Locoid

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Locoid Húðlausn 1 mg/ml
 • Skammtar:
 • 1 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Húðlausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Locoid Húðlausn 1 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • c3192244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL

Locoid

®

0,1% húðlausn

Hýdrókortisónbútýrat.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Læknirinn hefur ávísað Locoid til persónulegra nota. Því skal ekki gefa lyfið öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli

eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum:

Verkun og notkun

Mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en Locoid er notað

Hvernig nota á Locoid

Aukaverkanir

Geymsla

Aðrar upplýsingar

1.

Verkun og notkun

Locoid inniheldur hýdrókortisónbútýrat.

Hýdrókortisónbútýrat er nýrnahettubarkarhormón (steri), sem dregur úr ertingu í húð.

Locoid er til meðferðar á exemi, ertingu í húð og sóra (psoriasis).

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en Locoid er notað

Ekki má nota Locoid ef:

þú ert með ofnæmi fyrir hýdrókortisónbútýrat eða einhverju öðru innihaldsefni Locoid.

þú ert með sýkingu í húð af völdum baktería eða sveppa, nema að hún sé meðhöndluð samtímis.

Ekki má nota Locoid við:

veirusjúkdóm sem veldur útbrotum á húð t.d. frunsa, ristill eða hlaupabóla.

rósroða, sem er húðsjúkdómur í andliti, sem veldur æðaútvíkkun og roða.

exemi eða húðertingu í húðinni í kringum munninn.

Sérstakar varúðarreglur

Ef bati kemur ekki fram eftir stutta notkun húðlausnarinnar, getur verið að um bakteríu- eða

sveppasýkingu sé að ræða. Ráðfærðu þig við lækninn.

Ekki má nota húðlausnina lengur en læknirinn hefur ráðlagt.

Eftir langvarandi notkun má ekki hætta notkun húðlausnarinnar skyndilega, þar sem sjúkdómurinn

getur þá blossað upp að nýju. Ráðfærðu þig við lækninn.

Aðeins má nota húðlausnina í andlit, ef læknir hefur ráðlagt það. Gætið þess að húðlausnin berist

ekki í augu.

Ekki setja plástur á meðferðarsvæðið, ef það er lokað með umbúðum eða á einhvern hátt þakið,

eykst hættan á aukaverkunum. Ráðfærðu þig við lækninn.

Framleiðsla hormóna í nýrnahettum getur minnkað, þegar Locoid er notað. Segðu lækninum frá

því að þú notir Locoid ef þú færð alvarlega bólgu, verður fyrir áfalli eða gengst undir uppskurð.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig þau

sem fengin eru án lyfseðils, keypt í útlöndum, náttúrulyf sem og sterk vítamín og steinefni.

Ekki er vitað til þess að samtímis notkun Locoid og annarra lyfja hafi skapað vandamál.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga

Nota má Locoid á meðgöngu, samkvæmt fyrirmælum læknis.

Brjóstagjöf

Konur með barn á brjósti mega nota Locoid.

Ef kremið er borið á brjóst eða geirvörtur, skal þvo kremið af áður en barn er lagt á brjóst.

Akstur og notkun véla

Locoid hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Locoid

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Skammtar eru einstaklingsbundnir. Ef þú ert ekki

viss um hvernig nota á lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skömmtun

Fullorðnir:

Locoid á að bera á í þunnu lagi 1-2 sinnum á dag á sjúkt húðsvæði.

Eftir að húðlausnin hefur verið borin á, á að þvo hendur vandlega, nema það séu hendurnar sem er

verið að meðhöndla.

Varist að húðlausnin berist í augu.

Notið húðlausnina ekki í lengri tíma en læknirinn hefur sagt til um.

Börn:

Fylgið fyrirmælum læknisins.

Hvorki skal breyta skömmtum né hætta meðferðinni nema að höfðu samráði við lækni. Húðsjúkdómurinn

getur blossað upp að nýju/versnað ef meðferð er hætt skyndilega, sérstaklega ef Locoid hefur verið notað í

lengri tíma.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Vanlíðan vegna ofskömmtunar kemur venjulega eingöngu fram ef þú hefur notað Locoid á stór húðsvæði í

langan tíma.

Ef gleymist að nota Locoid

Notið Locoid um leið og eftir því er munað.

4.

Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Locoid valdið aukaverkunum, það gerist þó ekki hjá öllum.

Þú skalt eingöngu nota Locoid í húðfellingar, á stór húðsvæði eða hylja meðhöndlaða húð undir lokuðum

umbúðum samkvæmt ráðleggingum læknis, þar sem það getur aukið hættuna á aukaverkunum. Þetta á

einnig við um endurtekna notkun eða langtíma meðferð.

Alvarlegar aukaverkanir

Mjög sjaldgæfar – koma örsjaldan fyrir (koma fram hjá færra en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Minnkuð framleiðsla hormóna í nýrnahettuberki, sjá sérstakar varúðarreglur.

Ofnæmi.

Ekki alvarlegar aukaverkanir

Mjög sjaldgæfar (koma fram hjá 1-10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Húðþynning, (þunn húð sem springur auðveldlega)

Útvíkkun háræða í húðinni, með roða og bólgu. Smáblæðingar í húð. Ljósar rákir í húð. Breyting

á litarefni húðar (ljósir blettir).

Erting eða bólga í húðinni umhverfis munn eða á öðrum stöðum. Húðroði, bólur (acne):

Snertiexem.

Skeggvöxtur: Þunn mjúk hár í andliti, á líkama sem og höndum og fótum.

Roði og bólga, sérstaklega á nefi, kinnum og enni.

Húðsjúkdómurinn kemur aftur eða verður verri þegar meðferð er hætt.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem

gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við

að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

Gera skal lækni eða lyfjafræðingi viðvart ef aukaverkanir eru viðvarandi og valda verulegum óþægindum.

Vera má að veita þurfi meðferð við sumum aukaverkunum.

5.

Geymsla

Geymið Locoid þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið Locoid ekki við hærri hita en 25°C.

Ekki má nota Locoid eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðum.

Eftir að flaskan er opnuð skal nota hana innan 8 vikna. Það getur verið hjálplegt að skrifa dagsetninguna

þegar þú opnar flöskuna í þar til gerðan reit á öskjunni.

Skilið gömlum eða ónotuðum lyfjum í apótek til förgunar. Ekki fleygja lyfjum í skólplagnir eða

heimilissorp.

6.

Aðrar upplýsingar

Locoid inniheldur:

Virka innihaldsefnið er hýdrókortisónbútýrat. 1 g af húðlausn inniheldur 1 mg

hýdrókortisónbútýrat.

Önnur innihaldsefni eru glýceról, póvídon K90, vatnsfrítt natróumsítrat, vatnsfrí sítrónusýra,

isoprópýlalkóhól og hreinsað vatn.

Útlit og pakkningastærðir:

Útlit: Tær litlaus lausn.

Pakkningastærðir: 30 ml og 100 ml flöskur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir verði markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi:

Handhafi markaðsleyfis

LEO Pharma A/S

Industriparken 55

DK-2750 Ballerup

Danmörk.

Framleiðandi:

Astellas Pharma Europe B.V.

Sylviusweg 62

2333 BE Leiden

Holland.

eða

Temmler Italia S.R.L.

Via delle Industrie 2

20061 Carugate (MI)

Ítalía

Umboð á Íslandi:

Vistor hf.

sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í september 2016.