Klexane

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Klexane Stungulyf, lausn áfyllt sprauta 100 mg/ml
 • Skammtar:
 • áfyllt sprauta 100 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Klexane Stungulyf, lausn áfyllt sprauta 100 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • b2182244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Klexane 2.000 a.e. (20 mg)/0,2 ml stungulyf, lausn

Klexane 4.000 a.e. (40 mg)/0,4 ml stungulyf, lausn

Klexane 6.000 a.e. (60 mg)/0,6 ml stungulyf, lausn

Klexane 8.000 a.e. (80 mg)/0,8 ml stungulyf, lausn

Klexane 10.000 a.e. (100 mg)/1 ml, stungulyf, lausn

Klexane 30.000 a.e. (300 mg)/3 ml stungulyf, lausn

enoxaparinnatríum

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Klexane og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Klexane

Hvernig nota á Klexane

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Klexane

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Klexane og við hverju það er notað

Klexane inniheldur virkt efni sem kallað er enoxaparinnatríum sem er léttheparín.

Klexane verkar á tvo vegu.

Það kemur í veg fyrir að blóðtappar sem eru til staðar stækki. Það hjálpar líkamanum að brjóta þá

niður og kemur í veg fyrir að þeir valdi skaða

Það kemur í veg fyrir blóðtappamyndun.

Klexane má nota til:

Meðferðar á blóðtöppum sem eru til staðar í blóði

Að koma í veg fyrir myndun blóðtappa við eftirfarandi aðstæður:

fyrir og eftir aðgerð

við bráðan sjúkdóm þegar tímabil með takmarkaðri hreyfigetu er framundan

Við hvikula hjartaöng (þegar nægilegt blóð nær ekki til hjarta)

Eftir hjartaáfall

Að koma í veg fyrir blóðtappamyndun í slöngum tækis sem notað er við skilun (hjá

sjúklingum með alvarlegan nýrnasjúkdóm).

2.

Áður en byrjað er að nota Klexane

Ekki má nota Klexane

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir enoxaparinnatríum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6). Einkenni ofnæmisviðbragða eru meðal annars: útbrot, kyngingar- eða

öndunarerfiðleikar, bólga á vörum, andliti, hálsi eða tungu.

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir heparíni eða öðrum léttheparínum t.d. nadroparini, tinzaparini

eða dalteparini.

Ef þú hefur fengið viðbrögð við heparíni sem leiddu til verulegrar fækkunar blóðfrumna sem

taka þátt í blóðstorknun (blóðflögur) – þessi viðbrögð kallast blóðflagnafæð af völdum

heparíns – innan síðustu 100 daga eða ef þú ert með mótefni gegn enoxaparini í blóði

Ef þér blæðir mikið eða ert með sjúkdóm þar sem mikil hætta er á blæðingu (eins og magasár,

nýleg skurðaðgerð á heila eða augum) þar með talið nýlegt blæðingarslag

Ef þú notar Klexane vegna blóðtappa og átt að fá mænu- eða utanbastsdeyfingu eða

mænuástungu næstu 24 klst.

Fjölskammta hettuglas inniheldur benzýlalkóhól:

Ef sjúklingurinn er fyrirburi eða nýburi allt að eins mánaða því þá er hætta á alvarlegum

eiturverkunum meðal annars ásvelgingu („gasping heilkenni“).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ekki á að skipta á milli notkunar Klexane og annarra lyfja í flokki léttheparína. Það er af því að þau

eru ekki nákvæmlega eins og verkun og notkunarleiðbeiningar eru ekki eins.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Klexane er notað ef:

þú hefur fengið viðbrögð við heparíni sem hefur valdið mikilli fækkun blóðflagna

þú munt gangast undir mænu- eða utanbastsdeyfingu eða mænuástungu (sjá Aðgerðir og

svæfing): tími skal líða á milli notkunar Klexane og þessarar aðgerðar.

þú ert með gervihjartaloku

þú ert með hjartaþelsbólgu (sýking í innri himnu hjartans)

þú ert með sögu um magasár

þú hefur nýverið fengið slag

þú ert með háan blóðþrýsting

þú ert með sykursýki eða vandamál tengt æðum í auga af völdum sykursýki (kallað sjónukvilli

af völdum sykursýki)

þú hefur nýverið gengist undir skurðaðgerð á augum eða heila

þú ert aldraður (eldri en 65 ára) og sérstaklega ef þú ert eldri en 75 ára

þú ert nýrnasjúkdóm

þú ert lifrarsjúkdóm

þú ert of létt/ur eða of þung/ur

kalíumgildi í blóði er hátt (hægt er að athuga það með blóðprófi)

þú tekur lyf sem hafa áhrif á blæðingar (sjá kafla hér á eftir – Notkun annarra lyfja).

Hugsanlega verða tekin blóðpróf áður en þú byrjar að nota lyfið og reglulega meðan á notkun þess

stendur til þess að athuga gildi blóðstorkufrumna (blóðflagna) og kalíum í blóði.

Notkun annarra lyfja samhliða Klexane

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Warfarin – notað til blóðþynningar

Aspirin (einnig þekkt sem asetýlsalicýlsýra), clopidogrel eða önnur lyf sem notuð eru til þess

að koma í veg fyrir blóðtappa (sjá einnig kafla 3, Breyting á blóðþynningarmeðferð)

Dextran stungulyf – notað sem blóðvökvalíki

Ibuprofen, diclofenac, ketorolac eða bólgueyðandi verkjalyf til dæmis notuð við liðbólgu og

öðrum sjúkdómum

Prednisolon, dexamethason eða önnur lyf við astma, liðagigt og öðrum sjúkdómum

Lyf sem auka kalíumgildi í blóði eins og kalíumsölt, vatnslosandi töflur, nokkur lyf við

hjartasjúkdómum.

Aðgerðir og svæfing

Ef gera á mænuástungu eða þú átt að gangast undir aðgerð með mænu- eða utanbastsdeyfingu skaltu

láta lækninn vita að þú notir Klexane. Sjá „Ekki má nota Klexane“. Láttu lækninn einnig vita ef þú ert

með vandamál tengd mænu eða ef þú hefur gengist undir skurðaðgerð á mænu.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ef þú ert barnshafandi og með gervihjartaloku getur þú verið í aukinni hættu á að fá blóðtappa.

Læknirinn á að ræða þetta við þig.

Ef þú ert með barn á brjósti eða ráðgerir brjóstagjöf skaltu leita ráða hjá lækninum áður en þú notar

lyfið.

Fjölskammta hettuglas sem innheldur benzýlalkóhól

Mikilvægar upplýsingar um innihaldsefni Klexane

Klexane inniheldur benzýlalkóhól(15 mg/ml), sem er rotvarnarefni. Það getur valdið eiturverkunum

eða ofnæmisviðbrögðum hjá ungbörnum allt að þriggja ára aldri. Það má ekki nota handa fyrirburum

eða nýburum allt að eins mánaða vegna hættu á alvarlegum eiturverkunum meðal annars óeðlilegri

öndun.

Ráðlagt er að nota Klexane sem er án benzýlalkóhóls handa barnshafandi konum.

Akstur og notkun véla

Klexane hefur hvorki áhrif á hæfni til aksturs né notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Mælt er með að heilbrigðisstarfsmaður skrái heiti og lotunúmer lyfsins sem þú færð.

3.

Hvernig nota á Klexane

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Lyfjagjöf

Yfirleitt gefur læknirinn eða hjúkrunarfræðingur þér Klexane. Það er vegna þess að það er gefið

með inndælingu

Þegar þú ferð heim getur verið að þú þurfir að halda notkun Klexane áfram og sjá um

inndælinguna sjálf/-ur (sjá leiðbeiningar um lyfjagjöf hér að aftan)

Klexane er venjulega gefið með inndælingu undir húð

Klexane má gefa með inndælingu í bláæð eftir ákveðna gerð hjartaáfalls eða aðgerð

Klexane má nota í slagæðalegg í hringrás utan líkamans við upphaf skilunar.

Klexane má ekki gefa í vöðva.

Hve mikið áttu að fá

Læknirinn ákveður hve mikið Klexane þú átt að fá. Magnið fer eftir ástæðu notkunarinnar.

Ef þú ert með nýrnasjúkdóm getur verið að þú fáir minna magn af Klexane.

1. Til meðferðar vegna blóðtappa

Venjulegur skammtur er 150 a.e. (1,5 mg) fyrir hvert kg líkamsþyngdar á dag eða 100 a.e.

(1 mg) fyrir hvert kg líkamsþyngdar tvisvar á dag.

Læknirinn ákveður hve lengi þú átt að fá Klexane.

2. Til að koma í veg fyrir blóðtappamyndun við eftirfarandi aðstæður:

Aðgerð eða þegar hreyfigeta er takmörkuð vegna veikinda

Skammturinn fer eftir því hversu líklegt að blóðtappi myndist. Þú færð 2.000 a.e. (20 mg)

eða 4.000 a.e. (40 mg) af Klexane daglega.

Ef þú átt að gangast undir aðgerð er fyrsta inndælingin yfirleitt gefin 2 klst. eða 12 klst. fyrir

aðgerðina.

Ef þú ert með skerta hreyfigetu vegna sjúkdóms eru 4.000 a.e. (40 mg) Klexane yfirleitt

gefnar daglega.

Læknirinn ákveður hve lengi þú átt að fá Klexane.

Eftir hjartaáfall

Klexane má nota við tveimur mismunandi tegundum hjartaáfalls sem kölluð eru brátt hjartadrep með

ST-hækkun og hjartadrep án ST-hækkunar. Magn Klexane sem þú færð fer eftir aldri sjúklings og

tegund hjartaáfalls.

Hjartadrep án ST-hækkunar:

Venjulegur skammtur er 100 a.e. (1 mg) fyrir hvert kg líkamsþyngdar á 12 klst. fresti.

Yfirleitt segir læknirinn þér að taka einnig aspirín (asetýlsalicýlsýru).

Læknirinn ákveður hve lengi þú átt að fá Klexane

Hjartadrep með ST-hækkun ef þú ert yngri en 75 ára:

Þú færð 3.000 a.e. (30 mg) af Klexane sem upphafsskammt í bláæð.

Samtímis færðu einnig Klexane með inndælingu undir húð. Venjulegur skammtur er 100 a.e.

(1 mg) fyrir hvert kg líkamsþyngdar á 12 klst. fresti.

Yfirleitt segir læknirinn þér að taka einnig aspirín (asetýlsalicýlsýru)

Læknirinn ákveður hve lengi þú átt að fá Klexane.

Hjartadrep með ST-hækkun ef þú ert 75 ára eða eldri:

Venjulegur skammtur er 75 a.e. (0,75 mg) fyrir hvert kg líkamsþyngdar á 12 klst. fresti.

Hámarksskammtur Klexane sem gefinn er með fyrstu tveimur inndælingunum er 7.500 a.e.

(75 mg).

Læknirinn ákveður hve lengi þú átt að fá Klexane.

Sjúklingar sem hafa gengist undir kransæðavíkkun:

Læknirinn getur ákveðið að gefa þér viðbótarskammt af Klexane fyrir kransæðavíkkun en það fer

eftir því hvenær þú fékkst síðast Klexane. Það er gefið með inndælingu í bláæð.

3. Til að hindra blóðtappamyndun í slöngum tækis sem notað er við skilun

Venjulegur skammtur er 100 a.e. (1 mg) fyrir hvert kg líkamsþyngdar.

Klexane er bætt við í legginn sem fer úr líkamanum (slagæðarleggur) við upphaf skilunar.

Þetta magn nægir yfirleitt fyrir 4 klst. blóðskilun. Þó getur læknirinn gefið þér frekari 50 a.e. til

100 a.e. (0,5 til 1 mg) skammt til viðbótar fyrir hvert kg líkamsþyngdar ef þörf krefur.

Notkunarleiðbeiningar fyrir áfyllta sprautu

Klexane í áfylltum einnota sprautum er notað á eftirfarandi hátt:

Fjarlægðu hlífðarhettuna (gúmmíið)

með því að toga í hana og snúa henni

lítillega samtímis.

Sprautan er tilbúin til notkunar og

ekki þarf að sótthreinsa hana. Ekki á

að fjarlægja loftbóluna úr sprautunni

áður en lyfinu er sprautað, vegna þess

að það getur leitt til þess að hluti af

lyfinu fari forgörðum og skammturinn

af lyfinu verði þar af leiðandi minni.

Þegar þú sprautar þig sjálf/sjálfur

skaltu sitja eða liggja útaf.

Kjörið er að sprauta lyfinu í fitulagið

undir húðinni á svæðinu um mittið

eða í kringum naflann (í kvið).

Sprautaðu alltaf til skiptis í hægri og

vinstri hlið.

Myndaðu húðfellingu með því að

klemma saman húðina og fitulagið

undir henni með þumalfingri og

vísifingri.

Stingdu nálinni hornrétt á kaf í

samanklemmda húðfellinguna.

Haltu húðfellingunni saman með

þumal- og vísifingri á meðan öllu

lyfinu er sprautað.

Sprautaðu öllum skammtinum hægt inn. Nota á allan vökvann í sprautunni. Dragðu nálina örlítið

til baka og bíddu í nokkrar sekúndur áður en nálin er dregin úr húðinni (til að komast hjá leka).

Eftir notkun er hlífðarhettan aftur sett á nálina og sprautunni fargað þannig að hún valdi ekki

skaða.

Breyting á blóðþynningarmeðferð

Skipt úr Klexane í blóðþynningarlyf sem kölluð eru K-vítamínhemlar (t.d. warfarin)

Læknirinn ákveður blóðpróf til að mæla INR-gildi og segir þér hvenær eigi að hætta meðferð með

Klexane í samræmi við það.

Skipt úr blóðþynningarlyfjum sem kölluð eru K-vítamínhemlar (t.d. warfarin) í Klexane

Hætta á notkun K-vítamínhemla. Læknirinn ákveður blóðpróf til að mæla INR-gildi og segir þér

hvenær eigi að hefja meðferð með Klexane í samræmi við það.

Skipt úr Klexane í meðferð með blóðþynningarlyfjum til inntöku með beina verkun

Hætta á notkun Klexane. Hefja á töku blóðþynningarlyfja til inntöku með beina verkun 0-2 klst.

áður en næsta inndæling hefði farið fram, síðan er haldið áfram eins og venjulega.

Skipt úr meðferð með blóðþynningarlyfjum til inntöku með beina verkun í Klexane

Hætta skal töku blóðþynningarlyfja til inntöku. Ekki á að hefja meðferð með Klexane fyrr en

12 klst. eftir síðasta skammt blóðþynningarlyfja til inntöku.

Notkun handa börnum og unglingum

Öryggi og verkun Klexane hefur ekki verið metið hjá börnum og unglingum.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú heldur að of mikið eða of lítið af lyfinu hafi verið notað skaltu láta lækninn, hjúkrunarfræðing

eða lyfjafræðing tafarlaust vita jafnvel þótt engin einkenni hafi komið fram. Ef barn fær lyfið í sig eða

gleypir fyrir slysni á að fara með það á sjúkrahús tafarlaust.

Ef gleymist að nota Klexane

Ef skammtur gleymist á að gefa hann um leið og munað er eftir honum. Ekki á að tvöfalda skammt til

að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Ef haldin er dagbók getur það komið í veg fyrir að

skammtur gleymist.

Ef hætt er að nota Klexane

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins. Mikilvægt er að þú haldir áfram að sprauta þig með Klexane stungulyfi þar til

læknirinn segir þér að hætta notkun þess. Ef þú hættir notkuninni getur þú fengið blóðtappa sem getur

verið mjög hættulegt.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um önnur sambærileg (lyf til að draga úr blóðstorku) getur Klexane valdið blæðingu sem

getur verið lífshættuleg. Í sumum tilvikum er ekki víst að blæðingin sé augljós.

Ef blæðing sem stöðvast ekki af sjálfu sér kemur fram eða ef einkenni mikilla blæðinga koma fram

(óvenjulegt máttleysi, þreyta, fölvi, sundl, höfuðverkur eða óútskýrður þroti) skaltu tafarlaust hafa

samband við lækninn.

Læknirinn getur ákveðið að fylgjast enn nánar með þér eða skipta í annað lyf.

Hættu að nota Klexane og hafðu strax samband við lækninn eða hjúkrunarfræðing ef einkenni

alvarlegra ofnæmiviðbragða koma fram (t.d. öndunarerfiðleikar, bólga á vörum, munni, í hálsi eða

augum).

Hafðu strax samband við lækninn

Ef einhver merki eru um þrengsli í æðum vegna blóðtappa eins og:

krampakenndir verkir, roði, hiti eða þroti í fótum – þetta eru merki um djúpbláæðasega

andnauð, brjóstverkur, yfirlið eða hósti með blóðugum uppgangi – þetta eru merki um

blóðsegarek til lungna

Ef þú ert með sársaukafull útbrot með dökkrauðum blettum undir húðinni sem hverfa ekki þegar

þrýst er á þá.

Hugsanlega vill læknirinn láta taka blóðpróf til að athuga blóðflagnafjölda.

Listi yfir hugsanlegar aukaverkanir:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Blæðingar

Hækkuð gildi lifrarensíma.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Þú færð auðveldlega marbletti. Það getur verið vegna blóðvandamáls með fækkun blóðflagna

Bleikir blettir á húð. Þeir eru líklegri á svæðum þar sem Klexane hefur verið gefið með

inndælingu

Húðútbrot (kláði, ofsakláði)

Roði í húð með kláða

Mar eða verkur á stungustað

Fækkun rauðra blóðkorna

Mikill fjöldi blóðflagna í blóði

Höfuðverkur.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Skyndilegur svæsinn höfuðverkur. Þetta getur bent til blæðingar í heila

Tilfinning um eymsli og bólgu í maga. Það geta verið blæðingar í maga

Stór, rauð sár á húð með óreglulegri lögun með eða án blaðra

Húðerting (staðbundin erting)

Gul húð eða augnhvíta og dökkt þvag. Þetta getur bent til lifrarvandamála.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Alvarleg ofnæmisviðbrögð. Einkennin geta meðal annars verið: útbrot, kyngingar- eða

öndunarerfiðleikar, bólga á vörum, andliti, hálsi eða tungu

Aukið magn kalíums í blóði. Auknar líkur eru á því hjá þeim sem eru með lifrarsjúkdóm eða

sykursýki. Læknirinn getur athugað þetta með blóðprófum

Aukinn fjöldi rauðkyrninga í blóði. Læknirinn getur athugað þetta með blóðprófum

Hárlos

Beingisnun (auknar líkur eru á beinbroti) eftir langtímanotkun

Náladofi, dofi og vöðvamáttleysi (einkum í neðri hluta líkamans) þegar þú hefur fengið

mænuástungu eða mænudeyfingu

Skert stjórn á þvagblöðru og þörmum (þannig að ekki er hægt að hafa stjórn á þvaglátum og

hægðum).

Hörð fyrirferð eða hnúður á stungustað.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Klexane

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Áfylltu sprauturnar á að geyma við lægri hita en 25°C. Má ekki frjósa.

Áfylltar sprautur sem ekki er búið að opna má geyma fram að þeirri dagsetningu sem tilgreind er á

umbúðunum.

Hettuglösin á að geyma við lægri hita en 25°C.

Órofið hettuglas má geyma fram að þeirri dagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Hettuglas má ekki geyma lengur en í 28 daga eftir að það er tekið í notkun.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Klexane inniheldur

Áfylltar sprautur

Virka innihaldsefnið er enoxaparinnatríum 100 mg/ml

Annað innihaldsefni er sæft vatn.

Hettuglös

Virka innihaldsefnið er enoxaparinnatríum 100 mg/ml

Önnur innihaldsefni eru bezýlalkóhól (15 mg/ml) og sæft vatn.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Sanofi-aventis Norge AS, pósthólf 133, 1325 Lysaker, Noregur.

Framleiðendur

Klexane 100 mg/ml stungulyf, lausn í einnota, áfylltum sprautum

Sanofi Winthrop Industrie, 180, rue Jean Jaurès, 94702 Maisons-Alfort, Frakkland.

Sanofi Winthrop Industrie, Boulevard Industriel, 76580 Le Trait, Frakkland.

Chinoin Pharmaceutical and Chemical Works Private Co. Ltd., Miskolc, Csanyikvölgy,

Ungverjaland.

Klexane 100 mg/ml stungulyf, lausn í hettuglasi

Famar Healthcare Services Madrid, S.A.U., Avda. Leganés 62, Avenida de Leganes 62, 28925

Alcorcon (Madrid), Spánn.

Sanofi-Aventis Deutschland GmbH, Industriepark Höchst, 65926 Frankfurt am Main,

Þýskaland.

Umboð á Íslandi

Vistor hf., s. 535 7000.

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Austurríki Frakkland, Portúgal: Lovenox.

Belgía, Búlgaría, Króatía, Kýpur, Tékkland, Eistland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Írland,

ítalía, Lettland, Litháen, Lúxembourg, Malta, Holland, Pólland, Rúmenía, Slóvakís, Slóvenía, Spánn,

Bretland: Clexane.

Ítalía: Clexane T.

Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, Svíþjóð: Klexane.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í maí 2017.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar>

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is.