Kaliumklorid B. Braun

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Kaliumklorid B. Braun Innrennslisþykkni, lausn 1 mmol/ml
 • Skammtar:
 • 1 mmol/ml
 • Lyfjaform:
 • Innrennslisþykkni, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Kaliumklorid B. Braun Innrennslisþykkni, lausn 1 mmol/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 3f662759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Kaliumklorid B. Braun 1 mmól/ml innrennslisþykkni, lausn.

kalíumklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Kaliumklorid B. Braun og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Kaliumklorid B. Braun

Hvernig nota á Kaliumklorid B. Braun

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Kaliumklorid B. Braun

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Kaliumklorid B. Braun og við hverju það er notað

Kaliumklorid B.Braun er þykkni með kalíumklóríði.

Það er notað til að gefa þér kalíum,

þegar þig skortir kalíum, sérstaklega þegar skortinum fylgir óhóflega mikill basi og óeðlilega

lítið magn klóríðs í blóðinu (blóðlýting af völdum blóðklóríðlækkunar)

sem hluta af næringargjöf í æð, þegar þú ert ófær um að borða mat á venjulegan hátt.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Kaliumklorid B. Braun

Ekki má nota Kaliumklorid B. Braun

ef þú ert með óeðlilega mikið magn af kalíum eða klóríði í blóðinu (blóðkalíumhækkun,

blóðklóríðhækkun)

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Kaliumklorid B.Braun er notað.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Kaliumklorid B.Braun

ef þú ert með hjartasjúkdóm

ef þú ert með sjúkdóm þar sem algengt er að útskilnaður kalíums með þvagi sé minnkaður, eins

og skerta nýrnastarfsemi, Addisons sjúkdóm (tiltekinn sjúkdóm í nýrnahettum) eða

sigðkornablóðleysi (arfgengan sjúkdóm í rauðum blóðkornum). Ef nýrnastarfsemi er verulega

skert eða ef þú ert í blóðskilun, mun læknirinn ráðfæra sig við nýrnasérfræðing áður en hann

gefur þér lyfið

ef þú tekur eða færð lyf sem dregur úr útskilnaði kalíums með þvagi. Til dæmis ef þú tekur:

ákveðin lyf sem auka þvagflæði (þvagræsilyf)

ákveðin blóðþrýstingslyf (angíótensín II viðtakablokkar, ACE-hemlar)

ef þú tekur eða færð lyf sem geta haft áhrif nýrnastarfsemi (t.d. ákveðin lyf sem bæla bólguferli)

ef þú ert í losti (lífshættulegt ástand sem einkennist af blóðþrýstingslækkun, kaldri húð, hröðum

hjartslætti og óreglulegri öndun, sem getur t.d. orðið eftir að viðkomandi hefur misst mikið

blóð, fengið alvarleg brunasár eða fengið ofnæmisviðbrögð)

ef þú ert með alvarlegar vefjaskemmdir eins og brunasár

ef þú ert með sjúkdóm sem veldur vöðvaslappleika og stundum hærra gildi kalíums í blóði

(bilkvæm lömun með blóðkalíumhækkun)

Læknirinn mun hafa þessi atriði í huga áður og meðan á meðferð með þessu lyfi stendur.

Ef þú færð þetta lyf vegna þess að þig skortir kalíum, færðu í upphafi innrennsli án glúkósa á sama

tíma vegna þess að glúkósi getur dregið enn frekar úr kalíummagninu.

Á meðan þú færð þetta lyf verður fylgst með magni blóðsalta og sýru-basa jafnvægi. Það verður gert

til þess að tryggja að þau séu eðlileg. Ennfremur verður haft eftirlit með með hjartalínuritit þínu.

Tryggt verður að lausnin sé gefin í bláæð til að koma í veg fyrir vefjaskemmdir.

Ef þú færð lyfið vegna þess að þig skortir kalíum, er venjan að læknirinn gefi þér lyfið með því að

nota innrennslisdælu.

Fylgst verður náið með öldruðum sjúklingum sem eru líklegri til að vera með hjarta- og

nýrnasjúkdóma meðan á meðferð stendur og skammturinn verður vandlega stilltur.

Ef þú ert mjög vannærð/-ur, þ.e. hefur ekki fengið nægan mat, þá ertu í hættu að fá heilkenni sem

kallast „Endurnæringarheilkenni (refeeding syndrome)“. Læknirinn mun hafa nákvæmt eftirlit með þér

og eykur næringarinntöku þína hægt.

Notkun annarra lyfja samhliða Kaliumklorid B. Braun

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Einkum mun læknirinn taka tillit til þess ef um er að ræða:

Lyf til meðferðar við veikleika í hjarta (hjartaglýkósíð, t.d. dígoxín):

Áhrif þessara lyfja minnka þegar kalíummagn í blóðinu eykst. Áhrifin aukast (hugsanlega með

óreglulegum hjartslætti) þegar kalíummagn í blóðinu minnkar.

Lyf sem draga úr útskilnaði kalíums með þvagi:

Þessi lyfjaflokkar er m.a.

ákveðin lyf sem auka þvagflæðið (kalíumsparandi þvagræsilyf eins og tríamteren, amílóríð,

spírónólaktón)

ákveðin lyf við háum blóðþrýstingi (angíótensín II-viðtakablokkar eða ACE-hemlar)

lyf sem bæla ónæmiskerfið (takrólímus, cíklósporín)

ákveðin lyf sem notuð eru sem verkjalyf eða til að meðhöndla bólgu (bólgueyðandi lyf sem

eru ekki sterar)

blóðþynningarlyf (heparín)

Sé kalíum gefið samhliða þessum lyfjum getur það leitt til mjög mikils kalíummagns í blóðinu.

Þetta getur haft áhrif á hjartsláttinn.

Lyf sem auka útskilnað kalíums með þvagi:

Eftirtalin lyf geta aukið útskilnað kalíums með þvagi:

– ákveðið hormón (nýrnahettubarkarhormón (ACTH))

– ákveðin lyf við bólgu (barkstera)

– ákveðin lyf sem auka þvagflæði (hávirkni þvagræsilyf)

Samhliða gjöf kalíums með þessum lyfjum getur valdið því að þú fáir rangan skammt af kalíum þar

sem það kalíum sem er gefið mun hverfa fljótar úr líkamanum en venjulega.

Súxametoníum (vöðvaslakandi lyf sem notað er við almennar svæfingar):

Samhliða kalíumgjöf með þessum lyfjum getur einnig valdið því að magn kalíums í blóðinu

verður mjög mikið. Þetta getur haft áhrif á hjartsláttinn.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Hingað til hefur ekki verið tilkynnt um skaðleg áhrif eða áhættu í tengslum við notkun lyfsins hjá

þunguðum konum.

Læknirinn mun gefa þér kalíumklóríð með varúð og eingöngu þegar nauðsyn krefur.

Brjóstagjöf

Það má nota kalíumklóríð innrennslisþykkni á meðan brjóstagjöf stendur.

Akstur og notkun véla

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Lyfið hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.

Hvernig nota á Kaliumklorid B. Braun

Kaliumklorid B.Braun er gefið eftir þynningu með hentugri lausn. Það er gefið í gegnum holnál eða

granna slöngu í bláæð (innrennsli í bláæð).

Skammtur

Læknirinn reiknar út það magn sem þú færð samkvæmt gildum blóðsalta, sýru-basa jafnvægi, aldri og

einstaklingsbundnum þörfum þínum.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið samband við lækni eða

lyfjafræðing ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Ólíklegt er að þú munir fá of mikið af lyfinu. Læknir eða heilbrigðisstarfsmaður munu fylgjast með

gjöf lyfsins.

Einkenni

Ofskömmtun kann að leiða til óeðlilega mikils kalíummagns með þeim aukaverkunum sem taldar eru

upp hér fyrir neðan. Aukaverkanir eru líklegri til að eiga sér stað ef blóðið er súrt (blóðsýring) eða við

nýrnakvilla.

Hjarta og blóðrás:

hægur hjartsláttur eða jafnvel hjartastopp

breytingar á hjartalínuriti

blóðþrýstingsfall

endurdreifing blóðrásarblóðs frá útlimum til höfuðs og bols

Vöðvar og taugakerfi:

þróttleysi

þreyta

ruglástand

þyngsli í útlimum

vöðvakippir

skert tilfinning

lömun

Meðferð

Ef ofskömmtun á sér stað verður innrennslið stöðvað tafarlaust og læknirinn mun veita þér alla

nauðsynlega meðferð.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi aukaverkanir geta verið alvarlegar. Ef einhverjar af eftirfarandi aukaverkunum

koma fram, skaltu tafarlaust hafa samband við lækni.

uppsöfnun á súrum efnum í blóðinu (blóðsýring) (tíðni ekki þekkt)

óeðlilega mikið magn klóríðs í blóðinu (blóðklóríðhækkun) (tíðni ekki þekkt)

óreglulegur hjartsláttur (hjartsláttartruflanir, afleiðing af óeðlilega hraðri gjöf) (tíðni ekki þekkt)

Aðrar aukaverkanir

ógleði (tíðni ekki þekkt)

viðbrögð á stungustað, þ.m.t. staðbundnir verkir, erting eða bólga í bláæðum (segabláæðabólga)

og vökvaleki í vefina (utanæðablæðing) (tíðni ekki þekkt)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Kaliumklorid B. Braun

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Má eingöngu nota ef lausnin er tær, litlaus og ílátið og lok þess eru óskemmd.

Lyfið er fáanlegt í einnota ílátum. Eftir notkun skal farga ílátinu og öllu ónotuðu innihaldi.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Kaliumklorid B. Braun inniheldur

Virka innihaldsefnið er kalíumklóríð.

1 ml af lausn inniheldur 74,5 mg af kalíumklóríði sem samsvarar 1 mmóli af kalíum og 1 mmóli

af klóríði.

Ein 20 ml lykja inniheldur 1,49 g af kalíumklóríði.

Eitt 50 ml hettuglas inniheldur 3,73 g af kalíumklóríði

Annað innihaldsefni er vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Kaliumklorid B. Braun og pakkningastærðir

Kaliumklorid B.Braun er þykkni til framleiðslu á innrennslislyfi, lausn. Þynna þarf lyfið fyrir notkun

og það er gefið með innrennsli í bláæð.

Lyfið er tær, litlaus vatnslausn.

Kaliumklorid B.Braun er fáanlegt í:

Plastlykjum úr pólýetýleni, innihald: 20 ml

Pakkningastærð: 20 x 20 ml

Hettuglösum úr gleri sem lokað er með gúmmítappa, innihald: 50 ml

Pakkningastærð: 20 x 50 ml

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

B. Braun Melsungen AG

Carl-Braun-Strasse 1

34212 Melsungen

Þýskalandi

Póstfang:

34209 Melsungen

Þýskalandi

Framleiðandi

B. Braun Melsungen AG

Carl-Braun-Strasse 1

34212 Melsungen, Þýskalandi

eða

B. Braun Medical S.A.

Carretera de Terrassa 121

08191 Rubi (Barcelona), Spáni

Ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa:

Actavis Group hf

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfirði

Sími 550 3300

Netfang actavis@actavis.is

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í apríl 2018.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki.:

Sjá samantekt á eiginleikum lyfsins til að fá allar upplýsingar um lyfið.