Laxoberal

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Laxoberal Dropar til inntöku, lausn 7,5 mg/ml
 • Skammtar:
 • 7,5 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Dropar til inntöku, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Laxoberal Dropar til inntöku, lausn 7,5 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 48192244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Laxoberal 7,5 mg/ml, dropar til inntöku, lausn

natríumpicosúlfat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingurinn hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan fárra daga.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Laxoberal og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Laxoberal

Hvernig nota á Laxoberal

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Laxoberal

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Laxoberal og við hverju það er notað

Laxoberal er hægðalyf. Það verkar með því að örva þarmahreyfingar og eykur upptöku vatns og

ákveðinna salta í ristlinum. Þetta örvar þarmatæmingu, styttir ferðatímann og gerir hægðir mýkri.

Laxoberal er notað við hægðatregðu sem varað hefur í lengri eða skemmri tíma.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað Laxoberal við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið

er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan fárra daga.

2.

Áður en byrjað er að nota Laxoberal

Ekki má nota Laxoberal

ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríumpicosúlfati eða einhverju öðru innihaldsefni Laxoberal (talin

upp í kafla 6)

ef flutningur fæðu um meltingarveginn stöðvast eða skerðist verulega (t.d. garnaflækja eða

þrengsli í þörmum)

ef þú átt almennt við vökvaskort að stríða þ.e. hefur neytt of lítils vökva í einhvern tíma

ef þú hefur sýkingu í þörmum

ef þú hefur mikla magaverki og ógleði og uppköst fylgja (t.d. botnlangabólga)

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Laxoberal er notað ef þörf er á hægðalyfjum daglega og orsök er

ókunn. Nauðsynlegt er að rannsaka undirliggjandi orsök á daglegri þörf. Laxoberal má aðeins nota

daglega í langan tíma í samráði við lækninn.

Hafa ber í huga að sumir sjúklingar upplifa áreynslu og verki við salernisferðir sem getur valdið sundli

og yfirliði.

Notkun annarra lyfja samhliða Laxoberal

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að vera notuð.

Við notkun stórra skammta af Laxoberal og samhliða notkun vatnslosandi lyfja eða barkstera er hætta

á truflun á saltajafnvægi líkamans.

Truflun á saltajafnvægi líkamans veldur auknum aukaverkunum við notkun dígoxíns (hjartalyf).

Notkun Laxoberal með mat eða drykk

Nota má Laxoberal með eða án matar.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en Laxoberal er notað.

Þú mátt aðeins nota Laxoberal á meðgöngu í samráði við lækninn.

Konur með barn á brjósti mega nota Laxoberal.

Akstur og notkun véla

Laxoberal hefur hvorki áhrif á öryggi við stjórnun véla né hæfni til aksturs.

Vegna kviðverkja sem orsakast af hægðatregðu geta komið fram aukaverkanir eins og sundl og/eða

yfirlið sem geta haft áhrif á hæfni til aksturs og/eða stjórnunar véla. Ef þú finnur fyrir sundli skaltu

forðast að taka þér fyrir hendur eitthvað sem getur verið hættulegt, t.d. akstur eða notkun tækja eða

véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Laxoberal inniheldur sorbitól

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað.

3.

Hvernig nota á Laxoberal

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá

lækninum eða lyfjafræðingi.

Droparnir eru venjulega teknir inn að kvöldi eftir þörfum. Gera má ráð fyrir að lyfið virki

6-12 klukkustundum eftir inntöku.

Ráðlagður skammtur er

Fullorðnir:

Ráðlagt er að byrja á 10 dropum.

Skammtinn má auka í 20 dropa til að koma á reglulegum hægðum. Ekki skal nota stærri skammta.

Til að fá dropa úr flöskunni á að halda flöskunni þannig að dropaskammtarinn snúi niður. Ef lausnin

byrjar ekki strax að dropa skaltu banka varlega á botninn á flöskunni til að koma fyrsta dropanum af

stað.

Börn eiga ekki að nota Laxoberal nema í samráði við lækninn.

Börn eldri en 10 ára:

Ráðlagt er að byrja á 10 dropum.

Skammtinn má auka í 20 dropa til að koma á reglulegum hægðum. Ekki skal nota stærri skammta.

Börn 4-10 ára:

Ráðlagt er að byrja á 5 dropum.

Skammtinn má auka í 10 dropa til að koma á reglulegum hægðum. Ekki skal nota stærri skammta.

Börn yngri en 4 ára:

1 dropi á hver 2 kg líkamsþyngdar, yfirleitt að kvöldi.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Taktu umbúðirnar með.

Niðurgangur, magakrampar og vökvamissir geta verið einkenni ofskömmtunar.

Við langvarandi ofnotkun hægðalyfja hefur sést langvarandi niðurgangur, magaverkir og minnkað

magn kalíums í blóði sem getur valdið vöðvaþreytu og haft áhrif á nýrun t.d. nýrnasteinar og

nýrnaskemmdir.

Ef gleymist að nota Laxoberal

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Þær aukaverkanir sem lýst er hér fyrir neðan hafa komið fyrir hjá sjúklingum sem notað hafa lyfið og

eru taldar upp eftir tíðni sem mjög algengar, algengar, sjaldgæfar eða tíðni ekki þekkt.

Alvarlegar aukaverkanir sem þú eða aðstandendur þínir eiga tafarlaust að bregðast við eru

merktar með

Mjög algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 notendum):

Niðurgangur.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum):

Magakrampar, magaverkir, magaóþægindi.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum):

Sundl, uppköst, ógleði.

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt

Ofnæmisviðbrögð þ.m.t. útbrot (ofsakláði) og bjúgur ásamt húðviðbrögðum. Getur verið alvarlegt.

Hafið samband við lækni. Ef myndast bjúgur í andliti, vörum og tungu getur það verið lífshættulegt.

Hafið samband við 112.

Þar fyrir utan: Yfirlið, húðviðbrögð svo sem kláði og útbrot.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Laxoberal

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Ekki skal nota Laxoberal eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetningin (EXP) er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Laxoberal dropar innihalda:

Virka innihaldsefnið: Natríumpicosúlfat.

Önnur innihaldsefni: Sorbitól (E420), natríumbenzóat (E211), sítrónusýrueinhýdrat, óþynnt

natríumsítrattvíhýdrat og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Laxoberal og pakkningastærðir

Laxoberal dropar er tær litlaus vökvi sem fæst í plastflöskum með dropaskammtara sem innihalda

30 ml.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

sanofi-aventis Norge AS

Pósthólf 133,

1325 Lysaker

Noregur

Framleiðandi

Istituto De Angeli s.r.l.

Reggello, Ítalía

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í október 2017.