Lanzo

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Lanzo Munndreifitafla 15 mg
 • Skammtar:
 • 15 mg
 • Lyfjaform:
 • Munndreifitafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Lanzo Munndreifitafla 15 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 38192244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Lanzo 15 mg munndreifitöflur

Lanzo 30 mg munndreifitöflur

Lansóprazól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Lanzo og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Lanzo

Hvernig nota á Lanzo

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Lanzo

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Lanzo og við hverju það er notað

Virka efnið í Lanzo er lansóprazól, sem er prótónpumpuhemill. Prótónpumpuhemlar minnka sýrumagnið

sem maginn framleiðir.

Læknirinn gæti ávísað Lanzo við eftirfarandi ábendingum:

Meðferð við skeifugarnar- og magasári.

Meðferð við bólgu í vélinda (vegna bakflæðis).

Fyrirbyggjandi meðferð við bólgu í vélinda vegna bakflæðis.

Meðferð við brjóstsviða og súru bakflæði.

Meðferð við sýkingum af völdum bakteríunnar

Helicobacter pylori

, en þá er lyfið gefið samhliða

sýklalyfjameðferð.

Meðferð eða fyrirbyggjandi meðferð við skeifugarnar- eða magasári hjá sjúklingum sem þurfa

viðvarandi meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum (sem notuð eru við verkjum eða bólgu).

Meðferð við Zollinger-Ellison heilkenni.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ef þér líður ekki betur eða ef þú ert verri eftir tvær vikur skaltu tala við lækninn.

2.

Áður en byrjað er að nota Lanzo

Ekki má nota Lanzo

ef um er að ræða ofnæmi fyrir lansóprazóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Vinsamlegast láttu lækninn vita ef þú átt við alvarlegan lifrarsjúkdóm að stríða. Læknirinn gæti þurft að

aðlaga skammtinn.

Læknirinn gæti framkvæmt, eða látið framkvæma, viðbótarrannsókn sem kallast holspeglun til þess að

greina sjúkdóm þinn og/eða útiloka illkynja sjúkdóm.

Ef vart verður við niðurgang meðan á meðferð með Lanzo stendur skal þegar í stað hafa samband við

lækninn, því að Lanzo hefur haft í för með sér dálitla aukningu á sýkingum sem valda niðurgangi.

Ef læknirinn hefur gefið þér Lanzo til viðbótar við önnur lyf (sýklalyf), sem ætluð eru til meðferðar við

sýkingu af völdum

Helicobacter pylori

eða samhliða bólgueyðandi lyfjum við verkjum eða gigt: lestu þá

einnig fylgiseðlana með þeim lyfjum vandlega.

Ef þú notar prótónpumpuhemil eins og Lanzo, sérstaklega í eitt ár eða lengur, getur það aukið hættu á

beinbrotum í mjöðm, úlnlið og hrygg. Láttu lækninn vita ef þú ert með beinþynningu eða ef þú ert að taka

steralyf (sem geta aukið hættu á beinþynningu).

Ef þú tekur Lanzo til langs tíma (lengur en í 1 ár) mun læknirinn að öllum líkindum hafa þig undir

reglulegu eftirliti. Þér ber að tilkynna um öll ný og óvenjuleg einkenni og aðstæður í hvert sinn sem þú

mætir til læknisins.

Leitið ráða hjá lækninum áður en Lanzo er notað ef:

þú ert með lág gildi B

vítamíns eða áhættuþætti fyrir lág gildi B

-vítamíns og færð

langtímameðferð með Lanzo. Eins og við á um öll sýrubindandi lyf getur Lanzo leit til skerts

frásogs B

-vítamíns.

þú átt að fara í ákveðna blóðrannsókn (Chromogranin A).

fram hafa komið húðviðbrögð við notkun lyfs sem hefur svipaða verkun og Lanzo, þ.e. minnkar

magasýru.

Ef þú færð húðútbrot, einkum á húðsvæðum sem sólin nær að skína á, skaltu ræða við lækninn eins fljótt

og þú mögulega getur. Það gæti þurft að stöðva Lanzo meðferðina. Mundu einnig eftir því að nefna það ef

þú hefur fundið öðrum sjúkdómseinkennum eins og liðverkjum.

Notkun annarra lyfja samhliða Lanzo

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Sérstaklega þarf að láta lækninn eða lyfjafræðing vita ef tekin eru lyf sem innihalda einhver af eftirtöldum

virkum efnum, þar sem Lanzo gæti haft áhrif á verkunarmáta slíkra lyfja:

HIV-próteasahemla eins og atazanavír og nelfinavír (notuð sem meðferð við HIV)

metótrexat (notað sem meðferð við sjálfsnæmissjúkdómum og krabbameini)

ketókónazól, ítrakónazól, rífampicín (notuð sem meðferð við sýkingum)

digoxín (notað sem meðferð við hjartavandamálum)

warfarín (notað sem meðferð við blóðtöppum)

teófýllín (notað sem meðferð við astma)

takrólímus (notað sem fyrirbyggjandi meðferð við höfnun eftir ígræðslu)

flúvoxamín (notað sem meðferð við þunglyndi og öðrum geðsjúkdómum)

sýrubindandi lyf (notuð sem meðferð við brjóstsviða eða súru bakflæði)

súkralfat (notað til að lækna sár)

jóhannesarjurt (

Hypericum perforatum

) (notuð sem meðferð við vægu þunglyndi)

Notkun Lanzo með mat eða drykk

Til þess að lyfjameðferðin gefi sem bestan árangur skal taka Lanzo að minnsta kosti 30 mínútum fyrir

mat.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Aukaverkanir á borð við sundl, svima, þreytu og sjóntruflanir koma stundum fram hjá sjúklingum sem

taka Lanzo. Ef vart verður aukaverkana á borð við þær sem hér voru nefndar skal gæta varúðar því að

viðbragðshæfni gæti verið skert.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkunum og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðlinn. Ef þörf er á skal ræða þetta

við lækni eða lyfjafræðing.

Lanzo inniheldur laktósa

Lanzo inniheldur laktósa. Ef læknirinn hefur sagt þér að þú sért með óþol gegn tilteknum sykurtegundum

skaltu hafa samband við hann eða lyfjafræðing áður en þú tekur þetta lyf.

Lanzo inniheldur aspartam. Aspartam er fenýlalaníngjafi og getur því verið skaðlegt fólki með fenýlketón

í þvagi.

3.

Hvernig nota á Lanzo

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Leggið töfluna á tunguna og sjúgið hana varlega. Taflan leysist hratt sundur í munninum og losar frá sér

örkyrnin sem kyngja skal, án þess að tyggja. Einnig má kyngja töflunni heilli með glasi af vatni.

Læknirinn gæti gefið þér fyrirmæli um að taka töfluna með sprautu, ef þú átt í alvarlegum erfiðleikum

með að kyngja.

Fylgja ber eftirfarandi fyrirmælum ef lyfið er gefið með sprautu:

Mikilvægt er að prófa vandlega hvort sprautan sem valin er hentar til lyfjagjafarinnar.

Fjarlægið bulluna úr sprautunni (að minnsta kosti 5 ml sprautu fyrir 15 mg töfluna og 10 ml sprautu

fyrir 30 mg töfluna).

Setjið töfluna ofan í sprautuhólkinn.

Setjið bulluna aftur í sprautuna.

Ef notuð er 15 mg tafla: Dragið 4 ml af kranavatni upp í sprautuna.

Ef notuð er 30 mg tafla: Dragið 10 ml af kranavatni upp í sprautuna.

Snúið sprautunni á hvolf og dragið inn í hana 1 ml til viðbótar af lofti.

Hristið sprautuna varlega í 10-20 sekúndur þar til taflan dreifist í vökvann.

Tæma má innihaldið beint í munninn.

Endurfyllið sprautuna með 2-5 ml af kranavatni og skolið það sem eftir situr í sprautunni í munninn.

Ef Lanzo er tekið einu sinni á dag skal reyna að taka það ávallt á sama tíma dagsins.

Náðst getur bestur árangur ef Lanzo er tekið snemma morguns.

Ef Lanzo er tekið tvisvar á dag ber að taka fyrri skammtinn á morgnana og seinni skammtinn á kvöldin.

Á umbúðirnar eru dagar vikunnar prentaðir til þess að hjálpa notendum að fylgjast með því hvenær lyfið

hefur verið tekið.

Skammturinn af Lanzo veltur á sjúkdómnum sem lyfið er notað við. Venjulegir skammtar af Lanzo fyrir

fullorðna eru gefnir upp hér á eftir. Læknirinn ávísar stundum öðrum skammtastærðum og hann segir þér

hversu lengi meðferðin muni vara.

Meðferð við brjóstsviða og súru bakflæði:

ein 15 mg eða 30 mg munndreifitafla daglega í

4 vikur. Ef einkennin lagast ekki skal láta lækninn vita.

Ef ekki hefur tekist að ráða bót á einkennum innan fjögurra vikna skal hafa samband við lækninn.

Meðferð við skeifugarnarsári:

ein 30 mg munndreifitafla daglega í 2 vikur

Meðferð við magasári:

ein 30 mg munndreifitafla daglega í 4 vikur

Meðferð við bólgu í vélinda (vegna bakflæðis):

ein 30 mg munndreifitafla daglega í 4 vikur

Fyrirbyggjandi langtímameðferð við bólgu í vélinda vegna bakflæðis:

ein 15 mg munndreifitafla

daglega. Læknirinn gæti aðlagað skammtinn í eina 30 mg munndreifitöflu daglega.

Meðferð við sýkingu af völdum Helicobacter pylori:

Venjulegur skammtur er ein 30 mg munndreifitafla

samhliða tveimur mismunandi sýklalyfjum á morgnana og ein 30 mg munndreifitafla samhliða tveimur

mismunandi sýklalyfjum á kvöldin. Meðferðin er venjulega notuð daglega í 7 daga.

Ráðlagðar samsetningar af sýklalyfjum eru:

30 mg Lanzo ásamt 250-500 mg af klaritrómýcíni og 1000 mg af amoxicillíni

30 mg Lanzo ásamt 250 mg af klaritrómýcíni og 400-500 mg af metrónídazóli

Ef ástæða meðferðarinnar við þessari sýkingu er magasár er ólíklegt að sárið taki sig upp, ef vel tekst að

meðhöndla sýkinguna. Til að gefa lyfinu sem best tækifæri til að verka skal taka það á réttum tíma og

ekki

gleyma að taka skammt

Meðferð við skeifugarnar- eða magasári hjá sjúklingum sem þurfa á viðvarandi meðferð með

bólgueyðandi gigtarlyfjum að halda:

ein 30 mg munndreifitafla daglega í 4 vikur.

Fyrirbyggjandi meðferð við skeifugarnar- eða magasári hjá sjúklingum sem þurfa á viðvarandi

meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum að halda:

ein 15 mg munndreifitafla daglega. Læknirinn gæti

aðlagað skammtinn í eina 30 mg munndreifitöflu daglega.

Meðferð við Zollinger-Ellison heilkenni:

Venjulegur skammtur er tvær 30 mg munndreifitöflur einu

sinni á dag til að byrja með. Síðan er tekinn sá skammtur sem læknirinn ákveður að henti þér best, eftir því

hvernig þú svarar meðferðinni með Lanzo.

Notkun handa börnum

Lanzo skal ekki gefa börnum.

Ef notaður er stærri skammtur af Lanzo en mælt er fyrir um

Ef þú tekur meira af Lanzo en mælt var fyrir um skaltu bregðast skjótt við og leita ráðlegginga hjá lækni

eða hafa samband við Eitrunarmiðstöð Landspítala háskólasjúkrahúss í síma 543 2222.

Ef gleymist að taka Lanzo

Ef gleymist að taka skammt skaltu taka hann um leið og þú manst eftir honum, nema næstum sé kominn

tími til að taka næsta skammt. Sé svo komið skal sleppa skammtinum sem gleymdist og taka

munndreifitöflurnar sem eftir eru á hefðbundinn hátt.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp munndreifitöflu sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Lanzo

Ekki má hætta meðferð áður en til stóð þótt einkenni hafi batnað. Vera kann að sjúkdómurinn hafi ekki

læknast fullkomlega og hann gæti tekið sig upp aftur ef lyfjalotan er ekki fullkláruð.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 sjúklingum):

höfuðverkur, sundl

niðurgangur, hægðatregða, magaverkir, velgja eða uppköst, vindgangur, þurrkur eða eymsli í munni

eða kverkum

útbrot í húð, kláði

breytingar á mæligildum í lifrarprófum

þreyta

góðkynja separ í maganum.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 sjúklingum):

þunglyndi

verkir í liðum eða vöðvum

vökvasöfnun í líkamanum eða þroti

breytingar á fjölda blóðfrumna.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 sjúklingum):

hiti

eirðarleysi, sljóleiki, ringl, ofskynjanir, svefnleysi, sjóntruflanir, svimi

breytingar á bragðskyni, lystarleysi, bólga í tungu

húðviðbrögð á borð við sviða eða náladofa, marblettir, roði og óhófleg svitamyndun

ljósnæmi

hárlos

tilfinning um að maurar séu að skríða um húðina (náladofi), skjálfti

blóðleysi (fölvi)

nýrnavandamál

brisbólga

lifrarbólga (getur birst sem gul húð eða augu)

þrútin brjóst hjá karlmönnum, getuleysi

candidasýking (sveppasýking sem getur ráðist á húð eða slímhúðir)

ofnæmisbjúgur; Leita skal læknis samstundis ef vart verður einkenna um ofnæmisbjúg á borð við

þrota í andliti, tungu eða koki, erfiðleika við að kyngja, ofsakláða eða öndunarörðugleika.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000 sjúklingum):

alvarleg ofnæmisviðbrögð, þ.m.t. lost. Einkenni ofnæmisviðbragða geta m.a. verið hiti, útbrot, þroti

og stundum blóðþrýstingsfall

bólga í munni

ristilbólga

breytingar á mæligildum úr prófum á borð við natríum-, kólesteról- og þríglýseríðgildi

mjög alvarleg húðviðbrögð með roða, blöðrumyndun, alvarlegri bólgu og húðtapi

örsjaldan getur Lanzo valdið fækkun hvítra blóðkorna og viðnám gegn sýkingum getur minnkað. Ef

vart verður við sýkingu með einkennum á borð við hita og alvarlega versnun á almennu ástandi, eða

hita með staðbundnum sýkingareinkennum á borð við eymsli í kverkum/koki/munni eða

þvagvandamál, skal leita læknis þegar í stað. Tekin verður blóðprufa til að athuga hugsanlega

fækkun á hvítum blóðkornum (kyrningahrap).

Tíðni ekki þekkt:

ef þú tekur Lanzo lengur en í þrjá mánuði er hugsanlegt að styrkur magnesíums í blóði lækki. Hægt

er að sjá lækkun á magnesíum í blóði sem þreytu, ósjálfráðan vöðvasamdrátt, vistarfirringu,

krampa, sundl, aukin hjartslátt. Ef þú færð eitthvert þessara einkenna skaltu strax láta lækninn vita.

Lág gildi magnesíums geta einnig valdið lækkun á kalíum eða kalsíum í blóði. Læknirinn getur

ákveðið að taka blóðprufu til að fylgjast með gildi magnesíums hjá þér.

rauðir úlfar í húð eða útbrot vegna rauðra úlfa

útbrot, hugsanlega með liðverkjum

ofsjónir

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um

öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Lanzo

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á þynnupakkningunni og öskjunni.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki

um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Lanzo inniheldur

Virka efnið er lansóprazól

Önnur innihaldsefni eru laktósueinhýdrat, örkristölluð sellulósa, magnesíumkarbónat,

hýdroxýprópýlsellulósa með fáum tengihópum, hýdroxýprópýlsellulósa, hyprómellósa, talkúm,

mannitól, metakrýlsýru-etýlasetatblandfjölliða, tvístrað pólýakrýl, makrogól 8000, glýserýleinsterat,

pólýsorbat 80, þríetýlcítrat, vatnsfrí sítrónusýra, krospóvidón, magnesíumsterat, aspartam (E591),

jarðarberjabragðefni, gult járnoxíð (E172), rautt járnoxíð (E172).

Lýsing á útliti Lanzo og pakkningastærðir

Lanzo 15 mg og 30 mg eru hvítar til gulhvítar munndreifitöflur. Hver munndreifitafla inniheldur

appelsínugult til dökkbrúnt magasýruþolið örkyrni.

Lanzo 15 mg er auðkennt „15“ á annarri hlið töflunnar og Lanzo 30 mg er auðkennt „30“ á annarri hlið

töflunnar.

Lanzo munndreifitöflurnar eru með jarðarberjabragði.

Pakkningastærðir eru 14, 28, 56 eða 98 töflur í þynnupakkningu.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Pfizer ApS, Lautrupvang 8, DK-2750 Ballerup, Danmörk.

Umboðsmaður:

Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.

Framleiðandi

Pfizer Ireland Pharmaceuticals, Little Connell, Newbridge, Co. Kildare, Írland.

Pfizer Manufacturing Deutschland GmbH, Betriebsstätte, Freiburg, Mooswaldallee 1, 79090 Freiburg,

Þýskaland.

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Ísland:

LANZO

Írland:

ZOTON, ZOTON FASTAB

Ítalía:

ZOTON

Noregur:

LANZO MELT

Svíþjóð:

LANZO

Bretland:

ZOTON, ZOTON FASTAB

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í apríl 2018.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.