Klacid

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Klacid Filmuhúðuð tafla 500 mg
 • Skammtar:
 • 500 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Klacid Filmuhúðuð tafla 500 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • ab182244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Klacid 500 mg filmuhúðaðar töflur

Claritromycin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim

skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Klacid og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Klacid

Hvernig nota á Klacid

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Klacid

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Klacid og við hverju það er notað

Klacid er sýklalyf af flokki makrólíða. Sýklalyf stöðva vöxt ákveðinna baktería sem valda sýkingum.

Klacid töflur eru notaðar til meðferðar á sýkingum:

Sýkingar í lungum, t.d. berkjubólga og lungnabólga.

Sýkingar í hálsi og ennisholum.

Sýkingar í húð og slímhúð, t.d. húðbeðsbólga, hárslíðursbólga eða heimakoma

Klacid er þar að auki notað ásamt öðru lyfi til meðferðar á magasári.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Klacid

Ekki má nota Klacid

ef um er að ræða ofnæmi fyrir claritromycini, öðrum sýklalyfjum í sama flokki (makrólíðar) eins og

t.d. erytromycin eða azithromycin eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú tekur ergotalkalóíða (t.d. ergotamin eða dihydroergotamin töflur) eða notar innöndunarlyf við

mígreni sem inniheldur ergotamin, terfenadin eða astemizol (lyf við frjókornaofnæmi eða öðru

ofnæmi), cisaprid töflur (notað við óþægindum í meltingarfærum), primozid töflur (lyf sem notað er

við ákveðnum geðsjúkdómum) eða tekur inn midazolam (við kvíða eða svefnörðugleikum).

ef þú ert með blóðkalíumlækkum (of lítið kalíum í blóði) eða hjartsláttartruflanir (hjartsláttarónot),

skaltu hafa samband við lækninn áður en þú notar lyfið.

ef þú notar lyf við háu kólesteróli (t.d. lovastatin eða simvastatin).

ef þú tekur ticagrelor (blóðþynningarlyf) eða ranolazín (við hjartaöng)

ef þú tekur colchicin (við gigt).

ef þú ert með alvarlega lifrarbilun ásamt skertri nýrnastarfsemi.

ef þú og/eða einhver í fjölskyldunni er með ákveðin hjartavandamál, sem geta valdið alvarlegum,

óeðlilegum hjartslætti (lengt QT-bil).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Klacid er notað.

Sérstaklega:

ef þú ert með skerta lifrar- og/eða nýrnastarfsemi. Þú skalt hætta meðferðinni og hafa tafarlaust

samband við lækninn ef þú færð einkenni lifrarsjúkdóms t.d. lystarleysi, gulu, dökkt þvag, kláða eða

eymsli í maga.

ef þú notar lyf við þvagsýrugigt (colchicin).

ef þú færð langvarandi eða blóðugan niðurgang meðan á meðferðinni stendur eða eftir að þú hefur

tekið Klacid töflur, skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn. Þetta getur verið alvarlegt og getur

þarfnast meðhöndlunar. Niðurgangurinn getur komið fram allt að 2 mánuðum eftir meðferð með

claritromycini.

ef þú ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, t.d. hjartabilun, hjartsláttartruflanir, mjög hægan hjartslátt eða

of lítið af kalíum eða magnesíum (sölt) í blóði.

ef þú og/eða einhver í fjölskyldunni er með ákveðin hjartavandamál, sem geta valdið alvarlegum,

óeðlilegum hjartslætti (lengt QT-bil).

ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti (sjá Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi).

Notkun annarra lyfja samhliða Klacid

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð.

Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú notar eitthvert eftirtalinna lyfja:

digoxin, kinidin, disopyramid, verapramíl, amlodipín eða diltíazem (lyf við hjartasjúkdómum)

warfarin (blóðþynningarlyf)

ergotamin, dihydroergotamin eða eletriptan (við mígreni)

carbamazepin, valproat eða fenytoin (við flogaveiki eða geðhvörfum (oflæti-þunglyndi))

colchicin (við þvagsýrugigt)

theophyllin (við astma eða lungnaþembu)

terfenadin eða astemizol (við frjókornaofnæmi eða ofnæmi)

triazolam, alprazolam eða midazolam (til inntöku eða inndælingar) - (við kvíða eða sem svefnlyf)

cisaprid eða omeprazol (við óþægindum í meltingarfærum)

primozid eða quetiapín (við geðklofa eða öðrum geðröskunum)

zidovudin, ritonavir, atazanavir, saquinavir, nevirapin, efavirenz eða etravirin (við HIV-sýkingu)

rifabutin (sýklalyf sem er virkt gegn ákveðnum tegundum sýkinga)

itraconazol eða fluconazol (við sveppasýkingum)

sildenafil, tadalafil eða vardenafil (við getuleysi)

tolterodin (til meðferðar á kvillum í þvagblöðru)

methylprednisolon (steri notaður til meðferðar á bólgu)

vinblastin (til meðferðar á krabbameini)

cilostazol (til að bæta blóðrás í fótleggjum)

rifampicin (til meðferðar á berklum)

betalactamsýklalyf (ákveðin tegund penicillins og cephalosporin sýklalyfja)

tacrolimus eða cyklosporin (notuð við líffæraflutning)

fluoxetin (við þunglyndi).

insúlín eða önnur sykursýkilyf, t.d. súlfonýlurealyf, nategliníð eða repagliníð (við sykursýki).

Ef þú þarft að gangast undir svæfingu skaltu láta lækninn vita að þú notir Klacid.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Aðeins má nota Klacid samkvæmt fyrirmælum læknis.

Brjóstagjöf

Konur sem hafa barn á brjósti mega ekki nota Klacid því að Klacid berst í brjóstamjólk. Ráðfærðu þig við

lækni.

Akstur og notkun véla

Klacid getur valdið sundli, rugli og vanáttun. Það getur því haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Vertu vakandi fyrir því hvaða áhrif lyfið hefur á þig.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því

sem getur haft áhrif á slíkt er lyf vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum

er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða

lyfjafræðing.

Klacid inniheldur natríum

250 mg töflur innihalda 3,4 mg natríum.

500 mg töflur innihalda 6,1 mg natríum.

Taka skal tillit til þessa ef þú ert á natríum- eða saltskertu mataræði.

3.

Hvernig nota á Klacid

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið

skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er:

Fullorðnir:

1 tafla 500 mg, 2 sinnum á sólarhring. Fylgið fyrirmælum læknisins.

Þegar Klacid er notað við magasári á að taka 1 töflu, 500 mg, 2-3 sinnum á sólarhring ásamt öðru lyfi.

Skammtinn á að taka á sama tíma á hverjum degi, þar til meðferðin er á enda.

Notkun handa börnum

Klacid töflur eru ekki ætlaðar börnum yngri en 12 ára.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta. Fylgið fyrirmælum læknisins.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband

við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafa skal pakkninguna við höndina.

Ef gleymist að nota Klacid

Ef gleymst hefur að taka einn skammt af Klacid skal taka hann inn eins fljótt og eftir því er munað. Ef komið

er að næsta skammti skal sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp

skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Klacid

Þú mátt ekki hætta að taka Klacid, jafnvel þótt þér líði betur. Mikilvægt er að nota lyfið eins lengi og

læknirinn hefur sagt til um, annars er ekki víst að sýkingin sé að fullu meðhöndluð og getur því tekið sig upp

aftur.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Breytingar á blóði sem geta lýst sér sem þreyta, sýkingar og hiti. Hafið tafarlaust samband við lækni.

Alvarlegt ofnæmi með útbrotum sem koma skyndilega fram, öndunarerfiðleikum og yfirliði. Hafið

tafarlaust samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið í 112 ef þess gerist þörf.

Alvarleg áhrif á lifur ásamt gulu og lifrarbólgu. Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku.

Sýkingar, t.d. sýkingar í meltingarfærum, sveppasýking (þruska) eða annars konar sýking í

leggöngum, sveppasýking og húðbeðsbólga.

Hraður, jafnvel óreglulegur hjartsláttur (púls). Hafið tafarlaust samband við lækni eða bráðamóttöku.

Hringið í 112 ef þess gerist þörf.

Þróttleysi, brjóstverkir, þroti í andliti, almenn óþægindi, sársauki og þorsti. (Hjartastopp). Hafið

tafarlaust samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið í 112 ef þess gerist þörf.

Breytingar á hjartslætti.

Hjartsláttarónot og aukaslög.

Astmi.

Blóðtappi í lungnaæðum (lungnablóðrek).

Brjóstverkir.

Almennur slappleiki, sýkingartilhneiging sérstaklega hálsbólga og hiti vegna breytinga á blóði (of fá

hvít blóðkorn).

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Brisbólga með miklum kviðverkjum og hita. Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku.

Skert nýrnastarfsemi.

Aukaverkanir, þar sem tíðnin er ekki þekkt (líklega mjög sjaldgæfar):

Langvarandi eða blóðugur niðurgangur með kviðverkjum eða hita, sem getur verið einkenni ristilbólgu

(sýndarhimnuristilbólga). Hafið samband við lækni.

Slappleiki, kaldur sviti, svengd, ringlun, jafnvel meðvitundarleysi vegna of lágs blóðsykurs (kemur

einkum fram í tengslum við meðferð við sykursýki með insúlíni eða öðru lyfi). Hafið samband við

lækni.

Geðræn vandamál, t.d. ranghugmyndir (ofskynjanir (ofsjónir)), geðsjúkdómar með

persónuleikabreytingum, geðraskanir, þunglyndi. Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku.

Krampar. Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið í 112 ef þess gerist þörf.

Heyrnarleysi.

Mjög hraður hjartsláttur, veikur hjartsláttur, hjartastopp. Hringið í 112.

Nýrnabólga með verkjum sem liggja niður lendarnar, hiti og blóð í þvagi, nýrnabilun. Hafið samband

við lækni eða bráðamóttöku.

Lifrarbilun með gulu, slappleika, jafnvel meðvitundarleysi. Hafið samband við lækni eða

bráðamóttöku.

Bráð brisbólga með miklum kviðverkjum og hita, (gullitun húðar og augnhvítu, dökkt þvag, ljósar

hægðir, verkir hægra megin í kviðarholi). Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku.

Skyndileg útbrot, öndunarerfiðleikar og yfirlið (innan nokkurra mínútna til nokkurra klukkustunda)

vegna ofnæmis (bráðaofnæmi/bráðaofnæmislost). Getur verið lífshættulegt. Hringið í 112.

Ofnæmisútbrot, stundum ásamt vægum kláða í húð. Í mjög sjaldgæfum tilfellum geta

ofnæmisviðbrögðin tengst lífshættulegu ástandi sem kallast Stevens-Johnson heilkenni (sáramyndun í

munni, á vörum og húð).

Mikil húðflögnun eða drep í húðþekju.

Útbrot með almennum viðbrögðum.

Skemmdir á vöðvavef (rákvöðvalýsa).

Blæðingar í húð og slímhúð, marblettir vegna breytinga á blóði (of fáar blóðflögur). Hafið samband

við lækni eða bráðamóttöku.

Blæðingartilhneiging.

Breytingar á hjartslætti, hraður og jafnvel óreglulegur hjartsláttur. Hafið samband við lækni eða

bráðamóttöku. Hringið í 112 ef þess gerist þörf.

Aukaverkanir sem eru ekki alvarlegar

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum):

Sveppasýking í munni.

Höfuðverkur, breytt lyktarskyn.

Svefnleysi.

Ógleði, niðurgangur, uppköst, meltingartruflanir, kviðverkir.

Bragðskynstruflanir.

Útbrot.

Hækkun lifrargilda.

Aukin svitamyndun. Æðavíkkun.

Aukið þvagefni í blóði.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Áhrif á lifrarstarfsemi (yfirleitt tímabundin).

Uppsöfnun galls í lifur.

Gula.

Vöðvaverkir, liðverkir, vöðvakrampar og vöðvastífleiki.

Húðútbrot, ofsakláði, kláði.

Bólga í húðinni ásamt blöðrum.

Ofnæmi.

Lystarleysi, lystarstol.

Kvíði og taugaóstyrkur.

Sundl og meðvitundarleysi.

Minnkuð meðvitund.

Suð fyrir eyrum (tinnitus) og minnkuð heyrn.

Hreyfitruflanir og skjálfti.

Hægðatregða, munnþurrkur, nábítur, vindgangur, kviðverkir, ógleði og uppköst.

Vanlíðan, kuldahrollur, þreyta, þróttleysi, máttleysi og hiti.

Bólga eða erting í vélinda og vélindabakflæði.

Sársauki í og við endaþarmsop.

Blóðnasir.

Munnbólga og bólga í tungu.

Sjúkdómar tengdir hvítu blóðkornunum.

Aukinn útskilnaður kreatíníns í blóði.

Aukið þvagefni í blóði.

Hækkun lifrarensíma (alkalískur fosfatasi og laktatdehýdrógenasi).

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Tímabundin heyrnarskerðing.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Ringlun, sundl.

Aukaverkanir þar sem tíðnin er ekki þekkt (líklega mjög sjaldgæfar):

Skert bragð- og lyktarskyn.

Tímabundin mislitun tanna og tungu.

Útbrot (ofsakláði) og þroti. Getur verið alvarlegt. Hafið samband við lækni. Þroti í andliti, á vörum eða

tungu getur verið lífshættulegur. Hringið í 112.

Geðræn vandamál, t.d óeðlilegir draumar, ringlun, vistarfirring, óþægilegir draumar eða oflæti.

Þrymlabólur.

Bólga í húð (heimakoma).

Vöðvaslappleiki.

Óeðlilegur litur á þvagi.

Náladofi, jafnvel minnkað húðskyn.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli,

eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem

gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Klacid

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Geymið í upprunalegum umbúðum.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er síðasti

dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um

hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Klacid inniheldur:

Virkt innihaldsefni: claritromycin.

Önnur innihaldsefni eru croscarmellosanatríum, örkristallaður sellulósi, kísiltvíoxíð, polyvidon,

stearinsýra, magnesíumsterat, talkúm, hýprómellósi, hýdroxýprópýlsellulósi, própýlenglýkól,

sorbitanmonooleat, títantvíoxíð (E 171), sorbinsýra, vanillin, gult kinolin (E 104).

Lýsing á útliti Klacid og pakkningastærðir

Útlit:

Klacid 500 mg töflur eru filmuhúðaðar, ljósgular og aflangar.

Pakkningastærðir:

Töflur, 500 mg: 14 stk. og 100 stk.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

BGP Products AB

Box 23033

104 35 Stokkhólmur

Svíþjóð

Framleiðandi

Abbvie S.r.l.

S.R. 148 Pontina km 52 snc

04011 Campoverde di Aprilia (LT)

Ítalía

Umboð á Íslandi

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

í maí 2017.