, 30, 40, 50, 60, 70, 80, 90 og 100 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Abcur AB

Box 1452

251 14 Helsingborg

Framleiðandi

Extractum Pharma Co. Ltd

6413 Kunfehértó. IV. Körzet 6

Ungverjaland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í febrúar 2017.