Lymecycline Actavis

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Lymecycline Actavis Hart hylki 300 mg
 • Skammtar:
 • 300 mg
 • Lyfjaform:
 • Hart hylki
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Lymecycline Actavis Hart hylki 300 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 036149fe-e155-e411-81a6-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Lymecycline Actavis 300 mg hart hylki

Lymecýklín (jafngildir 300 mg af tetracýklíni)

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Lymecycline Actavis og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Lymecycline Actavis

Hvernig nota á Lymecycline Actavis

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Lymecycline Actavis

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Lymecycline Actavis og við hverju það er notað

Lymecycline Actavis tilheyrir flokki lyfja sem kallast tetracýklín sýklalyf.

Lymecycline Actavis er notað til meðferðar við miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum.

Það hindrar vöxt baktería þegar um er að ræða sýkingar svo sem:

Þrymlabólur - sem geta verið svartar eða hvítar og eru oft kallaðar fílapenslar eða

unglingabólur. Lymecycline Actavis ræðst gegn bakteríunum sem eru megin orsök þrymlabóla.

Þessar bakteríur heita

Propionibacterium acnes

. Hafðu samband við lækninn ef ekki er ljóst

hvers vegna lyfinu hefur verið ávísað.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Lymecycline Actavis

Ekki má nota Lymecycline Actavis

ef um er að ræða ofnæmi fyrir lymecýklíni, einhverju öðru tetracýklín sýklalyfi eða einhverju

öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú hefur fengið nýrnasjúkdóm.

ef þú ert barn yngra en 12 ára.

ef þú ert þunguð, ráðgerir að verða þunguð eða ert með barn á brjósti.

ef þú ert að nota altæka retínóíða, þ.m.t. retínóíða til inntöku (þetta eru m.a. sum önnur lyf notuð

við þrymlabólum).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Lymecycline Actavis er notað

ef þú hefur verið með lifrarvandamál

ef þú hefur verið með nýrnavandamál

ef þú ert með rauða úlfa (ofnæmissjúkdóm sem veldur liðverk, húðútbrotum og hita)

ef þú ert með vöðvaslensfár (sjúkdóm sem veldur máttleysi í vöðvum).

Þú skalt forðast beina útsetningu fyrir sólarljósi eða ljósi frá sólbekkjum. Ef óþægindi koma fram í húð

skal hætta notkun lyfsins og leita ráða hjá lækni.

Börn og unglingar

Lymecycline Actavis er ekki ráðlagt til notkunar hjá börnum yngri en 12 ára þar sem það getur valdið

varanlegri mislitun á glerungi tanna og haft áhrif á þroska beina.

Notkun annarra lyfja samhliða Lymecycline Actavis

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Eftirtalin lyf skal ekki taka á sama tíma og Lymecycline Actavis, þar sem þau geta haft áhrif á hversu

vel Lymecycline Actavis virkar. Þessi lyf skal taka a.m.k. tveimur klukkustundum fyrir eða eftir töku

Lymecycline Actavis:

lyf við meltingartruflunum

lyf við magasárum

quinalapríl (við háum blóðþrýstingi)

bætiefni sem innihalda kalsíum, ál, magnesíum, zink eða járn

dídanósín (notað við HIV)

Láttu lækninn vita ef þú notar einhver eftirtalinna:

altæka retínóíða, þ.m.t. retínóíða til inntöku (við þrymlabólum)

segavarnarlyf (er hindra blóðstorknun)

þvagræsilyf (notuð við nýrnasjúkdómum, hjartasjúkdómum eða háum blóðþrýstingi)

Notkun Lymecycline Actavis með mat eða drykk

Frásog Lymecycline Actavis verður ekki fyrir áhrifum af miðlungsmiklu magni af mjólk (t.d. glasi).

Lymecycline Actavis skal ávallt taka með glasi af vatni.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Þú mátt ekki nota Lymecycline Actavis ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti.

Notkun lyfja eins og Lymecycline Actavis getur haft áhrif á eðlilegan vöxt tanna og valdið varanlegri

mislitun.

Akstur og notkun véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Lymecycline Actavis

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára

Miðlungsalvarlegar til alvarlegar þrymlabólur

Venjulegur skammtur er eitt Lymecycline Actavis hylki einu sinni á dag, helst að morgni.

Lymecycline Actavis hylki skal ávallt taka með glasi af vatni, í uppréttri stöðu. Þau skal einnig taka

með léttri máltíð án mjólkurafurða.

Það ræðst af því hve hratt ástandið batnar hve lengi þú þarft að taka Lymecycline Actavis. Þegar um er

að ræða þrymlabólur eru þetta yfirleitt a.m.k. 8 til 12 vikur. Læknirinn getur ákveðið að halda

meðferðinni áfram í að hámarki 6 mánuði.

Börn yngri en 12 ára

Ekki er mælt með notkun Lymecycline Actavis hjá börnum yngri en 12 ára þar sem það getur valdið

varanlegri mislitun glerungs tanna og haft áhrif á þroska beina.

Skert nýrnastarfsemi

Læknirinn getur ákveðið að minnka skammtinn ef um er að ræða skerta nýrnastarfsemi.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að taka Lymecycline Actavis

Ef þú gleymir að taka skammt skalt þú einfaldlega taka hann þegar þú manst eftir því og halda síðan

áfram eins og venjulega, nema tími sé kominn til að taka næsta skammt. Ekki á að tvöfalda skammt til

að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Þú skalt aldrei taka fleiri hylki en læknirinn

ráðleggur.

Ef hætt er að nota Lymecycline Actavis

Þrymlabólur svara sýklalyfjum hægt. Mikilvægt er að þú takir allt Lymecycline Actavis sem læknirinn

ávísaði handa þér. Ef þú hættir of fljótt að taka Lymecycline Actavis geta þrymlabólurnar eða sýkingin

versnað eða komið fram aftur.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef þú finnur fyrir einhverjum eftirtalinna alvarlegra aukaverkana skaltu strax hætta að taka

hylkin og láta lækninn vita eða fara á bráðadeild næsta sjúkrahúss. Þetta á einnig við um

aukaverkanir sem ekki eru taldar upp í þessum fylgiseðli.

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Alvarleg ofnæmisviðbrögð sem valda þrota í andliti, tungu og hálsi sem geta valdið verulegum

öndunarerfiðleikum.

Alvarleg veikindi með mikilli flögnun og þrota í húð, blöðrum á húð, í munni, í augum, á

kynfærum og hita. Húðútbrot með bleikum-rauðum blettum, einkum í lófum og á iljum sem

geta myndað blöðrur.

Lymecycline Actavis getur einnig valdið eftirtöldum aukaverkunum.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að1 af hverjum 10 einstaklingum)

ógleði

kviðverkur

niðurgangur

höfuðverkur

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

sjóntruflanir

sundl

uppköst

gulnun húðar eða augna (gula)

aukið næmi húðar gagnvart sólarljósi

aukin þrýstingur í heila

breytingar á fjölda eða tegundum ákveðinna blóðfruma

verkur ofarlega í kvið

breytingar á sumum blóðprófum (lifrarprófum)

hiti

kláði, útbrot eða ofsakláði

garnabólga

Eftirtaldar aukaverkanir geta komið fram við meðferð með lyfjaflokknum sem Lymecycline Actavis

tilheyrir (tetracýklínum):

bólga eða sár í vélinda sem veldur verk eða kyngingarerfiðleikum eða slæmum brjóstsviða

kyngingarerfiðleikar

brisbólga

lifrarskemmdir

mislitun tanna

bólga eða særindi í tungu, munni, kinnum, tannholdi eða vörum

særindi eða kláði í kynfærum

sveppasýking umhverfis endaþarm eða kynfæri

sýking í ristli

varanlegt sjóntap

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Lymecycline Actavis

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni eða þynnunni á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Lymecycline Actavis inniheldur

Virka innihaldsefnið er lymecýklín. Hvert hylki inniheldur 408 mg af lymecýklíni sem jafngildir

300 mg af tetracýklíni

Önnur innihaldsefni eru vötnuð kísilkvoða, magnesíumsterat, botn hylkis: títantvíoxíð (E171),

gelatín, lok hylkis: indigókarmín (E132), svart járnoxíð (E172), títantvíoxíð (171), gult járnoxíð

(E172), gelatín.

Lýsing á útliti Lymecycline Actavis og pakkningastærðir

Hörð gelatín hylki af stærð 0, blátt lok og hvítur botn.

16, 20, 21, 28, 56 og 100 hylki í ál/ál þynnu.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Actavis Group PTC ehf.

Reykjavikurvegur 78

IS-220 Hafnarfjörður

Ísland

Framleiðandi:

Balkanpharma- Dupnitsa AD

3 Samokovsko Shosse Str.

2600 Dupnitsa

Búlgaría

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Danmörk, Noregur:

Lymecyclin Actavis

Finland,

Lymecycline ratiopharm

Svíþjóð:

Lymecycline Actavis

Bretland:

Lymecycline

Írland:

Lycimor

Ítalía:

Limeciclina Aurobindo

Kýpur:

Mycycline

Pólland:

Damelium

Slóvakía:

Lymesal

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í febrúar 2018.