Ketek

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Ketek
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Ketek
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Sýklalyf fyrir almenn nota,
 • Lækningarsvæði:
 • Ástvini, Háiskirtlabóigu, Bronkítis, Langvarandi, Hálsbólgu, Samfélag Keypti Sýkingar, Lungnabólgu, Bakteríu
 • Ábendingar:
 • Þegar Ketek er ávísað skal íhuga opinbera leiðbeiningar um viðeigandi notkun ofantibacterial lyfja og staðbundna útbreiðslu viðnáms. Ketek er ætlað fyrir meðferð eftirfarandi sýkingum:Í sjúklingar 18 ára og oldercommunity-keypti lungnabólgu, vægt eða í meðallagi. þegar ritgerð sýkingum af völdum þekkt eða grun beta-laktam - og / eða makrólíða-þola stofnar (samkvæmt sögu af sjúklingum eða national og / eða svæðinu mótstöðu gögn) þakið bakteríueyðandi svið telithromycin: bráð versnað langvarandi bronkítis;bráð ástvini;Í sjúklinga á 12 ára og oldertonsillitis / hálsbólgu af völdum Læknafélag pyogenes, sem val þegar beta-laktam sýklalyf eru ekki viðeigandi í löndum / svæði með verulega tíðni makrólíða-S þola. pyogenes, þegar tilstilli ermTR eða mefA.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 25

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000354
 • Leyfisdagur:
 • 08-07-2001
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000354
 • Síðasta uppfærsla:
 • 30-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Ketek 400 mg filmuhúðaðar töflur

Telitrómýsín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Ketek og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Ketek

Hvernig nota á Ketek

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Ketek

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Ketek og við hverju það er notað

Ketek inniheldur virka efnið telitrómýsín.

Ketek er sýklalyf af flokki makrólíða. Sýklalyf stöðva vöxt baktería sem valda sýkingum.

Ketek er ætlað til meðhöndlunar á sýkingum af völdum baktería sem lyfið er virkt gegn.

Hjá fullorðnum er Ketek notað við hálsbólgu, sýkingum í skútum (holrými í beinum í kringum

nefið) og lungnasýkingum hjá sjúklingum með langvarandi öndunarörðugleika og lungnabólgu.

Hjá unglingum 12 ára og eldri er Ketek notað við hálsbólgu.

2.

Áður en byrjað er að nota Ketek

Ekki má taka Ketek:

ef um er að ræða

ofnæmi

fyrir telitrómýsíni, fyrir einhverju sýklalyfi af flokki makrólíða eða

einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6). Ef þú ert í vafa, skaltu leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi.

ef þú ert með

vöðvaslensfár (myasthenia gravis)

, sjaldgæfur sjúkdómur sem veldur

vöðvaslappleika.

ef þú hefur áður verið með lifrarsjúkdóma

(lifrarbólgu

og/eða

gulu)

meðan á meðferð með Ketek

stóð yfir.

ef þú

notar önnur lyf

sem geta lengt QT-bil á hjartarafriti, eins og:

terfenadín eða astemízól (við ofnæmi)

císapríð (við meltingartruflunum)

pímózíð (við geðrænum sjúkdómum).

drónedarón (við gáttatifi)

sakvínavír (meðferð gegn HIV)

ef þú

notar önnur lyf

sem innihalda einhver eftirtalin virk efni:

ergotamín eða tvíhýdróergotamín (töflur eða innúðalyf við mígreni)

ef þú notar ákveðin lyf til að hafa stjórn á

kólesteróli

eða annarri blóðfitu eins og símvastatín,

lóvastatín eða atorvastatín því aukaverkanir þessara lyfja gætu aukist.

ef vitað er að þú eða einhver í fjölskyldunni er með

óeðlilegt hjartarafrit

, sem nefnt er „lengt QT-

bil“.

ef þú ert með

nýrnasjúkdóma

(verulega skerta nýrnastarfsemi) og/eða

lifrarsjúkdóma

(verulega

skerta lifrarstarfsemi) skaltu ekki taka Ketek meðan þú tekur önnur lyf sem innihalda eftirtalin virk

efni:

ketókónasól eða flúkónazól (sveppalyf)

lyf sem kallast próteasa hemill (meðferð gegn HIV).

colchicin (við þvagsýrugigt).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en þú notar Ketek:

ef þú ert með ákveðna

hjartasjúkdóma

eins og kransæðasjúkdóm, hjartsláttartruflanir frá sleglum,

hægslátt (breytingar á hjartslætti eða hjartarafriti) eða ef niðurstöður blóðmælinga eru óeðlilegar,

eins og of lítið kalíum eða magnesíum í blóði vegna sjúkdóma.

ef þú ert með

lifrarsjúkdóm

þú fellur í yfirlið

(missir meðvitund tímabundið).

Talaðu við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing ef þú finnur fyrir óreglulegum hjartslætti.

Hafðu samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing ef þú færð sjóntruflanir (þokusýn,

erfiðleika með sjónstillingu, tvísýni). Þessar sjóntruflanir geta hafist skyndilega og varað í nokkrar

klukkustundir. Þú getur fundið fyrir þeim fáum klukkustundum eftir inntöku á daglegum skammti af

Ketek í fyrsta eða annað skiptið. Þær geta komið aftur þegar þú tekur næsta skammt af Ketek. Þessi áhrif

hverfa vanalega á meðan á meðferð stendur eða eftir að meðferð með Ketek er lokið.

Ef eitthvað af þessu á við um þig, eða þú ert ekki viss, láttu lækninn vita áður en þú byrjar að taka Ketek.

Ef fram kemur mikill eða langvarandi og/eða blóðugur

niðurgangur

meðan Ketek töflur eru teknar eða

eftir að þær hafa verið teknar skal tafarlaust leita ráða hjá lækninum, vegna þess að nauðsynlegt getur

verið að stöðva meðferðina. Þetta getur verið vísbending um bólgusjúkdóm í ristli

(sýndarhimnuristilbólga) sem getur fylgt sýklalyfjameðferð.

Taktu töflurnar fyrir svefn til að draga úr hugsanlegum áhrifum sjóntruflana (sjá einnig kafla 3).

Börn og unglingar

Ekki er mælt með

notkun Ketek handa börnum yngri en 12 ára.

Sjá einnig kaflana „Ekki má taka Ketek“, „Notkun annarra lyfja samhliða Ketek“ og „Akstur og notkun

véla“.

Notkun annarra lyfja samhliða Ketek

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils, þar sem sum þeirra gætu haft áhrif eða orðið fyrir

áhrifum af Ketek.

Eftirtalin

lyf má ekki taka með Ketek:

lyf til að stýra magni

kólesteróls

í blóði eða öðrum blóðfitum svo sem simavstatín, atorvastatín eða

lóvastatín því aukaverkanir lyfjanna gætu aukist.

önnur lyf sem geta

lengt QT bil

á hjartarafriti, eins og:

terfenadín eða astemízól (við ofnæmi)

cisapríð (meltingartruflanir)

pímozíð (geðræn vandamál)

drónedarón (við gáttatifi)

sakvínavír (meðferð gegn HIV)

önnur lyf sem innihalda eitthvert af

eftirtöldum virku efnum:

ergotamín eða díhýdróergotamín (töflur eða innúðalyf við mígreni)

ef þú hefur

nýrnasjúkdóm

(verulega skerta nýrnastarfsemi) og/eða

lifrarsjúkdóm

(verulega skerta

lifrarstarfsemi), önnur lyf sem innihalda eitthvert af

eftirtöldum virkum efnum:

ketokonazól eða flúkónazól (meðferð gegn sveppasýkingum)

lyf kallað próteasa hemill (meðferð gegn HIV)

colchicin (við þvagsýrugigt).

Mikilvægt er að

láta lækninn

vita ef þú tekur:

Lyf sem innihalda fenýtóín og karbamazepín (við flogaveiki)

rífampicín (sýklalyf)

fenóbarbítal eða jóhannesarjurt (jurtalyf notað sem meðferð við vægu þunglyndi)

lyf eins og takrólímus, cíklóspórín og sírólímus (við líffæraflutning)

metóprólól (við hjartasjúkdómum)

sótalól (við hjartasjúkdómum)

rítónavír (lyf við HIV)

lyf sem eru þekkt fyrir að hafa áhrif á hjartsláttinn þinn (lyf sem lengja QT-bil). Meðal þessara lyfja

eru lyf sem eru notuð við óeðlilegum hjartslætti (lyf við hjartsláttaróreglu eins og quinidín,

amíódarón), við þunglyndi (cítalópram, þríhringlaga geðdeyfðarlyf), metadón, sum geðrofslyf

(fenótíazín), sum sýklalyf (flúróquinolón eins og moxifloxasín), sum sveppalyf (flúkónazól,

pentamídín) og sum andveirulyf (telaprevír).

lyf sem innihalda digoxín (við hjartasjúkdómum) eða dabigatran (til að fyrirbyggja blóðtappa)

colchicin (við þvagsýrugigt)

ákveðna kalsíumgangaloka (t.d. verapamíl, nifedipín, felodipín) (við hjartasjúkdómum).

Notkun Ketek með mat, drykk eða áfengi

Ketek má taka með eða án matar.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Ef þú ert barnshafandi

áttu ekki

að taka Ketek, þar sem öryggi lyfsins á meðgöngu hefur ekki verið

staðfest með nægjanlegri vissu. Ef þú ert með barn á brjósti áttu ekki að taka Ketek.

Akstur og notkun véla

Takmarkaðu akstur og aðrar áhættusamar athafnir meðan á meðferð með Ketek stendur. Ef þú færð

sjóntruflanir eða fellur í yfirlið, finnur fyrir ringlun eða skynvillum meðan Ketek er notað áttu ekki að

aka, stjórna stórum vélum eða taka þátt í áhættusömum athöfnum.

Taka Ketek getur valdið aukaverkunum eins og sjóntruflunum, ringlun eða skynvillum sem geta dregið úr

hæfni til að inna ákveðin verkefni af hendi. Í einstaka tilvikum hefur verið skýrt frá yfirliði (tímabundnu

meðvitundarleysi), en almenn einkenni vanlíðunar (t.d. ógleði og magaverkur) geta komið fram fyrir

yfirlið. Þessi einkenni geta jafnvel komið fram strax eftir töku fyrsta skammtsins af Ketek.

3.

Hvernig nota á Ketek

Læknirinn mun segja þér hve margar Ketek töflur á að taka, á hvaða tíma og hve lengi. Notið lyfið alltaf

eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hefðbundin meðferðarlengd er 5 sólarhringar við sýkingum í hálsi, sýkingum í skútum (ennisholum,

kinnholum, nefholum), lungnasýkingum hjá sjúklingum með langvarandi öndunarörðugleika og 7 til

10 sólarhringar við lungnabólgu.

Ráðlagður skammtur af Ketek handa fullorðnum og börnum sem eru 12 ára eða eldri er tvær 400 mg

töflur einu sinni á sólarhring (800 mg einu sinni á sólarhring).

Ef þú ert með nýrnasjúkdóm (verulega skerta nýrnastarfsemi) áttu að taka til skiptis 800 mg (tvær 400 mg

töflur) annan daginn og 400 mg (ein 400 mg tafla) hinn daginn. Hefja skal meðferð með á 800 mg

skammti.

Gleyptu töflurnar í heilu lagi með glasi af vatni.

Best er að taka töflurnar alltaf á sama tíma sólarhringsins. Ef hægt er að koma því við skaltu taka lyfið að

kvöldi áður en gengið er til náða til þess að draga úr hugsanlegum áhrifum sjóntruflana og

meðvitundarleysis.

Ef tekinn er stærri skammtur af Ketek en mælt er fyrir um

Ólíklegt er að nokkuð gerist ef óvart er tekið inn einni töflu of mikið. Ef nokkrar töflur eru teknar inn fyrir

slysni skal hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing. Ef þess er kostur skal sýna lækninum töflurnar

eða umbúðirnar utan af þeim.

Ef gleymist að taka Ketek

Ef gleymist að taka skammt skal taka hann því eins fljótt og unnt er. Ef hins vegar er komið mjög nálægt

þeim tíma sem taka á næsta skammt skal sleppa skammtinum sem gleymdist og taka næstu töflu á réttum

tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef þú hættir að nota Ketek

Ljúka á við skammtinn sem læknirinn ávísaði, jafnvel þótt líðanin batni áður en skammturinn er búinn. Ef

töku taflnanna er hætt of snemma getur sýkingin komið aftur eða hún versnað.

Ef þú hættir töku taflnanna of snemma, eykst einnig hætta á því að bakteríur verði ónæmar fyrir lyfinu.

Ef þér finnst óhjákvæmilegt að hætta töku lyfsins vegna aukaverkana skal strax hafa samband við lækninn

og leita ráðlegginga áður en næsti skammtur er tekinn.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun

lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Flestar eru

þær vægar og tímabundnar en örsjaldan hefur verið greint frá alvarlegum áhrifum á lifur og lifrarbilun,

þ.m.t. dauðsföllum.

Ef vart verður við

einhverjar eftirtaldar aukaverkanir á að hætta töku Ketek og

segja lækninum

samstundis

frá því:

Ofnæmi eða breytingar í húð, svo sem andlitsþroti, almennt ofnæmi að ofnæmislosti meðtöldu eða

alvarlegur sjúkdómur í húð sem lýsir sér með rauðum blettum og blöðrum (tíðni ekki þekkt).

Mikill, langvarandi eða blóðugur niðurgangur, samtímis kviðverkjum eða hita, sem getur verið

vísbending um alvarlegan bólgusjúkdóm í ristli sem getur komið fyrir í tengslum við notkun

sýklalyfja (kemur örsjaldan fyrir).

Vísbendingar og einkenni um lifrarsjúkdóm (lifrarbólgu) sem lýsir sér með því að húð og augu

verða gulleit, þvag verður dökkt og kláði, lystarleysi og kviðverkir geta komið fyrir (sjaldgæfar).

-

Sjúkdómur, sem nefnist vöðvaslensfár (myasthenia gravis) versnar, sjaldgæfur sjúkdómur sem

veldur vöðvaslappleika (tíðni ekki þekkt).

-

Óreglulegur hjartsláttur

Við framangreindum alvarlegum aukaverkunum getur verið þörf fyrir tafarlausa læknismeðferð.

Hinar aukaverkanirnar, sem tilgreindar eru hér á eftir, eru taldar upp ásamt mati á tíðni þeirra við notkun

Ketek.

Mjög algengar

aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

-

niðurgangur, venjulega vægur og tímabundinn.

Algengar

aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

ógleði, uppköst, kviðverkir, uppþemba (vindgangur)

sundl, höfuðverkur, breytt bragðskyn

-

Candida

sýking í fæðingarvegi (sveppasýking sem lýsir sér með staðbundnum kláða, sviða og

hvítri útferð)

aukning lifrarensíma (sést við blóðrannsókn).

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum) eða mjög sjaldgæfar

aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

hægðatregða, lystarleysi

munnbólga,

Candida

sýking í munni (sveppasýking)

lifrarbólga

útbrot, ofsakláði, kláði, exem

sljóleiki, erfiðleikar við að sofna (svefnleysi), taugaveiklun, svimi

náladofi í höndum og fótum

sjóntruflanir (þokusýn, erfiðleikar með sjónstillingu, tvísýni) (vinsamlega lesa kafla 2)

andlitsroði, yfirlið (tímabundið meðvitundarleysi)

breytingar á hjartsláttartíðni (t.d. hægsláttur) eða óeðlilegt hjartarafrit

lágur blóðþrýstingur

fjölgun ákveðinnar tegundar hvítra blóðkorna, sést við rannsóknir á blóði (eósínfíklafjöldi).

Aukaverkanir sem

koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

breytingar á lyktarskyni, sinadráttur.

Viðbótaraukaverkanir (tíðni ekki þekkt – ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum) sem geta

komið fram við notkun Ketek eru:

skjálfti, krampar

óeðlilegt hjartarafrit, sem nefnt er lengt QT-bil

bólgið bris (brisbólga).

lið- og vöðvaverkir

rugl

ofskynjanir (sjá eða heyra hluti sem ekki eru til staðar)

skert bragð- og lyktarskyn

lifrarbilun.

Ef einhverjar þessara aukaverkana valda óþægindum, eru slæmar eða hverfa ekki eftir því sem líður á

meðferðina, skal segja lækninum frá því.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, skurðlækninn eða sjúkraþjálfarann vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V*. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Ketek

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um

hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Ketek inniheldur

Virka efnið er telitrómýsín. Hver tafla inniheldur 400 mg af telitrómýsíni.

Önnur innihaldsefni eru örkristallaður sellulósi, póvídón (K25), kroskaramellósanatríum og

magnesíumsterat í töflukjarnanum sem og talkúm, makrógól (8.000), hýprómellósa (6 cp),

títantvíoxíð (E171), gult járnoxíð (E172) og rautt járnoxíð (E 172) í filmuhúðinni.

Lýsing á útliti Ketek og pakkningastærðir

Ketek 400 mg töflur eru ljósappelsínugular, aflangar, kúptar á báðum hliðum, auðkenndar „H3647“ á

annarri hliðinni og „400“ á hinni hliðinni.

Ketek töflur eru fáanlegar í þynnupakkningum. Í hverri bólu á þynnunni eru tvær töflur.

Pakkningar með 10, 14, 20 og 100 töflum eru fáanlegar. Ekki er víst að allar pakkningar séu

markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi Ketek er:

Aventis Pharma S.A.

20 Avenue Raymond Aron

F-92160 ANTONY

Frakkland

Framleiðandi Ketek er:

S.C. Zentiva S.A.

B-dul Theodor Pallady nr. 50, sector 3, Bucureşti, cod 032266, Rúmenía.

België/Belgique/Belgien

Sanofi Belgium

Tél/Tel: +32 (0)2 710 54 00

Lietuva

UAB «SANOFI-AVENTIS LIETUVA»

Tel: +370 5 2755224

България

SANOFI BULGARIA EOOD

Тел.: +359 (0)2 970 53 00

Luxembourg/Luxemburg

Sanofi Belgium

Tél/Tel: +32 (0)2 710 54 00 (Belgique/Belgien)

Česká republika

sanofi-aventis, s.r.o.

Tel: +420 233 086 111

Magyarország

SANOFI-AVENTIS Zrt.

Tel.: +36 1 505 0050

Danmark

sanofi-aventis Denmark A/S

Tlf: +45 45 16 70 00

Malta

Sanofi Malta Ltd.

Tel: +356 21493022

Deutschland

Sanofi-Aventis Deutschland GmbH

Tel: +49 (0)180 2 222010

Nederland

sanofi-aventis Netherlands B.V.

Tel: +31 (0)182 557 755

Eesti

sanofi-aventis Estonia OÜ

Tel: +372 627 34 88

Norge

sanofi-aventis Norge AS

Tlf: +47 67 10 71 00

Ελλάδα

sanofi-aventis AEBE

Τηλ: +30 210 900 16 00

Österreich

sanofi-aventis GmbH

Tel: +43 1 80 185 – 0

España

sanofi-aventis, S.A.

Tel: +34 93 485 94 00

Polska

sanofi-aventis Sp. z o.o.

Tel.: +48 22 280 00 00

France

sanofi-aventis France

Tél: 0 800 222 555

Appel depuis l’étranger : +33 1 57 63 23 23

Portugal

Sanofi - Produtos Farmacêuticos, Lda.

Tel: +351 21 35 89 400

Hrvatska

sanofi-aventis Croatia d.o.o.

Tel: +385 1 600 34 00

România

Sanofi Romania SRL

Tel: +40 (0) 21 317 31 36

Ireland

sanofi-aventis Ireland Ltd. T/A SANOFI

Tel: +353 (0) 1 403 56 00

Slovenija

sanofi-aventis d.o.o.

Tel: +386 1 560 48 00

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

sanofi-aventis Pharma Slovakia s.r.o.

Tel: +421 2 33 100 100

Italia

Sanofi S.p.A.

Tel: 800.536389

Suomi/Finland

Sanofi Oy

Puh/Tel: +358 (0) 201 200 300

Κύπρος

sanofi-aventis Cyprus Ltd.

Τηλ: +357 22 871600

Sverige

Sanofi AB

Tel: +46 (0)8 634 50 00

Latvija

sanofi-aventis Latvia SIA

Tel: +371 67 33 24 51

United Kingdom

Sanofi

Tel: +44 (0) 845 372 7101

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í <MM/ÁÁÁÁ> <mánuður ÁÁÁÁ>

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is