Mavenclad

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Mavenclad
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Mavenclad
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Ónæmisbælandi,
 • Lækningarsvæði:
 • Margvísleg sclerosis
 • Ábendingar:
 • Meðferð hjá fullorðnum sjúklingum með mjög virk endurtekin MS (MS) eins og þau eru skilgreind með klínískum eða hugsanlegum eiginleikum.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 2

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/004230
 • Leyfisdagur:
 • 21-08-2017
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/004230
 • Síðasta uppfærsla:
 • 28-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

MAVENCLAD 10 mg töflur

kladríbín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um MAVENCLAD og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota MAVENCLAD

Hvernig nota á MAVENCLAD

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á MAVENCLAD

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um MAVENCLAD og við hverju það er notað

MAVENCLAD inniheldur virka efnið kladríbín, sem er frumudrepandi efni sem virkar að mestu á

eitilfrumur en það eru frumur í ónæmiskerfinu sem hafa með bólgumyndun að gera.

MAVENCLAD er lyf sem er notað til að meðhöndla heila- og mænusigg (multiple sclerosis, MS)

hjá fullorðnum. MS er sjúkdómur sem lýsir sér þannig að bólga eyðir verndandi slíðri sem er utan um

taugar.

Komið hefur í ljós að meðferð með MAVENCLAD dregur úr því að einkenni blossi upp að nýju og

hægir á framgangi fötlunar.

2.

Áður en byrjað er að nota MAVENCLAD

Ekki má nota MAVENCLAD:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir kladríbíni eða einhverju öðru innihaldsefni MAVENCLAD

(talin upp í kafla 6).

ef þú ert HIV jákvæð/ur, sem táknar að þú sért sýkt/ur af HIV veirunni.

ef þú ert með virka berkla eða lifrarbólgu.

ef ónæmiskerfi þitt er veiklað af sjúkdómum eða vegna þess að þú tekur önnur lyf sem

veikja ónæmiskerfið eða minnka framleiðslu blóðfrumna í beinmerg. Það á m.a. við um

eftirfarandi:

cýklósporín, cýklófosfamíð og asatíóprín (notuð til að bæla ónæmiskerfið, t.d. eftir

líffæraígræðslu);

metótrexat (notað til að meðhöndla sjúkdóma eins og sóra (psoriasis) eða liðagigt);

langtímanotkun barkstera (til að draga úr bólgu, t.d. í astma).

Sjá einnig „Notkun annarra lyfja samhliða MAVENCLAD“.

ef þú ert með virkt krabbamein.

ef þú ert með miðlungs alvarlega eða alvarlega nýrnakvilla

ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti (sjá einnig „Meðganga og brjóstagjöf“).

Ekki má nota MAVENCLAD og leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi ef óljóst er hvort

ofangreint á við.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en MAVENCLAD er notað.

Blóðrannsóknir

Blóðrannsóknir verða framkvæmdar áður en meðferðin er hafin, til þess að athuga hvort þú megir taka

MAVENCLAD. Læknirinn mun einnig framkvæma blóðrannsóknir meðan á meðferð stendur og eftir

að henni lýkur til þess að athuga hvort þú getur haldið töku MAVENCLAD áfram og að þú fáir enga

fylgikvilla vegna meðferðarinnar.

Sýkingar

Próf verða framkvæmd til þess að athuga hvort þú sért með sýkingar áður en þú hefur meðferð með

MAVENCLAD. Mikilvægt er að ræða við lækninn ef þú heldur að þú sért með sýkingu. Einkenni

sýkingar geta m.a. verið: hiti, verkir, eymsli í vöðvum, höfuðverkur, almenn vanlíðan eða lystarleysi.

Læknirinn kann að seinka meðferð eða gera hlé á henni þar til sýkingin batnar.

Ristill

Ef á þarf að halda verður þú bólusett/ur við ristli áður en þú hefur meðferð. Þú þarft að bíða 4 til

6 vikur til þess að bólusetningin virki. Láttu lækninn vita tafarlaust ef þú færð einkenni ristils sem

er algengur fylgikvilli MAVENCLAD (sjá kafla 4) og getur þarfnast sérstakrar meðferðar.

Ágengur fjölhreiðra hvítfrumnaheilakvilli (PML)

Ef þú telur að MS sé að versna eða ef þú tekur eftir nýjum einkennum, til dæmis breytingum á

skapi eða hegðun, minnistapi, tal- og samskiptaörðugleikum, skaltu ræða við lækninn eins fljótt og

auðið er. Þetta geta verið einkenni mjög sjaldgæfrar heilaröskunar af völdum sýkingar, sem nefnist

ágengur fjölhreiðra hvítfrumnaheilakvilli. Ágengur fjölhreiðra hvítfrumnaheilakvilli er alvarlegur

sjúkdómur sem getur valdið alvarlegri fötlun eða dauða.

Þótt ágengur fjölhreiðra hvítfrumnaheilakvilli hafi ekki komið fram í tengslum við MAVENCLAD er

hugsanlegt að þú farir í segulómun (MRI) á höfði í varúðarskyni áður en þú hefur meðferð.

Krabbamein

Vart hefur orðið við stök tilvik krabbameins hjá sjúklingum sem fengu kladríbín í klínískum

rannsóknum. Láttu lækninn vita ef þú hefur fengið krabbamein. Læknirinn mun ákveða hver sé besti

meðferðarkosturinn fyrir þig. Til varúðar skaltu fylgja fyrirmælum um hefbundna

krabbameinsskimun, samkvæmt læknisráði.

Getnaðarvarnir

Karlar og konur þurfa að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur með MAVENCLAD og

í a.m.k. 6 mánuði eftir síðasta skammt. Þetta er mikilvægt þar sem MAVENCLAD getur valdið

ungbarni alvarlegum skaða.

Sjá einnig „Meðganga og brjóstagjöf“.

Blóðgjöf

Ef þú þarft á blóðgjöf að halda skaltu láta lækninn vita að þú takir MAVENCLAD. Hugsanlega þarf

að geisla blóðið til þess að koma í veg fyrir fylgikvilla.

Skipt um meðferð

Ef þú skiptir úr öðrum meðferðum við MS yfir í MAVENCLAD mun læknirinn athuga hvort

blóðfrumnafjöldi (eitilfrumur) sé eðlilegur áður en þú hefur meðferð.

Ef þú skiptir úr MAVENCLAD yfir í aðrar meðferðir við MS skaltu ræða við lækninn. Áhrifin á

ónæmiskerfið kunna að skarast.

Lifrarkvillar

Talaðu við lækninn áður en þú tekur MAVENCLAD ef þú ert með lifrarkvilla.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun MAVENCLAD hjá sjúklingum yngri en 18 ára þar sem hún hefur ekki verið

rannsökuð hjá þessum aldurshóp.

Notkun annarra lyfja samhliða MAVENCLAD

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð.

Ekki hefja notkun MAVENCLAD samhliða lyfjum sem veikja ónæmiskerfið eða draga úr

framleiðslu blóðfrumna í beinmerg. Slík lyf eru meðal annars:

cíklósporín, cýklófosfamíð og asatíóprín (notuð til að bæla ónæmiskerfið, t.d. eftir

líffæraígræðslu);

metótrexat (notað til að meðhöndla sjúkdóma eins og sóra (psoriasis) eða liðagigt);

langtíma notkun barkstera (til að draga úr bólgu, t.d. í astma) Nota má barkstera til styttri tíma

ef læknirinn ávísar þeim.

Ekki má nota MAVENCLAD með öðrum lyfjum við MS nema læknirinn hafi ráðlagt þér það

sérstaklega. Slík lyf eru m.a. alemtuzumab, daclizumab, dímetýl fúmarat, fingolimod, glatiramer

asetat, interferón beta, natalizumab eða teriflúnómíð.

Taktu ekki MAVENCLAD á sama tíma og önnur lyf. Láttu að minnsta kosti 3 klukkustundir líða

milli töku MAVENCLAD og annars lyfs til inntöku. MAVENCLAD inniheldur

hýdroxýyprópýlbetadex sem getur haft milliverkanir við önnur lyf í maganum.

Ræddu við lækninn ef þú færð eða hefur fengið meðferð með:

lyfjum sem hafa áhrif á blóðfrumur þínar (til dæmis karbamasepíni, notað til að meðhöndla

flogaveiki). Læknirinn gæti þurft að fylgjast betur með þér.

tilteknum gerðum bóluefna (lifandi og lifandi veikluð bóluefni). Ef þú varst bólusett(ur) með

tilteknum bóluefnum á síðustu 4 til 6 vikum, verður að fresta MAVENCLAD meðferð. Ekki má

bólusetja þig með slíkum bóluefnum á meðan MAVENCLAD meðferð stendur. Ónæmiskerfið

þarf að jafna sig áður en þú getur fengið bólusetningu og það verður athugað með blóðprufu.

dílasep, nífedípín, nímódípín, reserpín, cílóstasól eða súlíndak (notuð til að meðhöndla hjartað,

háan blóðþrýsting, æðakerfi eða bólgur) eða eltrombopag (notað til að meðhöndla kvilla í

tengslum við blæðingu). Læknirinn mun láta þig vita hvað gera skuli ef þú verður að nota þessi

lyf.

rifampicíni (notað til að meðhöndla tilteknar gerðir sýkinga), Jóhannesarjurt (notuð til að

meðhöndla þunglyndi) eða barksterum (notaðir til að bæla bólgu). Læknirinn mun láta þig vita

hvað þarf að gera ef þú tekur þessi lyf.

Ræddu við lækninn ef þú tekur hormónagetnaðarvarnir (t.d. pilluna). Þú þarft að nota aukalega

getnaðarvörn meðan á meðferð stendur með MAVENCLAD og í a.m.k. 4 vikur eftir síðasta

skammtinn.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki má nota MAVENCLAD ef þú ert barnshafandi eða að reyna að verða barnshafandi. Þetta er

mikilvægt þar sem MAVENCLAD getur skaðað barnið á alvarlegan hátt.

Þú verður að nota öruggar getnaðarvarnir til að hindra þungun í hverri meðferð með

MAVENCLAD og í 6 mánuði eftir að síðasti skammturinn var tekinn. Ræddu við lækninn ef þú

tekur hormónagetnaðarvarnir (t.d. pilluna). Þú þarft að nota aukalega getnaðarvörn meðan á meðferð

stendur með MAVENCLAD og í a.m.k. 4 vikur eftir síðasta skammtinn. Ef þú verður þunguð meira

en 6 mánuðum eftir síðasta skammtinn á 1. árinu er ekki búist við neinni hættu hvað varðar öryggi en

það þýðir að þú getur ekki fengið meðferð með MAVENCLAD meðan á meðgöngu stendur.

Ef þú ert karlmaður verður þú að nota örugga getnaðarvörn til þess að koma í veg fyrir þungun maka

þíns meðan á meðferð stendur með MAVENCLAD og í 6 mánuði eftir síðasta skammt.

Læknirinn mun veita þér leiðbeiningar um viðeigandi getnaðarvarnir.

Ekki má nota MAVENCLAD ef þú ert með barn á brjósti. Ef læknirinn telur að MAVENCLAD sé

nauðsynlegt fyrir þig mun læknirinn ráðleggja þér að hætta brjóstagjöfinni.

Akstur og notkun véla

MAVENCLAD hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkun véla.

MAVENCLAD inniheldur sorbítól

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað.

3.

Hvernig nota á MAVENCLAD

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Meðferðarlotur

Þú munt fá MAVENCLAD í tveimur meðferðarlotum á 2 árum.

Hvor meðferðarlota felur í sér 2 meðferðarvikur með eins mánaðar millibili í byrjun hvors

meðferðarárs.

Meðferðarvika felur í sér 4 eða 5 daga þar sem þú færð 1 eða 2 töflur á dag (sjá töflu 1).

Dæmi: ef þú hefur meðferðina um miðjan apríl skaltu taka töflurnar eins og hér er sýnt.

Tafla 1

Ár 1

Ár 2

1. meðferðarvika

1 eða 2 töflur á dag í 4 eða

5 daga, um miðjan apríl

1. meðferðarvika

1 eða 2 töflur á dag í 4 eða

5 daga, um miðjan apríl

2. meðferðarvika

1 eða 2 töflur á dag í 4 eða

5 daga, um miðjan maí

2. meðferðarvika

1 eða 2 töflur á dag í 4 eða

5 daga, um miðjan maí

Áður en meðferðarlota er hafin mun læknirinn gera blóðrannsókn til að athuga hvort gildi eitilfrumna

(tegund hvítra blóðfrumna) eru á viðunandi bili. Ef svo er ekki verður meðferðinni seinkað.

Þegar þú hefur lokið 2 meðferðarlotum á 2 árum mun læknirinn halda áfram að hafa eftirlit með heilsu

þinni í 2 ár í viðbót og þú þarft ekki að taka lyfið á því tímabili.

Skammtur

Þú munt fá réttan fjölda af töflum fyrir hverja meðferðarviku, byggt á líkamsþynd eins og sýnt

er í töflu 2.

Þú þarft eina eða fleiri pakkningar til þess að fá réttan fjölda af töflum.

Þegar þú færð lyfið afhent skaltu ganga úr skugga um að þú sért með réttan fjölda af töflum.

Finndu þá röð sem passar við líkamsþyngd þína (í kg) í vinstri dálk töflunnar hér að neðan og

athugaðu svo þann fjölda taflna sem á að vera í pakkningunni/-unum fyrir þá meðferðarviku

sem þú ert að hefja.

Ef fjöldi taflna í pakkningunni/-unum er ekki sá sami og talan sem er gefin upp fyrir þyngd þína

í töflunni hér að neðan skaltu ræða við lækninn.

Athugaðu að fyrir sum þyngdarbil getur fjöldi taflna verið mismunandi eftir meðferðarvikum.

Dæmi: ef þú vegur 85 kg og ert að fara að hefja meðferðarviku 1 færðu 8 töflur.

Tafla 2

Þyngd þín

Fjöldi taflna sem þarf að taka

Meðferðarlota á ári 1

Meðferðarlota á ári 2

Meðferðarvika 1

Meðferðarvika 2

Meðferðarvika 1

Meðferðarvika 2

innan við 40 kg

Læknirinn mun láta þig vita hversu margar töflur þú átt að taka

40 til innan við 50 kg

50 til innan við 60 kg

60 til innan við 70 kg

70 til innan við 80 kg

80 til innan við 90 kg

90 til innan við 100 kg

100 til innan við 110 kg

110 kg og yfir

Hvernig taka á lyfið

Taktu töfluna/töflurnar á um það bil sama tíma á hverjum degi. Kyngdu þeim án þess að tyggja. Þú

þarft ekki að taka töflurnar á matmálstíma. Þær má taka með máltíðum eða á milli máltíða.

Lestu „Ítarlegar leiðbeiningar“ í lok þessa fylgiseðils um hvernig eigi að meðhöndla pakkningu

með barnaöryggisloki og hvernig eigi að taka töflurnar í pakkningunni.

Mikilvægt

Gakktu úr skugga um að hendur þínar séu þurrar áður en þú tekur upp töfluna/-urnar.

Þrýstu töflunni/-unum gegnum þynnupakkninguna og kyngdu henni tafarlaust.

Ekki skilja töflu(r) eftir á einhverjum fleti, til dæmis á borði, eða handfjatla töfluna lengur en

þarf.

Ef tafla er skilin eftir á einhverjum fleti eða ef hún brotnar og brot detta úr þynnupakkningunni,

verður að þvo svæðið vandlega.

Þvoðu þér vandlega um hendurnar eftir meðhöndlun taflnanna.

Ef tafla týnist skaltu ráðfæra þig við lækninn.

Tímalengd meðferðarviku

Það fer eftir heildarfjölda þeirra taflna sem þér voru ávísaðar hvort þú þarft að taka þær á 4 eða

5 dögum í hverri meðferðarviku.

Tafla 3 sýnir hversu margar töflur (1 eða 2 töflur) þú þarft að taka á hverjum degi. Ef dagsskammtur

er 2 töflur skal taka þær samtímis.

Dæmi: ef þú ættir að taka 8 töflur myndir þú taka 2 töflur á degi 1, degi 2 og degi 3, en síðan 1 töflu á

degi 4 og degi 5.

Tafla 3

Heildarfjöldi taflna

í meðferðarviku

Dagur 1

Dagur 2

Dagur 3

Dagur 4

Dagur 5

Ef tekinn er stærri skammtur MAVENCLAD en mælt er fyrir um

Ef teknar eru fleiri töflur en mælt er fyrir um, skaltu hafa samstundis samband við lækninn. Læknirinn

mun ákveða hvort hætta þurfi meðferð eða ekki.

Takmörkuð reynsla er fengin af ofskömmtun MAVENCLAD. Vitað er að eftir því sem þú tekur meira

af lyfinu fækkar eitilfrumunum í líkamanum og það veldur eitilfrumnafæð (sjá kafla 4).

Ef gleymist að taka MAVENCLAD

Ef gleymist að taka einn skammt og þess

verður vart sama dag og skammturinn skyldi

tekinn

Gleymist einn skammtur og þess verður ekki

vart fyrr en næsta dag

Taka skal skammtinn sama dag.

Ekki taka skammtinn sem gleymdist ásamt næsta

skammti samkvæmt áætlun.

Taka skal skammtinn sem gleymdist næsta dag og

framlengja dagafjölda þeirrar meðferðarviku.

Dæmi: Ef gleymist að taka skammt dags 3 og þess verður ekki vart fyrr en á degi 4, skal taka skammt

dags 3 á degi 4 og framlengja heildardagafjölda meðferðarvikunnar um 1 dag. Ef 2 skammtar í röð

gleymast (til dæmis bæði skammtar dags 3 og dags 4) skal taka skammtana sem gleymdust næstu

2 daga og framlengja vikuna um 2 daga.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eitilfrumnafæð og ristill

Aukaverkunin sem mestu máli skiptir er fækkun hvítra blóðkorna sem nefnast eitilfrumur

(eitilfrumnafæð), sem er mjög algeng (getur komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

og getur verið alvarleg. Eitilfrumnafæð getur aukið hættuna á sýkingum. Algeng sýking tengd

MAVENCLAD er ristill.

Láttu lækninn vita tafarlaust ef færð einkenni ristils, svo sem miklum verk og blöðrumyndun

ásamt útbrotum, yfirleitt á annarri hlið efri hluta líkamans eða andliti. Önnur einkenni geta verið

höfuðverkur, sviði, smástingir, doði eða kláði í húð á viðkomandi svæði, almenn vanlíðan eða hiti á

fyrstu stigum sýkingar.

Meðhöndla þarf ristil og hugsanlega þarf að stöðva MAVENCLAD meðferðina uns sýkingin er

horfin.

Aðrar algengar aukaverkanir – geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

áblástur (herpes á munni)

útbrot

hárlos

fækkun tiltekinna hvítra blóðfrumna (daufkyrninga)

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir - geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum

10.000 einstaklingum

berklar

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á MAVENCLAD

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum og öskjunni á eftir

Fyrnist. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

MAVENCLAD inniheldur

-

Virka innihaldsefnið er kladríbín. Hver tafla inniheldur 10 mg af kladríbíni.

Önnur innihaldsefni eru hýdroxýprópýlbetadex, sorbítól og magnesíum sterat.

Lýsing á útliti MAVENCLAD og pakkningastærðir

MAVENCLAD töflur eru hvítar, kringlóttar, tvíkúptar töflur sem í er grafið „C“ öðrum megin og

„10“ hinum megin. Hver pakkning inniheldur 1, 4, 5, 6, 7 eða 8 töflur í þynnupakkningu sem er

innsigluð í pappaveski og fest í öskju með barnaöryggisloki. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu

markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Merck Europe B.V.

Gustav Mahlerplein 102

1082 MA Amsterdam

Holland

Framleiðandi

NerPharMa S.R.L.

Viale Pasteur 10

20014 Nerviano, Milan

Ítalía

R-Pharm Germany GmbH

Heinrich-Mack-Strasse 35

89257 Illertissen

Þýskaland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður MM/ÁÁÁÁ.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ítarlegar leiðbeiningar um töku MAVENCLAD 10 mg taflna

MAVENCLAD er pakkað í öskju með barnaöryggisloki sem hægt er að loka aftur og hana verður að

geyma þar sem börn hvorki ná til né sjá. Sjá ítarlegar leiðbeiningar hér að neðan um hvernig

meðhöndla skuli pakkninguna og taka MAVENCLAD töflurnar. Vertu viss um hversu margar töflur

eru í pakkningunni. Sjá frekari leiðbeiningar í fylgiseðli.

Hafðu vatnsglas tilbúið og gakktu úr skugga um að hendur þínar séu hreinar og þurrar áður en

taflan/töflurnar er/u tekin/teknar.

Taktu öskjuna upp þannig að leiðbeiningar um opnun vísi upp á við.

(1) Opnaðu flipann vinstra megin.

(2) Þrýstu samtímis á hökin á hliðum öskjunnar með vísifingri og þumli og viðhaldu

þrýstingnum á hökin.

(3) Togaðu bakkann út þar til hann stöðvast. Aðvörun: Ekki fjarlægja bakkann úr öskjunni.

Taktu fylgiseðilinn og leiðbeiningarnar úr bakkanum. Gakktu úr skugga um að þú hafir lesið

allan fylgiseðilinn, þar með talið ítarlegu leiðbeiningarnar, og geymdu hann á öruggum stað.

Lyftu þynnupakkningunni með því að þrýsta fingrunum gegnum gatið á bakkanum. Settu

höndina undir þynnupakkninguna og þrýstu 1 eða 2 töflum í höndina, samkvæmt ávísuðum

skammti.

Kyngdu töflunni/unum með vatni. Töflunum þarf að kyngja í heilu lagi og ekki má tyggja þær

eða láta leysast upp í munni. Takmarka skal snertingu við húð. Forðast skal að snerta nef, augu

og aðra líkamshluta.

Þvoðu hendurnar vandlega með sápu og vatni.

Þrýstu bakkanum aftur í öskjuna. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Geymdu töflurnar í þynnupakkningunni fram að næsta skammti. Ekki þrýsta töflunum út úr

þynnupakkninunni. Ekki geyma töflurnar í öðru íláti.