Mamyzin vet.

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Mamyzin vet. Stungulyfsstofn og leysir, dreifa 10.000.000 a.e.
 • Skammtar:
 • 10.000.000 a.e.
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfsstofn og leysir, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Mamyzin vet. Stungulyfsstofn og leysir, dreifa 10.000.000 a.e.
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 421a2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL

Mamyzin

®

vet. 10 g stungulyfsstofn og leysir, dreifa

1.

HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi

Boehringer Ingelheim Vetmedica GmbH

55216 Ingelheim am Rhein

Þýskaland

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt

Lohmann Pharma Herstellung GmbH

27472 Cuxhaven

Þýskaland

2.

HEITI DÝRALYFS

Mamyzin

vet. 10 g stungulyfsstofn og leysir, dreifa.

Penethamathýdrójoðíð.

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

1 hettuglas með þurrefni inniheldur:

Virkt innihaldsefni

: Penethamathýdrójoðíð 10 g.

Hjálparefni

: Lesitín, natríumsítrat, polysorbat 81.

1 hettuglas með leysi inniheldur:

Sæft vatn með methylparahydroxybenzoati (E218).

4.

ÁBENDING(AR)

Meðhöndlun á sýkingum af völdum baktería sem eru næmar fyrir penisillíni, t.d. júgurbólgu,

sýkingum í lungum/öndunarvegi, legbólgu, ígerð í klaufum og í tengslum við meðgöngu og

naflasýkingar.

5.

FRÁBENDINGAR

Ekki má nota Mamyzin vet. handa dýrum með þekkt ofnæmi fyrir penisillíni.

Mamyzin vet. má ekki gefa í bláæð.

6.

AUKAVERKANIR

Ofnæmi getur komið fram. Í einstökum tilvikum hefur komið fram alvarlegt ofnæmi í tengslum við

inndælingu.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum. Þar með er mögulegt að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar og

þekking á aukaverkunum eykst. Leiðbeiningar er að finna á heimasíðu Lyfjastofnunar undir

„Aukaverkanir“.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Nautgripir.

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Skammturinn er 10-20 mg fyrir hvert kg líkamsþunga, endurtekið á 24 klst. fresti. Skammtastærð og

meðferðarlengd getur verið breytileg og er meðal annars háð sjúkdómnum og því hve alvarlegur hann

Skammtar: 15 mg penethamathýdrójoðíð/kg líkamsþunga sem samsvarar 5,6 ml af stungulyfi,

dreifu/100 kg.

Líkamsþungi (kg)

Skammtur (ml/kú)

Skammtur (mg/kg)

37 (1 hettuglas)

Skammtar: 20 mg penethamathýdrójoðíð/kg líkamsþunga sem samsvarar 7,4 ml af stungulyfi,

dreifu/100 kg.

Líkamsþungi (kg)

Skammtur (ml/kú)

Skammtur (mg/kg)

37 (1 hettuglas)

Athugið að vera má að dýralæknirinn hafi ávísað þessu lyfi til annarrar notkunar eða í öðrum

skömmtum en fram kemur í fylgiseðlinum. Fylgið ávallt fyrirmælum dýralæknisins og upplýsingum á

merkimiða apóteksins

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Gefa á lyfið með inndælingu í vöðva eða undir húð.

30 ml af leysi er bætt út í þurrefnið í gegnum gúmmítappann og skal nota til þess sæfða sprautu og nál.

Þannig fást 37,11 ml af fullbúnu, mjólkurhvítu stungulyfi (dreifu), sem inniheldur 269,5 mg

penethamathýdrójoðíð í hverjum ml.

Rétt áður en stungulyfið er gefið skal hrista það kröftuglega.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Mjólk:

96 klukkustundir (4 sólarhringar)

Sláturafurðir:

6 sólarhringar

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum..

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður dýralyfsins.

Fullbúið stungulyf hefur 2 sólarhringa geymsluþol.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund

Lyfið má ekki gefa í bláæð. Lyfið ætti hvorki að gefa nagdýrum né kanínum.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið

Penisillín og cefalosporín geta valdið ofnæmi eftir inndælingu, innöndun, inntöku eða snertingu við

húð. Ofnæmi fyrir penisillínum getur valdið víxlofnæmi fyrir cefalosporínum og öfugt. Ofnæmis-

viðbrögð við þessum efnum geta stundum verið alvarleg.

Meðhöndlaðu ekki þetta lyf ef þú veist að þú ert með ofnæmi eða ef þér hefur verið ráðlagt frá

því að vinna með slík lyf.

Meðhöndlaðu þetta lyf af mikilli varfærni og m.t.t. allra nauðsynlegra varúðarráðstafana til að

forðast útsetningu.

Ef einkenni, t.d. húðútbrot, koma fram eftir útsetningu fyrir lyfinu skal hafa samband við lækni

og sýna honum þessi varnaðarorð. Bólga í andliti, vörum eða augum og öndunarerfiðleikar eru

alvarleg einkenni og kalla á tafarlausa læknisaðstoð.

Ef lyfið kemst fyrir slysni í snertingu við augu skal skola þau tafarlaust með nógu magni af vatni. Ef

lyfið hellist fyrir slysni á húð skal þvo hana tafarlaust með vatni og sápu. Ef sá sem annast lyfjagjöf

sprautar sig með dýralyfinu fyrir slysni, skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða

umbúðir dýralyfsins.

Meðganga og mjólkurgjöf

Nota má dýralyfið á meðgöngu og við mjólkurgjöf.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Farga skal öllum ónotuðum dýralyfjum eða úrgangi vegna dýralyfja í samræmi við gildandi reglur.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Febrúar 2017.

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Pakkningastærð:

Pappaaskja með 10 hettuglösum fyrir inndælingu með 10 g af þurrefni og 10 hettuglösum með 30 ml

af leysi.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354- 535 7000