Kolsuspension

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Kolsuspension Mixtúra, dreifa 150 mg/ml
 • Skammtar:
 • 150 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Mixtúra, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Kolsuspension Mixtúra, dreifa 150 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • d4182244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Kolsuspension 150 mg/ml mixtúra, dreifa

Lyfjakol

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn,

lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Kolsuspension og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Kolsuspension

Hvernig nota á Kolsuspension

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Kolsuspension

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Kolsuspension og við hverju það er notað

Kolsuspension inniheldur lyfjakol. Lyfjakol binda mörg efni sem eru hættuleg líkamanum, t.d.

eiturefni, lyf og bakteríueitur og koma þar með í veg fyrir að þau berist út í líkamann. Lyfið er virkt

gegn bráðum eitrunum og yfirvofandi eitrunum.

2.

Áður en byrjað er að nota Kolsuspension

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Kolsuspension:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir lyfjakolum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Kolsuspension verkar ekki við eitrunum af völdum basa og sýru.

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Kolsuspension er notað.

Notkun annarra lyfja samhliða Kolsuspension

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Lyfjakol geta dregið úr verkun annarra lyfja sem tekin eru inn samhliða. Því skal taka Kolsuspension

og önnur lyf inn með að minnsta kosti 2 klst. millibili.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki er vitað um neina áhættu við notkun á meðgöngu.

Ekki er vitað um nein áhrif á brjóstmylkinga.

Akstur og notkun véla

Kolsuspension hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Kolsuspension inniheldur

0,2 vol% etanól (alkóhól), þ.e.a.s. allt að 0,17 g í hverjum skammti fyrir fullorðna, sem

samsvarar 4,3 ml af bjór eða 1,8 ml af léttvíni. Er skaðlegt fyrir einstaklinga með áfengissýki.

Vekja skal athygli á því hjá þunguðum konum og konum með barn á brjósti, börnum og

einstaklingum sem eru í mikilli áhættu, svo sem sjúklingum með lifrarsjúkdóma eða

flogaveiki.

sorbitól (E420) sem er sykurtegund. Ef þú þolir ekki ákveðnar sykurtegundir skaltu hafa

samband við lækninn áður en þú tekur þetta lyf. Getur haft væg hægðalosandi áhrif.

Hitaeiningamagn: 2,6 kcal/g af sorbitóli.

própýlparahýdroxýbenzóat (E216) sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum (e.t.v. síðkomnum)

metýlparahýdroxýbenzóat (E218) sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum (e.t.v. síðkomnum)

3.

Hvernig nota á Kolsuspension

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn,

lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið

skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum.

Ráðlagður skammtur við bráðar eitranir og yfirvofandi eitranir: Við bráðar eitranir skal gefa lyfjakol

eins fljótt og unnt er eftir inntöku eitraða efnisins, helst innan 5-10 mínútna. Skammturinn fer eftir því

hve mikið talið er að tekið hafi verið inn af eitrinu. Til að tryggja nægilegt aðsog á þyngdahlutfallið á

milli eiturs og lyfjakola að vera 1:10. 15 ml af Kolsuspension innihalda 2,25 g af lyfjakolum.

Leiðbeiningar um skömmtun:

Börn:

U.þ.b. 70 ml (samsvarar ¾ af flösku af Kolsuspension) eins fljótt og mögulegt er eftir inntöku

eitraða efnisins.

Fullorðnir:

U.þ.b. 150 ml (samsvarar 1½ flösku af Kolsuspension) eins fljótt og mögulegt er eftir

inntöku eitraða efnisins.

Ef flaskan er hrist áður en lyfið er tekin inn þá verður mixtúran ekki eins þykk.

Við eitranir skal alltaf hafa samband við lækni eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum):

Hægðatregða. Við stóra

skammta af sorbitóli getur niðurgangur komið fram.

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fyrir hjá börnum

Við gjöf á dreifu með lyfjakolum og sorbitóli handa börnum hefur í einstaka tilviki verið tilkynnt um

truflun á saltajafnvægi í kjölfar niðurgangs.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is.

Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við

að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Kolsuspension

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum á eftir

.dat.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Kolsuspension inniheldur

Virka innihaldsefnið er lyfjakol, 150 mg/ml.

Önnur innihaldsefni (hjálparefni) eru sorbitól 120 mg/ml (sætuefni E420), magnesíumálsilikat,

karmellósanatríum, metýlparahýdroxýbenzóat (rotvarnarefni E218),

própýlparahýdroxýbenzóat (rotvarnarefni E216), etanól (96%) 1,2 mg/ml og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Kolsuspension og pakkningastærðir

Kolsuspension er svört, þykkfljótandi dreifa til inntöku.

Kolsuspension er pakkað í 100 plastflösku.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

ABIGO Medical AB

Ekonomivägen 5

436 33 Askim

Svíþjóð

Umboð á Íslandi

Vistor hf.,

Sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í maí 2016.