Lidokain Mylan

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Lidokain Mylan Stungulyf, lausn 20 mg/ml
 • Skammtar:
 • 20 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Lidokain Mylan Stungulyf, lausn 20 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 8c192244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Lidokain Mylan stungulyf, lausn 10 mg/ml and 20 mg/ml

Lidokain hýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að gefa lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings

eða hjúkrunarfræðingsins

ef þörf er á frekari

upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing

eða hjúkrunarfræðinginn

vita um allar aukaverkanir. Þetta

gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Lidokain Mylan

og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að

nota

Lidokain Mylan

Hvernig nota á Lidokain Mylan

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Lidokain Mylan

Pakkningar og

aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Lidokain Mylan

og við hverju það er notað

Lidokain

Mylan

er

staðdeyfilyf.

Það

veldur

tapi

tilfinningu

eða

snertiskyni

einum

líkamshluta.

Lidokain Mylan er notað til að deyfa taugar

í fingrum, tám, eyrum, nefi eða getnaðarlim

sem leiða til þess svæðis þar sem aðgerð á að fara fram.

2.

Áður en byrjað er að nota Lidokain Mylan

Ekki má nota Lidokain Mylan:

Ef þú ert með ofnæmi fyrir lidokainhýdróklóríði eða öðrum staðdeyfilyfjum sem líkjast

lidokaini eða einhverju öðru innihaldsefni þessa lyfs.

Lista yfir innihaldsefni er að finna í kafla 6 í þessum fylgiseðli.

Ofnæmisviðbrögð kunna að koma fram sem útbrot, kláði, þroti í andliti eða vörum eða

Mæði

Ef ofnæmi fyrir metýl og/eða própýl parahýdroxýbenzóati (metýl-/própýl paraben) eða para

amínó benzósýru (PABA).

Ef þú ert í losti

þú ert með rof í leiðslukerfi hjartans

þú ert með sýkingu á stungustað (ef þú færð utanbasts- eða mænudeyfingu).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Lidokain Mylan ef þú:

þjáist af hjartasjúkdómi

ert með rof í leiðslukerfi hjartans (rafleiðnikvillar)

ert með framgenginn lifrarsjúkdóm eða alvarlegan nýrnakvilla

ert öldruð/aldraður eða með heilsubrest

færð meðferð með lyfjum við hjartsláttartruflunum, svo sem amíódaróni (eftirlit verður haft

með þér)

færð Lidokain Mylan í auga þar sem tímabundin eða viðvarandi aukaverkanir geta í fáum

tilvikum komið fram

færð Lidokain Mylan sem utanbastsdeyfingu (inndæling í bak) þar sem deyfing mikilvægra

tauga getur valdið alvarlegum aukaverkunum

Börn þurfa minni skammt.

Ræddu við lækninn ef þú telur að eitthvað af ofannefndu kunni að eiga við um þig.

Notkun annarra lyfja samhliða Lidokain Mylan

Látið lækninn, lyfjafræðing

eða hjúkrunarfræðinginn

vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa

nýlega verið notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils. Það getur verið skaðlegt að taka tiltekin

lyf saman. Mundu að ekki er víst að lækninum á sjúkrahúsinu hafi verið gert viðvart um að þú hafir

nýlega hafið meðferð við öðrum sjúkdómi.

Láttu lækninn einkum vita ef þú tekur:

önnur staðdeyfilyf

lyf til að ná stjórn á hjartslætti (t.d. amíódarón)

Meðganga, brjóstagjöf

og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða

hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Gögn varðandi mikinn fjölda útsetninga á meðgöngu gefa ekki til kynna neinar aukaverkanir á

fóstur eða nýbura. Ef Lidokain Mylan er notað til verkjastillingar við fæðingu verður fylgst

vandlega með púlsi fósturs.

Lidokain Mylan skilst út í brjóstamjólk en ekki er búist við neinum áhrifum á brjóstmylking við

meðferðarskammta af Lidocaine Mylan.

Nota má Lidokain Mylan meðan á brjóstagjöf stendur.

Akstur og notkun véla

Ekki aka eða nota tæki eða vélar þar sem Lidokain Mylan kann að trufla hæfni til að stunda slíkt á

öruggan hátt. Spyrðu lækninn hvenær þér sé óhætt að hefja slíkt að nýju.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Lidokain Mylan.

Lidokain Mylan inniheldur natríumklóríð. Sjúklingar sem eru á sérfæði sem inniheldur lítið magn

natríums

þurfa

hafa

þetta

huga.

Lidokain

Mylan

inniheldur

einnig

natríum

metýl

parahýdroxíbenzóat,

kann

valda

ofnæmisviðbrögðum

(hugsanlega

seinkomnum)

örsjaldan berkjukrampa.

3.

Hvernig nota á Lidokain Mylan

Þér verður gefið Lidokain Mylan af lækni sem hefur nægilega þekkingu og reynslu hvað varðar

tækni á sviði staðbundinnar deyfingar.

Læknirinn mun ákveða hvaða skammtur henti þér best. Skammturinn mun fara eftir þyngd þinni,

heilsufari, hvaða líkamshluta lyfinu er sprautað í og við hverju lyfið er notað.

Smærri skammtar eru notaðir fyrir aldraða, ung börn og einstaklinga með heilsufarsvandamál.

Þú kannt að fá þetta lyf fyrir minni háttar eða stærri skurðaðgerð eða við fæðingu.

Ef um er að ræða minni háttar skurðaðgerð er inndælingin venjulega gefin nálægt þeim

líkamshluta sem aðgerðin fer fram á. Lyfið kemur í veg fyrir verki og veldur dofa sem hverfur

smátt og smátt þegar aðgerðinni er lokið. Ef um er að ræða stærri skurðaðgerð eða fæðingu er

hugsanlegt að þú fáir inndælingu í bakið (utanbastsdeyfingu) sem tekur nokkrar mínútur.

Þetta kemur í veg fyrir verki og veldur dofa í neðri hluta líkamans sem endist venjulega allt að

3 klst.

Fyrir flestar aðgerðir nægir einn skammtur en gefa má fleiri skammta ef aðgerðin tekur langan

tíma.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er gefinn af Lidokain Mylan

Læknirinn veit hvaða skammt þú átt að fá. Ef þú finnur hins vegar fyrir eftirfarandi einkennum

skaltu láta lækninn eða hjúkrunarfræðing vita tafarlaust:

Náladofi, dofi í tungu, ringl, hljóðnæmi, eyrnasuð, sjóntruflanir eða skjálfti.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Lidokain Mylan valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá

öllum.

Ef

þú

finnur

fyrir

einhverjum

af

eftirfarandi

aukaverkunum

skaltu

hafa

tafarlaust

samband við lækninn:

Skyndilegt más, öndunarerfiðleikar, þroti á augnloki, andliti eða vörum, útbrot eða kláði

(einkum ef um allan líkamann)

krampar

sjóntruflanir

skjálfti

meðvitundarleysi

hjartaáfall (mjög sjaldgæft – hringja skal í sjúkrabíl)

Einnig hefur verið tilkynnt um eftirfarandi aukaverkanir:

Algengar (frá 1 af hverjum 100 til 1 af hverjum 10)

hægur hjartsláttur,

náladofi,

svimi, ógleði,

uppköst,

hár eða lágur blóðþrýstingur (læknirinn getur haft eftirlit með þessu).

Sjaldgæfar (frá 1 af hverjum 1.000 til 1 af hverjum 100)

náladofi kringum munn,

dofi í tungu,

hljóðnæmi,

meðvitundarleysi,

ringl,

eyrnasuð,

sjóntruflanir,

taltruflanir,

krampi

Mjög sjaldgæfar (frá 1 af hverjum 1.000 til 1 af hverjum 10.000)

taugakvilli eða -skaði,

tvísýni,

öndunarerfiðleikar,

ofnæmisviðbrögð,

bráðaofnæmislost

(sjá

einkenni

Ef

þú

finnur

fyrir

einhverjum

af

eftirfarandi

aukaverkunum skaltu hafa tafarlaust samband við lækninn

hér á undan

),

hjartastopp,

afbrigðilegur hjartsláttur,

ástand sem nefnist skúmbólga (bólga í himnunni sem umlykur mænuna)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta

gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að

tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is

. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Lidokain Mylan

Geymið

lyfið

þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Lidokain Mylan eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir

"Fyrnist". Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki skal nota lyfið ef ber á sýnilegum skemmdum.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði má ekki geyma lyfið lengur en í 7 daga við 25°C eftir að

umbúðir eru rofnar. Annar geymslutími eða aðstæður við notkun eru á ábyrgð notanda.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið

ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið

er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Lidokain Mylan

1 ml inniheldur 10 mg eða 20 mg af lidokain hýdróklóríði (sem einhýdrat).

Önnur innihaldsefni eru:

Natríumklóríð

Natríumhýdroxíð/Saltsýra

Natríum metýl-parahýdroxíbenzóat (E219)

Vatn fyrir stungulyf

Útlit Lidokain Mylan og pakkningastærðir:

Lidokain Mylan stungulyf, lausn fæst í gegnsæjum hettuglösum úr gleri með gúmmítöppum.

Pakkningastærð: 5 x 20 ml hettuglas

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi:

Mylan Hospital AS

Sørkedalsveien 10 B

NO-0369 Oslo - Noregur

Framleiðandi:

SALF SpA Laboratorio Farmacologico

Via Marconi, 2

24069 Cenate Sotto, Bergamo - Ítalía

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í september 2015.

<-------------------------------------------------------------------------------------------------------------->

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:>

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa

ekki verið gerðar.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði má ekki geyma lyfið lengur en í 7 daga við 25°C eftir að

umbúðir eru rofnar. Annar geymslutími eða aðstæður við notkun eru á ábyrgð notanda.