Livostin

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Livostin Augndropar, dreifa 0,5 mg/ml
 • Skammtar:
 • 0,5 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Augndropar, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Livostin Augndropar, dreifa 0,5 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • ba192244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Livostin 0,5 mg/ml augndropar, dreifa

levokabastin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Þetta lyf er fáanlegt án lyfseðils. Engu að síður er nauðsynlegt að nota Livostin augndropa á réttan

hátt til að ná sem bestum árangri.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Livostin augndropa og við hverju þeir eru notaðir

Áður en byrjað er að nota Livostin augndropa

Hvernig nota á Livostin augndropa

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Livostin augndropa

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Livostin augndropa og við hverju þeir eru notaðir

Livostin augndropar eru notaðir við ofnæmisóþægindum eins og augnroða, þrota í augum, rennsli úr

augum og augnkláða. Livostin augndropar eru notaðir við ofnæmi af völdum frjókorna eða annarra

loftborinna ofnæmisvalda frá t.d. gæludýrum, ryki eða myglu/sveppagróum.

Livostin vinnur gegn ofnæmi með því að hindra áhrif histamins. Það er histamin sem veldur roða,

þrota, kláða og rennsli úr augum. Verkun Livostin hefst innan 15 mínútna.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Livostin augndropa

Ekki má nota Livostin augndropa:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir levokabastini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi.

Meðganga og brjóstagjöf

Þungaðar konur og konur með barn á brjósti mega nota Livostin augndropa.

Akstur og notkun véla

Livostin getur valdið augnertingu, verk í auga, bólgu í auga, kláða í auga, roða í auga, sviða í augum,

tárarennsli og þokusýn. Gæta skal varúðar við akstur og notkunar véla eftir notkun Livostin

augndropa.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Livostin augndropar innihalda

benzalkoníumklóríð

Livostin augndropar innihalda rotvarnarefnið benzalkoníumklóríð sem getur valdið ertingu í augum

og mislitað mjúkar augnlinsur. Því má ekki að nota mjúkar augnlinsur samtímis notkun Livostin

augndropa. Ef nauðsynlegt er fyrir þig að nota mjúkar augnlinsur skaltu fjarlægja þær fyrir notkun

augndropanna og bíða síðan í 15 mínútur eftir notkun þeirra, áður en þú setur linsurnar aftur á augun.

3.

Hvernig nota á Livostin augndropa

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn hefur mælt

fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Lyfið er fáanlegt án lyfseðils til meðferðar við ofnæmi og venjulegur skammtur fyrir fullorðna og börn

með vægt til í meðallagi mikið frjókornaofnæmi er 1 dropi í hvort auga 2 sinnum á dag. Ef þörf krefur

má gefa skammtinn allt að 4 sinnum á dag. Halda á meðferðinni áfram svo lengi sem

ofnæmisóþægindi eru í auganu. Hafðu samband við lækni ef verkun lyfsins kemur ekki fram innan

nokkurra daga eða ef þú þarft að nota augndropana lengur en samfleytt í 1 mánuð í fyrsta skiptið sem

þú notar Livostin augndropa.

Eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin má ekki nota innihaldið lengur en í einn mánuð.

Notkunarleiðbeiningar

Hristið dropaglasið vel og skrúfið tappann af.

Fjarlægið hringinn af dropaglasinu þegar það er opnað í fyrsta sinn.

Hallið höfðinu aftur.

Þrýstið á botn dropaglassins og dreypið einum dropa varlega í augnkrókinn. Blikkið auganu um

leið og neðra augnlokið er dregið niður, til að dropinn dreifist yfir allt augað.

Með sama hætti skal gefa lyfið í hitt augað.

Til að koma í veg fyrir mengun augndropanna á að forðast að dropaglasið snerti augun.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 100 notendum)

: Óþægindi í augum, eins

og verkur og þokusýn. Óþægindi í augum í tengslum við dreypingu augndropanna í augun: bruna-

/sviðatilfinning og erting.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 100 notendum)

: Bjúgur á augnloki.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 notendum)

Óþægindi í augum í tengslum við dreypingu augndropanna í augun: verkur, bjúgur, roði, kláði,

tárarennsli og þokusýn.

Bólga, bjúgur ásamt roða í auga. Hvarmabólga.

Höfuðverkur.

Hjartsláttarónot.

Ofnæmisviðbrögð, snertihúðbólga og ofsakláði. Hættu að nota augndropana og hafðu tafarlaust

samband við lækni, ef þú færð eftirfarandi einkenni (ofnæmisbjúg): bjúg í andliti, tungu eða koki,

kyngingarerfiðleika eða útbrot sem fylgir ofsakláði og öndunarerfiðleika.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir

beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is.

Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til

við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Livostin augndropa

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Órofna pakkningu á að nota fyrir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Rofna pakkningu má ekki nota lengur en í einn mánuð.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Livostin augndropar innihalda

Virka innihaldsefnið er levokabastinhýdróklóríð, samsvarandi 0,5 mg levokabastin/ml.

Önnur innihaldsefni eru própýlenglýkól, pólýsorbat 80, natríumtvíhýdrógenfosfat, tvínatríum-

hýdrógenfosfat, tvínatríumedetat, hýprómellósi, benzalkoníumklóríð 0,15 mg/ml (rotvarnarefni)

og vatn.

Lýsing á útliti Livostin augndropa og pakkningastærðir

Hvít dreifa.

Án lyfseðils: Plastflaska sem inniheldur 4 ml.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

McNeil Sweden AB

Solna, Svíþjóð

Framleiðandi

Famar S.A., Aþena, Grikkland

Umboð á Íslandi

Vistor hf. Sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2016.