Kóvar

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Kóvar Tafla 2 mg
 • Skammtar:
 • 2 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Kóvar Tafla 2 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • d9182244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Kóvar 2 mg töflur

Warfarín natríum

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Kóvar og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Kóvar

Hvernig nota á Kóvar

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Kóvar

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Kóvar og við hverju það er notað

Kóvar inniheldur virka efnið warfarín, sem dregur úr myndun blóðstorkuþátta. Kóvar er notað til að

meðhöndla blóðtappa og til þess að að koma í veg fyrir myndun þeirra.

2.

Áður en byrjað er að nota Kóvar

Ekki má nota Kóvar

ef um er að ræða ofnæmi fyrir warfaríni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert barnshafandi, á fyrstu 3 mánuðum og síðustu 4 vikum meðgöngu.

ef þú ert með mikið skerta lifrarstarfsemi

ef þú hefur aukna tilhneigingu til blæðinga og

blæðingar í maga, þörmum eða æðahnúta í vélinda

slagæðagúlp

mikil sár þar með talin eftir skurðaðgerðir

mikla æðakölkun eða mjög háan blóðþrýsting

bólgu í hjartanu af völdum baktería

heilaæðasjúkdóm, blæðandi heilablóðfall

blæðingu sem hefur klíníska þýðingu

innan 72 klst. frá stórri skurðaðgerð sem fylgir hætta á alvarlegri blæðingu

þarft að fara í beinmergs- eða mænustungu

innan 48 klst. frá fæðingu

notar lyf sem geta aukið blæðingahættu.

Þú mátt ekki nota náttúrulyf sem innihalda Jóhannesarjurt (

Hypericum perforatum)

á meðan þú tekur

Kóvar.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Kóvar er notað.

Hætta á blæðingum eykst hjá þeim sem nota Kóvar. Áhættan er þó minni ef meðferðinni er vel

stjórnað. Læknirinn mun því fylgjast með blóðstorku þinni við upphaf meðferðarinnar og

reglulega meðan á henni stendur.

Ef þú þarft að fá sprautu, fara í aðgerð eða láta draga úr þér tönn skaltu segja lækninum eða

tannlækninum að þú takir Kóvar.

Margir þættir geta haft á á verkun Kóvar, til dæmis of- eða vanstarfsemi skjaldkirtils,

þyngdartap eða þyngdaraukning, hár aldur, skert nýrnastarfsemi, háþrýstingur sem ekki hefur

náðst stjórn á, sjúkdómur í heilaæðum, alvarlegur hjartasjúkdómur, byltur, blóðleysi, illkynja

sjúkdómar, áverki, fita og olíur, hjartabilun og að hætta reykingum.

Verkun Kóvar getur einnig breyst af bráðum sjúkdómi t.d. niðurgangi eða uppköstum. Þú skalt

því hafa samband við lækninn ef þú veikist.

Blæðingarhætta er meiri, einkum frá maga og þörmum, við samtímis notkun verkjalyfja

(bólgueyðandi verkjalyfja sem ekki eru sterar (NSAID) og asetýlsalisýlsýru). Ráðfærðu þig við

lækninn.

Ef þú hefur lent í því að lyf verka öðruvísi á þig en annað fólk skaltu tala við lækninn. Þetta gæti

líka átt við Kóvar.

Við blóð- og þvagprufur skaltu alltaf láta vita að þú takir Kóvar. Það getur haft áhrif á

rannsóknarniðurstöðurnar.

Mikilvægt er að fylgja ráðleggingum læknis um hvernig lágmarka megi hættu á blæðingum og láta

lækninn vita strax af öllum einkennum blæðinga.

Notkun annarra lyfja samhliða Kóvar

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils, lyf keypt í útlöndum, náttúrulyf, vítamín í

stórum skömmtum og steinefni og einnig fæðubótarefni. Leitið ráða hjá lækninum áður en samhliða

meðferð er hafin með öðrum lyfjum og einnig ef skammtastærð lyfja er breytt eða notkun þeirra hætt.

Lyf sem geta haft milliverkun við Kóvar:

lyf við sjúkdómum í hjarta eða blóðrás (amíódarón, própafenón, bósentan, abciximab,

eptifíbatíð, klópídógrel, heparín, tírófíban, etacrynsýra, kínidín, ezetimíb)

lyf við hækkuðu kólesteróli (kólestýramín, simvastatín, flúvastatín, gemfibrozíl, rosuvastatín,

klófíbrat, fíbröt)

lyf við offitu (orlistat)

barksterar

hormón (testósterón, vefaukandi sterar, stamozól, nandrólón, oxýmetólón o.fl.,

skjaldkirtilshormón, danazól)

sykursýkilyf (tolbútamíð, metformín, glúkagonlyf)

getnaðarvarnarlyf til inntöku

lyf við sýkingum (díkloxacillín, penicillín, kloxacillín, ampicillín, nafcillín, rifampisín,

míkónazól, cíprófloxacín, norfloxacín, levófloxacín, azitrómýsín, klaritrómýsín, erýtrómýsín,

klóramfeníkól, súlfametoxazól, trímetóprim/súlfametoxazól, nalidixinsýra, levamisól,

cefalósporín, cefamandól, latamoxef, tetracýklín, doxýcýklín)

sveppalyf (flúkónazól, ítrakónazól, ketókónazól, metrónídazól, griseofulvín, terbinafín)

lyf við HIV veirusýkingum (rítónavír, lopinavír, nevirapín)

lyf við maga- eða skeifugarnarsári eða vélindabakflæði (ómeprazól, esómeprazól, pantóprazól,

címetidín, súkralfat)

verkjastillandi lyf og bólgueyðandi gigtarlyf (parasetamól, fenýlbútazón, tramadól,

asetýlsalisýlsýra, díflúnísal, mefanamicsýra, flúrbíprófen, píroxikam, súlindac,

dextróprópoxýfen, indómetacín og hugsanlega azaprópazón)

gigtarlyf (leflúnómíð)

flogaveikilyf (karbamazepín, fenóbarbital, fenýtóín, fosfenýtóín, primídón)

svefnlyf (glútetimíð)

þunglyndislyf (amitriptylín, nortriptylín, flúoxetín, flúvoxamín, paroxetín, sertralín)

lyf við athyglisbresti með ofvirkni (metýlfenidat)

lyf notuð í tengslum við krabbameinsmeðferð (amínóglútetímíð, azatíóprín, flúorouracil,

capecítabín, imatiníb, ifosfamíð, tamoxífen, etoposíð, aprepitant)

astmalyf (zafírlúkast)

lyf við þvagsýrugigt (allópúrínól, merkatópúrín)

hóstastillandi lyf (noscapín)

lyf við áfengissýki (dísúlfíram)

náttúrulyf (Jóhannesarjurt, ginseng)

fæðubótarefni sem innihalda A, E og K-vítamín, cóensím Q10, kamillu, Ginkgo, hvítlauk,

glúkósamín

Ekki má nota fíbrínleysandi lyf svo sem streptókínasa og alteplasa hjá sjúklingum sem fá Kóvar.

Einnig þarf að forðast notkun eða gæta varúðar við notkun eftirtalinna lyfja:

Súlfínpýrazón

Trombínhemlar svo sem bívalirúdín, dabigatran

Tvípýrídamól

Fondaparinux, rívaroxaban

Glýkóprótein IIb/IIIa viðtakahemlar

Prostacýklín

Notkun Kóvar með mat eða drykk

Taktu Kóvar töflur með glasi af vatni.

Forðastu áfengi þar sem það getur haft áhrif á virkni Kóvar. Mikil breyting á mataræði (t.d. yfir í

grænmetisfæði) getur haft áhrif á virkni Kóvar. Ráðfærðu þig við lækninn.

Virkni Kóvar getur breyst ef þú neytir trönuberja, lárperu (avókadó), hvítlauks eða fæðu sem

inniheldur K-vítamín (t.d. hvítkál, spergilkál (brokkólí) og spínat).

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Konur á barneignaraldri sem taka warfarín töflur eiga að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð

stendur.

Kóvar má alls ekki nota 3 fyrstu mánuði og 4 síðustu vikur meðgöngu. Tímabilið þar á milli ætti

aðeins að taka Kóvar eftir að hafa rætt við lækninn þar sem að það getur valdið vansköpunum og

blæðingum hjá fóstri. Einnig getur orðið fósturlát.

Kóvar má nota meðan á brjóstagjöf stendur.

Akstur og notkun véla

Kóvar hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Kóvar inniheldur mjólkursykur

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Kóvar

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Takið lyfið alltaf á sama tíma dags.

Ráðlagður skammtur er

Fullorðnir:

Skammtar eru einstaklingsbundnir, fara eftir sjúkdómnum sem verið er að meðhöndla og hvernig

Kóvar verkar á þig. Læknirinn þinn ákveður skammtinn sem þú átt að taka og hversu lengi þú átt að

taka lyfið. Meðan á meðferðinni stendur þarft þú að fara reglulega í blóðprufur til að fylgjast með

blóðstorkunni (INR-mæling).

Notkun handa börnum

Skammturinn fer eftir þyngd og ástandi barnsins. Fylgið ráðleggingum læknisins.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Einkenni ofskömmtunar eru aukin tilhneiging til blæðinga, blóðnasir, tannholdsblæðingar, fölvi,

blóðsöfnun við liði og á rasskinnum, blóð í þvagi og hægðum, bakverkir, blæðing í vörum, blæðing í

slímhúð, magaverkir, uppköst og punktblæðingar. Síðar getur lömun komið fram (vegna

heilablæðingar), yfirlið vegna mikillar blæðingar og dauði.

Ef gleymist að taka Kóvar

Ekki má tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Kóvar

Þú mátt einungis gera hlé á lyfjatökunni eða hætta henni í samráði við lækninn.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hringið í 112 eða leitið tafarlaust til læknis eða á bráðamóttöku ef alvarlegar aukaverkanir koma fram.

Segðu lækninum tafarlaust ef þú færð eftirtalda aukaverkun:

Húðútbrot með verkjum. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur warfarín valdið alvarlegum húðkvillum,

þar með talinn er einn sem kallaður er æðakölkunar- og húðdrepskvilli (calciphylaxis). Hann getur

byrjað með kvalafullum húðútbrotum en síðan valdið öðrum alvarlegum fylgikvillum. Þessi

aukaverkun kemur oftar fyrir hjá sjúklingum með langvarandi nýrnasjúkdóm en öðrum.

Mjög algengar aukaverkanir

(koma fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sem taka lyfið):

Blæðing: Til dæmis blóðnasir, marblettir sem koma auðveldlega, blóð í þvagi, blóðhósti,

tannholdsblæðing, blæðing í meltingarvegi, blæðing frá fæðingarvegi, blæðing í táru augans,

langvarandi blæðing eftir aðgerðir eða áverka (getur verið alvarleg).

Algengar aukaverkanir

(koma fram hjá 1-10 af hverjum 100 sem taka lyfið):

Aukið næmi fyrir virka efninu eftir langvarandi notkun.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fram hjá 1-10 af hverjum 1.000 sem taka lyfið):

Fölvi og þreyta vegna blóðleysis (getur verið alvarlegt), uppköst, magaverkir, ógleði og niðurgangur.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fram hjá 1-10 af hverjum 10.000 sem taka lyfið):

Gula (alvarleg), verkir í mjöðm e.t.v. ásamt hita eða blóði í þvagi vegna nýrnabólgu eða nýrnasteina

(alvarlegt), ofnæmisviðbrögð (geta verið alvarleg), æðabólga (getur verið alvarleg), exem, drep, útbrot,

ofsakláði, kláði og hárlos.

Koma örsjaldan fyrir

(koma fram hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sem taka lyfið):

Kólesteról segarek sem getur valdið blóðtappa (alvarlegt).

Tíðni ekki þekkt

Purpuri, roðaþotslíkir þrútnir flekkir í húð sem valda flekkblæðingum, sýkingum og drepi í húð. Hiti.

Blæðingar í endaþarmi og meltingarvegi, blæðingar í brjóstholi. Blóð í þvagi og saur (sortusaur).

Brisbólga. Heilkenni blárra táa. Kóvar getur auk þess valdið aukaverkunum sem þú tekur að jafnaði

ekki eftir. Það geta verið breytingar sem koma fram í rannsóknum á t.d. blóðhag, starfsemi lifrarinnar

og kólesteróli, sem ganga til baka þegar meðferðinni er hætt.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Kóvar

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Kóvar inniheldur

Virka innihaldsefnið er warfarín natríum.

Hjálparefni eru dextröt, laktósaeinhýdrat, natríumkroskarmellósa, magnesíum sterat, vatnsfrí

kísilkvoða.

Lýsing á útliti Kóvar og pakkningastærðir

Hvítar, hringlaga, flatar töflur, 8 mm í þvermál, deilistrik á öðrum fleti.

Töflunni má skipta í jafna helminga.

Pakkningastærð: 100 töflur.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC ehf.

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfirði

sími 550 3300, bréfasími 550 3301

Framleiðandi

Actavis ehf.

Reykjavíkurvegi 78

220 Hafnarfirði

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í september 2016.