Losatrix

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Losatrix Filmuhúðuð tafla 100 mg
 • Skammtar:
 • 100 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Losatrix Filmuhúðuð tafla 100 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 61cb42eb-1925-e311-b19c-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Losatrix 25, 50 og 100 mg filmuhúðaðar töflur

losartankalíum

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

1.

Upplýsingar um Losatrix og við hverju það er notað

2.

Áður en byrjað er að nota Losatrix

3.

Hvernig nota á Losatrix

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

5.

Hvernig geyma á Losatrix

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Losatrix og við hverju það er notað

Losartan tilheyrir flokki lyfja sem nefnast angíótensín II viðtakablokkar. Angíótensín II er efni sem er

framleitt í líkamanum og binst við viðtaka í æðum sem veldur því að þær þrengjast. Þetta veldur því að

blóðþrýstingur hækkar. Losartan kemur í veg fyrir að angíótensín II bindist við þessa viðtaka, sem

veldur því að það slaknar á æðunum sem gerir það að verkum að blóðþrýstingurinn lækkar. Losartan

hægir á minnkandi nýrnastarfsemi hjá sjúklingum með háan blóðþrýsting og sykursýki af tegund 2.

Losatrix er notað:

til meðferðar við háum blóðþrýstingi (háþrýstingi).

til að vernda nýru sjúklinga með háþrýsting og sykursýki af tegund 2, þar sem skert

nýrnastarfsemi og prótein í þvagi ≥0,5 g á dag hefur verið staðfest með rannsóknum (ástand þar

sem óeðlilegt magn af próteini er í þvagi).

til meðferðar hjá sjúklingum með háan blóðþrýsting og þykknun á hjartavegg. Sýnt hefur verið

fram á að Losatrix dregur úr hættu á heilablóðfalli („LIFE ábending“).

2.

Áður en byrjað er að nota Losatrix

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

Ekki má nota Losatrix:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir losartani eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef lifrarstarfsemi þín er verulega skert.

ef þú ert komin lengra en 3 mánuði á leið (einnig er betra að forðast Losatrix snemma á

meðgöngu – sjá kafla 2: Meðganga og brjóstagjöf).

ef þú ert með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi og ert á meðferð með blóðþrýstingslækkandi

lyfi sem inniheldur aliskiren.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Losatrix er notað.

Þú verður að segja lækninum frá því ef þú ert (eða gætir orðið) þunguð. Ekki er mælt með notkun

Losatrix snemma á meðgöngu og ekki má nota það ef þú ert komin lengra á leið en 3 mánuði, vegna

þess að það getur valdið barninu alvarlegum skaða ef það er notað á þessu stigi (sjá kafla 2: Meðganga

og brjóstagjöf).

Það er mikilvægt að segja lækninum frá áður en Losatrix er notað:

ef þú ert með sögu um ofsabjúg (þrota í andliti, vörum, hálsi og/eða tungu) (sjá kafla 4

„Hugsanlegar aukaverkanir“).

ef þú hefur verið með mikil uppköst eða niðurgang þannig að líkaminn hefur misst mjög mikinn

vökva og/eða blóðsölt.

ef þú hefur fengið þvagræsilyf (lyf sem auka magn vatns sem skilst út um nýru) eða þú ert á

saltsnauðu fæði sem leiðir til mikils taps á vökva og blóðsöltum úr líkamanum (sjá kafla 3

„Skammtar hjá sérstökum sjúklingahópum“).

ef þú ert með þrengsli í æðum við nýru eða hefur nýlega farið í nýrnaígræðslu.

ef þú ert með skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 2 „Ekki má nota Losatrix“ og kafla 3 „Skammtar

hjá sérstökum sjúklingahópum“).

ef þú ert með hjartabilun með eða án skertrar nýrnastarfsemi eða samhliða lífshættulegum

hjartsláttartruflunum. Gæta þarf sérstakrar varúðar þegar þú færð betablokka á sama tíma.

ef þú ert með sjúkdóm í hjartalokum eða hjartavöðva.

ef þú ert með kransæðasjúkdóm (orsakast af minnkuðu blóðflæði í æðum hjartans) eða sjúkdóm

í heilaæðum (orsakast af minnkuðu blóðflæði í heilanum).

ef þú ert með frumkomið aldósterónheilkenni (safn einkenna sem tengjast aukinni seytingu

nýrnahetta á hormóninu aldósteróni, vegna truflunar í nýrnahettum).

ef þú notar eitthvert af eftirtöldum lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla háan blóðþrýsting:

ACE-hemil (til dæmis enalapril, lisinopril, ramipril) sérstaklega ef þú ert með nýrnakvilla sem

tengjast sykursýki.

aliskiren

Hugsanlegt er að læknirinn rannsaki nýrnastarfsemi, mæli blóðþrýsting og magn blóðsalta (t.d.

kalíums) með reglulegu millibili.

Sjá einnig upplýsingar í kaflanum „Ekki má nota Losatrix“.

Börn og unglingar

Losartankalíum hefur verið rannsakað hjá börnum. Leitið til læknisins ef þörf er á frekari

upplýsingum.

Notkun annarra lyfja samhliða Losatrix

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Gæta skal sérstakrar varúðar ef þú notar eftirtalin lyf meðan á meðferð með Losatrix stendur:

önnur blóðþrýstingslækkandi lyf, vegna þess að þau geta lækkað blóðþrýstinginn enn frekar.

Blóðþrýstingur getur einnig lækkað af völdum eins eða fleiri af eftirtöldum lyfjum/flokkum

lyfja: þríhringlaga þunglyndislyf, geðrofslyf, baclofen, amifostin.

vera má að læknirinn þurfi að breyta skömmtum þessara lyfja og/eða gera aðrar

varúðarráðstafanir: Ef þú notar ACE-hemil eða aliskiren (sjá einnig upplýsingar undir „Ekki má

nota Losatrix“ og „Varnaðarorð og varúðarreglur“)

lyf sem halda í kalíum eða geta hækkað kalíumgildi (t.d. kalíumuppbót, sölt sem innihalda

kalíum, kalíumsparandi lyf eins og sum þvagræsilyf (amilorid, triamteren, spironolacton) eða

heparín).

bólgueyðandi gigtarlyf, svo sem indomethacin, þar með taldir cox-2 hemlar (lyf sem draga úr

bólgu og geta hjálpað til við að lina verki), vegna þess að þau geta dregið úr

blóðþrýstingslækkandi áhrifum losartans.

Ef nýrnastarfsemi þín er skert getur samhliðanotkun þessara lyfja leitt til frekari skerðingar á

nýrnastarfseminni.

Ekki skal nota lyf sem innihalda lithium samhliða losartani nema þú sért undir nánu eftirliti hjá

lækninum. Það gæti þurft að gera sérstakar ráðstafanir (t.d. taka blóðprufur).

Notkun Losatrix með mat eða drykk

Losatrix má taka með eða án matar.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Þú verður að segja lækninum frá því ef þú heldur að þú sért (eða gætir orðið) þunguð. Læknirinn mun

ráðleggja þér að hætta að nota Losatrix áður en þú verður þunguð eða eins fljótt og þú veist af

þunguninni og mun ráðleggja þér að nota annað lyf í stað Losatrix. Ekki er mælt með notkun Losatrix

snemma á meðgöngu og ekki má nota það eftir fyrstu 3 mánuði meðgöngu, vegna þess að það getur

valdið barninu alvarlegum skaða ef það er notað eftir þriðja mánuð meðgöngu.

Brjóstagjöf

Segðu lækninum frá því ef þú ert með barn á brjósti eða ert við það að hefja brjóstagjöf.

Ekki er mælt með notkun Losatrix hjá konum með barn á brjósti og læknirinn getur valið aðra meðferð

fyrir þig ef þú vilt hafa barn á brjósti, sérstaklega ef barnið þitt er nýfætt eða er fyrirburi.

Akstur og notkun véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Ólíklegt er að Losatrix hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Eins og við á um mörg önnur

lyf til meðferðar við háum blóðþrýstingi getur losartan þó valdið sundli eða svefnhöfga hjá sumum.

Ef vart verður við sundl eða svefnhöfga á að leita ráða hjá lækninum áður en reynt er við slíkar

athafnir.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Losatrix inniheldur mjólkursykur (laktósa)

Þetta lyf inniheldur mjólkursykur (laktósa). Ef þú hefur staðfest óþol gegn sykrum skaltu hafa

samband við lækninn áður en þú notar þetta lyf.

3.

Hvernig nota á Losatrix

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn ákveður viðeigandi skammt af Losatrix, byggðan á sjúkdómsástandi þínu og hvort þú notar

önnur lyf. Það er mikilvægt að halda áfram að nota Losatrix svo lengi sem læknirinn gefur fyrirmæli

um, til þess að viðhalda jafnri stjórn á blóðþrýstingnum.

Sjúklingar með háan blóðþrýsting

Meðferð er venjulega hafin með 50 mg af losartani (ein 50 mg Losatrix tafla) einu sinni á dag.

Hámarks blóðþrýstingslækkandi áhrif ættu að nást 3-6 vikum eftir að meðferð er hafin. Hjá sumum

sjúklingum má auka skammt í 100 mg af losartani (tvær 50 mg Losatrix töflur) einu sinni á dag.

Ef þér finnst að áhrif losartans séu of mikil eða of lítil skaltu ræða það við lækninn eða lyfjafræðing.

Fullorðnir sjúklingar með háan blóðþrýsting og sykursýki af tegund 2

Meðferð er venjulega hafin með 50 mg af losartani (ein 50 mg Losatrix tafla) einu sinni á dag.

Síðan má auka skammt í 100 mg af losartani (tvær 50 mg Losatrix töflur) einu sinni á dag, eftir því

hvernig blóðþrýstingurinn bregst við.

Gefa má losartan með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum (t.d. þvagræsilyfjum, kalsíumgangalokum,

alfa- og betablokkum og lyfjum með miðlæga verkun) sem og með insúlíni og öðrum algengum

lyfjum sem lækka blóðsykur (t.d. súlfónýlurealyfjum, glitazónlyfjum og glúkósíðasahemlum).

Skammtar hjá sérstökum sjúklingahópum

Læknirinn getur ráðlagt minni skammt, einkum í upphafi meðferðar hjá tilteknum sjúklingum, svo

sem þeim sem fá meðferð með þvagræsilyfjum í stórum skömmtum, hjá sjúklingum með skerta

lifrarstarfsemi eða hjá sjúklingum eldri en 75 ára. Ekki er mælt með notkun losartans hjá sjúklingum

með verulega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 2: „Ekki má nota Losatrix“).

Notkun handa börnum og unglingum (6 til 18 ára)

Ráðlagður upphafsskammtur hjá sjúklingum sem eru 20-50 kg er 25 mg af Losatrix, einu sinni á dag.

Hjá sjúklingum sem eru þyngri en 50 kg er venjulegur skammtur 50 mg af Losatrix, einu sinni á dag.

Læknirinn getur aukið skammtinn ef ekki næst stjórn á blóðþrýstingi. Losatrix er ekki ráðlagt hjá

börnum yngri en 6 ára.

Einnig er ekki ráðlagt að nota Losatrix hjá börnum með verulega skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Lyfjagjöf

Gleypa á töflurnar með glasi af vatni. Reyndu að taka daglegan skammt á svipuðum tíma á hverjum

degi. Það er mjög mikilvægt að þú haldir áfram að nota Losatrix þar til læknirinn segir þér annað.

Ef tekinn er stærri skammtur af Losatrix en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Einkenni ofskömmtunar eru lágur blóðþrýstingur, aukinn hjartsláttur eða hugsanlega hægari

hjartsláttur.

Ef gleymist að taka Losatrix

Ef þú gleymir að taka skammt af Losatrix, taktu þá næsta skammt eins og venjulega. Ekki á að

tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef þú finnur fyrir eftirfarandi aukaverkunum skaltu hætta að nota Losatrix töflurnar og

segðu

lækninum strax frá því eða farðu á bráðamóttöku á næsta sjúkrahúsi.

Alvarleg ofnæmiseinkenni (útbrot, kláði, þroti í andliti, vörum, munni eða hálsi sem getur leitt til

erfiðleika við kyngingu og öndun).

Þetta er alvarleg en mjög sjaldgæf aukaverkun sem kemur fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum

10.000 sjúklingum en færri en 1 af hverjum 1.000 sjúklingum. Þú gætir þurft á bráðri læknishjálp að

halda eða innlögn á sjúkrahús.

Aukaverkanir lyfja eru flokkaðar á eftirfarandi hátt:

mjög algengar:

geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum

algengar:

geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 einstaklingum

sjaldgæfar:

geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 einstaklingum

mjög sjaldgæfar:

geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 einstaklingum

koma örsjaldan fyrir:

geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 einstaklingum

tíðni ekki þekkt:

ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

Tilkynnt hefur verið um eftirfarandi aukaverkanir af Losatrix:

Algengar:

sundl

svimi

lágur blóðþrýstingur

þróttleysi

þreyta

of lítill sykur í blóði (blóðsykurslækkun)

of mikið kalíum í blóði (blóðkalíumhækkun)

breyting á nýrnastarfsemi, þ.m.t. nýrnabilun

fækkun rauðra blóðkorna (blóðleysi)

hækkun þvagefnis í blóð eða kreatíníns og kalíums í sermi hjá sjúklingum með hjartabilun.

Sjaldgæfar:

svefnhöfgi

höfuðverkur

tilfinning um að hjartað berjist í brjóstinu (hjartsláttarónot)

mikill brjóstverkur (hjartaöng)

lágur blóðþrýstingur (sérstaklega eftir umtalsvert vökvatap líkamans frá æðum t.d. hjá

sjúklingum með alvarlega hjartabilun eða á meðferð með stórum skömmtum af þvagræsilyfjum)

skammtaháð stöðubundin áhrif, eins og þegar lækkaður blóðþrýstingur kemur fram þegar staðið

er upp frá liggjandi eða sitjandi stöðu

mæði (andþyngsli)

hósti

kviðverkur

hægðatregða

niðurgangur

ógleði

uppköst

ofsakláði

kláði

útbrot

staðbundin bólga (bjúgur).

Mjög sjaldgæfar

æðabólga (þar með talið Henoch-Schönlein purpuri)

dofi eða stingir (náladofi)

yfirlið

mjög hraður og óreglulegur hjartsláttur (gáttatitringur), heilablóðfall

bólga í lifur (lifrarbólga)

hækkun á gildum alanínamínótransferasa (ALT) í blóði, sem gengur venjulega til baka þegar

meðferð er hætt.

Tíðni ekki þekkt

fækkun rauðra blóðkorna (blóðleysi)

fækkun blóðflagna

mígreni

breyting á bragðskyni

hringingar, suð, hvellir eða smellir í eyrum (eyrnasuð)

þunglyndi

almenn vanlíðan (lasleiki)

frávik í lifrarstarfsemi

vöðva- og liðverkir

óútskýrðir vöðvaverkir með dökku (te-lituðu) þvagi (rákvöðvalýsa)

aukið næmi fyrir sól (ljósnæmi)

getuleysi

bólga í brisi (brisbólga)

lágt natríumgildi í blóði (blóðnatríumlækkun)

flensulík einkenni

bakverkur

þvagfærasýking.

Aukaverkanir hjá börnum eru svipaðar og hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Losatrix

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Losatrix inniheldur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25, 50 eða 100 mg af virka efninu, losartankalíum.

Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni

:

laktósaeinhýdrat, örkristallaður sellulósi (E460a), forhleypt sterkja, magnesíum-

sterat (E572)

Filmuhúð: pólývínýlalkóhól (vatnsrofið að hluta), títantvíoxið (E171), makrógól, talkúm.

Lýsing á útliti Losatrix og pakkningastærðir

Losatrix 25 mg töflur eru hvítar, ávalar, lítillega bognar filmuhúðaðar töflur, ígreyptar með „2“,

deiliskoru og „5“ á annarri hliðinni og deiliskoru á hinni hliðinni.

Losatrix 50 mg töflur eru hvítar, ávalar, lítillega bognar filmuhúðaðar töflur, ígreyptar með „50“ á

annarri hliðinni og deiliskoru á hinni hliðinni.

Losatrix 100 mg töflur eru hvítar, ávalar, lítillega bognar filmuhúðaðar töflur, ígreyptar með „100“ á

annarri hliðinni og deiliskoru á hinni hliðinni.

Töflunum er pakkað í hvítar gegnsæjar PVC/PVdC/Álþynnur eða hvítar gegnsæjar PVC/PE/PVdC/Ál-

þynnur eða OPA/Ál/PVC/Álþynnur

HDPE glös með pólýprópýlenskrúftappa með barnaöryggisloki og þurrkhylki.

Pakkningastærðir

Losatrix 25 mg filmuhúðaðar töflur: 1, 14, 20, 28, 30, 56, 60, 90, 98 og 100 filmuhúðaðar töflur.

Pakkningar fyrir sjúkrahús með 50 (50x1) filmuhúðuðum töflum.

HDPE glös með pólýprópýlenskrúftappa með barnaöryggisloki og þurrkhylki: 30, 100 og

250 filmuhúðaðar töflur.

Losatrix 50 mg filmuhúðaðar töflur: 1, 14, 20, 28, 30, 56, 60, 90, 98, 100, 105 og 120 filmuhúðaðar

töflur. Pakkningar fyrir sjúkrahús með 50 (50x1) og 280 (10x28) filmuhúðuðum töflum.

HDPE glös með pólýprópýlenskrúftappa með barnaöryggisloki og þurrkhylki: 30, 100 og

250 filmuhúðaðar töflur.

Losatrix 100 mg filmuhúðaðar töflur: 1, 14, 20, 28, 30, 56, 60, 90, 98, 100, 105 og 120 filmuhúðaðar

töflur. Pakkningar fyrir sjúkrahús með 50 (50x1) og 280 (10x28) filmuhúðuðum töflum.

HDPE glös með pólýprópýlenskrúftappa með barnaöryggisloki og þurrkhylki: 30, 100 og

250 filmuhúðaðar töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

ratiopharm GmbH

Graf-Arco Strasse 3

89079 Ulm

Þýskaland

Framleiðendur

Teva UK Ltd., Brampton Road, Hampden Park Eastbourne, East Sussex BN22 9AG, England.

Pharmachemie B.V., Swensweg 5, Haarlem, Holland.

Teva Pharmaceutical Works Private Limited Company, Pallagi út 13, H-4042 Debrecen,

Ungverjaland.

Teva Pharmaceutical Works Private Limited Company, Táncsics Mihály út 82, H-2100 Gödöllö,

Ungverjaland.

Teva Czech Industries s,r.o, Ostravska 29/305, 747 70 Opava-Komarov, Tékkland.

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

Alvogen ehf.

Sæmundargötu 15-19

101 Reykjavík

Ísland

Sími: 522 2900

Netfang: info@alvogen.is

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.