Lanoxin mite

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Lanoxin mite Tafla 62, 5 míkróg
 • Skammtar:
 • 62, 5 míkróg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Lanoxin mite Tafla 62,5 míkróg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 25192244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Lanoxin mite 62,5 míkróg töflur

Digoxín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum

Upplýsingar um Lanoxin mite og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að taka Lanoxin mite

Hvernig nota á Lanoxin mite

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Lanoxin mite

Aðrar upplýsingar

1.

UPPLÝSINGAR UM LANOXIN MITE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Lanoxin mite tilheyrir flokki lyfja sem kallast hjartaglýkósíð. Það eykur samdráttarkraft hjartans og

hægir á hjartslættinum. Lyfið er notað gegn hjartabilun og hjartsláttaróreglu.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA LANOXIN MITE

Ekki má taka Lanoxin mite

ef þú ert með ofnæmi fyrir digoxíni, öðrum hjartaglýkósíðum eða einhverju öðru innihaldsefni

Lanoxin mite.

ef þú ert með ákveðnar tegundir hjartsláttaróreglu. Læknirinn fer yfir sjúkrasögu þína áður en

hann gefur þér Lanoxin mite. Ef þú hefur einhverjar áhyggjur, ræddu þá við lækninn.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Lanoxin mite

Sumir sjúkdómar geta haft áhrif á hversu vel Lanoxin mite hentar þér. Í sumum tilvikum getur verið

aukin hætta á aukaverkunum, sem geta verið alvarlegar. Þú gætir þurft að fara oftar í skoðun eða þurft

minni skammta af Lanoxin mite.

Láttu lækninn vita:

ef þú hefur nýlega fengið hjartaáfall eða ert með sögu um hjartakvilla.

ef þú ert með kvilla í skjaldkirtli.

ef þú átt við mikla öndunarörðugleika að stríða.

ef þú ert með sögu um nýrnasjúkdóm.

Meðan á meðferð með Lanoxin mite stendur getur verið að blóðprufur verði teknar reglulega til að

ganga úr skugga um að allt sé eðlilegt eða til að kanna þéttni digoxíns í blóðinu. Nauðsynlegt getur

reynst að gera breytingar á skömmtum. Þetta er sérstaklega mikilvægt hjá öldruðum sjúklingum og

þeim sem eru með sögu um nýrnasjúkdóm.

Ef tekið verður hjá þér hjartalínurit skaltu láta vita að þú takir Lanoxin mite þar sem það getur haft

áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils. Ýmis önnur lyf og náttúrulyf sem innihalda Jóhannesarjurt geta haft

áhrif á verkun Lanoxin mite, aukið hættuna á aukaverkunum eða gert þær alvarlegri. Eins getur

Lanoxin mite haft áhrif á verkun annarra lyfja.

Ef Lanoxin mite er tekið með mat eða drykk

Lanoxin mite er hægt að taka með flestum mat. Þó skal varast að taka það með mat sem er ríkur af

trefjum, því magn lyfsins sem kemst út í líkamann getur minnkað.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Sumir sem hafa tekið Lanoxin mite hafa fundið fyrir sundli/svima, rugli og sjóntruflunum. Þetta getur

haft áhrif á hæfni til að aka og stjórna vélum á öruggan hátt.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Lanoxin mite

Þetta lyf inniheldur laktósaeinhýdrat (mjólkursykur). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal

hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

3.

HVERNIG NOTA Á LANOXIN MITE

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið

leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn ákvarðar skammt sem hentar þér sérstaklega. Reyndu að taka lyfið á sama tíma dag hvern.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er tekinn

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222)

Ef gleymist að taka Lanoxin mite

Ef skammtur gleymist skaltu taka hann um leið og þú manst og haltu síðan áfram eins og áður. Ekki á

að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Ef fleiri en einn skammtur

gleymist skaltu leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ef hætt er að taka Lanoxin mite

Ekki hætta að taka Lanoxin mite án þess að leita ráða hjá lækninum áður. Ef hætt er skyndilega gæti

hjartasjúkdómurinn versnað. Jafnvel þótt þér líði betur þarftu að halda áfram að taka lyfið til að hjálpa

hjartanu að starfa eðlilega.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Lanoxin mite valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Þekktar aukaverkanir af völdum Lanoxin mite:

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af 10 einstaklingum):

Sundl/svimi, sjóntruflanir (þokusýn eða gulleit sjón)

Breytingar á hjartslætti (of hægur eða óreglulegur hjartsláttur)

Ógleði, uppköst, niðurgangur

Húðútbrot

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af 100 einstaklingum):

Þunglyndi

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af 10.000 einstaklingum):

Fækkun á blóðflögum (getur valdið meiri tilhneigingu til að fá marbletti)

Missir á tengslum við raunveruleikann,

ofskynjanir, sinnuleysi, rugl

Miklir kviðverkir, lystarleysi, höfuðverkur, þreyta, slappleiki og almenn vanlíðan

Alvarlegar hjartsláttartruflanir

Brjóstastækkun hjá karlmönnum við langtímanotkun

Gera skal lækni eða lyfjafræðingi viðvart ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í

þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Þar með er hægt að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar og bæta þannig þekkingu á

aukaverkunum.

Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta einnig tilkynnt aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar.

Leiðbeiningar eru á heimasíðu Lyfjastofnunar (sjá „Aukaverkanir“) www.lyfjastofnun.is

5.

HVERNIG GEYMA Á LANOXIN MITE

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Lanoxin mite

Virka innihaldsefnið er digoxín.

Önnur innihaldsefni eru laktósaeinhýdrat, maíssterkja, oxuð sterkja, hrísgrjónasterkja, póvídón,

magnesíumsterat, indigótín (E312).

Útlit Lanoxin mite og pakkningastærðir

Bláar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, merktar „DO6“ á annarri hliðinni en ómerktar á hinni.

Hvert glerglas inniheldur 100 töflur.

Hver þynnupakkning inniheldur 120 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Aspen Pharma Trading Limited

3016 Lake Drive,

Citywest Business Campus,

Dublin 24, Írland

Framleiðandi:

Aspen Bad Oldesloe GmbH, Bad Oldesloe, Þýskalandi.

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í desember 2014.

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á http://www.serlyfjaskra.is.