Kåvepenin

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Kåvepenin Filmuhúðuð tafla 800 mg
 • Skammtar:
 • 800 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Kåvepenin Filmuhúðuð tafla 800 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 78182244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Kåvepenin 250 mg filmuhúðaðar töflur

Kåvepenin 500 mg filmuhúðaðar töflur

Kåvepenin 800 mg filmuhúðaðar töflur

Kåvepenin 1 g filmuhúðaðar töflur

Fenoximetylpenicillínkalíum

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Kåvepenin og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Kåvepenin

Hvernig nota á Kåvepenin

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Kåvepenin

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Kåvepenin og við hverju það er notað

Virka efnið í Kåvepenin, fenoximetylpenicillín er penicillin (sýklalyf) sem hindrar bakteríur í að byggja

upp eðlilegan frumuvegg. Ef frumuveggur er óstarfhæfur drepst bakterían fljótt.

Kåvepenin er notað við hálsbólgu, tannrótarbólgu, lungnabólgu, bólgum í ennisholum, eyrnabólgu,

bakteríusýkingum í húð og undirhúð (t.d. bólga í bandvef, Borreliasýking).

2.

Áður en byrjað er að nota Kåvepenin

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Kåvepenin

ef um er að ræða ofnæmi fyrir penicillini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Kåvepenin er notað.

Ef þú ert með ofnæmi fyrir cefalosporinum (annar flokkur sýklalyfja) skaltu ráðfæra þig við lækni áður en

Kåvepenin er notað.

Ef þú færð skyndilega útbrot, hita og/eða andlitsbjúg skal stöðva meðferð og hafa samband við lækni.

Notkun annarra lyfja samhliða Kåvepenin

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð.

Kåvepenin getur milliverkað við önnur lyf:

sum lyf við krabbameini og truflunum í ónæmiskerfinu (metotrexat)

lyf við gigt (probenecíd).

Notkun Kåvepenin með mat eða drykk

Kåvepenin verkar best ef það er tekið á fastandi maga, eða minnst 1 klukkustund fyrir eða

2 klukkustundum eftir máltíð.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Engin áhætta er þekkt af notkun Kåvepenin á meðgöngu.

Fenoximetylpenicillin berst í brjóstamjólk en verkun á barnið er ekki talin líkleg.

Akstur og notkun véla

Engin áhrif eru þekkt á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta

við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Kåvepenin

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn ákveður skammtastærðir sem henta þér sérstaklega. Skammtastærð fer eftir gerð sýkingar og

líkamsþyngd.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) til að lagt sé mat á hættuna og fá

ráðleggingar.

Ef gleymist að nota Kåvepenin

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Kåvepenin

Þó líðan batni strax fáum dögum eftir að byrjað er að taka lyfið, er mikilvægt að ljúka meðferðinni

samkvæmt fyrirmælum læknisins.

Annars getur eitthvað af bakteríunum lifað af og sýkingin blossað upp

að nýju.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum):

Magaóþægindi, fyrst og fremst ógleði

eða niðurgangur, útbrot.

Sjaldgæfar(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum):

Ofnæmi ásamt hita og/eða

liðverkjum. Ofsakláði. Blóðbreytingar (fjölgun eósínfíkla).

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum):

Alvarlegt ofnæmi

(bráðaofnæmi).

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum):

Kláði.

Við langvarandi eða mikinn niðurgang skal einnig hafa samband við lækni.

Kláði í leggöngum getur komið fram af völdum sveppaofvaxtar.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki

er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um

öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Kåvepenin

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir Fyrnist.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki

um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Kåvepenin inniheldur

Hver tafla inniheldur:

Virka innihaldsefnið er fenoximetylpenicillin kalíum 250 mg, 500 mg, 800 mg eða 1 g.

Önnur innihaldsefni eru magnesíumsterat, póvidón, hýprómellósa, paraffín, makrógól, litarefni

(títantvíoxíð E 171).

Lýsinga á útliti og pakkningastærðir

250 mg: hvítar ílangar filmuhúðaðar töflur, með deiliskoru og merktar pcV 250.

500 mg: hvítar ílangar filmuhúðaðar töflur, með deiliskoru og merktar pcV 500.

800 mg: hvítar ílangar filmuhúðaðar töflur, með deiliskoru og merktar pcV 0.8.

1 g: hvítar sporöskjulaga filmuhúðaðar töflur, með deiliskoru og merktar pcV 1.0.

Pakkningastærðir:

250 mg töflur: 20 og 40 stk.

500 mg töflur: 20 og 30 stk.

800 mg töflur: 14, 20 og 30 stk.

1 g töflur: 14, 20, 30 og 40 stk.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi:

Meda AB, Box 906, 170 09 Solna, Svíþjóð.

Framleiðandi:

Recipharm, Mariefredsvägen 35, 645 41 Strängnäs, Svíþjóð.

Umboð á Íslandi:

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018.