Levaxin

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Levaxin Tafla 0, 05 mg
 • Skammtar:
 • 0, 05 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Levaxin Tafla 0,05 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 77192244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Levaxin 50 míkróg töflur

Levaxin 100 míkróg töflur

Levótýroxínnatríum

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Levaxin og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Levaxin

Hvernig nota á Levaxin

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Levaxin

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Levaxin og við hverju það er notað

Levaxin er ætlað til að bæta upp skort á eða koma í stað skjaldkirtilshormóns. Lyfið hefur sömu áhrif

og náttúrulega skjaldkirtilshormónið í líkamanum og er notað gegn of hægum efnaskiptum.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Levaxin

Ekki má nota Levaxin

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef um er að ræða vanstarfsemi í nýrnahettum eða heiladingli.

ef um er að ræða ofstarfsemi í skjaldkirtli (skjaldvakaeitrun).

ef þú ert þunguð og færð samhliðameðferð með skjaldkirtilshamlandi lyfjum (notuð við

meðhöndlun á hröðum efnaskiptum, sjá kaflann um meðgöngu og brjóstagjöf)

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en Levaxin er notað:

ef um er að ræða hjartasjúkdóm

ef um er að ræða sykursýki eða annan hormónasjúkdóm

Mikilvægt er að fylgja vandlega leiðbeiningum um skammta til þess að komast hjá áhrifum

ofskömmtunar.

Notkun annarra lyfja samhliða Levaxin

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Ef lyfið er tekið samhliða eftirfarandi lyfjum getur verkunin breyst:

Bætiefni sem innihalda járn, lyf sem innihalda kalsíum eða lyf sem eru notuð gegn brjóstsviða

eða sýrubakflæði (sýrubindandi lyf). Minnst 2 klst. þurfa að líða milli inntöku þessara lyfja og

inntöku Levaxin.

Sum lyf sem notuð eru til að lækka blóðsykur.

Digitalislyf sem notuð eru gegn hjartasjúkdómum.

Sum lyf sem notuð eru til að lækka kólesteról, t.d. kólestýramín og kólestípól.

Pólýstýrensúlfónat sem notað er gegn of miklu kalíum í blóði.

Blóðþynningarlyf svo sem warfarín.

Sertralín sem notað er gegn þunglyndi.

Sum lyf sem notuð eru í meðferð við hvítblæði t.d. imitaníb.

Rifampicin og rifapentin sem eru sýklalyf notuð við sýkingum

Estrógen (er í sumum getnaðarvarnarlyfjum og lyfjum sem notuð eru sem uppbótarmeðferð við

tíðahvörf).

Klórókín eða proguaníl sem notuð eru gegn malaríu eða við gigtarsjúkdómum.

Sum lyf (t.d. lópinavír og rítonavír) sem notuð eru til meðferðar við HIV.

Sevelamer sem bindur fosfat og minnkar þar með magn fosfats í blóði.

Lyf sem örva lifrarensím t.d. barbitúrsýrur (notuð við flogaveiki og við svæfingu) eða

karbamazepín (notað við flogaveiki, sumum tegundum verkja, geðsveiflum).

Própýltíóúrasíl sem notað er við offramleiðslu týroxíns.

Sykursterar sem notaðir eru við meðferð ofnæmis og bólgu.

Betablokkar sem notaðir eru við meðferð á háum blóðþrýstingi eða hjartasjúkdómum.

Amíódarón sem er notað til að meðhöndla óreglulegan hjartslátt.

Skuggaefni sem innihalda joð.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Skaðleg áhrif á fóstur eru ekki þekkt.

Lyfið skilst út í brjóstamjólk en ekki er líklegt að ráðlagðir skammtar hafi áhrif á barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Ekki er vitað til þess að lyfið hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Levaxin inniheldur laktósa

Levaxin inniheldur laktósa. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður

en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Levaxin

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn ákveður hvaða skammtur hentar þér sérstaklega.

Fyrir ung börn er hægt að að mylja töflurnar út í svolítið vatn (10-15 ml) og þynna svo blönduna með

svolitlu vatni til viðbótar (5-10 ml) og gefa hana svo strax.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að taka Levaxin

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir tengjast yfirleitt háum skömmtum.Við ofskömmtun eða þegar skammtar eru auknir of

hratt getur komið fram óreglulegur eða hraður hjartsláttur, þyngdartap, brjóstverkur, verkir í fótum eða

höndum, niðurgangur, höfuðverkur, skjálfti, aukin svitamyndun, minnkað þol gegn hita, svefnleysi,

eða taugaóstyrkur. Endurtekin ofskömmtun getur valdið alvarlegri einkennum. Mikilvægt er að hafa

tafarlaust samband við lækni ef grunur er um ofskömmtun Levaxins.

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Kvíði, hjartastækkun, versnun á hjartasjúkdómi sem er til staðar, uppköst, tíðaraskanir, roði, sótthiti,

krampar, vöðvaslappleiki.

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum Levaxin, geta komið fram

ofnæmisviðbrögð eins og til dæmis ofsakláði, útbrot, roði, einkenni frá meltingarvegi, sótthiti,

liðverkir og andþyngsli. Ofnæmisviðbrögð geta einnig verið bjúgur í húð og slímhúð í andliti og hálsi

(ofnæmisbjúgur). Komi þetta fyrir skal tafarlaust hafa samband við lækni.

Greint hefur verið frá tímabundinni vanstarfsemi í skjaldkirtli eftir að töku lyfsins er hætt.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Levaxin

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Levaxin inniheldur

Virka innihaldsefnið er levótýroxínnatríum 50 míkróg eða 100 míkróg.

Önnur innihaldsefni eru laktósaeinhýdrat, maíssterkja, gelatín, magnesíumsterat (E 572), talkúm.

Lýsing á útliti Levaxin og pakkningastærðir

Hvítar, kringlóttar töflur með deiliskoru, merktar 50 eða 100.

Markaðsleyfishafi

Takeda Pharma A/S

Dybendal Alle 10

DK-2630 Taastrup

Danmörk.

Framleiðandi

Takeda Pharma Sp. z o.o.

12, Ksiestwa Lowickiego Str.

P-99-420 Lyszkowice

Poland

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í nóvember 2016.