Lamictal Tuggu-/dreifitafla 100 mg

Ísland - íslenska - LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Upplýsingar fylgiseðill PIL
Vara einkenni SPC
Virkt innihaldsefni:
Lamotriginum
Fáanlegur frá:
GlaxoSmithKline Pharma A/S
ATC númer:
N03AX09
INN (Alþjóðlegt nafn):
Lamotriginum
Skammtar:
100 mg
Lyfjaform:
Tuggu-/dreifitafla
Leyfisnúmer:
ec182244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur

Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur

Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur

Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur

Lamictal 100 mg tuggu-/dreifitöflur

Lamictal 200 mg tuggu-/dreifitöflur

Lamótrigín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið

Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum

eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Lamictal og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Lamictal

Hvernig nota á Lamictal

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Lamictal

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Lamictal og við hverju það er notað

Lamictal tilheyrir flokki lyfja sem kallast flogaveikilyf. Það er notað til meðferðar á tveimur

sjúkdómum —

flogaveiki

geðhvarfasýki

Lamictal verkar gegn flogaveiki

með því að hindra taugaboð í heila sem koma flogakasti (flogum) af

stað.

Fyrir fullorðna og börn, 13 ára og eldri; Lamictal má nota eitt sér eða með öðrum lyfjum til

meðferðar á flogaveiki. Lamictal má einnig nota með öðrum lyfjum til meðhöndlunar á

flogaköstum sem koma fram í tengslum við sjúkdóm sem kallast Lennox-Gastaut-heilkenni.

Fyrir börn á aldrinum 2 til 12 ára; Lamictal má nota með öðrum lyfjum til að meðhöndla þessa

sjúkdóma. Það má nota eitt sér til meðferðar á tegund flogaveiki sem kallast dæmigerð

störuflog.

Lamictal verkar einnig gegn geðhvarfasýki

Fólk með geðhvarfasýki (stundum nefnt

manic depression

) sveiflast öfganna á milli í skapi, þar sem

tímabil í geðhæð (æsingur eða sæluvíma) og tímabil í þunglyndi (mikil depurð eða vonleysi) eru á

víxl.

Fyrir fullorðna, 18 ára og eldri; Lamictal má nota eitt sér eða með öðrum lyfjum til að fyrirbyggja

þunglyndislotur í geðhvarfasýki. Ekki er enn vitað hvernig Lamictal verkar í heilanum til að hafa þessi

áhrif.

2.

Áður en byrjað er að nota Lamictal

Ekki má nota Lamictal

Ef um er að ræða ofnæmi

fyrir lamótrigíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp

í kafla 6).

Ef þetta á við um þig:

Láttu lækninn vita

og ekki taka Lamictal.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Lamictal

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Lamictal er notað:

ef um er að ræða einhver vandamál í nýrum

ef þú hefur einhvern tímann fengið útbrot

eftir að hafa tekið lamótrigín eða önnur lyf við

geðhvarfasýki eða flogaveiki

ef þú hefur einhvern tímann fengið mengisbólgu eftir töku lamótrigíns (lestu lýsinguna á

einkennunum í kafla 4 í þessum fylgiseðli: Mjög sjaldgæfar aukaverkanir)

ef þú tekur nú þegar lyf sem inniheldur lamótrigín

ef þú hefur Brugada heilkenni.

Brugada heilkenni er arfgengur sjúkdómur sem veldur

óeðlilegri rafvirkni í hjarta. Frávik á hjartalínuriti sem geta valdið hjartsláttartruflunum

(óeðlilegur hjartsláttur) geta orsakast af lamótrigíni. Talaðu við lækninn ef þetta á við hjá þér.

Ef eitthvað af þessu á við um þig:

Láttu lækninn vita

, hann gæti ákveðið að minnka skammtinn eða að Lamictal henti þér ekki.

Mikilvægar upplýsingar um hugsanlega lífshættuleg viðbrögð

Örfáir einstaklingar sem taka Lamictal fá ofnæmisviðbrögð eða hugsanlega lífshættuleg viðbrögð í

húð, sem geta þróast í enn alvarlegri vandamál ef þau eru ekki meðhöndluð. Þau geta falið m.a. í sér

Stevens-Johnson-heilkenni, drep í húðþekju og lyfjaútbrot með fjölgun rauðkyrninga og altækum

einkennum. Þú þarft að þekkja einkennin sem gæta þarf að á meðan þú tekur Lamictal.

Lestu lýsinguna á þessum einkennum í kafla 4 í þessum fylgiseðli

undir „

Viðbrögð sem geta

verið lífshættuleg: Leitaðu læknisaðstoðar strax

“.

Eitil- og traffrumnager með rauðkornaáti

Greint hefur verið frá mjög sjaldgæfum en mjög alvarlegum viðbrögðum á ónæmiskerfi hjá

sjúklingum sem fá lamótrigín.

Hafðu tafarlaust samband við lækninn eða lyfjafræðing

ef eitthvert eftirfarandi einkenna

kemur fram meðan á meðferð með lamótrigíni stendur: hiti, útbrot, einkenni frá taugum (t.d. skjálfti

eða titringur, ringlunarástand, truflun á heilastarfsemi).

Hugsanir um að skaða sjálfan sig eða fremja sjálfsvíg

Flogaveikilyf eru notuð til meðferðar við nokkrum sjúkdómum, þ. á m. flogaveiki og geðhvarfasýki.

Fólk með geðhvarfasýki getur stundum hugsað um að skaða sjálft sig eða fremja sjálfsvíg.

Ef þú ert með geðhvarfasýki gætu verið meiri líkur á slíkum hugsunum:

þegar meðferð er hafin í fyrsta sinn

ef þú hefur áður hugsað um að skaða sjálfa/n þig eða fremja sjálfsvíg

ef þú ert yngri en 25 ára.

Ef þú hefur miklar áhyggjur, verður fyrir erfiðri reynslu eða þú tekur eftir að þér líður verr eða að ný

einkenni koma fram, á meðan þú tekur Lamictal:

Leitaðu til læknis eins fljótt og hægt er eða fáðu aðstoð á næsta sjúkrahúsi.

Það getur hjálpað að segja einhverjum í fjölskyldunni, umsjónaraðila eða nánum vini að þú

getir orðið þunglyndur eða fengið verulegar skapsveiflur og beðið þá um að lesa fylgiseðilinn. Þú

gætir beðið þá um að segja þér ef þeir hafa áhyggjur af þunglyndi þínu eða annarri breytingu í

hegðun.

Örfáir einstaklingar sem meðhöndlaðir eru með flogaveikilyfjum, svo sem Lamictal, hafa einnig

upplifað hugsanir um að skaða sjálfa sig eða fremja sjálfsvíg. Ef slíkar hugsanir leita einhvern tíma á

þig skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn.

Ef þú tekur Lamictal við flogaveiki

Flogaköstin í sumum tegundum flogaveiki geta stundum versnað eða orðið tíðari á meðan þú tekur

Lamictal. Sumir sjúklingar gætu fengið slæm flogaköst sem gætu haft alvarlegar heilsufarslegar

afleiðingar. Ef þú færð oftar flogaköst eða ef þú færð slæmt flogakast á meðan þú tekur Lamictal:

Leitaðu til læknis eins fljótt og hægt er

Lamictal skal ekki gefið fólki yngra en 18 ára til meðhöndlunar á geðhvarfasýki.

Lyf við þunglyndi og öðrum geðrænum vandamálum auka hættu á sjálfsvígshugsunum og

sjálfsvígshegðun hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Lamictal

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð

— þar með talin náttúrulyf og lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Læknirinn þarf að vita ef þú tekur önnur lyf við flogaveiki eða geðrænum heilsufarsvandamálum.

Það er til að tryggja að þú takir réttan skammt af Lamictal. Þessi lyf eru m.a.:

oxkarbazepín, felbamat, gabapentín, levetíracetam, pregabalín, tópíramat og zonisamíð

notuð við

flogaveiki

litíum

ólanzapín

eða

aripiprazól

, notuð við

geðrænum heilsufarsvandamálum

búprópíón,

notað við

geðrænum heilsufarsvandamálum

eða til að

hætta að reykja

Láttu lækninn vita

ef þú tekur einhver þessara lyfja.

Sum lyf milliverka við Lamictal eða auka líkur á aukaverkunum. Þetta eru m.a.:

valpróat

, notað við

flogaveiki

geðrænum heilsufarsvandamálum

karbamazepín

, notað við

flogaveiki

geðrænum heilsufarsvandamálum

fenýtóín, prímidón

fenobarbitón

, notuð við

flogaveiki

rísperidón

, notað við

geðrænum heilsufarsvandamálum

rífampisín

, sem er

sýklalyf

lyf við

HIV-sýkingu

(samsett meðferð með lópínavíri og rítónavíri, eða atazanvíri og

rítónavíri)

hormónagetnaðarvarnarlyf

, svo sem

pillan

(sjá að neðan)

Láttu lækninn vita

ef þú tekur, eða byrjar eða hættir að taka einhver þessara lyfja.

Hormónagetnaðarvarnarlyf (eins og pillan) geta haft áhrif á verkun Lamictal

Læknirinn gæti ráðlagt þér að nota ákveðna tegund hormónagetnaðarvarnarlyfs eða aðra tegund

getnaðarvarnar eins og smokk, hettu eða lykkju. Ef þú tekur hormónagetnaðarvarnarlyf eins og pilluna

getur verið að læknirinn taki hjá þér blóðsýni til að athuga gildi Lamictal. Ef þú notar

hormónagetnaðarvarnarlyf eða ef þú ráðgerir að hefja notkun slíks lyfs:

Ráðfærðu þig við lækninn

, hann mun ræða við þig um hentuga getnaðarvörn.

Lamictal getur einnig haft áhrif á verkun hormónagetnaðarvarnarlyfja, þótt ólíklegt sé að virkni þeirra

minnki. Ef þú notar hormónagetnaðarvarnarlyf og tekur eftir einhverjum breytingum á tíðahringnum,

svo sem milliblæðingum eða blettablæðingum á milli tíðablæðinga:

Láttu lækninn vita

. Þetta gætu verið merki um að Lamictal hafi áhrif á verkun

getnaðarvarnarinnar.

Meðganga og brjóstagjöf

Ef þú ert barnshafandi, heldur að þú gætir verið barnshafandi eða ráðgerir að verða

barnshafandi skalt þú leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki hætta meðferðinni án samráðs við lækninn.

Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú ert

með flogaveiki.

Meðganga getur haft áhrif á verkun Lamictal og því getur verið að þörf sé á blóðprófum og

að aðlaga þurfi skammtinn af Lamictal.

Ef Lamictal er tekið á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu getur verið dálítil aukin hætta á

fæðingargöllum m.a. skarði í vör eða klofnum gómi.

Ef þú ráðgerir að verða barnshafandi og meðan á meðgöngu stendur, getur verið að

læknirinn ráðleggi þér að taka viðbótarmagn af

fólínsýru

Ef þú ert með barn á brjósti eða ráðgerir að vera með barn á brjósti skalt þú leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað

. Virka efnið í Lamictal berst í

brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið. Læknirinn ræðir áhættu og ávinning brjóstagjafar

meðan á töku Lamictals stendur og athugar barnið öðru hvoru með tilliti til svefnhöfga, útbrota

eða lítillar þyngaraukningar ef þú ákveður brjóstagjöf. Láttu lækninn vita ef þú tekur eftir

einhverju þessara einkenna hjá barninu.

Akstur og notkun véla

Lamictal getur valdið sundli/svima og tvísýni.

Ekki aka eða nota vélar nema þú sért viss um að þú finnir ekki fyrir þessum áhrifum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing

Ef þú ert með flogaveiki skaltu ræða við lækninn um akstur og notkun véla

3.

Hvernig nota á Lamictal

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um

. Ef ekki er ljóst hvernig

nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hversu mikið af Lamictal á að taka

Það getur tekið nokkurn tíma að finna út heppilegasta skammtinn af Lamictal fyrir þig.

Skammturinn sem þú tekur ákvarðast af:

aldri þínum

hvort þú tekur Lamictal með öðrum lyfjum

hvort þú ert með einhver vandamál í nýrum eða lifur.

Læknirinn mun ávísa litlum skammti í byrjun og síðan auka skammtinn smám saman á nokkrum

vikum þar til náð er þeim skammti sem virkar fyrir þig (kallast

lækningaskammtur

Taktu aldrei meira af Lamictal en læknirinn hefur sagt til um

Venjulegur lækningaskammtur af Lamictal fyrir fullorðna og börn, 13 ára og eldri, er á bilinu 100 mg

til 400 mg á dag.

Fyrir börn á aldrinum 2 til 12 ára er lækningaskammturinn háður líkamsþyngdinni — hann er

venjulega á bilinu 1 mg til 15 mg fyrir hvert kílógramm af þyngd barnsins, að

hámarksviðhaldsskammti, 200 mg á dag.

Ekki er mælt með notkun Lamictal hjá börnum yngri en 2 ára.

Hvernig á að taka skammtinn af Lamictal

Taktu skammtinn af Lamictal einu sinni eða tvisvar á dag, samkvæmt ráðleggingum læknisins.

Hann má taka með eða án matar.

Taktu alltaf allan skammtinn

sem læknirinn hefur ávísað. Taktu aldrei aðeins hluta af töflu.

Hugsanlegt er að læknirinn ráðleggi þér einnig að hefja eða hætta notkun annarra lyfja, eftir því hver

sjúkdómurinn er sem verið er að meðhöndla og hvernig þú svarar meðferðinni.

Lamictal tuggu-/dreifitöflur má taka með því að gleypa þær heilar með örlitlu vatni, tyggja þær eða

með því að blanda þeim í vatn til að fá lyf á vökvaformi:

Til að tyggja töfluna:

Þú gætir þurft að drekka örlítið vatn með til að taflan leysist betur upp í munninum.

Síðan skaltu drekka aðeins meira vatn til að tryggja að öllu lyfinu sé kyngt.

Til að búa til lyf á vökvaformi:

Settu töfluna í glas með a.m.k. nægilegu vatni til að hylja alla töfluna.

Annað hvort hrærirðu í til að leysa töfluna upp eða bíður þar til taflan er að fullu uppleyst.

Drekktu allan vökvann.

Bættu aðeins meira af vatni í glasið og drekktu það, til að tryggja að ekkert af lyfinu sé eftir í

glasinu.

Ef tekinn er stærri skammtur af Lamictal en mælt er fyrir um

Hafðu tafarlaust samband við lækninn eða bráðamóttöku á næsta sjúkrahúsi

Ef hægt er skaltu sýna þeim Lamictal pakkann.

Ef þú tekur of mikið

Lamictal er líklegra að þú fáir alvarlegar aukaverkanir sem gætu verið

banvænar.

Sá sem hefur tekið of mikið af Lamictal gæti haft einhver þessara einkenna:

Hraðar, stjórnlausar augnhreyfingar

(augntin)

Klunnalegar hreyfingar og skortur á samhæfingu

(ataxia)

Breytingar á hjartslætti (sem greina má á hjartalínuriti)

Meðvitundarleysi, krampar (flog) eða dá.

Ef gleymist að taka einn skammt af Lamictal

Ekki á að taka aukatöflur til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Taka skal

næsta skammt á venjulegum tíma

Ef þú gleymir að taka marga skammta af Lamictal

Leitaðu ráða hjá lækninum um hvernig hefja á töku þess aftur

. Mikilvægt er að þú fylgir

þessu.

Ekki hætta að taka Lamictal án ráðlegginga

Taka verður Lamictal eins lengi og læknirinn mælir fyrir um.

Ekki hætta nema læknirinn ráðleggi svo.

Ef þú tekur Lamictal við flogaveiki

Þegar meðferð með Lamictal er hætt,

er mikilvægt að skammturinn sé minnkaður smám saman

, á

u.þ.b. 2 vikum. Ef þú hættir skyndilega að taka Lamictal getur flogaveikin tekið sig upp aftur eða

versnað.

Ef þú tekur Lamictal við geðhvarfasýki

Það getur tekið nokkurn tíma fyrir Lamictal að ná fullnægjandi verkun og því er ólíklegt að þér líði

betur strax. Þegar meðferð með Lamictal er hætt þarf ekki að minnka skammtinn smám saman.

Hins vegar skaltu samt ræða við lækninn fyrst ef þú hefur hug á að hætta töku Lamictal.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Viðbrögð sem geta verið lífshættuleg: Leitaðu læknisaðstoðar strax

Örfáir einstaklingar sem taka Lamictal fá ofnæmisviðbrögð eða mögulega lífshættuleg viðbrögð í húð,

sem geta þróast í alvarlegri vandamál ef þau eru ekki meðhöndluð.

Þessi einkenni eru líklegri til að koma fyrir á fyrstu mánuðum meðferðar með Lamictal, sérstaklega ef

upphafsskammturinn er of stór eða ef skammturinn er aukinn of hratt, eða ef Lamictal er tekið með lyfi

sem kallast

valpróat.

Sum einkennanna eru algengari hjá börnum og því þurfa foreldrar að vera

sérstaklega vel á varðbergi gagnvart þeim.

Einkenni þessara viðbragða eru m.a.:

útbrot eða roði í húð

, sem gætu þróast í lífshættuleg viðbrögð í húð sem fela m.a. í sér

útbreidd útbrot með blöðrum og flagnandi húð, sérstaklega í kringum munn, nef, augu og

kynfæri (

Stevens–Johnson-heilkenni),

mikla húðflögnun (meira en 30% af líkamsyfirborði –

eitrunadreplos húðþekju)

eða útbreidd útbrot ásamt áhrifum á blóð, lifur og önnur líffæri

(lyfjaútbrot með fjölgun rauðkyrninga og altækum einkennum sem eru einnig þekkt sem

DRESS-ofnæmisheilkenni)

sár í munni, hálsi, nefi eða kynfærum

særindi í munni eða rauð eða þrútin augu (tárubólga)

hiti

, einkenni sem líkjast flensu eða slen

þroti í andliti

eða

bólgnir kirtlar

í hálsi, handarkrika eða nára

óvæntar blæðingar eða mar

, eða að fingurnir blána

særindi í hálsi

, eða tíðari sýkingar (svo sem kvef) en venjulega

hækkuð gildi lifrarensíma sem greinist í blóðrannsóknum

fjölgun vissra hvítra blóðkorna (rauðkyrninga)

eitlastækkun

áhrif á líffæri í líkamanum, þ.m.t. lifur og nýru.

Þessi einkenni eru í mörgum tilvikum merki um aukaverkanir sem eru ekki eins alvarlegar.

En þú verður að hafa í huga að þær gætu verið lífshættulegar og gætu þróast í enn alvarlegri

vandamál

, s.s. líffærabilun, án meðhöndlunar. Ef þú tekur eftir einhverju þessara einkenna:

Hafðu tafarlaust samband við lækni

. Læknirinn gæti ákveðið að framkvæma rannsóknir á

lifur, nýrum eða blóði og segir þér hugsanlega að hætta að taka Lamictal. Ef þú hefur fengið

Stevens-Johnson-heilkenni eða drep í húðþekju mun læknirinn segja þér að þú megir aldrei aftur

nota lamótrigín.

Eitil- og traffrumnager með rauðkornaáti

(HLH) (sjá kafla 2 Áður en byrjað er að nota lamictal).

Mjög algengar aukaverkanir

Þær geta komið fram hjá

fleiri en 1 af 10

einstaklingum:

Höfuðverkur

Húðútbrot.

Algengar aukaverkanir

Þær geta komið fram hjá

allt að 1 af 10

einstaklingum:

Árásargirni eða pirringur

Syfja eða slen

Sundl

Titringur eða skjálfti

Svefnerfiðleikar (

svefnleysi

Æsingur

Niðurgangur

Munnþurrkur

Ógleði eða uppköst

Þreyta

Verkir í baki eða liðum, eða á öðrum stöðum.

Sjaldgæfar aukaverkanir

Þær geta komið fram hjá

allt að 1 af 100

einstaklingum:

Klunnalegar hreyfingar og skortur á samhæfingu (

hreyfiglöp

Tvísýni eða þokusýn.

Óvenjulegur hármissir eða hár þynnist

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

Þær geta komið fram hjá

allt að 1 af 1.000

einstaklingum:

Lífshættuleg viðbrögð í húð

(Stevens-Johnson-heilkenni): (sjá einnig upplýsingar í byrjun

kafla 4)

Samsafn einkenna, þar með talin:

hiti, ógleði, uppköst, höfuðverkur, stífleiki í hálsi og mikil viðkvæmni fyrir björtu ljósi.

Þetta getur orsakast af bólgu í himnunum sem umlykja heila og mænu

(mengisbólga)

Þessi einkenni hverfa yfirleitt þegar meðferð er hætt en ef einkennin halda áfram eða versna

skaltu

hafa samband við lækninn

Hraðar, stjórnlausar augnhreyfingar (

augntin

Erting í augum, með rennsli og klístruð augnlok (

tárubólga

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

Þær geta komið fram hjá

allt að 1 af 10.000

einstaklingum:

Lífshættuleg húðviðbrögð (

drep í húðþekju

): (

sjá einnig upplýsingar í byrjun kafla 4)

Lyfjaútbrot með fjölgun rauðkyrninga og altækum einkennum: (

sjá einnig upplýsingar í

byrjun kafla 4)

Hiti (

sjá einnig upplýsingar í byrjun kafla 4)

Þroti í andliti

(bjúgur)

eða bólgnir kirtlar í hálsi, handarkrika eða nára

(eitlastækkun): (sjá

einnig upplýsingar í byrjun kafla 4)

Breytingar á lifrarstarfsemi sem koma fram í blóðrannsóknum, eða lifrarbilun:

(sjá einnig

upplýsingar í byrjun kafla 4)

Alvarleg truflun á blóðstorknun sem getur valdið óvæntum blæðingum eða mari

(blóðstorkusótt):

(sjá einnig upplýsingar í byrjun kafla 4)

Breytingar sem geta komið fram í blóðrannsóknum — m.a. of fá rauð blóðkorn

(blóðleysi)

, of

fá hvít blóðkorn

(hvítkornafæð, hlutleysiskyrningafæð, kyrningahrap)

, of fáar blóðflögur

(blóðflagnafæð)

, of lítill fjöldi allra þessara frumugerða

(blóðfrumnafæð)

og kvilli í beinmerg

sem kallast

vanmyndunarblóðleysi

Ofskynjanir (að sjá eða heyra eitthvað sem ekki er raunverulegt)

Rugl

Tilfinning um riðu eða óstöðugleika við hreyfingu

Stjórnlausar líkamshreyfingar

(kippir)

, stjórnlausir vöðvakrampar sem hafa áhrif á augu, höfuð

og bol

(fettubrettusýki)

, eða aðrar óvenjulegar líkamshreyfingar eins og rykkir, skjálfti eða

stífleiki

Tíðari flogaköst

hjá fólki sem er

með flogaveiki

Versnun Parkinsonseinkenna hjá fólki sem er með sjúkdóminn fyrir

Helluroði (einkenni geta verið m.a. bak- eða liðverkur sem stundum fylgir hiti eða almenn

vanheilsa).

Eitil- og traffrumnager með rauðkornaáti (HLH) (sjá kafla 2 Áður en byrjað er að nota

Lamictal).

Aðrar aukaverkanir

Aðrar aukaverkanir hafa komið fyrir hjá örfáum einstaklingum en nákvæm tíðni þeirra er ekki þekkt:

Greint hefur verið frá beinkvillum eins og beinrýrð og beinþynningu og beinbrotum.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert í langtímameðferð með flogaveikilyfjum, ert með sögu um

beinþynningu eða notar stera.

Martraðir.

Minnkað ónæmi vegna lægri gilda mótefna sem kallast immunoglóbúlín í blóði sem vernda

gegn sýkingum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Lamictal

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluskilyrði Lamictal.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Lamictal tuggu-/dreifitöflur innihalda

Virka efnið er lamótrigín. Hver tuggu-/dreifitafla inniheldur 2 mg, 5 mg, 25 mg, 50 mg, 100 mg eða

200 mg af lamótrigíni.

Önnur innihaldsefni eru: kalsíumkarbónat, hýdroxýprópýlsellulósi með lágt sethlutfall,

álmagnesíumsílikat, natríumsterkjuglýkólat (gerð A), póvídón K30, sakkarínnatríum,

magnesíumsterat, sólberjabragðefni.

Lýsing á útliti Lamictal tuggu-/dreifitaflna og pakkningastærðir

Lamictal tuggu-/dreifitöflur (allir styrkleikar) eru hvítar til beinhvítar og geta verið örlítið flekkóttar.

Þær eru með sólberjalykt. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar í hverju landi.

Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur eru kringlóttar. Þær eru merktar „LTG“ fyrir ofan töluna „2“ á

annarri hliðinni; og tveimur sporöskjum sem skarast í réttu horni á hinni. Hvert glas inniheldur

30 töflur.

Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur eru ílangar með ávölum hliðum. Þær eru merktar „GS CL2“ á

annarri hliðinni; og „5“ á hinni. Hver pakkning inniheldur þynnur með 10, 14, 28, 30, 42, 50 eða

56 töflum eða glös sem innihalda 14, 28, 30, 42, 56 eða 60 töflur.

Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur eru ferningslaga með ávölum hornum. Þær eru merktar „GSCL5“ á

annarri hliðinni; og „25“ á hinni. Hver pakkning inniheldur þynnur með 10, 14, 21, 28, 30, 42, 50, 56

eða 60 töflum. Byrjunarpakkningar sem innihalda 21 eða 42 töflur eru fáanlegar til nota á fyrstu vikum

meðferðar, meðan skammturinn er smám saman aukinn.

Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur eru ferningslaga með ávölum hornum. Þær eru merktar „GSCX7“ á

annarri hliðinni; og „50“ á hinni. Hver pakkning inniheldur þynnur með 10, 14, 28, 30, 42, 50, 56, 60,

90, 98, 100, 196 eða 200 töflum. Byrjunarpakkningar sem innihalda 42 töflur eru fáanlegar til nota á

fyrstu vikum meðferðar, meðan skammturinn er smám saman aukinn.

Lamictal 100 mg tuggu-/dreifitöflur eru ferningslaga með ávölum hornum. Þær eru merktar „GSCL7“

á annarri hliðinni; og „100“ á hinni. Hver pakkning inniheldur þynnur með 10, 14, 28, 30, 42, 50, 56,

60, 90, 98, 100, 196 eða 200 töflum.

Lamictal 200 mg tuggu-/dreifitöflur eru ferningslaga með ávölum hornum. Þær eru merktar „GSEC5“

á annarri hliðinni; og „200“ á hinni. Hver pakkning inniheldur þynnur með 10, 14, 28, 30, 42, 50, 56,

60, 90, 98, 100, 196 eða 200 töflum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

GlaxoSmithKline Pharma A/S, Nykær 68, 2605 Brøndby, Danmörk

Framleiðandi:

GlaxoSmithKline Pharmaceuticals S.A., Ul. Grunwaldzka 189, 60-322 Poznan, Póllandi.

Glaxo Wellcome S.A., Avda. Extremadura, 3, Poligono Industrial Allenduero, 09400 Aranda de

Duero (Burgos), Spáni.

Umboð á Íslandi: Vistor hf., sími: 535-7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Austurríki

Lamictal

Belgía

Lamictal

Búlgaría

Lamictal

Króatía

Lamictal

Kýpur

Lamictal

Tékkland

Lamictal

Danmörk

Lamictal

Eistland

Lamictal

Finnland

Lamictal

Frakkland

Lamictal

Þýskaland

Lamictal

Grikkland

Lamictal

Ungverjaland

Lamictal

Ísland

Lamictal

Írland

Lamictal

Ítalía

Lamictal

Lettland

Lamictal

Litháen

Lamictal

Lúxemborg

Lamictal

Malta

Lamictal

Holland

Lamictal

Noregur

Lamictal

Pólland

Lamitrin

Lamitrin S

Portúgal

Lamictal

Rúmenía

Lamictal

Slóvakía

Lamictal

Slóvenía

Lamictal

Spánn

Lamictal

Svíþjóð

Lamictal

Bretland

Lamictal

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í október 2018.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI LYFS

Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur.

Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur.

Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur.

Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur.

Lamictal 100 mg tuggu-/dreifitöflur.

Lamictal 200 mg tuggu-/dreifitöflur.

2.

INNIHALDSLÝSING

Hver Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitafla inniheldur 2 mg lamótrigín.

Hver Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitafla inniheldur 5 mg lamótrigín.

Hver Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitafla inniheldur 25 mg lamótrigín.

Hver Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitafla inniheldur 50 mg lamótrigín.

Hver Lamictal 100 mg tuggu-/dreifitafla inniheldur 100 mg lamótrigín.

Hver Lamictal 200 mg tuggu-/dreifitafla inniheldur 200 mg lamótrigín.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Tuggu-/dreifitafla.

2 mg tuggu-/dreifitöflur:

Hvítar til beinhvítar, kringlóttar töflur, 4.8 mm með sólberjalykt. Önnur hliðin hefur skásniðna brún og

er merkt „LTG“ fyrir ofan töluna 2. Hin hliðin er merkt með tveimur sporöskjum sem skarast í réttu

horni.

Töflurnar geta verið örlítið flekkóttar.

5 mg tuggu-/dreifitöflur:

Hvítar til beinhvítar, ílangar, tvíkúptar töflur (langás 8,0 mm; skammás 4,0 mm) með sólberjalykt,

merktar „GS CL2“ á annarri hliðinni og „5“ á hinni. Töflurnar geta verið örlítið flekkóttar.

25 mg tuggu-/dreifitöflur:

Hvítar til beinhvítar, marghliða, stórsporöskjulaga töflur, 5,2 mm með sólberjalykt, merktar „ GSCL5“

á annarri hliðinni og „25“ á hinni. Töflurnar geta verið örlítið flekkóttar.

50 mg tuggu-/dreifitöflur:

Hvítar til beinhvítar, marghliða, stórsporöskjulaga töflur, 6,6 mm með sólberjalykt, merktar „ GSCX7“

á annarri hliðinni og „50“ á hinni. Töflurnar geta verið örlítið flekkóttar.

100 mg tuggu-/dreifitöflur:

Hvítar til beinhvítar, marghliða, stórsporöskjulaga töflur, 8,3 mm með sólberjalykt, merktar „ GSCL7“

á annarri hliðinni og „100“ á hinni. Töflurnar geta verið örlítið flekkóttar.

200 mg tuggu-/dreifitöflur:

Hvítar til beinhvítar, marghliða, stórsporöskjulaga töflur, 10,4 mm með sólberjalykt, merktar „

GSEC5“ á annarri hliðinni og „200“ á hinni. Töflurnar geta verið örlítið flekkóttar.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Flogaveiki

Fullorðnir og unglingar, 13 ára og eldri

Samhliða öðrum lyfjum eða eitt sér til meðferðar við hlutaflogum og alflogum, þ. á m.

krampaflogum (tonic-clonic).

Flog tengd Lennox-Gastaut-heilkenni. Lamictal er gefið sem viðbótarmeðferð en getur verið

fyrsta flogaveikilyfið sem byrjað er á við Lennox-Gastaut-heilkenni.

Börn á aldrinum 2 til 12 ára

Samhliða öðrum lyfjum til meðferðar á hlutaflogum og alflogum, þ. á m. krampaflogum og

flogum tengdum Lennox-Gastaut-heilkenni.

Eitt sér til meðferðar á dæmigerðum störuflogum (absence).

Geðhvarfasýki

Fullorðnir, 18 ára og eldri

Til að fyrirbyggja þunglyndislotur hjá sjúklingum með geðhvarfasýki (bipolar I disorder), sem

einkum upplifa þunglyndislotur. (sjá kafla 5.1).

Lamictal er ekki ætlað til bráðameðferðar á geðhæðar- eða þunglyndisköstum.

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

Lamictal tuggu-/dreifitöflur má tyggja, leysa í örlitlu vatni (a.m.k. nægilega miklu til að það fljóti yfir

þær) eða gleypa í heilu lagi með örlitlu vatni.

Ef áætlaður skammtur af lamótrigíni (t.d. fyrir börn með flogaveiki eða sjúklinga með skerta

lifrarstarfsemi) samsvarar ekki heilum töflum skal skammturinn sem gefinn er miðaður við lægri

töluna af heilum töflum.

Meðferð hafin að nýju

Læknar skulu meta þörfina á aðlögun skammta að viðhaldsskammti, þegar meðferð með lamótrigíni er

hafin að nýju hjá sjúklingum sem hætt hafa að taka Lamictal af einhverjum ástæðum, vegna þess að

hættan á alvarlegum útbrotum tengist háum upphafsskömmtum og hraðari hækkun skammta en ráðlagt

er fyrir lamótrigín (sjá kafla 4.4). Því lengra sem líður frá síðasta skammti þeim mun meiri ástæða er

til að íhuga aðlögun skammta að viðhaldsskammti. Ef tíminn frá því að töku lamótrigíns var hætt er

lengri en fimm helmingunartímar (sjá kafla 5.2) skal almennt fylgja viðeigandi meðferðaráætlun fyrir

Lamictal til að ná viðhaldsskammti.

Ráðlagt er að meðferð með Lamictal sé ekki hafin að nýju hjá sjúklingum sem hætt hafa töku lyfsins

vegna útbrota í tengslum við fyrri meðferð með lamótrigíni, nema að hugsanlegur ávinningur vegi

greinilega þyngra en áhættan.

Flogaveiki

Ráðlögð skammtaaukning og viðhaldsskammtar fyrir fullorðna og unglinga, 13 ára og eldri (tafla 1)

og fyrir börn á aldrinum 2 til 12 ára (tafla 2) eru gefin upp hér á eftir.

Vegna hættu á útbrotum skal ekki fara fram úr ráðlögðum upphafsskammti og ekki auka skammtinn

hraðar en ráðlagt er (sjá kafla 4.4).

Þegar hætt er að nota önnur flogaveikilyf samhliða, eða þegar öðrum flogaveikilyfjum/lyfjum er bætt

við meðferð sem inniheldur lamótrigín, skal hafa í huga hvaða áhrif þetta getur haft á lyfjahvörf

lamótrigíns (sjá kafla 4.5).

Tafla 1: Fullorðnir og unglingar, 13 ára og eldri – ráðlögð meðferðaráætlun vegna flogaveiki

Meðferðaráætlun

Vikur 1 + 2

Vikur 3 + 4

Venjulegur viðhaldsskammtur

Lyfið notað eitt sér:

25 mg/dag

(einu sinni á

dag)

50 mg/dag

(einu sinni á

dag)

100 − 200 mg/dag

(einu sinni á dag eða tveir aðskildir

skammtar)

Til að ná viðhaldsskammti má auka

skammta að hámarki um 50 - 100 mg á

einnar til tveggja vikna fresti, þar til

fullnægjandi svörun er náð

Hjá sumum sjúklingum hefur þurft

500 mg/dag til að ná fullnægjandi

svörun

Viðbótarmeðferð MEÐ valpróati

(hemill á glúkúróníðtengingu lamótrigíns – sjá kafla 4.5)

:

Þessa meðferðaráætlun skal

nota með valpróati, óháð

því hvort önnur lyf eru

notuð samhliða

12,5 mg/dag

(gefin sem

25 mg annan

hvern dag)

25 mg/dag

(einu sinni á

dag)

100 − 200 mg/dag

(einu sinni á dag eða tveir aðskildir

skammtar)

Til að ná viðhaldsskammti má auka

skammta að hámarki um 25 - 50 mg á

einnar til tveggja vikna fresti, þar til

fullnægjandi svörun er náð

Viðbótarmeðferð ÁN valpróats en MEÐ lyfjum sem virkja glúkúróníðtengingu lamótrigíns

(sjá

kafla 4.5)

:

Þessa meðferðaráætlun skal

nota án valpróats en með:

fenýtóíni

karbamazepíni

fenobarbitóni

prímidóni

rífampisíni

lópínavíri/rítónavíri

50 mg/dag

(einu sinni á

dag)

100 mg/dag

(tveir aðskildir

skammtar)

200 − 400 mg/dag

(tveir aðskildir skammtar)

Til að ná viðhaldsskammti má auka

skammta að hámarki um 100 mg á

einnar til tveggja vikna fresti, þar til

fullnægjandi svörun er náð

Hjá sumum sjúklingum hefur þurft

700 mg/dag til að ná fullnægjandi

svörun

Viðbótarmeðferð ÁN valpróats og ÁN lyfja sem virkja glúkúróníðtengingu lamótrigíns

(sjá kafla 4.5)

:

Þessa meðferðaráætlun skal

nota með öðrum lyfjum

sem hvorki hamla né virkja

marktækt

glúkúróníðtengingu

lamótrigíns

25 mg/dag

(einu sinni á

dag)

50 mg/dag

(einu sinni á

dag)

100 − 200 mg/dag

(einu sinni á dag eða tveir aðskildir

skammtar)

Til að ná viðhaldsskammti má auka

skammta að hámarki um 50 - 100 mg á

einnar til tveggja vikna fresti, þar til

fullnægjandi svörun er náð

Hjá sjúklingum sem taka lyf, sem enn er ekki vitað hvort hafa lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir við

lamótrigín (sjá kafla 4.5), er ráðlagt að fylgja meðferðaráætluninni sem miðast við samhliðanotkun

valpróats.

Tafla 2: Börn á aldrinum 2 til 12 ára – ráðlögð meðferðaráætlun við flogaveiki (heildardagsskammtur

í mg/kg líkamsþunga/dag)

Meðferðaráætlun

Vikur 1 + 2

Vikur 3 + 4

Venjulegur viðhaldsskammtur

Eitt sér við dæmigerðum

störuflogum:

0,3 mg/kg/dag

(einu sinni á dag

eða tveir

aðskildir

skammtar)

0,6 mg/kg/dag

(einu sinni á

dag eða tveir

aðskildir

skammtar)

1 – 15 mg/kg/dag

(einu sinni á dag eða tveir aðskildir

skammtar)

Til að ná viðhaldsskammti má auka

skammta að hámarki um 0,6 mg/kg/dag

á einnar til tveggja vikna fresti, þar til

fullnægjandi svörun er náð, að hámarki í

200 mg/dag.

Viðbótarmeðferð MEÐ valpróati

(hemill á glúkúróníðtengingu lamótrigíns – sjá kafla 4.5)

:

Þessa meðferðaráætlun skal

nota með valpróati, óháð

því hvort önnur lyf eru

notuð samhliða

0,15 mg/kg/dag*

(einu sinni á dag)

0,3 mg/kg/dag

(einu sinni á

dag)

1 − 5 mg/kg/dag

(einu sinni á dag eða tveir aðskildir

skammtar)

Til að ná viðhaldsskammti má auka

skammta að hámarki um 0,3 mg/kg/dag

á einnar til tveggja vikna fresti, þar til

fullnægjandi svörun er náð -

hámarksviðhaldsskammtur er

200 mg/dag

Viðbótarmeðferð ÁN valpróats en MEÐ lyfjum sem virkja glúkúróníðtengingu lamótrigíns

(sjá

kafla 4.5)

:

Þessa meðferðaráætlun skal

nota án valpróats en með:

fenýtóíni

karbamazepíni

fenobarbitóni

prímidóni

rífampisíni

lópínavíri/rítónavíri

0,6 mg/kg/dag

(tveir aðskildir

skammtar)

1,2 mg/kg/dag

(tveir aðskildir

skammtar)

5 − 15 mg/kg/dag

(einu sinni á dag eða tveir aðskildir

skammtar)

Til að ná viðhaldsskammti má auka

skammta að hámarki um 1,2 mg/kg/dag

á einnar til tveggja vikna fresti, þar til

fullnægjandi svörun er náð -

hámarksviðhaldsskammtur er

400 mg/dag

Viðbótarmeðferð ÁN valpróats og ÁN lyfja sem virkja glúkúróníðtengingu lamótrigíns

(sjá kafla 4.5)

:

Þessa meðferðaráætlun skal

nota með öðrum lyfjum

sem hvorki hamla né virkja

marktækt

glúkúróníðtengingu

lamótrigíns

0,3 mg/kg/dag

(einu sinni á dag

eða tveir

aðskildir

skammtar)

0,6 mg/kg/dag

(einu sinni á

dag eða tveir

aðskildir

skammtar)

1 − 10 mg/kg/dag

(einu sinni á dag eða tveir aðskildir

skammtar)

Til að ná viðhaldsskammti má auka

skammta að hámarki um 0,6 mg/kg/dag

á einnar til tveggja vikna fresti, þar til

fullnægjandi svörun er náð -

hámarksviðhaldsskammtur er

200 mg/dag

Hjá sjúklingum sem taka lyf, sem enn er ekki vitað hvort hafa lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir við

lamótrigín (sjá kafla 4.5), skal fylgja ráðlagðri meðferðaráætlun sem miðast við samhliðanotkun valpróats.

* Ef útreiknaður dagsskammtur fyrir sjúklinga á valpróati er 1 mg eða meira, en þó undir 2 mg, má taka

Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur annan hvern dag fyrstu tvær vikurnar.

Ef útreiknaður skammtur hjá sjúklingum á valpróati er undir 1 mg skal ekki gefa Lamictal.

Til að tryggja að lækningaskammti sé viðhaldið verður að fylgjast með þyngd barns og endurskoða

skammtinn samhliða breytingum á þyngd. Gera má ráð fyrir að sjúklingar á aldrinum 2 til 6 ára þurfi

viðhaldsskammta sem eru í hærri kantinum á ráðlögðu skammtabili.

Ef stjórn næst á flogaveikinni með viðbótarmeðferð má hugsanlega hætta notkun lyfja sem notuð eru

samhliða og halda áfram með Lamictal eitt sér.

Börn yngri en 2 ára

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um verkun og öryggi lamótrigíns í viðbótarmeðferð við

hlutaflogum, hjá börnum á aldrinum 1 mánaða til 2 ára (sjá kafla 4.4).

Engar upplýsingar liggja fyrir hjá börnum yngri en 1 mánaða.

Því er ekki mælt með notkun Lamictal hjá börnum yngri en 2 ára.

Ef, byggt á klínískri nauðsyn, ákvörðun um meðferð er þrátt fyrir það tekin, er vísað í kafla 4.4, 5.1 og

5.2.

Geðhvarfasýki

Ráðlögð skammtaaukning og viðhaldsskammtar fyrir fullorðna, 18 ára og eldri, eru gefin upp í

töflunum hér á eftir. Áætlunin gerir ráð fyrir því að lamótrigínskammturinn sé aukinn yfir sex vikur,

að viðhaldsskammti sem nægir til að halda jafnvægi (sjá töflu 3), en eftir það má hætta meðferð með

öðrum geðlyfjum og/eða flogaveikilyfjum ef klínískar aðstæður leyfa (sjá töflu 4). Skammtaaðlögun

eftir að öðrum geðlyfjum og/eða flogaveikilyfjum er bætt við, er einnig gefin upp hér á eftir (sjá

töflu 5). Vegna hættu á útbrotum skal ekki fara fram úr ráðlögðum upphafsskammti og ekki auka

skammtinn hraðar en ráðlagt er (sjá kafla 4.4).

Tafla 3: Fullorðnir, 18 ára og eldri – ráðlögð aukning skammta að daglegum viðhaldsskammti, sem

veitir fullnægjandi verkun, í meðferð við geðhvarfasýki

Meðferðaráætlun

Vikur 1 + 2

Vikur 3 + 4

Vika 5

Áætlaður

viðhaldskammtur við

jafnvægi

(Vika 6)*

Meðferð með lamótrigíni einu sér EÐA viðbótarmeðferð ÁN valpróats og ÁN lyfja sem virkja

glúkúróníðtengingu lamótrigíns

(sjá kafla 4.5)

:

Þessa skammtaáætlun skal

nota samhliða öðrum lyfjum

sem hvorki hamla né virkja

marktækt

glúkúróníðtengingu

lamótrigíns

25 mg/dag

(einu sinni á

dag)

50 mg/dag

(einu sinni á

dag eða tveir

aðskildir

skammtar)

100 mg/dag

(einu sinni á

dag eða tveir

aðskildir

skammtar)

200 mg/dag – venjulegur

viðhaldsskammtur til að

ná fullnægjandi verkun

(einu sinni á dag eða tveir

aðskildir skammtar)

Skammtar á bilinu

100 - 400 mg/dag notaðir

í klínískum rannsóknum

Viðbótarmeðferð MEÐ valpróati

(hemill á glúkúróníðtengingu lamótrigíns – sjá kafla 4.5)

:

Þessa meðferðaráætlun skal

nota með valpróati, óháð því

hvort önnur lyf eru notuð

samhliða

12,5 mg/dag

(gefin sem

25 mg annan

hvern dag)

25 mg/dag

(einu sinni á

dag)

50 mg/dag

(einu sinni á

dag eða tveir

aðskildir

skammtar)

100 mg/dag – venjulegur

viðhaldsskammtur til að

ná fullnægjandi verkun

(einu sinni á dag eða tveir

aðskildir skammtar)

Hámarksskammtur er

200 mg/dag, háð klínískri

svörun

Viðbótarmeðferð ÁN valpróats en MEÐ lyfjum sem virkja glúkúróníðtengingu lamótrigíns

(sjá

kafla 4.5)

:

Þessa meðferðaráætlun skal

nota án valpróats en með:

fenýtóíni

karbamazepíni

fenobarbitóni

prímidóni

rífampisíni

lópínavíri/rítónavíri

50 mg/dag

(einu sinni á

dag)

100 mg/dag

(tveir

aðskildir

skammtar)

200 mg/dag

(tveir

aðskildir

skammtar)

300 mg/dag í viku 6, ef

nauðsynlegt aukið í

venjulegan

viðhaldsskammt,

400 mg/dag í viku 7, til að

ná fullnægjandi svörun

(tveir aðskildir skammtar)

Hjá sjúklingum sem taka lyf, sem enn er ekki vitað hvort hafa lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir við

lamótrigín (sjá kafla 4.5), skal fylgja ráðlagðri meðferðaráætlun sem miðast við samhliðanotkun valpróats.

* Áætlaður viðhaldsskammtur sem gefur jafnvægi er breytilegur og miðast við klíníska svörun.

Tafla 4: Fullorðnir, 18 ára og eldri – viðhaldsskammtur alls á dag, sem gefur jafnvægi, eftir að

samhliða lyfjameðferð hefur verið hætt í meðferð við geðhvarfasýki

Þegar daglegum viðhaldsskammti, sem gefur jafnvægi, hefur verið náð má hætta notkun annarra lyfja

eins og sýnt er hér að neðan.

Meðferðaráætlun

Núverandi skammtur

af lamótrigíni sem

gefur jafnvægi (áður

en annarri meðferð

er hætt)

Vika 1 (þegar

byrjað er að

draga úr annarri

lyfjanotkun)

Vika 2

Frá og með

viku 3*

Meðferð með valpróati hætt

(hemill á glúkúróníðtengingu lamótrigíns – sjá kafla 4.5), háð upphaflegum

skammti af lamótrigíni

:

Þegar meðferð með valpróati er

hætt skal tvöfalda skammtinn sem

gefur jafnvægi, þó ekki um meira

en 100 mg/viku

100 mg/dag

200 mg/dag

Viðhaldið þessum skammti

(200 mg/dag)

(tveir aðskildir skammtar)

200 mg/dag

300 mg/dag

400 mg/dag

Viðhaldið

þessum

skammti

(400 mg/dag)

Meðferð hætt með lyfjum sem virkja glúkúróníðtengingu lamótrigíns

(sjá kafla 4.5), háð upphaflegum

skammti af lamótrigíni

:

Þessa skammtaáætlun skal nota

þegar hætt er að nota eftirfarandi:

fenýtóín

karbamazepín

fenobarbitón

prímidón

rífampisín

lópínavír/rítónavír

400 mg/dag

400 mg/dag

300 mg/dag

200 mg/dag

300 mg/dag

300 mg/dag

225 mg/dag

150 mg/dag

200 mg/dag

200 mg/dag

150 mg/dag

100 mg/dag

Meðferð hætt með lyfjum sem HVORKI hamla né virkja marktækt glúkúróníðtengingu lamótrigíns

(sjá kafla 4.5)

:

Þessa skammtaáætlun skal nota

þegar meðferð er hætt með lyfjum

sem hvorki hamla né

virkjamarktækt glúkúróníðtengingu

lamótrigíns

Viðhaldið þeim skammti sem fékkst eftir skammtahækkun

(200 mg/dag; tveir aðskildir skammtar)

(skammtabil 100 - 400 mg/dag)

Hjá sjúklingum sem taka lyf, sem enn er ekki vitað hvort hafa lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir við

lamótrigín (sjá kafla 4.5), skal í byrjun halda skammtinum óbreyttum og aðlaga lamótrigínmeðferðina í

samræmi við klíníska svörun.

* Skammtinn má auka í 400 mg/dag, eftir þörfum

Tafla 5: Fullorðnir, 18 ára og eldri – aðlögun daglegra lamótrigínskammta þegar öðru lyfi er bætt við

í meðferð við geðhvarfasýki

Ekki er komin klínísk reynsla á aðlögun daglegra lamótrigínskammta þegar öðrum lyfjum er bætt við.

Byggt á rannsóknum á milliverkunum við önnur lyf er hins vegar hægt að veita eftirfarandi

ráðleggingar:

Meðferðaráætlun

Núverandi skammtur

af lamótrigíni sem

gefur jafnvægi (áður

en öðru lyfi er bætt

við)

Vika 1

(þegar

byrjað er að

nota nýtt lyf)

Vika 2

Frá og með

viku 3

Valpróati bætt við

(hemill á glúkúróníðtengingu lamótrigíns – sjá kafla 4.5), háð upphafsskammti

lamótrigíns

:

Þessa skammtaáætlun skal nota

þegar valpróati er bætt við, óháð

því hvort önnur lyf eru notuð

samhliða

200 mg/dag

100 mg/dag

Viðhaldið þessum skammti

(100 mg/dag)

300 mg/dag

150 mg/dag

Viðhaldið þessum skammti

(150 mg/dag)

400 mg/dag

200 mg/dag

Viðhaldið þessum skammti

(200 mg/dag)

Lyfjum sem virkja glúkúróníðtengingu lamótrigíns bætt við hjá sjúklingum sem EKKI taka valpróat

(sjá kafla 4.5), háð upphafsskammti lamótrigíns

:

Þessa skammtaáætlun skal nota

þegar eftirfarandi er bætt við, án

valpróats:

fenýtóíni

karbamazepíni

fenobarbitóni

prímidóni

rífampisíni

lópínavíri/rítónavíri

200 mg/dag

200 mg/dag

300 mg/dag

400 mg/dag

150 mg/dag

150 mg/dag

225 mg/dag

300 mg/dag

100 mg/dag

100 mg/dag

150 mg/dag

200 mg/dag

Meðferð með lyfjum sem HVORKI hamla né virkja marktækt glúkúróníðtengingu lamótrigíns bætt

við

(sjá kafla 4.5)

:

Þessa skammtaáætlun skal nota

þegar meðferð er með lyfjum sem

hvorki hamla né virkja marktækt

glúkúróníðtengingu lamótrigíns er

bætt við

Viðhaldið þeim skammti sem fékkst eftir skammtahækkun

(200 mg/dag; skammtabil 100-400 mg/dag)

Hjá sjúklingum sem taka lyf, sem enn er ekki vitað hvort hafa lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir við

lamótrigín (sjá kafla 4.5), skal fylgja ráðlagðri meðferðaráætlun sem miðast við samhliðanotkun valpróats.

Meðferð með Lamictal hætt hjá sjúklingum með geðhvarfasýki

Í klínískum rannsóknum sást engin aukning á tíðni, alvarleika eða gerð aukaverkana eftir að meðferð

með lamótrigíni var hætt skyndilega, í samanburði við lyfleysu.

Því geta sjúklingar hætt á Lamictal án þess að minnka skammtinn smám saman.

Börn og unglingar yngri en 18 ára

Ekki mælt með notkun Lamictal hjá börnum yngri en 18 ára því slembiröðuð fráhvarfsrannsókn sýndi

enga marktæka virkni og tilkynningum um sjálfsvígshugsanir/-hegðun fjölgaði (sjá kafla 4.4 og 5.1).

Almennar skammtaráðleggingar hjá sérstökum sjúklingahópum

Konur sem nota hormónagetnaðarvarnarlyf

Samsett meðferð með etinýlestradíóli/levónorgestreli (30 μg/150 μg) hefur reynst auka úthreinsun

lamótrigíns allt að því tvöfalt, sem leiðir til lækkunar á gildum lamótrigíns.

Eftir skammtaaðlögun getur þurft hærri viðhaldsskammta af lamótrigíni (allt að því tvöfalt hærri) til að

ná hámarkssvörun. Í þeirri viku sem pillan er ekki tekin hefur orðið tvöföldun á lamótrigíngildum.

Ekki er hægt að útiloka skammtaháðar aukaverkanir.

Vegna þessa skal íhuga að nota getnaðavörn þar sem ekki er pillufrí vika sem fyrsta val (til dæmis

samfellda hormónagetnaðarvörn eða getnaðarvörn sem ekki inniheldur hormón (sjá kafla 4.4 og 4.5).

Notkun hormónagetnaðarvarnarlyfja hafin hjá sjúklingum sem þegar taka viðhaldsskammta af

lamótrigíni og taka EKKI lyf sem virkja glúkúróníðtengingu lamótrigíns

Í flestum tilvikum þarf allt að því að tvöfalda viðhaldsskammtinn (sjá kafla 4.4 og 4.5).

Mælt er með því að frá þeim tíma sem farið er að nota hormónagetnaðarvarnarlyfið sé

lamótrigínskammturinn aukinn um 50 til 100 mg/dag í hverri viku, í samræmi við klíníska svörun.

Skammturinn skal ekki aukinn hraðar nema að slíkt sé æskilegt út frá klínískri svörun.

Íhuga má mælingar á blóðþéttni lamótrigíns, fyrir og eftir að notkun hormónagetnaðarvarnarlyfja er

hafin, til staðfestingar á því að upphaflegum styrk lamótrigíns sé viðhaldið. Ef nauðsynlegt er skal

skammturinn aðlagaður. Hjá konum á hormónagetnaðarvarnarlyfjum, þar sem gert er hlé á meðferð í

eina viku (pillufrí vika), skal fara fram mæling á lamótrigíngildum í viku 3 af virkri meðferð, þ.e. á

dögum 15 til 21 í pilluhringnum. Vegna þessa skal íhuga að nota getnaðavörn þar sem ekki er pillufrí

vika sem fyrsta val (til dæmis samfellda hormónagetnaðarvörn eða getnaðarvörn sem ekki inniheldur

hormón; sjá kafla 4.4 og 4.5).

Notkun hormónagetnaðarvarnarlyfja hætt hjá sjúklingum sem þegar taka viðhaldsskammta af

lamótrigíni og taka EKKI lyf sem virkjaglúkúróníðtenginu lamótrigíns.

Í flestum tilvikum þarf að minnka viðhaldsskammtinn um allt að 50% (sjá kafla 4.4 og 4.5).

Mælt er með að daglegur lamótrigínskammtur sé minnkaður smám saman um 50-100 mg í hverri viku

(þó ekki hraðar en um 25% af heildardagskammti í hverri viku) yfir 3 vikur, nema að klínísk svörun

krefjist annars. Íhuga má mælingar á blóðþéttni lamótrigíns, fyrir og eftir að notkun

hormónagetnaðarvarnarlyfja er hætt, til staðfestingar á því að upphaflegum styrk lamótrigíns sé

viðhaldið. Hjá konum sem óska þess að hætta töku hormónagetnaðarvarnarlyfja, þar sem gert er hlé á

meðferð í eina viku (pillufrí vika), skal fara fram mæling á lamótrigíngildi í viku 3 af virkri meðferð,

þ.e. á dögum 15 til 21 í pilluhringnum. Ekki á að taka sýni, til að meta lamótrigíngildieftir að notkun

pillunnar er endanlega hætt, í fyrstu vikunni eftir að hætt er á pillunni.

Notkun lamótrigíns hafin hjá sjúklingum sem þegar taka hormónagetnaðarvarnarlyf

Við skammtahækkun skal fylgja venjulegum skammtaleiðbeiningum sem lýst er í töflunum hér á

undan.

Upphaf og lok notkunar hormónagetnaðarvarnarlyfja hjá sjúklingum sem þegar taka

viðhaldsskammta af lamótrigíni og TAKA lyf sem virkja glúkúróníðtengingu lamótrigíns

Ekki er víst að þörf sé á aðlögun skammta.

Notkun samhliða atazanavíri/rítónavíri

Ekki á að vera þörf á breytingum á ráðlagðri skammtaaukningu fyrir lamótrigín þegar lamótrigíni er

bætt við meðferð með atazanavíri/rítónavíri sem sjúklingur er þegar á.

Hjá sjúklingum sem þegar taka viðhaldsskammta af lamótrigíni og taka ekki lyf sem

virkjaglúkúróníðtengingu getur verið þörf á að stækka lamótrigínskammtinn ef atazanavíri/rítónavíri er

bætt við, eða minnka hann ef hætt er að nota atazanavír/rítónavír.

Gera skal mælingar á lamótrigíni í plasma áður en notkun atazanavírs/rítónavírs er hafin og í 2 vikur á

eftir, til að sjá hvort aðlaga þurfi skammta lamótrigíns (sjá kafla 4.5).

Notkun samhliða lópínavíri/rítónavíri

Ekki á að vera þörf á breytingum á ráðlagðri skammtaaukningu fyrir lamótrigín þegar lamótrigíni er

bætt við meðferð með lópínavíri/rítónavíri sem sjúklingur er þegar á.

Hjá sjúklingum sem þegar taka viðhaldsskammta af lamótrigíni og taka ekki lyf sem

virkjaglúkúróníðtengingu getur verið þörf á að stækka lamótrigínskammtinn ef lópínavírii/rítónavíri er

bætt við, eða minnka hann ef hætt er að nota lópínavír/rítónavír. Gera skal mælingar á lamótrigíni í

plasma áður en notkun lópínavírs/rítónavírs er hafin og í 2 vikur á eftir, til að sjá hvort aðlaga þurfi

skammta lamótrigíns (sjá kafla 4.5).

Aldraðir (eldri en 65 ára)

Ekki er þörf á aðlögun skammta frá ráðlagðri áætlun. Ekki er marktækur munur á lyfjahvörfum

lamótrigíns hjá þessum aldurshópi í samanburði við aðra aldurshópa fullorðinna (sjá kafla 5.2).

Skert nýrnastarfsemi

Gæta skal varúðar þegar Lamictal er gefið sjúklingum með nýrnabilun. Hjá sjúklingum með

nýrnabilun á lokastigi skulu upphafsskammtar lamótrigíns ákvarðaðir með tilliti til annarra lyfja sem

sjúklingurinn tekur; minni viðhaldsskammtar gætu gefið fullnægjandi verkun hjá sjúklingum með

verulega skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Almennt skulu upphafsskammtar, stigvaxandi skammtar og viðhaldsskammtar minnkaðir u.þ.b. um

50% hjá sjúklingum með miðlungsmikla (Child-Pugh-stig B) skerðingu á lifrarstarfsemi og um 75%

við verulega skerðingu (Child-Pugh-stig C) skerðingu. Stigvaxandi skammtar og viðhaldsskammtar

skulu aðlagaðir í samræmi við klíníska svörun (sjá kafla 5.2).

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Húðútbrot

Greint hefur verið frá aukaverkunum í húð sem yfirleitt hafa komið fram innan 8 vikna eftir að

meðferð með lamótrigíni er hafin. Í flestum tilvikum eru útbrotin væg og ganga sjálfkrafa yfir, hins

vegar hefur einnig verið greint frá alvarlegum útbrotum sem leitt hafa til sjúkrahúsinnlagnar og þess

að hætta varð meðferð með lamótrigíni. Þetta hafa m.a. verið útbrot sem geta verið lífshættuleg, svo

sem Stevens-Johnson-heilkenni, drep í húðþekju og lyfjaútbrot með fjölgun rauðkyrninga og altækum

einkennum; einnig þekkt sem ofnæmisheilkenni (sjá kafla 4.8).

Í rannsóknum þar sem gefnir eru ráðlagðir skammtar af lamótrigíni er tíðni alvarlegra húðútbrota

u.þ.b. 1 af 500 hjá fullorðnum sjúklingum með flogaveiki. Í um það bil helmingi tilvika hefur verið um

Stevens-Johnson-heilkenni að ræða (1 af 1.000). Í klínískum rannsóknum hjá sjúklingum með

geðhvarfasýki er tíðni alvarlegra útbrota um það bil 1 af 1.000.

Hættan á alvarlegum húðútbrotum hjá börnum er meiri en hjá fullorðnum.

Fyrirliggjandi niðurstöður úr fjölda rannsókna benda til þess að tíðni útbrota, sem tengjast

sjúkrahúsinnlögn hjá börnum, sé 1 af 300 til 1 af 100.

Hjá börnum geta fyrstu einkenni um útbrot verið talin einkenni sýkingar, en læknar skulu hafa í huga

að hugsanlega getur verið um viðbrögð við lamótrigínmeðferð að ræða hjá börnum sem fá einkenni

um útbrot og hita á fyrstu átta vikum meðferðar.

Að auki virðist hættan á útbrotum almennt tengjast sterklega:

stórum upphafsskömmtum af lamótrigíni og því að skammtar eru auknir hraðar er ráðlagt er í

lamótrigínmeðferð (sjá kafla 4.2)

samhliðanotkun valpróats (sjá kafla 4.2).

Einnig skal gæta varúðar við meðhöndlun sjúklinga með sögu um ofnæmi eða útbrot eftir notkun

annarra flogaveikilyfja, vegna þess að tíðni útbrota sem ekki reyndust alvarleg, eftir meðferð með

lamótrigíni, var um það bil þrisvar sinnum hærri hjá þessum sjúklingum en þeim sem ekki höfðu slíka

sögu.

Alla sjúklinga (börn og fullorðna) sem fá útbrot skal meta án tafar og meðferð með Lamictal hætt strax

nema útbrotin séu greinilega ekki tengd lamótrigínmeðferð. Ráðlagt er að meðferð með Lamictal sé

ekki hafin aftur hjá sjúklingum sem hætt hafa töku lyfsins vegna útbrota í tengslum við fyrri meðferð

með lamótrigíni, nema hugsanlegur ávinningur vegi greinilega þyngra en áhættan.

Hafi sjúklingur þróað með sér Stevens-Johnson-heilkenni, drep í húðþekju eða lyfjaútbrot með fjölgun

rauðkyrninga og altækum einkennum, í tengslum við notkun lamótrigíns, má ekki undir neinum

kringumstæðum hefja meðferð með lamótrigíni aftur hjá viðkomandi sjúklingi.

Útbrot hafa einnig verið skráð sem hluti af ofnæmisheilkenni, sem kemur fram á mismunandi hátt með

almennum einkennum, svo sem hita, eitlastækkun, andlitsbjúgi, breytingum á blóði og lifur og

mengisbólgu án sýkingar (sjá kafla 4.8). Þetta heilkenni getur haft misalvarlegar klínískar afleiðingar

og getur, í mjög sjaldgæfum tilvikum, leitt til blóðstorkusóttar og fjöllíffærabilunar. Mikilvægt er að

gera sér grein fyrir því að fyrstu einkenni um ofnæmi (t.d. hiti, eitlastækkun) geta verið til staðar

jafnvel þótt útbrot séu ekki greinileg. Ef slík teikn og einkenni eru til staðar skal meta sjúklinginn án

tafar og stöðva meðferð með Lamictal ef ekki er hægt að staðfesta aðrar orsakir fyrir einkennunum.

Mengisbólga án sýkingar gekk í flestum tilvikum til baka þegar notkun lyfsins var hætt en kom upp

aftur í nokkrum tilvikum þegar notkun lamótrigíns var hafin á ný. Þegar farið var að nota lyfið á ný

komu einkennin fljótt fram aftur og voru oft svæsnari. Ekki skal hefja notkun lamótrigíns á ný hjá

sjúklingum sem hafa hætt vegna mengisbólgu án sýkingar í tengslum við fyrri meðferð með

lamótrigíni.

Eitil- og traffrumnager með rauðkornaáti (Haemophagocytic lymphohistiocytosis (HLH))

Greint hefur verið frá eitil- og traffrumnageri með rauðkornaáti hjá sjúklingum sem fá lamótrigín (sjá

kafla 4.8). Eitil- og traffrumnager með rauðkornaáti einkennist af teiknum og einkennum eins og hita,

útbrotum, einkennum frá taugum, lifrar- og miltisstækkun, eitlakvilla, frumufæð, hækkun ferritins í

sermi, hækkun þríglýseríða í blóði og óeðlilegri lifrarstarfsemi og blóðstorknun. Einkennin koma

yfirleitt fram innan 4 vikna frá upphafi meðferðar. Eitil- og traffrumnager með rauðkornaáti getur

verið lífshættulegt.

Upplýsa á sjúklinga um einkenni sem tengjast eitil- og traffrumnageri með rauðkornaáti og ráðleggja

þeim að leita til læknis tafarlaust ef þessi einkenni koma fram meðan á meðferð með lamótrigíni

stendur.

Sjúklinga með þessi teikn og einkenni á að meta tafarlaust með tilliti til eitil- og traffrumnagers með

rauðkornaáti. Meðferð með lamótrigíni á að hætta tafarlaust, nema hægt sé að sýna fram á aðrar

orsakir.

Klínísk afturför og sjálfsvígshætta

Greint hefur verið frá sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígshegðun hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru

með flogaveikilyfjum í tengslum við nokkrar ábendingar. Safngreining á slembuðum rannsóknum á

flogaveikilyfjum, í samanburði við lyfleysu, sýndi einnig örlítið aukna hættu á sjálfsvígshugsunum og

sjálfsvígshegðun. Ekki er vitað hvað veldur þessari hættu og fyrirliggjandi upplýsingar útiloka ekki

hugsanlega aukna áhættu í tengslum við notkun lamótrigíns.

Því skal fylgjast með sjúklingum m.t.t. einkenna um sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvígshegðun og

viðeigandi meðferð íhuguð. Sjúklingum (og umönnunaraðilum sjúklinga) skal ráðlagt að leita ráða hjá

lækni ef fram koma einkenni um sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvígshegðun.

Hjá sjúklingum með geðhvarfasýki geta einkenni þunglyndis versnað og/eða fram komið

sjálfsvígshugsanir/-hegðun, hvort sem þeir taka lyf, þ.m.t. Lamictal, gegn geðhvarfasýki eða ekki. Því

skal fylgjast náið með sjúklingum varðandi klíníska afturför (þ.m.t. framkomu nýrra einkenna) og

sjálfsvígshugsanir/-hegðun, einkum í upphafi meðferðar eða þegar skammtastærðum er breytt.

Ákveðnir sjúklingar, svo sem þeir sem eru með sögu um sjálfsvígshegðun eða sjálfsvígshugsanir,

ungir fullorðnir og sjúklingar með verulegar sjálfsvígshugmyndir áður en meðferð er hafin, gætu verið

í meiri hættu hvað varðar sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir og skulu vera undir nánu eftirliti

meðan á meðferð stendur.

Íhuga á að breyta meðferðaráætluninni, jafnvel að hætta lyfjameðferðinni, hjá sjúklingum sem finnst

sjúkdómurinn versna (þ.m.t. ef fram koma ný einkenni) og/eða upplifa

sjálfsvígshugmyndir/sjálfsvígshegðun, sérstaklega ef þessi einkenni eru veruleg, koma skyndilega

fram eða voru ekki hluti af einkennum sjúklingsins fyrir.

Hormónagetnaðarvarnarlyf

Áhrif hormónagetnaðarvarnarlyfja á virkni lamótrigíns

Samsett meðferð með etinýlestradíóli/levónorgestreli (30 μg/150 μg) hefur reynst auka úthreinsun

lamótrigíns allt að því tvöfalt, sem leiðir til lækkunar á gildum lamótrigíns (sjá kafla 4.5).

Lækkun á gildumlamótrigíns hefur tengst skertri flogastjórnun. Eftir skammtaaðlögun þarf í flestum

tilvikum hærri viðhaldsskammta af lamótrigíni (allt að því tvöfalt hærri) til að ná hámarkssvörun.

Þegar notkun hormónagetnaðarvarnarlyfja er hætt getur úthreinsun lamótrigíns minnkað um helming.

Hækkun á þéttni lamótrigíns gæti leitt til skammtaháðra aukaverkana.

Fylgjast skal með sjúklingum með tilliti til þessa.

Hjá konum sem þegar taka lyf sem virkja glúkúróníðtenginu lamótrigíns og taka

hormónagetnaðarvarnarlyf þar sem hlé er gert á virkri meðferð í eina viku (t.d. „pillufrí vika“) verður

stigvaxandi, tímabundin hækkun á gildum lamótrigíns meðan á hléinu stendur (sjá kafla 4.2).

Breytingar af þessari stærðargráðu á lamótrigíngildum gætu leitt til aukaverkana.

Vegna þessa skal íhuga að nota getnaðavörn þar sem ekki er pillufrí vika, sem fyrsta val (til dæmis

samfellda hormónagetnaðarvörn eða getnaðarvörn sem ekki inniheldur hormón).

Milliverkanir lamótrigíns við önnur getnaðarvarnarlyf til inntöku eða hormónauppbótarmeðferð hafa

ekki verið rannsakaðar þótt hugsanlegt sé að slík meðferð hafi sambærileg áhrif á lyfjahvarfafræðileg

gildi lamótrigíns.

Áhrif lamótrigíns á virkni hormónagetnaðarvarnarlyfja

Rannsókn á milliverkunum hjá 16 heilbrigðum sjálfboðaliðum hefur sýnt að þegar lamótrigín er gefið

samhliða hormónagetnaðarvarnarvarnarlyfi (samsettri meðferð með etinýlestradíóli/levónorgestreli)

verður væg aukning á úthreinsun levónorgestrels og breytingar á FSH og LH í sermi (sjá kafla 4.5).

Áhrif þessara breytinga á egglos eru ekki þekkt. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að þessar

breytingar valdi því að virkni getnaðarvarnarinnar sé lakari hjá sumum sjúklingum sem taka

hormónagetnaðarvarnarlyf samhliða lamótrigíni. Því skal brýnt fyrir sjúklingum að greina strax frá

breytingum sem verða á tíðablæðingum, þ.e. ef fram koma milliblæðingar.

Díhýdrófólat-redúktasi

Lamótrigín hefur væg hamlandi áhrif á díhýdrófólínsýru-redúktasa og er því hugsanlegt að truflanir

verði á umbrotsferli fólats þegar um langvarandi meðferð er að ræða (sjá kafla 4.6).

Við langtímagjöf hjá mönnum hafði lamótrigín samt sem áður ekki marktæk áhrif á þéttni

hemóglóbíns, meðalfrumurými eða þéttni fólats í sermi eða rauðum blóðkornum í allt að 1 ár, eða

þéttni fólats í rauðum blóðkornum í allt að 5 ár.

Nýrnabilun

Í rannsóknum á stökum skömmtum hjá einstaklingum með nýrnabilun á lokastigi varð ekki marktæk

breyting á blóðþéttni lamótrigíns. Hins vegar má búast við uppsöfnun glúkúróníðumbrotsefnisins og

því skal gæta varúðar við meðferð sjúklinga með nýrnabilun.

Sjúklingar sem taka önnur lyf sem innihalda lamótrigín

Lamictal skal ekki gefið sjúklingum sem þegar eru í meðferð með lyfi sem inniheldur lamótrigín,

nema að höfðu samráði við lækni.

Brugata samkvæmt hjartalínuriti

Greint hefur verið frá sláttarglepjandi ST-T frávikum og dæmigerðu Brugada samkvæmt hjartalínuriti

hjá sjúklingum sem fá meðferð með lamótrigíni. Íhuga á notkun lamótrigíns vandlega hjá sjúklingum

með Brugada heilkenni.

Þroski barna

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif lamótrigíns á vöxt, kynþroska, vitsmunaþroska,

tilfinningaþroska og hegðunarþroska hjá börnum.

Varúðarráðstafanir tengdar flogaveiki

Eins og á við um önnur flogaveikilyf geta flog komið fram ef meðferð með Lamictal er hætt

skyndilega. Svo framarlega sem ekki þarf að hætta meðferð skyndilega af öryggisástæðum (t.d. vegna

útbrota), skal minnka skammtinn af Lamictal smám saman á tveimur vikum.

Skráð eru tilvik þar sem alvarleg krampaflog þ. á m. síflog (status epilepticus) geta leitt til

rákvöðvasundrunar, fjöllíffærabilunar og blóðstorkusóttar, sem í sumum tilvikum hafa leitt til dauða.

Svipuð tilvik hafa komið upp í tengslum við notkun lamótrigíns.

Klínískt marktæk versnun á tíðni floga, í stað bata, gæti sést. Hjá sjúklingum með fleiri en eina tegund

floga skal meta ávinninginn af því að ná stjórn á einni tegund floga á móti hvers konar versnun á

annarri flogategund.

Kippaflog (myoclonic) gætu versnað með lamótrigíni.

Niðurstöður benda til þess að svörun í samsetningu með ensímverkjandi lyfjum sé minni en í

samsetningum með flogaveikilyfjum sem virkja ekki ensím. Ástæða þessa er ekki ljós.

Hjá börnum sem taka lamótrigín til meðferðar á dæmigerðum störuflögum er ekki víst að verkunin

haldist hjá öllum sjúklingum.

Varúðarráðstafanir tengdar geðhvarfasýki

Börn og unglingar yngri en 18 ára

Meðferð með þunglyndislyfjum tengist aukinni hættu á sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígshegðun hjá

börnum og unglingum með alvarlegt þunglyndi og önnur geðræn vandamál.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á milliverkunum hafa einungis verið gerðar hjá fullorðnum.

Sýnt hefur verið fram á að lamótrigín umbrotnar fyrir tilstilli UGT (uridine 5’-diphospho (UDP)-

glúkúrónýltransferasa). Lyf sem virkja eða hamla glúkúróníðtengingu geta þess vegna haft áhrif á ,

úthreinsun lamótrigíns. Öflugir eða meðalöflugir cýtókróm P450 3A4 (CYP3A4) ensímvirkjar sem

þekkt er að virki einnig UGT geta einnig aukið umbrot lamótrigíns.

Yfirlit yfir lyf sem sýnt hefur verið fram á að hafi klínískt marktæk áhrif á umbrot lamótrigíns er í

töflu 6. Sérstakar skammtaleiðbeiningar fyrir þessi lyf eru í kafla 4.2.

Tafla 6: Áhrif annarra lyfja á glúkúróníðtengingu lamótrigíns

Lyf sem hamla marktækt

glúkúróníðtengingu lamótrigíns

Lyf sem virkja marktækt

glúkúróníðtengingu lamótrigíns

Lyf sem hamla hvorki né virkja

marktækt glúkúróníðtengingu

lamótrigíns

Valpróat

Fenýtóín

Oxkarbazepín

Karbamazepín

Felbamat

Fenobarbitón

Gabapentín

Prímidón

Levetíracetam

Rífampisín

Pregabalín

Lópínavír/rítónavír

Tópíramat

Samsetning

etinýlestradíóls/levónorgestrels**

Zonisamíð

Atazanavír/rítónavír*

Litíum

Búprópíón

Ólanzapín

Ariprazól

Lacosamíð

Perampanel

*Sjá skammtaleiðbeiningar í kafla 4.2

**Önnur getnaðarvarnarlyf til inntöku og hormónauppbótarmeðferðir hafa ekki verið rannsökuð þótt

hugsanlegt sé að slík meðferð hafi sambærileg áhrif á lyfjahvarfafræðileg gildi lamótrigíns (sjá

kafla 4.2 og 4.4).

Ekkert bendir til þess að lamótrigín valdi klínískt marktækri virkjun eða hömlun á cýtókróm P450-

ensímum. Lamótrigín getur virkjað eigin umbrot en áhrifin eru væg og ólíklegt að þau hafi marktækar

klínískar afleiðingar.

Milliverkanir við flogaveikilyf

Valpróat, sem hemur glúkúróníðtengingu lamótrigíns, dregur úr umbrotum lamótrigíns og tvöfaldar

næstum meðalhelmingunartíma þess. Hjá sjúklingum sem fá samhliðameðferð með valpróati, skal

fylgja viðeigandi meðferðaráætlun (sjá kafla 4.2).

Ákveðin flogaveikilyf (s.s. fenýtóín, karbamazepín, fenóbarbitón og prímidón), sem virkja cýtókróm

P450 ensím virkja einnig UGT og auka því umbrot lamótrigíns.

Hjá sjúklingum sem fá samhliðameðferð með fenýtóíni, karbamazepíni, fenobarbitóni eða prímidóni,

skal fylgja viðeigandi meðferðaráætlun (sjá kafla 4.2).

Hjá sjúklingum sem taka karbamazepín hefur verið greint frá aukaverkunum á miðtaugakerfi, m.a.

sundli, hreyfitruflunum, tvísýni, þokusýn og ógleði, eftir að meðferð með lamótrigíni er hafin.

Þessar aukaverkanir ganga yfirleitt til baka þegar skammtur karbamazepíns er minnkaður.

Svipuð áhrif komu fram í rannsókn á lamótrigíni og oxkarbazepíni hjá heilbrigðum fullorðnum

sjálfboðaliðum, en minnkun skammta var ekki rannsökuð.

Skráð eru tilvik þar sem gildi lamótrigíns hafa lækkað þegar lamótrigín var gefið samhliða

oxkarbazepíni. Hins vegar, í framskyggnri rannsókn meðal heilbrigðra fullorðinna sjálfboðaliða sem

notuðu 200 mg skammta af lamótrigíni og 1200 mg af oxkarbazepíni, breytti oxkarbazepín ekki

umbrotum lamótrigíns og lamótrigín breytti ekki umbrotum oxkarbazepíns. Hjá sjúklingum sem fá

samhliðameðferð með oxkarbazepíni skal nota meðferðaráætlunina fyrir viðbótarmeðferð með

lamótrigíni, án valpróats og án lyfja sem virkja glúkúróníðtengingu lamótrigíns (sjá kafla 4.2).

Í rannsókn meðal heilbrigðra sjálfboðaliða virtist gjöf felbamats (1200 mg tvisvar á dag) samhliða

lamótrigíni (100 mg tvisvar á dag í 10 daga) ekki hafa nein klínísk mikilvæg áhrif á lyfjahvörf

lamótrigíns.

Byggt á afturskyggnri greiningu á plasmagildum sjúklinga sem fengu lamótrigín, bæði með og án

gabapentíns, virtist gabapentín ekki breyta úthreinsun lamótrigíns.

Lagt var mat á hugsanlegar milliverkanir milli levetíracetams og lamótrigíns með því að mæla

blóðþéttni beggja lyfja meðan á klínískum rannsóknum með lyfleysu stóð.

Niðurstöðurnar benda til þess að lamótrigín hafi ekki áhrif á lyfjahvörf levetíracetams og að

levetíracetam hafi ekki áhrif á lyfjahvörf lamótrigíns.

Þéttni lamótrigíns við jafnvægi varð ekki fyrir áhrifum þegar pregabalín (200 mg þrisvar á dag) var

gefið samhliða. Engar lyfjahvarfafræðilegar milliverkanir eru milli lamótrigíns og pregabalíns.

Tópíramat hafði engin áhrif á plasmaþéttni lamótrigíns. Gjöf lamótrigíns leiddi til 15% aukningar á

þéttni tópíramats.

Í rannsókn meðal sjúklinga með flogaveiki hafði gjöf zonisamíðs (200 til 400 mg/dag) samhliða

lamótrigíni (150 til 500 mg/dag) í 35 daga, engin marktæk áhrif á lyfjahvörf lamótrigíns.

Plasmaþéttni lamótrigíns varð ekki fyrir áhrifum þegar lacosamíð (200m 400 eða 600 mg/dag) var

gefið samhliða í klínískum samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum með hlutaflog.

Í safngreiningu á gögnum úr þremur klínískum samanburðarrannsóknum með lyfleysu þar sem

samhliðanotkun perampanels var rannsökuð hjá sjúklingum með hlutaflog og frumkomin

krampaalflog, jók hæsti skammtur perampanels sem var metin (12 mg/dag) úthreinsun lamótrigíns um

minna en 10%. Áhrif af þessu umfangi eru ekki talin vera klínískt mikilvæg.

Þrátt fyrir að breytingar á plasmaþéttni annarra flogaveikilyfja hafi verið skráðar, benda

samanburðarrannsóknir ekki til þess að lamótrigín hafi áhrif á plasmaþéttni flogaveikilyfja sem gefin

eru samhliða því. Niðurstöður rannsókna

in

vitro

sýna að lamótrigín ýtir ekki öðrum flogaveikilyfjum

úr próteinbindistöðum.

Milliverkanir við önnur geðlyf

Hjá 20 heilbrigðum sjálfboðaliðum sem fengu 2 g af vatnsfríu litíumglúkónati, tvisvar á dag í sex

daga, breyttust lyfjahvörf litíums ekki við samhliðagjöf 100 mg/dag af lamótrigíni.

Endurteknir búprópíónskammtar, sem gefnir voru 12 einstaklingum til inntöku, höfðu engin

tölfræðilega martæk áhrif á lyfjahvörf stakra lamótrigínskammta og ollu aðeins vægri aukningu á AUC

fyrir lamótrigínglúkúróníð.

Í rannsókn hjá fullorðnum, heilbrigðum sjálfboðaliðum minnkuðu 15 mg af ólanzapíni AUC fyrir

lamótrigín að meðaltali um 24% og C

um 20%. Almennt er ekki búist við að áhrif af þessari

stærðargráðu hafi klíníska þýðingu. 200 mg af lamótrigíni höfðu ekki áhrif á lyfjahvörf ólanzapíns.

Endurteknir skammtar til inntöku af lamótrigíni 400 mg, höfðu engin klínísk marktæk áhrif á

lyfjahvörf staks skammts af 2 mg af rísperidóni hjá 14 heilbrigðum fullorðnum sjálfboðaliðum.

Eftir að 2 mg af risperídóni voru gefin samhliða lamótrigíni greindu 12 af 14 sjálfboðaliðum frá

svefnhöfga borið saman við 1 af 20 þegar risperídón var gefið eitt sér og engan þegar lamótrigín var

gefið eitt sér.

Í rannsókn meðal 18 fullorðinna sjúklinga með geðhvarfasýki I, sem fengu viðhaldsmeðferð með

lamótrigíni (100-400 mg/dag), voru ariprazólskammtar auknir frá 10 mg/dag í markskammtinn,

30 mg/dag, á 7 daga tímabili og haldið áfram einu sinni á dag í 7 daga til viðbótar.

Að meðaltali varð u.þ.b. 10% minnkun á C

og AUC fyrir lamótrigín.

Ekki er gert ráð fyrir að áhrif af þessari stærðargráðu hafi klíníska þýðingu.

Rannsóknir

in vitro

bentu til þess að myndun meginumbrotsefnis lamótrigíns, 2-N-glúkúróníðs, var

lítillega hömluð þegar amitriptýlín, búprópíón, klónazepam, halóperídól eða lórazepam voru höfð

með. Þessar rannsóknir bentu einnig til þess að ólíklegt væri að klózapín, flúoxetín, fenelzín,

risperídón, sertralín og trazódón hefðu hamlandi áhrif á umbrot lamótrigíns.

Að auki bentu rannsóknir á umbrotum búfúralóls, með notkun lifrarmíkrósóma úr mönnum, til þess að

lamótrigín drægi ekki úr úthreinsun lyfja sem umbrotna aðallega fyrir tilstilli CYP2D6.

Milliverkanir við hormónagetnaðarvarnarlyf

Áhrif hormónagetnaðarvarnarlyfja á lyfjahvörf lamótrigíns

Í rannsókn meðal 16 kvensjálfboðaliða ollu 30 míkróg etinýlestradíól/150 míkróg levónorgestrel, í

samsettum getnaðarvarnartöflum til inntöku, u.þ.b. tvöföldun á úthreinsun lamótrigíns eftir inntöku,

sem leiddi að meðaltali til 52% minnkunar á AUC og 39% lækkunar á C

fyrir lamótrigín.

Þéttni lamótrigíns í sermi hækkaði yfir vikutímabil af óvirkri meðferð (þ.m.t. pillufrí vika).

Í lok vikunnar sem meðferðarhléið stóð yfir var þéttnin áður en skammtur var tekinn, að meðaltali

tvöfalt hærri en þegar um samhliðameðferð var að ræða (sjá kafla 4.4).

Ekki á að þurfa neina breytingu á leiðbeiningum um ráðlagða skammtaaukningu fyrir lamótrigín

vegna notkunar hormónagetnaðarvarnarlyfja eingöngu, en í flestum tilvikum mun þurfa að hækka eða

lækka viðhaldsskammta lamótrigíns þegar byrjað eða hætt er að nota hormónagetnaðarvarnarlyf (sjá

kafla 4.2).

Áhrif lamótrigíns á lyfjahvörf hormónagetnaðarvarnarlyfja

Í rannsókn meðal 16 kvensjálfboðaliða hafði 300 mg skammtur af lamótrigíni við jafnvægi engin áhrif

á lyfjahvörf etinýlestradíólþáttarins í samsettri getnaðarvarnarpillu til inntöku.

Væg aukning greindist á úthreinsun levónorgestrelþáttarins, sem leiddi að meðaltali til 19%

minnkunar á AUC og 12% lækkunar á C

fyrir levónorgestrel. Mælingar á FSH, LH og estradíóli í

sermi meðan á rannsókninni stóð, gáfu til kynna að hömlun á hormónastarfsemi í eggjastokkum hjá

sumum konum var eitthvað lakari, þó að mælingar á prógesteróni í sermi sýndu engar hormónatengdar

vísbendingar um egglos hjá neinni þessara 16 kvenna. Áhrif þessarar vægu aukningar á úthreinsun

levónorgestrels og breytinganna á FSH og LH í sermi á egglos eru óþekkt (sjá kafla 4.4).

Áhrif annarra skammta en 300 mg/dag af lamótrigíni hafa ekki verið rannsökuð og rannsóknir á öðrum

hormónameðferðum fyrir konur hafa ekki verið gerðar.

Milliverkanir við önnur lyf

Í rannsókn meðal 10 karlsjálfboðaliða jók rífampisín úthreinsun lamótrigíns og stytti helmingunartíma

lamótrigíns, vegna virkjunar á lifrarensímum sem sjá um í glúkúróníðtengingu lamótrigíns.

Hjá sjúklingum sem fá meðferð með rífampisíni samhliða skal fylgja viðeigandi meðferðaráætlun (sjá

kafla 4.2).

Í rannsókn meðal heilbrigðra sjálfboðaliða u.þ.b. helmingaði lópínavír/rítónavír plasmaþéttni

lamótrigíns, líklega með því að virkja glúkúróníðtengingu.

Hjá sjúklingum sem fá meðferð með lópínavíri/rítónavíri samhliða skal fylgja viðeigandi

meðferðaráætlun (sjá kafla 4.2).

Í rannsókn meðal heilbrigðra fullorðinna sjálfboðaliða minnkaði atazanavír/rítónavír

(300 mg/100 mg), gefið í 9 daga, AUC fyrir lamótrigín (stakur 100 mg skammtur) í plasma um 32%

að meðaltali og C

um 6%. Hjá sjúklingum sem fá meðferð með atazanavíri/rítónavíri samhliða skal

fylgja viðeigandi meðferðaráætlun (sjá kafla 4.2).

Niðurstöður úr mati

in vitro

sýna að lamótrigín, en ekki N(2)-glúkúróníðumbrotsefnið, er hemill á

lífrænar katjónaferjur 2 (OCT 2) við þéttni af klínískri þýðingu. Þessar niðurstöður sýna að lamótrigín

er hemill á OCT 2, þar sem IC50-gildið er 53,8 µM. Gjöf lamótrigíns samhliða lyfjum sem skiljast út

um nýru, sem eru hvarfefni OCT 2 (t.d. metformín, gabapentín og vareniclín), getur leitt til hækkaðra

plasmagilda þessara lyfja.

Klínísk þýðing þessa hefur ekki að fullu verið skilgreind, hins vegar skal gæta varúðar hjá sjúklingum

sem fá þessi lyf samhliða.

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Áhætta tengd flogaveiklyfjum almennt

Konum á barneignaraldri skal veita sérfræðiráðgjöf. Þegar kona ráðgerir að verða barnshafandi skal

endurskoða flogaveikimeðferðina. Hjá konum í meðferð við flogaveiki skal forðast að hætta

skyndilega flogaveikimeðferð vegna þess að það getur leitt til gegnumbrotsfloga, sem getur haft

alvarlegar afleiðingar fyrir móður og hið ófædda barn. Velja skal einlyfjameðferð þegar það er

mögulegt vegna þess að meðferð með fleiri en einu flogaveikilyfi tengist hugsanlega meiri hættu á

fæðingargöllum en þegar aðeins eitt lyf er notað, eftir því um hvaða flogaveikilyf er að ræða.

Áhætta tengd lamótrigíni

Meðganga

Viðamiklar upplýsingar um barnshafandi konur sem útsettar voru fyrir lamótrigíni einu sér á fyrsta

þriðjungi meðgöngu (fleiri en 8.700) benda ekki til markverðrar aukningar í hættu á alvarlegum

vansköpunum, þ.m.t. skarði í munni. Dýrarannsóknir hafa sýnt eitrunaráhrif á fósturþroska (sjá

kafla 5.3).

Ef meðferð með lamótrigíni er talin nauðsynleg á meðgöngu er mælt með lægsta mögulega

lækningaskammti.

Lamótrigín hefur væg hamlandi áhrif á tvíhýdrófólínsýru-redúktasa og gæti því fræðilega leitt til

aukinnar hættu á fósturskaða með því að lækka gildi fólínsýru. Íhuga má inntöku fólínsýru þegar

meðganga er fyrirhuguð og snemma á meðgöngu.

Lífeðlisfræðilegar breytingar á meðgöngu geta haft áhrif á gildi lamótrigíns og/eða lækningalega

verkun þess. Skráð eru tilvik þar sem gildi lamótrigíns í blóðvökva hafa lækkað á meðgöngu, sem gæti

valdið skertri stjórn á flogum. Eftir fæðingu geta lamotrigingildi hækkað hratt með hættu á

shammtaháðum aukaverkunum. Því skal fylgjast með þéttni lamótrigíns í sermi fyrir meðgöngu,

meðan á meðgöngu stendur og eftir að henni lýkur, sem og stuttu eftir fæðingu.

Ef nauðsynlegt er skal aðlaga skammtinn til að viðhalda sömu gildum á lamótrigíni í sermi og var fyrir

meðgöngu eða aðlaga í samræmi við klíníska svörun. Að auki skal fylgjast með skammtaháðum

aukaverkunum eftir fæðingu.

Brjóstagjöf

Greint hefur verið frá því að lamótrigín berst í brjóstamjólk í mjög breytilegu magni, sem veldur því

að heildargildi hjá ungbörnum getur orðið allt að 50% af gildum hjá móður.

Hjá sumum börnum á brjósti getur sermisþéttni lamótrigíns því náð því marki að lyfjafræðilegra áhrifa

gæti.

Vega skal væntanlegt gagn af brjóstagjöf á móti hugsanlegri hættu á aukaverkunum hjá barninu. Ef

kona ákveður á hafa barn á brjósti meðan á meðferð með lamótrigíni stendur skal fylgjast með barninu

m.t.t. aukaverkana, eins og slævingu, útbrotum og lítilli þyngdaraukningu.

Frjósemi

Dýrarannsóknir leiddu ekki í ljós skerta frjósemi vegna lamótrigíns (sjá kafla 5.3).

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Vegna þess að svörun við öllum flogaveikilyfjum er einstaklingsbundin eiga sjúklingar sem taka

Lamictal við flogaveiki að ráðfæra sig við lækni um sérstök atriði varðandi akstur og flogaveiki.

Engar rannsóknir varðandi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla hafa verið gerðar.

Tvær rannsóknir meðal sjálfboðaliða hafa sýnt að áhrif lamótrigíns á samhæfingu fínhreyfinga og

sjónar, augnhreyfingar, líkamsstjórn sem og einstaklingsbundin slævandi áhrif voru ekki frábrugðin

þeim sem fram komu með lyfleysu. Í klínískum rannsóknum á lamótrigíni hafa aukaverkanir á

taugakerfi, svo sem sundl og tvísýni verið skráðar. Því eiga sjúklingar að athuga hvaða áhrif meðferð

með Lamictal hefur á þá, áður en þeir aka eða stjórna vélum.

4.8

Aukaverkanir

Aukaverkanir í tengslum við ábendingarnar, flogaveiki og geðhvarfasýki, eru byggðar á upplýsingum

úr klínskum samanburðarrannsóknum og annarri klínískri reynslu og eru taldar upp í töflunni hér fyrir

neðan. Tíðniflokkun er byggð á klínískum samanburðarrannsóknum (lyfið notað eitt sér við flogaveiki

(merktar með

) og geðhvarfasýki (merktar með

)). Þar sem munur er á tíðniflokkum á milli

upplýsinga úr klíniskum rannsóknum á flogaveiki og geðhvarfasýki er varfærnasta tíðnin sýnd. Vegna

þess að ekki liggja fyrir neinar upplýsingar úr klínískum samanburðarrannsóknum, er tíðniflokkun

hins vegar byggð á annarri klínískri reynslu.

Eftirfarandi hefðbundin skilgreining hefur verið notuð til flokkunar á aukaverkunum:-

Mjög algengar (>1/10); algengar (>1/100 til <1/10); sjaldgæfar (>1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar

(>1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni

út frá fyrirliggjandi gögnum).

Líffæraflokkur

Aukaverkun

Tíðni

Blóð og eitlar

Breytingar á blóðmynd

m.a. kyrningafæð,

hvítkornafæð, blóðleysi, blóðflagnafæð,

blóðfrumnafæð, vanmyndunarblóðleysi, kyrningahrap

Eitil- og traffrumnager með rauðkornaáti (sjá kafla

4.4)

Eitlastækkun

Koma örsjaldan

fyrir

Koma örsjaldan

fyrir

Ekki þekkt

Ónæmiskerfi

Ofnæmisheilkenni

(þ. á m. einkenni eins og hiti,

eitlastækkanir, andlitsbjúgur, breytt blóðmynd,

truflanir í lifur, blóðstorkusótt og fjöllíffærabilun).

Gammaglóbúlínlækkun

Koma örsjaldan

fyrir

Tíðni ekki þekkt

Geðræn vandamál

Árasargirni, pirringur

Rugl, ofskynjanir, vöðvakippir

Martraðir

Algengar

Koma örsjaldan

fyrir

Ekki þekkt

Taugakerfi

Höfuðverkur

†§

Svefnhöfgi

†§

, sundl

†§

, skjálfti

, svefnleysi

, óróleiki

Ósamhæfni í hreyfingum

Augntin

Ójafnvægi, hreyfitruflanir, versnun Parkinsons-

sjúkdóms

, utanstrýtueinkenni, fettubrettusýki

, aukin

tíðni floga

Mengisbólga án sýkingar

(sjá kafla 4.4)

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Koma örsjaldan

fyrir

Mjög sjaldgæfar

Augu

Tvísýni

, þokusýn

Tárubólga

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Meltingarkerfi

Ógleði

, uppköst

, niðurgangur

, munnþurrkur

Algengar

Lifur og gall

lifrarbilun, skert lifrarstarfsemi

, hækkuð gildi í

lifrarprófum

Koma örsjaldan

fyrir

Húð og undihúð

Húðútbrot

Hármissir

Stevens–Johnson-heilkenni

Eitrunardreplos húðþekju (toxic epidermal

necrolysis)

Lyfjaútbrot með fjölgun rauðkyrninga og altækum

einkennum

Mjög algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Koma örsjaldan

fyrir

Koma örsjaldan

fyrir

Stoðkerfi og

stoðvefur

Liðverkir

Viðbrögð sem líkjast rauðum úlfum

Algengar

Koma örsjaldan

fyrir

Almennar

aukaverkanir og

aukaverkanir á

íkomustað

Þreyta

, verkir

, bakverkur

Algengar

Lýsing á völdum aukaverkunum

Breytingar á blóðmynd og eitlastækkun gætu hugsanlega tengst ofnæmisheilkenni (sjá ónæmiskerfi).

Útbrot hafa einnig verið skráð sem hluti af ofnæmisheilkenni, sem kemur fram með mismunandi

almennum einkennum eins og hita, eitlastækkunum, andlitsbjúgi, breyttri blóðmynd og

lifrartruflunum. Þetta heilkenni getur haft misalvarlegar klínískar afleiðingar og getur, í mjög

sjaldgæfum tilvikum, leitt til blóðstorkusóttar og fjöllífærabilunar. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir

því að fyrstu einkenni um ofnæmi (t.d. hiti, eitlastækkanir) geta verið til staðar jafnvel þótt útbrot séu

ekki greinileg. Ef slík einkenni eru til staðar skal meta sjúklinginn án tafar og hætta meðferð með

Lamictal ef ekki er hægt að staðfesta aðrar orsakir fyrir einkennunum.

Þessar aukaverkanir hafa verið tilkynntar við aðra klíníska notkun. Greint hefur verið frá því að

lamótrigín geti valdið versnun Parkinsonseinkenna hjá sjúklingum með Parkinsons-sjúkdóm og í

einstökum tilvikum hafa utanstrýtueinkenni og fettubrettusýki verið skráð hjá sjúklingum sem ekki

hafa verið með þessi einkenni áður.

Skert lifrarstarfsemi tengist venjulega ofnæmisviðbrögðum en einstök tilvik hafa verið skráð án

greinilegra einkenna um ofnæmi.

Í klínískum rannsóknum hjá fullorðnum komu húðútbrot fyrir hjá 8-12% sjúklinga sem tóku

lamótrigín og hjá 5-6% sjúklinga sem tóku lyfleysu. Húðútbrotin urðu til þess að lamótrigínmeðferð

var hætt hjá 2% sjúklinga. Útbrotin, sem venjulega eru dröfnuörðuútbrot, koma yfirleitt fram innan

8 vikna frá upphafi meðferðar og hverfa þegar notkun Lamictal er hætt (sjá kafla 4.4).

Greint hefur verið frá alvarlegum húðútbrotum, sem hugsanlega geta verið lífshættuleg, þ. á m.

Stevens-Johnson-heilkenni og drepi í húðþekju (Lyell’s-heilkenni) og lyfjaútbrotum með

eosínfíklafjöld og altækum einkennum (drug reaction with eosinophilia and systemic symptoms,

DRESS). Þó að flestir nái sér þegar lamótrigínmeðferð er hætt, er um mikla örmyndun að ræða hjá

sumum og í mjög sjaldgæfum tilvikum hafa orðið dauðsföll (sjá kafla 4.4).

Almennt virðist hættan á útbrotum sterklega tengjast:

stórum upphafsskömmtum og hraðari hækkun skammta en ráðlagt er í lamótrigínmeðferð (sjá

kafla 4.2)

samhliðanotkun valpróats (sjá kafla 4.2).

Útbrot hafa einnig verið tilgreind sem hluti af ofnæmisviðbrögðum sem koma fram með mismunandi

almennum einkennum (sjá Ónæmiskerfi).

Greint hefur verið frá minni beinþéttni, beinrýrð, beinþynningu og beinbrotum, hjá sjúklingum í

langtímameðferð með lamótrigíni. Ekki er enn ljóst hvernig lamótrigín hefur áhrif á umbrotsferla í

beinum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is.

4.9

Ofskömmtun

Einkenni

Greint hefur verið frá bráðri inntöku skammta sem hafa verið meira en 10 til 20 sinnum hærri en hæstu

ráðlagðir skammtar, sem í sumum tilfellum hefur leitt til dauða. Ofskömmtun hefur valdið einkennum

eins og augntini, ósamhæfni í hreyfingum, skertri meðvitund, flogakrömpum og dái. Einnig hefur

komið fram innansleglarof (QRS broadening) við ofskömmtun. Innansleglarof sem varir lengur í 100

msek gæti tengst alvarlegri eitrun.

Meðferð

Eigi ofskömmtun sér stað, skal leggja sjúklinginn inn á sjúkrahús og veita viðeigandi

stuðningsmeðferð. Ef við á skal nota meðferð sem beinist að því að draga úr frásogi (lyfjakol). Önnur

meðferð skal vera í samræmi við klínískt ástand.

Engin reynsla er af blóðskilun sem meðferð við ofskömmtun. Hjá sex sjálfboðaliðum með nýrnabilun

voru 20% lamótrigíns fjarlægð úr líkamanum meðan á 4 klukkustunda blóðskilun stóð (sjá kafla 5.2).

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur flogaveikilyf, ATC-flokkur: N03AX09.

Verkunarháttur

Niðurstöður lyfjafræðilegra rannsókna benda til þess að lamótrigín sé notkunar- og spennuháður

hemill á spennustýrð natríumgöng. Það hamlar viðvarandi, endurteknum taugaboðum og hamlar losun

glútamats (taugaboðefnisins sem gegnir lykilhlutverki við myndun flogakasta).

Líklegt er að þessi áhrif stuðli að krampastillandi eiginleikum lamótrigíns.

Aftur á móti hefur verkunarhátturinn sem stuðlar að lækningalegri verkun lamótrigíns við

geðhvarfasýki ekki verið staðfestur, þótt líklegt sé að víxlverkun við spennustýrð natríumgöng gegni

þar mikilvægu hlutverki.

Lyfjafræðileg áhrif

Í rannsóknum sem gerðar voru til þess að meta áhrif lyfja á miðtaugakerfið, voru niðurstöðurnar sem

fengust með notkun 240 mg skammta af lamótrigíni hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum ekki frábrugðnar

þeim sem fengust með lyfleysu, á meðan bæði 1.000 mg af fenýtóíni og 10 mg af díazepami skertu

marktækt samhæfingu fínhreyfinga og sjónar, trufluðu augnhreyfingar, ollu riðu og

einstaklingsbundnum slævandi áhrifum.

Í annarri rannsókn þar sem gefnir voru stakir 600 mg skammtar af karbamazepíni til inntöku varð

marktæk skerðing á samhæfingu fínhreyfinga og sjónar, truflanir urðu á augnhreyfingum auk þess sem

riða jókst og hjartsláttur varð hraðari. Hins vegar voru þær niðurstöður sem fengust þegar gefin voru

150 mg og 300 mg af lamótrigíni í engu frábrugðnar þeim sem fengust þegar um lyfleysu var að ræða.

Klínísk virkni og öryggi hjá börnum á aldrinum 1 til 24 mánaða

Virkni og öryggi viðbótarmeðferðar við hlutaflogum hjá sjúklingum á aldrinum 1 til 24 mánaða hafa

verið metin í lítilli, tvíblindri fráhvarfsrannsókn með samanburð við lyfleysu.

Meðferð var hafin hjá 177 einstaklingum miðað við sambærilega skammtaaukningaráætlun og notuð

er hjá börnum á aldrinum 2 til 12 ára. Lamótrigín 2 mg töflur eru lægsti fáanlegi styrkurinn og því var

staðlaða skammtaáætlunin í sumum tilvikum aðlöguð meðan á skammtaaukningunni stóð (t.d. með því

að gefa 2 mg töflu annan hvern dag þegar útreiknaður skammtur var minni en 2 mg).

Gildi í sermi voru mæld í lok viku 2 í skammtaaukningarferlinu og skammturinn í framhaldinu annað

hvort minnkaður eða ekki aukinn ef þéttnin fór yfir 0,41 µg/ml, sem er áætluð þéttni hjá fullorðnum á

þessum tímapunkti. Hjá sumum sjúklingum þurfti að minnka skammtinn um allt að 90% við lok

viku 2. Þrjátíu og átta sjúklingum sem svöruðu meðferðinni (> 40% lækkun á tíðni floga) var

slembiraðað á lyfleysu eða áframhaldandi lamótrigínmeðferð. Hlutfall sjúklinga þar sem meðferðin

brást var 84% (16/19 einstaklingum) í lyfleysuhópnum og 58% (11/19 einstaklingum) í

lamótrigínhópnum. Munurinn var ekki tölfræðilega marktækur: 26,3%, 95% öryggismörk -2.6% <>

50,2%, p=0,07.

Samtals 256 einstaklingar á aldrinum 1 til 24 mánaða hafa verið útsettir fyrir lamótrigíni á

skammtabilinu 1 til 15 mg/kg/dag í allt að 72 vikur. Öryggisferill lamótrigíns hjá börnum á aldrinum

1 mánaða til 2 ára var svipaður og hjá eldri börnum nema að klínísk marktæk versnun á flogum

(>=50%) var tilgreind oftar hjá börnum yngri en 2 ára (26%) borið saman við eldri börn (14%).

Klínísk virkni og öryggi í Lennox-Gastaut-heilkenni

Engar upplýsingar liggja fyrir um meðferð með lyfinu einu sér, við flogum í tengslum við Lennox-

Gastaut-heilkenni.

Klínísk virkni við að fyrirbyggja geðhvarfalotu hjá sjúklingum með geðhvarfasýki

Virkni lamótrigíns við að fyrirbyggja geðhvarfalotur hjá sjúklingum með geðhvarfasýki I hefur verið

metin í tveimur rannsóknum.

Rannsókn SCAB2003 var fjölsetra, tvíblind, með tvöfalt viðmið, lyfleysu- og litíumsamanburð, þar

sem slembiraðað var á tiltekinn skammt til að meta langtímaáhrif við að fyrirbyggja afturför og

endurkomu þunglyndis og/eða geðhæðar hjá sjúklingum með geðhvarfasýki I sem höfðu nýlega

gengið í gegnum alvarlega þunglyndislotu eða þar sem hún var yfirstandandi.

Þegar jafnvægi var náð með lamótrigíni einu sér eða sem viðbótarmeðferð var sjúklingum raðað af

handahófi í einn af fimm meðferðarhópum: lamótrigín (50, 200, 400 mg/dag), litíum (sermisgildi 0,8

til 1,1 mmól/l) eða lyfleysa, í að hámarki 76 vikur (18 mánuði).

Meginendapunkturinn var „tíminn að inngripi vegna geðhvarfalotu (TIME)“ þar sem inngripið fólst í

viðbótarlyfjameðferð eða rafkrampameðferð (ECT). Rannsókn SCAB2006 var sett upp á

sambærilegan hátt og rannsókn SCAB2003 en var frábrugðin rannsókn SCAB2003 í því að meta

sveigjanlegan skammt af lamótrigíni (100 til 400 mg/dag) og ná til sjúklinga með geðhvarfasýki I, sem

höfðu nýlega gengið í gegnum geðhæðarlotu eða hún var yfirstandandi. Niðurstöðurnar eru sýndar í

töflu 7.

Tafla 7: Samantekt á niðurstöðum frá rannsóknum þar sem skoðuð var virkni lamótrigíns við að

fyrirbyggja geðhvarfalotur hjá sjúklingum með geðhvarfasýki I

Hlutfall sjúklinga án tilvika í viku 76

Rannsókn SCAB2003

Geðhvörf I

Rannsókn SCAB2006

Geðhvörf I

Inntökuskilyrði

Alvarleg þunglyndislota

Alvarleg geðhæðarlota

Lamótrigín

Litíum

Lyfleysa

Lamótrigín

Litíum

Lyfleysa

Engin inngrip

0,22

0,21

0,12

0,17

0,24

0,04

p-gildi Log rank

próf

0,004

0,006

0,023

0,006

Án þunglyndis

0,51

0,46

0,41

0,82

0,71

0,40

p-gildi Log rank

próf

0,047

0,209

0,015

0,167

Án geðhæðar

0,70

0,86

0,67

0,53

0,64

0,37

p-gildi Log rank

próf

0,339

0,026

0,280

0,006

Í stuðningsgreiningu á tímanum fram að fyrstu þunglyndislotu og tímanum fram að fyrstu geðhæðar-

/ólmhugalotu eða blandaðri lotu reyndist tíminn fram að fyrstu þunglyndislotu marktækt lengri hjá

sjúklingum sem fengu lamótrigín en hjá þeim sem fengu lyfleysu og meðferðarmunurinn hvað varðar

tímann fram að geðhæðar-/ólmhugalotu eða blandaðri lotu var ekki tölfræðilega marktækur.

Ekki hafa verið gerðar fullnægjandi rannsóknir á virkni lamótrigíns við notkun samhliða geðstillandi

lyfjum.

Börn (10-12 ára) og unglingar (13-17 ára)

Fjölsetra tvíblind slembiröðuð samanburðarfráhvarfsrannsókn með lyfleysu og samhliðahópum var

gerð til að meta verkun og öryggi lamótrigíns taflna með tafarlausa losun (IR) sem

viðbótarviðhaldsmeðferð til að seinka skapsveiflum hjá börnum og unglingum (10-17 ára), af báðum

kynjum, sem greind höfðu verið með geðhvarfasjúkdóm I og sem höfðu fengið aftur geðhvörf eða

batnað meðan á meðferð með lamótrigíni stóð samhliða meðferð með geðrofslyfjum eða öðrum

sefandi lyfjum. Niðurstöður úr greiningu aðalendapunkts um verkun (tími fram að geðrofi - TOBE)

náði ekki tölfræðilegri marktækni (p=0,0717) og því var ekki sýnt fram á verkun. Auk þess sýndu

niðurstöður á öryggi aukna tíðni tilkynninga um sjálfsvígshegðun hjá sjúklingum sem fengu meðferð

með lamótrigíni; 5% (4 sjúklingar) í lamótrigín hópnum samanborið við 0 í lyfleysuhópnum (sjá

kafla 4.2).

Rannsókn á verkun lamótrigíns á hjartaleiðni

Í rannsókn meðal heilbrigðra fullorðinna sjálfboðaliða var lagt mat á áhrif endurtekinna skammta af

lamótrigíni ( allt að 400 mg/dag) á hjartaleiðni, metið sem 12-lead ECG.

Engin klínískt marktæk áhrif reyndust vera af völdum lamótrigíns á QT-bil borið saman við lyfleysu.

5.2

Lyfjahvörf

Frásog

Lamótrigín frásogast hratt og að fullu frá meltingarveginum án marktækra umbrota í fyrstu umferð um

lifur. Hámarksplasmaþéttni næst u.þ.b. 2,5 klukkustundum eftir inntöku lamótrigíns. Hámarksþéttni

næst örlítið síðar sé lyfið tekið inn með máltíð en það magn lyfsins sem frásogast helst óbreytt.

Talsverður munur er milli einstaklinga hvað varðar hámarksþéttni við jafnvægi, en hjá sama

einstaklingi er sjaldgæft að þéttnin sé breytileg.

Dreifing

Próteinbinding er u.þ.b. 55%; mjög ólíklegt er að losun frá plasmapróteinum leiði til eiturverkana.

Dreifingarrúmmál er 0,92 til 1,22 l/kg.

Umbrot

Sýnt hefur verið fram á að lamótrigín umbrotnar fyrir tilstilli UDP-glúkúrónýl-transferasa.

Lamótrigín virkjar eigin umbrot að nokkru leyti, á skammtaháðan hátt.

Samt sem áður er ekkert sem gefur til kynna að lamótrigín hafi áhrif á lyfjahvörf annarra

flogaveikilyfja og niðurstöður benda til þess að ólíklegt sé að milliverkanir verði milli lamótrigíns og

lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli cýtokróm P

-ensíma.

Brotthvarf

Meðalúthreinsun við jafnvægi hjá heilbrigðum einstaklingum er u.þ.b. 30 ml/mín.

Úthreinsun lamótrigíns verður fyrst og fremst með umbrotum og síðan útskilnaði glúkúróníðtengdra

efna í þvagi. Innan við 10% skiljast út óbreytt í þvagi. Aðeins u.þ.b. 2% af lamótrigínskyldum efnum

skiljast út í saur. Úthreinsun og helmingunartími eru óháð skammti. Meðalhelmingunartími í plasma

hjá heilbrigðum einstaklingum er talinn vera u.þ.b. 33 klukkustundir (á bilinu 14 til 103

klukkustundir). Í rannsókn á einstaklingum með Gilbert's-heilkenni, minnkaði meðalúthreinsun um

32% í samanburði við heilbrigða einstaklinga, en gildin eru innan eðlilegra marka fyrir heilbrigða

einstaklinga almennt.

Samhliðameðferð með öðrum flogaveikilyfjum hefur veruleg áhrif á helmingunartíma lamótrigíns.

Meðalhelmingunartími styttist um u.þ.b. 14 klukkustundir þegar lamótrigín er gefið samhliða lyfjum

sem virkja glúkúróníðtengingu, svo sem karbamazepíni og fenýtóíni og lengist í u.þ.b.

70 klukkustundir að meðaltali þegar það er gefið samhliða valpróati eingöngu (sjá kafla 4.2).

Línulegt hlutfall

Lyfjahvörfin eru línuleg upp að 450 mg, sem er stærsti einstaki skammtur sem hefur verið prófaður.

Sérstakir sjúklingahópar

Börn

Úthreinsunargildi aðlöguð að líkamsþyngd eru hærri hjá börnum en fullorðnum og eru hæstu gildin

hjá börnum yngri en fimm ára. Helmingunartími lamótrigíns er almennt styttri hjá börnum en

fullorðnum og er meðalgildið u.þ.b. 7 klukkustundir þegar það er gefið með lyfjum sem virkja ensím,

eins og karbamazepíni og fenýtóíni, en lengist í 45 til 50 klukkustundir að meðaltali þegar það er gefið

með valpróati eingöngu (sjá kafla 4.2).

Ungbörn á aldrinum 2 til 26 mánaða

Hjá 143 börnum á aldrinum 2 til 26 mánaða, sem vógu 3 til 16 kg og fengu til inntöku sambærilega

skammta á hvert kg líkamsþunga og börn eldri í 2 ára, var úthreinsun minni en hjá eldri börnum.

Meðalhelmingunartíminn var áætlaður 23 klukkustundir hjá ungbörnum yngri en 26 mánaða í meðferð

með ensímvirkjandi lyfjum, 136 klukkustundir við gjöf samhliða valpróati og 3 klukkustundir hjá

einstaklingum sem ekki fengu lyf sem virkja/hamla ensímum. Verulegur munur milli einstaklinga var

á úthreinsun eftir inntöku hjá börnum á aldrinum 2 til 26 mánaða (47%). Áætluð gildi í sermi hjá 2 til

26 mánaða börnum var almennt á sama bili og hjá eldri börnum þótt líklegra sé að hærri C

-gildi

sjáist hjá börnum undir 10 kg að þyngd.

Aldraðir

Niðurstöður hópgreiningar á lyfjahvörfum hjá ungum og öldruðum sjúklingum með flogaveiki, sem

tóku þátt í sömu rannsóknum, bentu til þess að ekki yrðu það miklar breytingar á úthreinsun

lamótrigíns að það hefði klíníska þýðingu. Eftir staka skammta minnkaði úthreinsun um 12%, úr

35 ml/mín. við 20 ára aldur í 31 ml/mín. við 70 ára aldur. Minnkunin eftir 48 vikna meðferð var 10%,

úr 41 í 37 ml/mín. milli ungra og aldraðra. Að auki voru lyfjahvörf lamótrigíns skoðuð hjá 12

heilbrigðum öldruðum einstaklingum eftir stakan 150 mg skammt.

Meðalúthreinsun hjá öldruðum (0,39 ml/mín./kg) er innan marka meðalgilda fyrir úthreinsun (0,31 til

0,65 ml/mín./kg) í 9 rannsóknum sem gerðar voru á ungum fullorðnum einstaklingum eftir staka

skammta á bilinu 30 til 450 mg.

Skert nýrnastarfsemi

Tólf sjálfboðaliðum með langvarandi nýrnabilun og sex öðrum einstaklingum í blóðskilun var gefinn

stakur 100 mg skammtur af lamótrigíni. Meðalgildi úthreinsunar voru 0,42 ml/mín./kg (langvarandi

nýrnabilun), 0,33 ml/mín./kg (milli blóðskilunarmeðferða) og 1,57 ml/mín./kg (í blóðskilun) í

samanburði við 0,58 ml/mín./kg hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Meðalhelmingunartími í plasma var

42,9 klukkustundir (langvarandi nýrnabilun), 57,4 klukkustundir (milli blóðskilunarmeðferða) og

13,0 klukkustundir (í blóðskilun), í samanburði við 26,2 klukkustundir hjá heilbrigðum

sjálfboðaliðum. Að meðaltali skildust u.þ.b. 20% (á bilinu 5,6 til 35,1) af því lamótrigíni sem var til

staðar í líkamanum, út úr blóði meðan á 4 klukkustunda blóðskilun stóð. Hjá þessum hópi sjúklinga

skal ákvarða upphafsskammta lamótrigíns með tilliti til annarra lyfja sem sjúklingurinn tekur; minni

viðhaldsskammtar gætu gefið fullnægjandi verkun hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi

(sjá kafla 4.2 og 4.4).

Skert lifrarstarfsemi

Rannsókn á lyfjahvörfum eftir stakan skammt var gerð hjá 24 einstaklingum með mismikla skerðingu

á lifrarstarfsemi og 12 heilbrigðum einstaklingum til samanburðar.

Miðgildi úthreinsunar lamótrigíns var 0,31 ml/mín./kg hjá sjúklingum með skerðingu á lifrarstarfsemi

á stigi A (Child-Pugh-flokkun), 0,24 ml/mín./kg á stigi B og 0,10 ml/mín./kg á stigi C, í samanburði

við 0,34 ml/mín./kg hjá heilbrigðum einstaklingum. Almennt skulu upphafsskammtar, stigvaxandi

skammtar og viðhaldsskammtar minnkaðir hjá sjúklingum með miðlungsmikla til verulega skerðingu á

lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.2).

5.3

Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli rannsókna á

lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og

krabbameinsvaldandi áhrifum.

Í rannsóknum á eitrunaráhrifum á æxlun og þroska hjá nagdýrum og kanínum, sáust engin

vanskapandi áhrif en hins vegar sáust minni fósturþungi og seinkun á beinmyndun, við lægri eða

samsvarandi útsetningu og gera má ráð fyrir við klíníska notkun.

Vegna þess að ekki var hægt að prófa hærri skammta hjá dýrum vegna mikilla eitrunaráhrifa á móður,

hafa vanskapandi áhrif lamótrigíns ekki verið rannsökuð við hærri skammta en þá sem samsvara þeim

sem menn eru útsettir fyrir við klíníska notkun.

Hjá rottum sást aukin dánartíðni hjá fóstrum og einnig hjá afkvæmum eftir burð, þegar lamótrigín var

gefið seint á meðgöngu og þar til stuttu eftir burð. Þessi áhrif sáust við skammta sem samsvara þeim

sem menn eru útsettir fyrir við klíníska notkun.

Hjá ungum rottum sáust áhrif á lærdómshæfileika í Biel-völundarhúsaprófinu, örlítil seinkun á

aðskilnaði reðurhúfu og forhúðar og leggangaopnun og skert þyngdaraukning eftir burð hjá F1-dýrum,

við skammta sem samsvara u.þ.b. tvöföldum skömmtum hjá mönnum sem fullorðnir eru útsettir fyrir

við klíníska notkun.

Dýratilraunir leiddu ekki í ljós minni frjósemi af völdum lamótrigíns. Lamótrigín lækkaði þéttni

fólínsýru í fóstrum hjá rottum. Skortur á fólínsýru er talinn tengjast aukinni hættu á fæðingargöllum

hjá bæði dýrum og mönnum.

Lamótrigín olli skammtaháðri hömlun á endastraumi hERG-ganga (hERG channel tail current) í

nýrnafrumum úr fósturvísum manna. IC50 var u.þ.b. nífalt hærri en hæsta þéttnin sem ekki hafði

lækningalega verkun. Lamótrigín olli ekki lengingu á QT-bili hjá dýrum við útsetningu allt að u.þ.b.

tvöfaldri hæstu þéttni sem ekki hafði lækningalega verkun.

Í klínískri rannsókn sáust engin klínískt marktæk áhrif af völdum lamótrigíns á QT-bil hjá heilbrigðum

fullorðnum einstaklingum (sjá kafla 5.1).

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR S

6.1

Hjálparefni

2, 5, 25, 50, 100 og 200 mg tuggu-/dreifitöflur:

Kalsíumkarbónat

Hýdroxýprópýlsellulósi með lágt sethlutfall

Álmagnesíumsílikat

Natríumsterkjuglýkólat (gerð A)

Póvídón K30

Sakkarínnatríum

Magnesíumsterat

Sólberjabragðefni.

6.2

Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3

Geymsluþol

Þynnupakkning

5, 25, 50, 100 og 200 mg tuggu-/dreifitöflur:

3 ár.

Glas

5 mg tuggu-/dreifitöflur:

3 ár.

2 mg tuggu-/dreifitöflur:

2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins

6.5

Gerð íláts og innihald

2 mg tuggu-/dreifitöflur:

HDPE-glös með barnaöryggis-/innsigluðu loki.

Pakkningar með 30 tuggu-/dreifitöflum.

5 mg tuggu-/dreifitöflur:

PVC/PVdC/ál-þynnupakkning.

Pakkningar með 10, 14, 28, 30, 42, 50 eða 56 tuggu-/dreifitöflum.

5 mg tuggu-/dreifitöflur:

HDPE-glös með barnaöryggis-/innsigluðu loki.

Pakkningar með 14, 28, 30, 42, 56 eða 60 tuggu-/dreifitöflum.

25 mg tuggu-/dreifitöflur:

PVC/PVdC/ál-þynnupakkning.

Pakkningar með 10, 14, 21, 28, 30, 42, 50, 56 eða 60 tuggu-/dreifitöflum.

Byrjunarpakkning með 21 eða 42 tuggu-/dreifitöflum.

50 mg tuggu-/dreifitöflur:

PVC/PVdC/ál-þynnupakkning.

Pakkningar með 10, 14, 28, 30, 42, 50, 56, 60, 90, 98, 100, 196 eða 200 tuggu-/dreifitöflum.

Byrjunarpakkning með 42 tuggu-/dreifitöflum.

100 mg tuggu-/dreifitöflur:

PVC/PVdC/ál-þynnupakkning.

Pakkningar með 10, 14, 28, 30, 42, 50, 56, 60, 90, 98, 100, 196, eða 200 tuggu-/dreifitöflum.

200 mg tuggu-/dreifitöflur:

PVC/PVdC/ál-þynnupakkning.

Pakkningar með 10, 14, 28, 30, 42, 50, 56, 60, 90, 98, 100, 196 eða 200 tuggu-/dreifitöflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

GlaxoSmithKline Pharma A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

2 mg: IS/1/08/112/01

5 mg: MTnr 940289 (IS)

25 mg: MTnr 940290 (IS)

50 mg: MTnr 960234 (IS)

100 mg: MTnr 940291 (IS)

200 mg: MTnr 960235 (IS)

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis:

5 mg, 25 mg og 100 mg: 1. janúar 1996.

50 mg og 200 mg: 1. febrúar 1999.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfa: 22. maí 2009.

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

16. janúar 2019.

Aðrar vörur

search_alerts

share_this_information