Meronem

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Meronem Stungulyfs-/ innrennslisstofn, lausn 1 g
 • Skammtar:
 • 1 g
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Meronem Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn 1 g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • f2672759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Meronem 500 mg stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn

Meronem 1 g stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn

meropenem

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Meronem og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Meronem

Hvernig nota á Meronem

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Meronem

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Meronem og við hverju það er notað

Meronem tilheyrir flokki lyfja sem nefnast carbapenem sýklalyf. Það verkar með því að drepa

bakteríur sem geta valdið alvarlegum sýkingum.

Meronem er notað til að meðhöndla eftirfarandi hjá fullorðnum og börnum 3 mánaða og eldri:

Sýkingar í lungum (lungnabólga)

Sýkingar í lungum og berkjum hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm (cystic fibrosis)

Flóknar þvagfærasýkingar

Flóknar sýkingar í kvið

Sýkingar sem konur geta fengið í fæðingu eða eftir að hafa fætt barn

Flóknar sýkingar í húð og mjúkvef

Skyndileg bakteríusýking í heila (heilahimnubólga)

Meronem má einnig nota við meðferð sjúklinga með of fá hvít blóðkorn og hita, sem grunur leikur á

að orsakist af bakteríusýkingu.

Meropenem má nota við bakteríusýkingum í blóði sem geta hugsanlega tengst einhverri af

ofannefndum sýkingum.

2.

Áður en byrjað er að nota Meronem

Ekki má nota Meronem ef

um er að ræða ofnæmi fyrir meropenemi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

um er að ræða ofnæmi fyrir öðrum sýklalyfjum eins og t.d. penicillíni, cephalosporini eða

carbapenemi, vegna þess að þú gætir einnig verið með ofnæmi fyrir meropenemi.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en þú notar Meronem ef:

þú hefur einhver heilsufarsvandamál, svo sem lifrar- eða nýrnasjúkdóma

þú hefur fengið verulegan niðurgang eftir að þú hefur tekið önnur sýklalyf.

Coombs-próf getur orðið jákvætt hjá þér, sem bendir til að mótefni sem geta eyðilagt rauðu blóðkornin

séu til staðar. Læknirinn mun ræða þetta við þig.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofangreindu á við um þig skaltu ráðfæra þig við lækninn eða

hjúkrunarfræðing áður en þú notar Meronem.

Notkun annarra lyfja samhliða Meronem

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega

verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Þetta er vegna þess að Meronem getur haft áhrif á verkun sumra lyfja og sum lyf geta haft áhrif á

verkun Meronem.

Einkum og sér í lagi þarftu að segja lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum frá því ef þú

tekur einhver af eftirfarandi lyfjum:

Probenecid (notað til meðferðar við þvagsýrugigt).

Valpróinsýru/natríumvalpróat/valprómíð (notað til meðferðar við flogaveiki). Ekki skal nota

Meronem, það getur dregið úr áhrifum natríumvalpróats.

Segavarnarlyf til inntöku (notuð til að meðhöndla eða koma í veg fyrir kekkjun blóðs).

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Ráðlagt er að forðast notkun meropenems á meðgöngu.

Læknirinn mun ákveða hvort þú tekur Meronem.

Mikilvægt er að þú segir lækninum frá því ef þú ert með barn á brjósti eða ráðgerir að vera með barn á

brjósti áður en þú færð meropenem. Lítið magn lyfsins getur borist í brjóstamjólk. Því mun læknirinn

ákveða hvort þú tekur Meronem á meðan þú ert með barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Meronem hefur verið tengt við höfuðverk og dofa eða náladofa í húð. Allar þessar aukaverkanir geta

haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Meronem getur valdið ósjálfráðum vöðvahreyfingum, sem getur leitt til þess að líkami hristist hratt og

stjórnlaust (krampar). Þessu fylgir yfirleitt meðvitundarleysi í kjölfarið. Ekki aka eða stjórna vélum ef

þú finnur fyrir þessum aukaverkunum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Meronem inniheldur natríum

Meronem 500 mg: Lyfið inniheldur um það bil 2 mEq af natríum í 500 mg skammti sem verður að

hafa í huga hjá sjúklingum sem eru á natríumsnauðu fæði.

Meronem 1 g: Lyfið inniheldur um það bil 4 mEq af natríum í 1 g skammti sem verður að hafa í huga

hjá sjúklingum sem eru á natríumsnauðu fæði.

Láttu lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita ef þú ert með sjúkdóm sem krefst þess að þú

fylgist með natríum inntöku hjá þér.

3.

Hvernig nota á Meronem

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er

ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi.

Notkun handa fullorðnum

Skammturinn fer eftir því hvers konar sýkingu þú ert með, hvar sýkingin er í líkamanum og hve

alvarleg sýkingin er. Læknirinn mun ákveða hve stóran skammt þú þarft.

Skammturinn fyrir fullorðna er venjulega á bilinu 500 mg (milligrömm) til 2 g (grömm).

Venjulega muntu fá skammtinn á 8 klukkustunda fresti. Hins vegar getur verið að þú fáir

sjaldnar skammt ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi.

Notkun handa börnum og unglingum

Skammturinn fyrir börn eldri en 3 mánaða og allt að 12 ára er ákvarðaður með tilliti til aldurs og

þyngdar barnsins. Venjulegur skammtur er á bilinu 10 mg til 40 mg af Meronem fyrir hvert

kílógramm (kg) líkamsþyngdar barnsins. Skammtur er yfirleitt gefinn á 8 klukkustunda fresti.

Börn sem eru þyngri en 50 kg fá sama skammt og fullorðnir.

Hvernig nota á Meronem

Þér verður gefið Meronem með inndælingu eða innrennsli í stóra æð (bláæð).

Yfirleitt eru það læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn sem gefa Meronem.

Engu að síður fá sumir sjúklingar, foreldrar og umönnunaraðilar þjálfun í að gefa Meronem í

heimahúsi. Leiðbeiningar um hvernig á að fara að því eru í þessum fylgiseðli (í kafla sem

nefnist „Leiðbeiningar um hvernig þú gefur sjálfri/sjálfum þér eða öðrum Meronem í

heimahúsi“). Notið Meronem alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um

hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum.

Ekki skal blanda lyfinu eða bæta því við aðrar lausnir sem innihalda önnur lyf.

Inndælingin er gefin á um það bil 5 mínútum eða á 15 til 30 mínútum. Læknirinn mun segja þér

hvernig á að gefa Meronem.

Yfirleitt eru Meronem inndælingar gefnar daglega, á sömu tímum sólarhrings.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður skal strax hafa samband við lækni eða sjúkrahús.

Ef gleymist að nota Meronem

Ef þú gleymir inndælingu áttu að fá hana svo fljótt sem auðið er. Hins vegar, ef nánast er komið að

næsta skammti áttu að sleppa skammtinum sem gleymdist.

Ekki á að tvöfalda skammt (gefa tvær inndælingar á sama tíma) til að bæta upp skammt sem gleymst

hefur að nota.

Ef hætt er að nota Meronem

Ekki hætta að nota Meronem fyrr en læknirinn gefur fyrirmæli um það.

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarleg ofnæmisviðbrögð

Ef þú færð alvarleg ofnæmisviðbrögð,

skaltu

hætta að nota Meronem og hafa samband við lækni

samstundis

. Þú gætir þurft á bráðameðferð að halda. Einkennin gætu verið skyndileg:

Veruleg útbrot, kláði eða ofsakláði í húð

Þroti í andliti, vörum, tungu eða öðrum hlutum líkamans

Mæði, hvæsandi öndun eða öndunarerfiðleikar.

Eyðilegging á rauðum blóðkornum (tíðni ekki þekkt)

Einkennin eru m.a.:

Mæði þegar þú átt ekki von á því

Rautt eða brúnt þvag.

Ef vart verður við eitthvað af ofangreindu

, leitið til læknis samstundis.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir:

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Kviðverkir.

Ógleði.

Uppköst.

Niðurgangur.

Höfuðverkur.

Húðútbrot, kláði í húð.

Verkur og bólga.

Aukinn fjöldi blóðflagna í blóði (kemur fram í blóðrannsóknum).

Breytingar á niðurstöðum blóðrannsókna, þ.á m. rannsókna sem sýna hve vel lifrin starfar.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Breytingar á blóðinu. Þetta eru m.a. fækkun blóðflagna (sem getur valdið því að þú færð

marbletti auðveldlega), fjölgun sumra hvítra blóðkorna, fækkun annarra hvítra blóðkorna og

aukið magn efnis sem nefnist bílirúbín. Læknirinn tekur ef til vill blóðprufur af og til.

Breytingar á niðurstöðum blóðrannsókna, þ.á m. rannsókna sem sýna hve vel nýrun starfa.

Náladofi.

Sýkingar í munni eða leggöngum af völdum sveppa (þruska).

Bólga í þörmum ásamt niðurgangi.

Eymsli í bláæðum þar sem Meronem er dælt inn.

Aðrar breytingar á blóðinu. Einkennin eru m.a. tíðar sýkingar, hár hiti og hálssærindi. Læknirinn

tekur ef til vill blóðprufur af og til.

Skyndileg alvarleg útbrot eða blöðrur eða flögnun húðar. Þessu getur fylgt hár hiti og liðverkir.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Flog (krampar).

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Alvarleg ofnæmisviðbrögð með hita, útbrotum, og breytingum á niðurstöðum blóðrannsókna

sem sýna hvernig lifrin starfar (aukning lifrarensíma) og fjölgun ákveðinna hvítra blóðkorna

(eósínfíklafjöld) og stækkuðum eitlum. Þetta geta verið einkenni fjölkerfa ofnæmissjúkdóms

sem nefnist DRESS heilkenni.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Meronem

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Inndæling

Eftir blöndun: Gefa skal nýblandaðar lausnir til inndælingar í bláæð án tafar. Frá því byrjað er að

blanda lausnina þangað til inndælingu er lokið skal ekki skal líða lengri tími en:

3 klukkustundir ef lausnin er geymd við allt að 25°C.

12 klukkustundir ef lausnin er geymd í kæli (2-8°C).

Innrennsli

Eftir blöndun: Gefa skal nýblandaðar lausnir til innrennslis í bláæð án tafar. Frá því byrjað er að

blanda lausnina þangað til innrennsli er lokið skal ekki skal líða lengri tími en:

3 klukkustundir ef lausnin er geymd við allt að 25°C ef Meronem er leyst upp í natríumklóríði;

24 klukkustundir ef lausnin er geymd í kæli (2-8°C) ef Meronem er leyst upp í natríumklóríði.

ef Meronem er leyst upp í glúkósa (dextrósa) skal nota lausnina strax.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði skal nota lausnina strax eftir blöndun, nema aðferðin við

opnun/blöndun/þynningu útiloki örverufræðilegt smit.

Ef lausnin er ekki notuð strax eftir blöndun er geymsluþol og ástand lausnar á ábyrgð notanda.

Blönduðu lausnina má ekki frysta.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Meronem inniheldur

Meronem 500: Virka innihaldsefnið er meropenem. Hvert hettuglas inniheldur 500 mg af vatnsfríu

meropenemi sem meropenemþríhýdrat.

Meronem 1 g: Virka innihaldsefnið er meropenem. Hvert hettuglas inniheldur 1 g af vatnsfríu

meropenemi sem meropenemþríhýdrat.

Hitt innihaldsefnið er vatnsfrítt natríumkarbónat.

Lýsing á útliti Meronem og pakkningastærðir

Meronem er hvítt eða fölgult duft fyrir lausn til inndælingar eða innrennslis í hettuglasi. Í hverri

pakkningu eru 1 eða 10 hettuglös.

Markaðsleyfishafi

Pfizer ApS, Lautrupvang 8, 2750 Ballerup, Danmörk.

Framleiðandi

Corden Pharma S.P.A., Viale dell´Industria 3, 20867 Caponago, Ítalía

AstraZeneca UK Ltd, Silk Road Business Park, Macclesfield, Cheshire, SK10 2NA, England

Pfizer Service Company BVBA, 10 Hoge Wei, 1930 Zaventem, Belgía

Umboð á Íslandi

Icepharma hf.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í febrúar 2018.

Ráðgjöf/læknisfræðilegar upplýsingar

Sýklalyf eru notuð til að meðhöndla sýkingar af völdum baktería. Þau hafa enga virkni gegn sýkingum

af völdum veira.

Stundum hafa sýklalyf engin áhrif á sýkingu af völdum bakteríu. Algengasta ástæðan fyrir því er að

bakterían sem veldur sýkingunni er ónæm fyrir sýklalyfinu. Þetta þýðir að bakterían lifir og getur

jafnvel fjölgað sér þrátt fyrir sýklalyfið.

Margar ástæður eru fyrir ónæmi baktería. Notkun sýklalyfja af varfærni getur dregið úr líkum á því að

bakteríur verði ónæmar.

Þegar læknirinn ávísar sýklalyfjakúr er kúrnum einungis ætlað að meðhöndla núverandi veikindi.

Ef eftirfarandi ráðum er fylgt getur það hjálpað til við að koma í veg fyrir myndun ónæmra baktería en

það getur komið í veg fyrir að lyfið virki.

Mjög mikilvægt er að þú takir sýklalyfið í réttum skömmtum, á réttum tíma og í ráðlagðan

dagafjölda. Lestu leiðbeiningarnar á miðanum og ef það er eitthvað sem þú ekki skilur biddu þá

lækninn eða lyfjafræðing um útskýringu.

Þú skalt ekki taka sýklalyf nema þér hafi verið ávísað því sérstaklega og einungis nota það til að

meðhöndla þá sýkingu sem því var ætlað.

Þú skalt ekki taka sýklalyf sem ávísað hefur verið öðrum jafnvel þótt sá hinn sami hafið verið

með sýkingu sem svipar til þinnar.

Þú skalt ekki gefa öðrum sýklalyf sem var ávísað þér.

Ef eitthvað er eftir að sýklalyfinu eftir að þú hefur lokið við kúrinn sem læknirinn ávísaði skaltu

fara með afganginn í apótek sem sér um að farga því á réttan hátt.

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Leiðbeiningar um hvernig þú gefur sjálfri/sjálfum þér eða öðrum Meronem í heimahúsi

Sumir sjúklingar, foreldrar og umönnunaraðilar fá þjálfun í að gefa Meronem í heimahúsi.

Varnaðarorð – Þú átt eingöngu að gefa þér eða öðrum þetta lyf í heimahúsi eftir að hafa fengið

þjálfun hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi.

Blöndun lyfsins

Lyfið verður að blanda saman við aðra lausn (þynningarlausn). Læknirinn segir þér hve mikið á

að nota af þynningarlausn.

Notaðu lyfið strax eftir að þú hefur blandað það. Lyfið má ekki frjósa.

Þvoðu hendurnar og þurrkaðu þær vel. Undirbúðu hreint vinnusvæði.

Taktu Meronem glasið (hettuglasið) úr pakkningunni. Athugaðu hettuglasið og fyrningar-

dagsetninguna. Athugaðu að hettuglasið sé heilt og óskemmt.

Fjarlægðu lituðu hettuna og hreinsaðu gráa gúmmítappann með sprittþurrku. Láttu

gúmmítappann þorna.

Tengdu nýja dauðhreinsaða nál við nýja dauðhreinsaða sprautu, án þess að snerta endana.

Dragðu upp rétt magn af dauðhreinsuðu „vatni fyrir stungulyf“ í sprautuna. Magnið af vökva

sem þú þarft að nota er sýnt í eftirfarandi töflu:

Skammtur Meronem

Magn af „vatni fyrir stungulyf“ sem

þarf til þynningar

500 mg (milligrömm)

10 ml (millilítrar)

1 g (gramm)

20 ml

1,5 g

30 ml

40 ml

Athugið:

Ef skammturinn sem þér er ávísaður er meira en 1 g þarftu að nota meira en 1 hettuglas af

Meronem. Þú getur dregið vökvann úr hettuglösunum upp í eina sprautu.

Stingdu nálinni á sprautunni gegnum miðjuna á gráa gúmmítappanum og sprautaðu ráðlögðu

magni af vatni fyrir stungulyf í hettuglasið eða hettuglösin sem innihalda Meronem.

Fjarlægðu nálina úr hettuglasinu og hristu hettuglasið vel í um það bil 5 sekúndur, eða þar til allt

duftið er uppleyst. Hreinsaðu gráa gúmmítappann aftur með nýrri sprittþurrku og láttu

gúmmítappann þorna.

Hafðu sprautustimpilinn alveg inni í botni sprautunnar og stingdu nálinni aftur í gegnum gráa

gúmmítappann. Haltu því næst bæði á sprautunni og hettuglasinu og hvolfdu hettuglasinu.

Hafðu nálarendann í vökvanum, togaðu stimpillinn aftur og dragðu allan vökvann úr

hettuglasinu upp í sprautuna.

Fjarlægðu nálina og sprautuna úr hettuglasinu og fleygðu tóma hettuglasinu á öruggan stað.

Haltu sprautunni upp á við þannig að nálin vísi upp. Sláðu létt á sprautuna svo að allar loftbólur

í vökvanum renni upp í enda sprautunnar.

Fjarlægðu loftbólur úr sprautunni með því að ýta varlega á stimpilinn þar til allt loft er farið.

Ef þú ert að nota Meronem í heimahúsi áttu að fleygja notuðum nálum og innrennslisslöngum á

viðeigandi hátt. Ef læknirinn segir þér að hætta meðferðinni áttu að farga ónotuðu Meronem á

viðeigandi hátt.

Inndælingin

Þú getur gefið lyfið í stuttan æðalegg, þ.e. nál sem hefur verið sett upp, í lyfjabrunn eða í miðlægan

æðalegg.

Inndæling Meronem í stuttan æðalegg, þ.e. nál sem sett hefur verið upp

Fjarlægðu nálina úr sprautunni og fleygðu henni gætilega í ílát fyrir nálar.

Hreinsaðu enda stutta æðaleggjarins með sprittþurrku og láttu hann þorna. Opnaðu lokið á

æðaleggnum og tengdu sprautuna við.

Þrýstu stimpli sprautunnar rólega niður til að gefa sýklalyfið jafnt og þétt á 5 mínútum.

Þegar þú hefur lokið gjöf sýklalyfsins og sprautan er tóm, losarðu sprautuna frá og skolar

æðalegginn eins og læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn hefur ráðlagt þér.

Settu lokið á æðalegginn og fleygðu sprautunni gætilega í ílátið fyrir nálar.

Inndæling Meronem í lyfjabrunn eða miðlægan æðalegg

Taktu lokið af lyfjabrunninum eða miðlæga æðaleggnum, hreinsaðu enda leggjarins með

sprittþurrku og láttu hann þorna.

Tengdu sprautuna við og þrýstu stimpli sprautunnar rólega niður til að gefa sýklalyfið

jafnt og þétt á 5 mínútum.

Þegar þú hefur lokið gjöf sýklalyfsins losarðu sprautuna frá og skolar æðalegginn eins og

læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn hefur ráðlagt þér.

Settu nýtt hreint lok á miðlæga æðalegginn og fargaðu sprautunni gætilega í ílátið fyrir

nálar.