Inegy

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Inegy Tafla 10/ 20 mg
 • Skammtar:
 • 10/ 20 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Inegy Tafla 10/20 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 90172244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Inegy

10 mg/10 mg, 10 mg/20 mg, 10 mg/40 mg, eða 10 mg/80 mg töflur

Ezetimíb og simvastatín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Inegy og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Inegy

Hvernig nota á Inegy

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Inegy

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Inegy og við hverju það er notað

Inegy inniheldur virku efnin ezetimíb og simvastatín. Inegy er lyf sem notað er til að lækka gildi

heildarkólesteróls, „slæma kólesterósins“ (LDL-kólesteról) og fituefna í blóðinu sem kallast

þríglýseríðar. Að auki hækkar Inegy gildi „góða kólesterólsins“ (HDL-kólesteról).

Inegy dregur úr kólesteróli á tvennan hátt. Virka efnið ezetimíb minnkar frásog kólesteróls úr

meltingarvegi. Virka efnið simvastatín, sem tilheyrir flokki statína, hindrar kólesterólframleiðslu

líkamans.

Kólesteról er eitt fjölmargra fituefna í blóði. Heildarkólesteról samanstendur aðallega af LDL- og

HDL-kólesteróli.

LDL-kólesteról er oft kallað „slæma kólesterólið“ því það getur hlaðist upp í slagæðum og myndað

fituskellur. Fituskellur geta með tímanum leitt til þrengingar slagæðanna. Þrengingin getur hægt á eða

stíflað blóðflæði til mikilvægra líffæra eins og hjarta og heila. Stíflun blóðflæðis getur valdið

hjartaáfalli eða slagi.

HDL-kólesteról er oft kallað „góða kólesterólið“ því það hindrar slæma kólesterólið í því að hlaðast

upp í slagæðum og verndar gegn hjartasjúkdómum.

Þríglýseríðar er önnur gerð fituefna í blóði sem getur aukið hættu á hjartasjúkdómum.

Inegy er notað fyrir sjúklinga sem geta ekki stýrt gildum kólesteróls í blóði með mataræði eingöngu.

Þú átt að vera á kólesterólsnauðu fæði samhliða notkun lyfsins.

Inegy er notað ásamt kólesteróllækkandi mataræði ef þú ert með:

hækkað gildi kólesteróls í blóði (kólesterólhækkun af óþekktri orsök [arfblendna ættgenga

kólesterólhækkun og kólesterólhækkun sem ekki er ættgeng]) eða hækkuð giildi fitu í blóði

(samsetta óhóflega blóðfituhækkun):

þegar meðferð með statíni einu sér ber ekki fullnægjandi árangur

þegar statín og ezetimíb hefur verið notað áður, sitt í hvorri töflunni

arfgengan sjúkdóm (arfhreina ættgenga kólesterólhækkun) sem hækkar gildi kólesteróls í blóðinu.

Þú gætir einnig verið á annarri meðferð.

hjartasjúkdóm, Inegy dregur úr hættu á hjartaáfalli, heilaslagi, skurðaðgerð til þess að auka

blóðflæði í hjarta eða sjúkrahúsinnlögn vegna brjóstverkjar.

Inegy hjálpar þér ekki að léttast.

2.

Áður en byrjað er að nota Inegy

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Inegy:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ezetimíbi, simvastatíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6: Pakkningar og aðrar upplýsingar)

þú ert með virkan lifrarsjúkdóm

þú ert þunguð eða með barn á brjósti

þú tekur eitt eða fleiri lyf með einu eða fleiri af eftirfarandi virku efnum:

ítrakónazól, ketókónazól, pósakónazól eða vórikónazól (notað við sveppasýkingum)

erýtrómýsín, claritrómýsín eða telitrómýsín (notað við sýkingum)

HIV-próteasahemla s.s. indínavír, nelfínavír, ritónavír og saquínavír (HIV-próteasahemlar

eru notaðir við HIV-sýkingum)

boceprevír eða telaprevír (notað við lifrarbólgu C veirusýkingu)

nefazódón (notað við þunglyndi)

kóbísistat

gemfíbrózíl (notað til að lækka kólesteról)

ciklósporín (oft notað fyrir líffæraþega)

danazól (manngert hormón til meðferðar við legslímuflakki, sem er sjúkdómur sem veldur

vexti legslímhúðar annarsstaðar en í legi)

ef þú notar eða hefur notað á síðastliðnum 7 dögum, lyfið fúsidínsýru (lyf við bakteríu-

sýkingum) til inntöku eða með inndælingu. Samsetning fúsidínsýru og Inegy getur leitt til

alvarlegra vöðvakvilla (rákvöðvalýsu/rhabdomyolysis).

Ekki taka meira en 10/40 mg af Inegy ef þú ert að taka lomitapíð (notað við alvarlegum og

mjög sjaldgæfum arfgengum kólesterólsjúkdómi).

Spyrðu lækninn ef þú ert ekki viss hvort lyf sem þú tekur er eitt af ofangreindum lyfjum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Láttu lækninn vita:

um alla þá sjúkdóma sem þú ert með, þ.m.t. ofnæmi.

ef þú neytir áfengis í miklum mæli eða hefur verið með lifrarsjúkdóm.

Ekki er víst að Inegy henti þér.

ef þú ert að fara í einhvers konar aðgerð. Þú getur þurft að hætta töku Inegy taflna í stuttan tíma.

ef þú ert af asískum uppruna, vegna þess að þú gætir þurft að fá aðra skammta.

Læknirinn á að taka blóðsýni áður en þú byrjar að taka Inegy og ef þú færð einkenni um að lifrin

starfi ekki eðlilega á meðan þú ert á meðferð með Inegy. Þetta er gert til þess að rannsaka

lifrarstarfsemina.

Læknirinn gæti einnig tekið blóðsýni til að rannsaka lifrarstarfsemina, eftir að meðferð með

Inegy hefst.

Meðan þú notar þetta lyf mun læknirinn hafa náið eftirlit með þér ef þú ert með sykursýki eða

ert í hættu á að fá sykursýki. Líklegt er að þú sért í hættu á að fá sykursýki ef þú er með há

blóðsykursgildi og há blóðfitugildi, ert í yfirþyngd og ert með háan blóðþrýsting.

Láttu lækninn vita ef þú ert með alvarlegan lungnasjúkdóm.

Forðast skal samhliðanotkun fíbrata (ákveðin kólesteróllækkandi lyf) og Inegy vegna þess að öryggi

og áhrifavirkni Inegy og fíbrata hefur ekki verið rannsökuð.

Hafðu samstundis samband við lækninn ef þú finnur fyrir óútskýranlegum vöðvaverkjum,

vöðvaeymslum eða vöðvaslappleika. Þetta er vegna þess að í mjög sjaldgæfum tilvikum geta

vöðvakvillar verið alvarlegir, þar með talið niðurbrot vöðva sem orsakar nýrnaskemmdir og

hefur örsjaldan valdið dauða.

Hættan á niðurbroti vöðva er meiri við stóra Inegy skammta, sérstaklega 10/80 mg skammtinn. Hættan

á niðurbroti vöðva er einnig meiri hjá ákveðnum sjúklingum. Ræddu við lækninn þinn ef einhver

eftirfarandi atriða eiga við þig:

ef þú ert með nýrnasjúkdóm.

ef þú ert með skjaldkirtilssjúkdóm.

ef þú ert 65 ára eða eldri.

ef þú ert kona.

ef þú ert með eða hefur fengið vöðvakvilla á meðan þú varst á meðferð með

kólesteróllækkandi lyfjum sem kallast „statín‟ (s.s. simvastatín, atorvastatín og rosúvastatín)

eða fíbrötum (s.s. gemfíbrózíl og bezafíbrat).

ef þú eða einhver náinn ættingi þinn er með arfgengan vöðvasjúkdóm.

Segið lækninum eða lyfjafræðingi einnig frá því ef fram kemur þrálátur vöðvaslappleiki. Vera má að

gera þurfi viðbótarrannsóknir og nota önnur lyf til að greina og meðhöndla þetta ástand.

Börn og unglingar

Notkun Inegy er ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 10 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Inegy

Látið lækninn vita ef þú notar, hefur nýlega notað eða kynnir að nota lyf með einhverju eftirtalinna

virku innihaldsefna. Notkun Inegy ásamt einhverjum þessara lyfja getur aukið hættuna á vöðvakvillum

(sum þessara lyfja hafa þegar verið talin upp hér á undan í kaflanum „Ekki má nota Inegy ef‟).

Ef þú þarft að taka inn fúsidínsýru vegna bakteríusýkingar þarftu tímabundið að hætta

að taka þetta lyf. Læknirinn mun segja þér hvenær öruggt er að hefja aftur töku á Inegy.

Notkun Inegy ásamt fúsidínsýru getur í sjaldgæfum tilvikum leitt til vöðvaslappleika,

eymsla og verkja (rákvöðvalýsa). Sjá frekari upplýsingar um rákvöðvalýsu í kafla 4.

ciklósporín (oft notað hjá líffæraþegum)

danazól (manngert hormón til meðhöndlunar á legslímuflakki, sem er sjúkdómur sem veldur

vexti legslímhúðar annars staðar en í legi)

lyf með virk innihaldsefni eins og ítrakónazól, ketókónazól, flúkónazól, pósakónazól eða

vórikónazól (notuð við sveppasýkingum)

fíbröt með virk innihaldsefni eins og gemfíbrózíl og bezafíbrat (notuð til að lækka kólesteról)

erýtrómýsín, claritrómýsín eða telitrómýsín (notað við bakteríusýkingum).

HIV-próteasahemlar s.s indínavír, nelfínavír, ritónavír og saquínavír (notuð við alnæmi)

veirulyf gegn lifrarbólgu C svo sem boceprevír, telaprevír, elbasvír eða grazoprevír (notuð við

lifrarbólgu C veirusýkingu)

nefazódón (notað við þunglyndi)

lyf með virka efninu kóbísistat

amíódarón (notað við óreglulegum hjartslætti)

verapamíl, diltíazem eða amlódipín (notuð við háum blóðþrýstingi, brjóstverkjum tengdum

hjartasjúkdómi, eða öðrum einkennum frá hjarta)

lomitapíð (notað við alvarlegum og mjög sjaldgæfum arfgengum kólesterólsjúkdómi)

stórir skammtar (1 gramm eða meira á sólarhring) af níasíni eða nikótínsýru (einnig notuð til

að lækka kólesteról)

colchicín (notað við þvagsýrugigt).

Eins og á við um lyfin, sem talin eru upp hér fyrir framan, skal einnig láta lækninn eða lyfjafræðing

vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð, eða kynnu að verða notuð.

Það er sérstaklega mikilvægt að þú látir lækninn vita ef þú tekur eftirfarandi:

lyf með virku innihaldsefni eins og warfarín, flúindíón, fenóprókúmon eða acenókúmaról,

notuð til að koma í veg fyrir blóðtappamyndun (segavarnarlyf).

kólestýramín (einnig notað til að lækka kólesteról), vegna þess að það hefur áhrif á hvernig

Inegy verkar.

fenófíbrat (einnig notað til að lækka kólesteról).

rifampicín (við berklum).

Þú þarft einnig að láta alla lækna sem ávísa nýju lyfi fyrir þig vita af því að þú sért að taka Inegy.

Notkun Inegy með mat eða drykk

Greipaldinsafi inniheldur eitt eða fleiri efni sem breyta umbrotum sumra lyfja í líkamanum, m.a.

Inegy. Forðast skal neyslu greipaldinsafa, því það getur aukið hættuna á vöðvakvillum.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki nota Inegy ef þú ert þunguð, ert að reyna að verða þunguð eða grunar að þú sért þunguð.

Ef þú verður þunguð meðan á töku Inegy stendur, skaltu strax hætta á meðferðinni og hafa samband

við lækninn. Konur með barn á brjósti mega ekki taka Inegy, því að ekki er vitað hvort lyfið berst yfir

í brjóstamjólk.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Ekki er gert ráð fyrir því að Inegy hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hins vegar ber að taka tillit til þess að sumt fólk finnur fyrir svima eftir að hafa tekið Inegy.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum eru í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Inegy inniheldur laktósa

Inegy töflur innihalda laktósa. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni

áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Inegy

Á grundvelli núverandi meðferðar og einstaklingsbundins áhættumats ákveður læknirinn viðeigandi

styrkleika fyrir þig.

Töflurnar eru ekki með deiliskoru og á ekki að kljúfa.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Þú átt að vera á kólesteróllækkandi mataræði áður en Inegy meðferð hefst.

Þú átt að halda þig við kólesteróllækkandi mataræði meðan á meðferð með Inegy stendur.

Fullorðnir: Skammturinn er

1 tafla

Inegy til inntöku einu sinni á sólarhring.

Notkun handa börnum og unglingum

(10 til 17 ára): Skammturinn er

1 tafla

Inegy til inntöku einu

sinni á sólarhring (ekki má gefa stærri skammt en 10 mg/40 mg einu sinni á sólarhring).

Inegy 10 mg/80 mg skammtur er eingöngu ætlaður sjúklingum með afar há kólesterólgildi og sem eru

í mikilli hættu á hjartasjúkdómum en hafa ekki náð því kólesterólgildi sem þeir stefndu að með lægri

skömmtum.

Taktu Inegy að kvöldi. Þú getur tekið það með eða án fæðu.

Ef læknirinn hefur ávísað Inegy ásamt öðru kólesteróllækkandi lyfi sem inniheldur virka efnið

kólestýramíni eða öðru gallsýrubindandi lyfi, skalt þú taka Inegy að minnsta kosti 2 klst. fyrir eða

4 klst. eftir töku gallsýrubindandi lyfs.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að taka Inegy

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Taktu einungis

venjulegan skammt af Inegy á sama tíma og venjulega daginn eftir.

Ef hætt er að nota Inegy

Leitaðu til læknisins eða lyfjafræðings, því kólesterólið getur hækkað aftur.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Inegy valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum (sjá kafla 2:

Áður en byrjað er að nota Inegy).

Eftirfarandi algengar aukaverkanir hafa komið fram (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum

10 einstaklingum):

vöðvaverkir

hækkun á niðurstöðum blóðrannsókna á lifrar- (transamínasa) og/eða vöðvastarfsemi

(kreatínkínasa)

Eftirfarandi sjaldgæfar aukaverkanir hafa komið fram (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum

100 einstaklingum):

hækkun á niðurstöðum blóðrannsókna á lifrarstarfsemi, hækkuð þvagsýra í blóði, lengdur

blóðstorknunartími, prótein í þvagi, þyngdartap

sundl, höfuðverkur, náladofi

kviðverkur, meltingartruflanir, vindgangur, ógleði, uppköst, uppþemba, niðurgangur,

munnþurrkur, brjóstsviði

útbrot, kláði, ofsakláði

liðverkur, vöðvaverkur,vöðvaeymsli, vöðvaslappleiki eða vöðvakrampar, verkur á hálsi,

verkur í handleggjum og fótleggjum, bakverkur

óvenjuleg þreyta eða slappleiki, þreytutilfinning, brjóstverkur, þroti sérstaklega í höndum og

fótum

svefntruflanir, erfiðleikar með að festa svefn

Að auki hafa eftirfarandi aukaverkanir komið fram hjá fólki sem annaðhvort hefur notað Inegy eða lyf

með virku innihaldsefnunum ezetimíb eða simvastatín:

of fá rauð blóðkorn (blóðleysi), fækkun blóðflagna sem getur leitt til mars/blæðinga

(blóðflagnafæð)

dofatilfinning eða máttleysi í hand- eða fótleggjum, lélegt minni, minnistap, rugl

öndunarerfiðleikar þ.m.t. viðvarandi hósti og/eða mæði eða sótthiti

hægðatregða

briskirtilsbólga oft með slæmum kviðverk

lifrarbólga með eftirtöldum einkennum: gulnun húðar og augna, kláði, dökkleitt þvag eða

litlausar hægðir, þreytu- eða slappleikatilfinning, lystarleysi, lifrarbilun, gallsteinar eða

gallblöðrubólga (sem getur valdið kviðverk, ógleði og uppköstum)

hártap, rauð upphleypt útbrot, stundum hringlaga, afmörkuð sár (erythema multiforme)

ofnæmisviðbrögð sem geta haft í för með sér eftirfarandi viðbrögð: ofnæmissvörun þ.m.t.

þrota í andliti, tungu og/eða koki sem getur orsakað öndunar- eða kyngingarerfiðleika og

krefst tafarlausrar meðferðar, verkir eða bólga í liðum, æðabólga, óeðlileg tilhneiging til að fá

mar, húðútbrot og þroti, ofsakláði, húð viðkvæm fyrir sól, hiti, andlitsroði, mæði og slappleiki,

einkenni sem líkjast rauðum úlfum (þ.á.m. kláði, einkenni í liðum og áhrif á hvít blóðkorn)

vöðvaverkir, vöðvaeymsli, vöðvamáttleysi eða vöðva krampar, vöðvaniðurbrot, sinakvillar

sem stundum valda sinasliti

minnkuð matarlyst

hitasteypur, hár blóðþrýstingur

verkur

ristruflanir

þunglyndi

breytingar á niðurstöðum blóðrannsókna á lifrarstarfssemi

Hugsanlegar aukaverkanir til viðbótar sem hafa komið fram við notkun sumra statína:

svefntruflanir þ.m.t. martraðir

kynlífsvandamál

sykursýki: Meiri líkur eru á sykursýki ef þú er með há blóðsykurs- og blóðfitugildi, ert í

yfirþyngd og ert með háan blóðþrýsting. Læknirinn mun fylgjast með þér á meðan þú notar

þetta lyf

Þrálátur verkur, eymsli eða máttleysi í vöðvum sem hverfur ekki þó notkun Inegy sé hætt

(tíðni ekki þekkt).

Hafðu samstundis samband við lækninn ef þú finnur fyrir óútskýranlegum vöðvaverkjum,

eymslum í vöðvum eða vöðvaslappleika. Þetta er vegna þess að í mjög sjaldgæfum tilvikum geta

vöðvakvillar verið alvarlegir, t.d. getur niðurbrot vöðva valdið nýrnaskemmdum og örsjaldan

dauðsfalli.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Inegy

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á pakkningunni.

Geymið Inegy töflur við lægri hita en 30°C.

Álþynnupakkningar: Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka og ljósi.

Glös: Geymið glösin vel lokuð til varnar gegn raka og ljósi.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Inegy inniheldur:

Virku innihaldsefnin eru: Ezetimíb og simvastatín. Hver tafla inniheldur 10 mg ezetimíb og

10 mg, 20 mg, 40 mg eða 80 mg simvastatín.

Önnur innihaldsefni eru: Bútýlerað hýdroxýanisól, sítrónusýrueinhýdrat,

natríumkroskarmellósi, hýprómellósi, laktósaeinhýdrat, magnesíumsterat, örkristallaður

sellulósi, própýlgallat.

Lýsing á útliti og pakkningastærðir

Inegy töflur eru hvítar til beinhvítar, hylkislaga töflur með tákni "311", "312", "313" eða "315" á

annarri hliðinni. Töflurnar eru ekki með deiliskoru og þær má ekki kljúfa.

Pakkningastærðir:

7, 10, 14, 28, 30, 50, 56, 84, 90, 98, fjölpakkning með 98 (2 pakkningar með 49), 100 eða 300 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Merck Sharp & Dohme Limited

Hertford Road

UK-Hoddesdon

Hertfordshire EN11 9BU

Bretlandi

Framleiðandi

Merck Sharp & Dohme B.V.

Waarderweg 39

2031 BN Haarlem

Hollandi

Merck Sharp & Dohme Limited

Merck Manufacturing Division

Shotton Lane, Cramlington

Northumberland, NE23 3JU,

Bretland

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Sími: 535-7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum

Inegy:

Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Íslandi,

Írlandi, Ítalíu, Kýpur, Lúxemborg, Möltu, Noregi, Póllandi, Portúgal, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni,

Svíþjóð, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi.

Vytorin: Frakklandi, Ítalíu, Portúgal, Spáni og Þýskalandi

Goltor: Ítalíu, Þýskalandi

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2018.