Lamisil Once

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Lamisil Once Húðlausn 1 %
 • Skammtar:
 • 1 %
 • Lyfjaform:
 • Húðlausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Lamisil Once Húðlausn 1 %
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 02192244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Lamisil Once húðlausn

Terbínafínhýdróklóríð 10 mg/g

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og lyfjafræðingur hefur

mælt fyrir um

-

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

-

Látið lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4

-

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Lamisil Once og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Lamisil Once

Hvernig nota á Lamisil Once

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Lamisil Once

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Lamisil Once og við hverju það er notað

Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis).

Lamisil Once verkar þannig að það drepur sveppinn sem veldur fótsveppnum. Þegar það er borið á

fótinn skilur það eftir sig litlausa himnu sem helst á húðinni og losar virka efnið inn í húðina.

Hvernig þekkja má fótsvepp (tinea pedis)?

Fótsveppur kemur eingöngu fram á fótum. Hann byrjar oft milli tánna og getur borist á iljar og jarka

fótanna.

Algengasta gerð fótsvepps veldur því að húðin springur eða flagnar, en einnig geta komið fram vægur

þroti, blöðrur eða vessandi sár. Þessu fylgir oft kláða- eða sviðatilfinning. Ef þú ert í vafa hvort þú

þjáist af fótsvepp skaltu ráðfæra þig við lyfjafræðing eða lækni áður en þú notar Lamisil Once.

Læknirinn gæti hafa látið þig fá Lamisil Once við einhverju öðru. Fylgið alltaf leiðbeiningum

læknisins. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga.

2.

Áður en byrjað er að nota Lamisil Once

Ekki má nota Lamisil Once

-

ef um er að ræða ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef þetta á við um þig og má þá ekki nota Lamisil Once.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Lamisil Once er notað.

-

Sjúklingar með þykkildi og áberandi flögnun húðar á iljum og hælum vegna langvarandi

sveppasýkingar skulu ekki nota lyfið. Hafðu samband við lækninn ef þú telur þig vera með þessi

einkenni vegna þess að þú gætir þurft á öðru lyfi að halda.

-

Lamisil Once er einungis til útvortis notkunar. Ekki má nota það á munn eða gleypa.

-

Forðist að lyfið berist í andlit, augu eða á laskaða húð vegna þess að alkóhól getur valdið

ertingu

(eftir útsetningu fyrir sólarljósi eða verulega húðflögnun)

. Ef lyfið berst óvart í augu á

að skola þau vandlega með rennandi vatni. Leitaðu til læknis ef óþægindin hverfa ekki.

-

Geymið þar sem eldur kemst ekki að Lamisil Once þar sem það inniheldur alkóhól.

-

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Börn og unglingar

Börn og unglingar yngri en 18 ára eiga ekki að nota Lamisil Once.

Notkun annarra lyfja samhliða Lamisil Once

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, lyf sem keypt eru í útlöndum,

náttúrulyf, sterk vítamín og steinefni auk fæðubótarefna.

Berið hvorki önnur lyf á né notið aðra meðferð á fæturna (að meðtöldum þeim sem fengin eru án

lyfseðils) samtímis Lamisil Once, húðlausn.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Ef þú ert þunguð máttu ekki nota Lamisil Once nema það sé

greinilega nauðsynlegt og þá í samráði við lækni.

Lamisil Once má ekki nota meðan á brjóstagjöf stendur.

Akstur og notkun véla

Notkun Lamisil Once hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Lamisil Once

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er að bera húðlausnina á í eitt skipti eins og sýnt er hér að neðan

Leiðbeiningar fyrir notkun:

Fullorðnir

-

Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað.

-

Þetta er meðferð þar sem lyfið er einungis borið á einu sinni.

-

Þvoið báða fætur og þurrkið þá vandlega.

-

Þvoið hendur og þurrkið þær.

-

Skrúfið lokið af túpunni.

-

Berið á báða fætur. Notið u.þ.b. hálfa túpuna á hvorn fót eða eins og með þarf til að þekja

húðina. Ljúkið við að bera á annan fótinn áður en hinn er meðhöndlaður.

-

Berið á hvorn fót með fingrunum eins og sýnt er á skýringarmyndum hér fyrir neðan. Berið

lyfið jafnt á húðina milli allra tánna, þá undir og yfir þær. Berið síðan á ilina og jarkana.

-

Ekki má núa eða nudda lausninni inn í húðina.

-

Meðhöndlið hinn fótinn á sama hátt, jafnvel þótt húðin virðist heilbrigð. Þetta tryggir algjöra

eyðingu sveppsins. Fótsveppur gæti verið á hinum fætinum þótt ekki sjáist nein merki um hann.

-

Leyfið lausninni að þorna í 1-2 mínútur þannig að himna myndist áður en farið er í sokka og

skó.

-

Þvoið hendur upp úr heitu vatni og sápu eftir að lyfið hefur verið borið á.

-

Forðist að þvo eða væta fæturna í 24 klukkustundir eftir að Lamisil Once hefur verið borið á.

Þerrið fæturna gætilega eftir varlegan þvott.

-

Berið ekki aðra umferð á húðina.

Hversu oft og hversu lengi þú átt að nota Lamisil Once.

Notið aðeins í eitt skipti. Ekki bera á í annað skiptið.

Lamisil Once fer strax að eyða sveppnum. Himnan, sem myndast, verður til þess að virka efnið fer inn

í húðina þar sem það heldur áfram að verka í nokkra daga. Ástand húðarinnar ætti að fara batnandi

innan nokkurra daga, en það getur tekið húðina allt að 4 vikur að ná fullum bata.

Hafi ekki orðið vart við nein batamerki á einni viku

eftir að Lamisil Once var borið á, skal leita

ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ekki skal nota lyfið aftur

við sama tilviki um fótsvepp, hafi það ekki verkað eftir fyrstu notkun.

Berðu Lamisil Once á báða fætur, jafnvel þótt merki um fótsvepp séu eingöngu sýnileg á öðrum fæti.

Þetta tryggir algjöra eyðingu sveppsins vegna þess hann gæti verið til staðar á öðrum fótsvæðum þótt

ekki sjáist nein merki um hann. Þegar lausnin er borin á fæturna þornar hún fljótt og myndar litlausa

himnu. Í túpunni er nóg af lyfi til að bera á báðar fætur.

Lamisil Once dreifir virka efninu inn í húðina, en þar helst það í nokkra daga og eyðir sveppnum sem

veldur fótsveppasýkingunni. Til þess að árangur verði sem bestur skaltu ekki þvo fætur eða skola af

þeim í 24 klukkustundir eftir að þú hefur borið lyfið á.

Stuðningsmeðferð

Haldið sýkta svæðinu hreinu með því að þvo það reglulega eftir 24 klukkustundir. Þurrkið svæðið

vandlega án þess að nudda það. Reynið að klóra ekki í svæðið þótt það klæi í húðina vegna þess að

það getur valdið frekari skaða og hægt á batanum eða valdið því að sýkingin dreifist. Vegna þess að

fótsveppur er fljótur að dreifast milli manna skaltu nota eigið handklæði og föt og deila þeim ekki með

öðrum. Til að koma í veg fyrir endursýkingu skal þvo föt og handklæði oft.

Börn og unglingar

Má ekki nota hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Ef þú gleypir óvart eitthvað af lyfinu

Ráðfærðu þig við lækni eða bráðamóttöku. Taka þarf tillit til alkóhól innihalds lyfsins.

Hvað ef lyfið fer óvart í andlit eða augu

Skolið andlitið eða augun vandlega með rennandi vatni. Leitaðu til læknis eða bráðamóttöku ef

óþægindin hverfa ekki.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum

10.000 notendum)

: Fólk getur haft ofnæmi fyrir Lamisil Once sem lýsir sér með þrota og verkjum,

húðútbrotum eða kláðaútbrotum.

Ef þú finnur fyrir ofnæmisviðbrögðum eða einhverjum framangreindum einkennum við notkun

Lamisil Once, skaltu fjarlægja himnuna með eðlissviptu alkóhóli (fæst í apótekum), þvo fæturna upp

úr heitu sápuvatni, skola þá og þurrka og leita til læknis eða lyfjafræðings.

Eftirfarandi aukaverkanir hafa einnig komið fram:

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum)

Viðbrögð á meðferðarstað, geta verið húðþurrkur, húðerting eða sviðatilfinning. Þessar aukaverkanir

eru venjulega vægar og tímabundnar.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Lamisil Once

-

Geymið Lamisil Once þar sem börn hvorki ná til né sjá.

-

Ekki skal nota Lamisil Once eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir

EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

-

Geymið Lamisil Once í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

-

Geymið Lamisil Once ekki við hærri hita en 30°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Lamisil Once inniheldur

-

Virka innihaldsefnið er terbínafínhýdróklóríð 10 mg/g.

-

Önnur innihaldsefni eru akrýlöt/oktýlakrýlamíð blandfjölliða, hýdroxýprópýlsellulósi,

meðalkeðju þríglýseríðar og etanól.

Lýsing á útliti Lamisil Once og pakkningastærðir

Útlit

Tær eða aðeins skýjuð (næstum gegnsæ), hlaupkennd lausn.

Pakkningastærðir

4 g.

Markaðsleyfishafi

GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S

Nykær 68

DK-2605 Brøndby

Danmörk.

Framleiðandi

GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S

Nykær 68

DK-2605 Brøndby

Danmörk

Umboð á Íslandi

Artasan ehf

Suðurhrauni 12a

210 Garðabæ.

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Austurríki

Lamisilate Once

Belgía

Lamisil Once

Danmörk

Lamisil Once

Eistland

Lamisil Unidose

Finnland

Lamisil Solo 1 % liuos iholle

Frakkland

Lamisilate Monodose

Grikkland

Lamisil Once

Holland

Lamisil Once

Írland

Lamisil Once

Ísland

Lamisil Once

Ítalía

LAMISILMONO 1% soluzione cutanea

Lettland

Lamisil Unidose

Litháen

Lamisil Unidose 1 % cutaneous solution

Lúxemborg

Lamisil Once

Noregur

Lamisil Once

Portúgal

Lamisil 1

Pólland

Lamisilatt 1

Slóvakía

Lamisil 1

Spánn

LAMIFAST

Svíþjóð

Lamisil Singeldos

Tékkland

Lamisil 1x kožní roztok 1%

Ungverjaland

Lamisil 1

Þýskaland

Lamisil Once

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í janúar 2017.