Lamisil

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Lamisil Krem 1 %
 • Skammtar:
 • 1 %
 • Lyfjaform:
 • Krem
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Lamisil Krem 1 %
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • fc182244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Lamisil krem

Terbínafínhýdróklóríð 10 mg/g

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun

lyfsins.

Þetta lyf er fáanlegt án lyfseðils. Engu að síður er nauðsynlegt að nota Lamisil krem á réttan hátt til að

ná sem bestum árangri.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðum.

-

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki á einni viku.

-

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum

Upplýsingar um Lamisil krem og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Lamisil krem

Hvernig nota á Lamisil krem

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Lamisil krem

Aðrar upplýsingar

1.

UPPLÝSINGAR UM LAMISIL KREM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Lamisil krem er sveppalyf til að meðhöndla húðsýkingar af völdum húðsveppa. Lamisil krem verkar

sem sveppaeyðir, þ.e.a.s. það drepur sveppi.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA LAMISIL KREM

Ekki má nota Lamisil krem

ef þú ert með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni Lamisil krems

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Lamisil krems

Lyfið má ekki gefa börnum yngri en 12 ára þar sem reynsla af notkun í þessum aldurshópi er

takmörkuð.

Lamisil krem er eingöngu til útvortis notkunar.

Lamisil krem getur haft ertandi áhrif á augu. Ef þú færð það óvart í augun skaltu skola þau

vandlega með vatni.

Lamisil krem má ekki nota til að meðhöndla sveppasýkingar í hársverði, skeggi eða nöglum

nema samkvæmt læknisráði.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Þetta á

einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, lyf sem keypt eru í útlöndum, náttúrulyf, vítamín í

stórum skömmtum og steinefni auk fæðubótarefna.

Þú mátt nota Lamisil krem með öðrum lyfjum.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ef þú ert þunguð máttu eingöngu nota Lamisil krem ef brýn nauðsyn er á því þar sem reynsla af

notkun lyfsins á meðgöngu er takmörkuð.

Brjóstagjöf

Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil krem þar sem terbínafín skilst út í brjóstamjólk.

Börn eiga ekki að komast í snertingu við húðsvæði sem eru meðhöndluð með Lamisil kremi.

Akstur og notkun véla

Lamisil krem hefur hvorki áhrif á hæfni til aksturs né notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin hjálparefni:

Lamisil krem inniheldur cetýlalkóhól og sterýlalkóhól sem geta valdið staðbundnum húðviðbrögðum

(t.d. snertihúðbólgu).

3.

HVERNIG NOTA Á LAMISIL KREM

Ef læknir hefur ávísað Lamisil kremi á alltaf að nota lyfið eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert

ekki viss um hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hreinsið og þurrkið sýkta svæðið. Berið kremið á í þunnu lagi. Gætið þess að þekja allt sýkta svæðið.

Þvoið hendur eftir að kremið er borið á til að koma í veg fyrir að sýkingin berist til annarra svæða

líkamans.

Venjulegur skammtur er:

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára:

Meðhöndla á fótsveppi, hringlaga húðsveppasýkingu og hvítsveppasýkingu í húð einu sinni á

sólarhring í eina viku en litbrigðamyglu tvisvar sinnum á sólarhring í eina viku.

Einkennin hverfa gjarnan eftir nokkra daga en það er mikilvægt að klára meðferðina til að fyrirbyggja

að sýkingin taki sig upp aftur. Ef þú sérð engan bata eftir eina viku skaltu hafa samband við lækninn.

Hafðu í huga að nokkrar vikur geta liðið áður en húðin lítur alveg eðlilega út aftur.

Börn

Lamisil krem má eingöngu nota fyrir börn yngri en 12 ára í samráði við lækni.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Ef gleymist að nota Lamisil krem

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Halda á áfram að nota

venjulegan skammt.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Lamisil krem valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Sumir geta verið með ofnæmi fyrir Lamisil kremi, sem getur valdið útbrotum, blöðrumyndun eða

ofsakláða. Tíðni þess er ekki þekkt (ekki er hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Ef þú

finnur fyrir einhverjum einhverjum af þessum einkennum skaltu hætta meðferð og hafa strax samband

við lækninn eða lyfjafræðing.

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sem fá meðferð):

Flögnun húðar, kláði á notkunarstað.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sem fá meðferð):

Sár á húð, hrúðurmyndun, húðkvilli, litabreytingar á húð, hörundsroði, sviðatilfinning í húð, verkir eða

erting á notkunarsvæði.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sem fá meðferð):

Húðþurrkur, snertihúðbólga, húðútbrot. Versnun húðsýkingar. Ef Lamisil berst í augun fyrir slysni

getur það valdið ertingu í augum.

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Útbrot.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Þar með er hægt að tilkynna

aukaverkanir til Lyfjastofnunar og bæta þannig þekkingu á aukaverkunum.

Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta einnig tilkynnt aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar.

Leiðbeiningar eru á heimasíðu Lyfjastofnunar (sjá „Aukaverkanir“) www.lyfjastofnun.is

5.

HVERNIG GEYMA Á LAMISIL KREM

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Lamisil krem eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.

PAKKNINGAR OG AÐRAR UPPLÝSINGAR

Lamisil krem 10 mg/g inniheldur

-

Virka innihaldsefnið er terbínafínhýdróklóríð 10 mg/g.

-

Önnur innihaldsefni eru natríumhýdroxíð (E524), benzýlalkóhól, sorbitanmónósterat (E491),

cetýlpalmítat, cetýlalkóhól, sterýlalkóhól, polýsorbat 60 (E435), ísóprópýlmýristat, hreinsað

vatn.

Útlit Lamisil krems og pakkningastærðir

Útlit:

Hvítt, glansandi krem.

Pakkningastærðir:

Túpa með 15 g og 30 g.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S

Nykær 68

DK-2605 Brøndby

Danmörku.

Framleiðandi

GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörku.

Umboð á Íslandi

Artasan ehf

Suðurhrauni 12a

210 Garðabæ.

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í apríl 2018.