Livostin

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Livostin Nefúði, dreifa 0,5 mg/ml
 • Skammtar:
 • 0,5 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Nefúði, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Livostin Nefúði, dreifa 0,5 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • bb192244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Livostin 50 míkróg/úðaskammt nefúði, dreifa

levokabastin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Þetta lyf er fáanlegt án lyfseðils. Engu að síður er nauðsynlegt að nota Livostin nefúða á réttan hátt til

að ná sem bestum árangri.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Livostin nefúða og við hverju hann er notaður

Áður en byrjað er að nota Livostin nefúða

Hvernig nota á Livostin nefúða

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Livostin nefúða

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Livostin nefúða og við hverju hann er notaður

Livostin nefúði er notaður við ofnæmisnefbólgu, sem einnig kallast nefslímubólga, en hún getur valdið

nefstíflu, kláða og/eða nefrennsli. Livostin nefúði er notaður við ofnæmi af völdum frjókorna eða

annarra loftborinna ofnæmisvalda frá t.d. gæludýrum, ryki eða myglu/sveppagróum.

Livostin nefúði hindrar áhrif histamins í nefi . Histamin er efni sem losnar í vefjum líkamans í

tengslum við ofnæmisviðbrögð og það getur t.d. valdið nefrennsli, nefstíflu og kláða í nefi. Verkun

Livostin hefst innan 15 mínútna.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Livostin nefúða

Ekki má nota Livostin nefúða:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir levokabastini eða einhverju öðru innihaldsefni Livostin nefúða.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú notar Livostin nefúða ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi.

Notkun annarra lyfja samhliða Livostin nefúða

Bólgueyðandi lyfið oxýmetazólin, getur stundum dregið úr verkun Livostin nefúða.

Meðganga og brjóstagjöf

Þungaðar konur og konur með barn á brjósti mega nota Livostin nefúða.

Akstur og notkun véla

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Ráðlagt er að gæta varúðar ef vart verður við þreytu.

Livostin nefúði inniheldur

benzalkoníumklóríð

Livostin nefúði inniheldur rotvarnarefnið benzalkoníumklóríð og própýlenglýkól sem geta valdið

ertingu í húð.

3.

Hvernig nota á Livostin nefúða

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn hefur mælt

fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur handa fullorðnum og börnum er 2 úðaskammtar í hvora nös 2 sinnum á dag.

Halda skal meðferðinni áfram svo lengi sem ofnæmið veldur óþægindum í nefi.

Læknirinn getur ávísað lyfinu í öðrum skömmtum. Hafið samband við lækni ef lyfið er ekki farið að

verka innan nokkurra daga.

Hjá börnum skal læknir fyrst greina óþægindin til að tryggja að þau tengist ofnæmi.

Notkunarleiðbeiningar

Fyrst á að snýta sér.

Hristið flöskuna og fjarlægið síðan hlífðarhettuna.

Fyrir fyrstu notkun á að úða nokkrum sinnum út í loftið þar til fínn úði fæst.

Haldið úðaflöskunni eins og myndin sýnir. Hallið höfðinu lítið eitt fram. Lokið annarri nösinni

með fingri og úðið í hina nösina.

Úðið 2 sinnum og andið samtímis dálitlu lofti inn í gegnum nösina. Endurtakið þetta við hina

nösina.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Livostin valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mjög algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 notendum)

: Höfuðverkur.

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 100 notendum)

: Ógleði, þreyta, verkur,

skútabólga (bólga í ennis- og kinnholum), sundl, syfja, verkur í koki, blóðnasir og hósti.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 100 notendum)

: Bjúgur á augnloki,

almenn lasleikatilfinning og erting, verkur og þurrkur í slímhúð í nefi, í tengslum við notkun nefúðans.

Hjartsláttarónot. Ofnæmisviðbrögð, öndunarerfiðleikar, berkjukrampi, nefstífla og óþægindi í nefi.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 1.000 notendum)

: Aukinn

hjartsláttur, sviðatilfinning og óþægindi í tengslum við notkun nefúðans og bjúgur í slímhúð í nefi.

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

: Alvarleg ofnæmisviðbrögð

(bráðaofnæmi).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Livostin nefúða

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Livostin nefúða eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Livostin nefúði inniheldur

Virka innihaldsefnið er levokabastinhýdróklóríð, samsvarandi 50 míkróg

levokabastin/úðaskammt.

Önnur innihaldsefni eru própýlenglýkól, pólýsorbat 80, natríumtvíhýdrógenfosfat, tvínatríum-

hýdrógenfosfat, tvínatríumedetat, hýprómellósa, rotvarnarefni (benzalkoníumklóríð) og hreinsað

vatn.

Lýsing á útliti Livostin nefúða og pakkningastærðir

Hvít dreifa.

Án lyfseðils: 150 skammtar (15 ml plastflaska með úðastút).

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

McNeil Sweden AB, Solna, Svíþjóð

Framleiðandi

Janssen

Pharmaceutica NV, Beerse, Belgía

Umboð á Íslandi

Vistor hf. Sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2017.