Incresync

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Incresync
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Incresync
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Lyf er notað í sykursýki, , Sturtu inntöku blóðsykur lækka lyf
 • Lækningarsvæði:
 • Sykursýki, tegund 2
 • Ábendingar:
 • Skila er ætlað sem annarri eða þriðju línu í meðferð hjá fullorðnum 18 ára og eldri með tegund-sykursýki 2: eins og viðbót til að fæði og æfa til að bæta blóðsykursstjórnun í fullorðinn sjúklingar (sérstaklega offitusjúklinga) ekki nægilega stjórn á lyfleysu í friði, og fyrir hvern kvarta er óviðeigandi vegna frábendingar eða óþol;, ásamt kvarta (ég. þrefaldur samsetning meðferð) sem viðbót til að fæði og æfa til að bæta blóðsykursstjórnun í fullorðinn sjúklingar (sérstaklega offitusjúklinga) ekki nægilega stjórn á eigin hámarks þolað skammt af sjúklingar og lyfleysu. Í viðbót, Sig geta notað til að skipta sér töflur rannsóknir og lyfleysu í þeim hjá fullorðnum 18 ára og eldri með tegund-2 sykursýki þegar í meðferð með þetta samsetning. Eftir hafin með Sig, sjúklingar ætti að vera metið eftir þrjú til sex mánuði að meta fullnægjandi að bregðast við meðferð (e. lækkun í HbA1c). Í sjúklingum sem ekki að sýna nægilegt svar, Sig ætti að hætta. Í ljósi væntanlegra áhættu með langvarandi lyfleysu meðferð, ávísun æ
 • Vörulýsing:
 • Revision: 6

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/002178
 • Leyfisdagur:
 • 18-09-2013
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/002178
 • Síðasta uppfærsla:
 • 29-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Incresync 12,5 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur

Incresync 12,5 mg/45 mg filmuhúðaðar töflur

Incresync 25 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur

Incresync 25 mg/45 mg filmuhúðaðar töflur

alógliptín/píóglítasón

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Incresync og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Incresync

Hvernig nota á Incresync

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Incresync

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Incresync og við hverju það er notað

Upplýsingar um Incresync

Incresync hefur að geyma tvö mismunandi lyf sem nefnast alógliptíni og píóglítasón, í einni töflu:

Alógliptín tilheyrir flokki lyfja sem nefnist DDP4-hemlar (dípeptídýlpeptíðasa4-hemlar).

Alógliptín stuðlar að því að auka magn insúlíns í líkamanum að máltíð lokinni og draga úr

magni sykurs í líkamanum.

Píóglítasón tilheyrir flokki lyfja sem nefnist tíasólídíndíón. Það hjálpar líkamanum að nýta betur

það insúlín sem hann framleiðir.

Þessir lyfjaflokkar teljast báðir „sykursýkilyf til inntöku“.

Við hverju Incresync er notað

Incresync er notað til að lækka blóðsykursgildi hjá fullorðnum með sykursýki af gerð 2. Sykursýki af

gerð 2 er einnig nefnd insúlínóháð sykursýki (non-insulin-dependent diabetes mellitus eða NIDDM).

Incresync er notað þegar ekki næst nægileg stjórn á blóðsykri með mataræði, hreyfingu og öðrum

sykursýkilyfjum til inntöku, svo sem píaglítasóni, eða píaglítasóni ásamt metformíni saman. Læknirinn

aðgætir að 3 til 6 mánuðum liðnum hvort Incresync skili tilætluðum árangri.

Hægt er að taka eina töflu af Incresync þar sem áður voru teknar tvær töflur, annars vegar alógliptín og

hins vegar píóglítasón.

Áríðandi er að halda áfram að fara að þeim ráðum um mataræði og hreyfingu sem

hjúkrunarfræðingurinn eða læknirinn hefur gefið.

2.

Áður en byrjað er að nota Incresync

Ekki má nota Incresync:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir alógliptíni, píóglítasóni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

ef um var að ræða alvarleg ofnæmisviðbrögð við einhverjum áþekkum lyfjum sem tekin voru til

að hafa stjórn á blóðsykri. Einkenni alvarlegra ofnæmisviðbragða geta verið útbrot, upphleyptir

rauðir dílar á húð (ofsakláði), þroti í andliti, vörum, tungu og hálsi sem geta valdið

öndunarerfiðleikum eða kyngingarörðugleikum. Á meðal annarra einkenna geta verið almennur

kláði og hitatilfinning, einkum í hársverði, munni, hálsi, lófum og iljum (Stevens-Johnson

heilkenni).

ef um er að ræða hjartabilun eða sögu um hjartabilun.

ef um er að ræða lifrarsjúkdóm.

ef um er að ræða ketónblóðsýringu af völdum sykursýki (alvarlegur fylgikvilli ónógrar

stjórnunar á sykursýki). Einkenni eru meðal annar mikill þorsti, tíð þvaglát, lystarleysi, ógleði

eða uppköst og hratt þyngdartap.

ef um er að ræða krabbamein í blöðru eða sögu um krabbamein í blöðru.

ef um er að ræða blóð í þvagi sem læknirinn hefur enn ekki rannsakað. Ekki skal taka Incresync

en biðja lækninn um að rannsaka þvagið sem fyrst.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Incresync er notað:

ef um er að ræða sykursýki af gerð 1 (líkaminn myndar ekki insúlín).

ef tekið er sykursýkilyf af flokki lyfja sem nefnast súlfónýlúrealyf (t.d. glípísíð, tolbútamíð,

glíbenklamíð) eða insúlín.

ef um er að ræða hjartasjúkdóm eða vökvasöfnun. Ef þú tekur bólgueyðandi lyf sem geta einnig

valdið vökvasöfnun og þrota, verður þú að líka að láta lækninn vita.

ef um er að ræða aldraða eða ef tekið er insúlín, því hugsanlega er um aukna hættu á

hjartakvillum að ræða.

ef um er að ræða lifrar- eða nýrnakvilla. Áður en byrjað er að taka lyfið verður tekin blóðprufa

til að kanna starfsemi lifrar og nýrna. Þetta próf verður hugsanlega endurtekið nokkrum sinnum.

Þegar um nýrnasjúkdóm er að ræða getur verið að læknirinn minnki Incresync-skammtana.

ef um er að ræða sérstaka tegund augnsjúkdóms af völdum sýkursýki, svonefndan

sjónudepilsbjúg (þroti í í augnbotni).

ef um er að ræða blöðrur á eggjastokkum (fjölblöðruheilkenni í eggjastokkum). Líkur á þungun

geta hugsanlega aukist vegna þess að egglos getur orðið á ný þegar Incresync er tekið. Ef þetta á

við um þig skal nota viðeigandi getnaðarvörn til að komast hjá þungun sem ekki var áætluð.

ef brissjúkdómur er til staðar eða hefur verið til staðar

Í blóðprufum geta komið fram lítilsháttar breytingar á frumufjölda. Ef til vill ræðir læknirinn þessar

niðurstöður við þig.

Hjá sjúklingum, sérstaklega konum kom fram fjölgun beinbrota þegar píóglítasón var tekið. Læknirinn

mun hafa þetta í huga í sykursýkimeðferðinni.

Börn og unglingar

Incresync er ekki ætlað börnum og unglingum undir 18 ára aldri vegna skorts á upplýsingum um þessa

sjúklinga.

Notkun annarra lyfja samhliða Incresync

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Sérstaklega skal láta lækninn eða lyfjafræðing vita ef tekin eru einhver eftirtalinna lyfja:

gemfíbrósíl (notað til að lækka kólesteról).

rífampísín (notað til að meðhöndla berkla og aðrar sýkingar).

Fylgst verður með blóðsykri og hugsanlega þarf að breyta Incresync-skammti.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Engin reynsla er af notkun Incresync á meðgöngu eða meðan á brjóstagjöf stendur. Ekki skal nota

Incresync á meðgöngu eða við brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Sjóntruflana getur orðið vart þegar þetta lyf er tekið. Ef slíkt gerist skal ekki aka eða stjórna neinum

tækjum eða vélum. Ef Incresync er tekið samhliða öðrum sykursýkilyfjum getur það leitt til lækkunar

blóðsykurs (blóðsykurfalls) sem getur haft áhrif á getu til að aka og stjórna vélum.

Incresync inniheldur laktósa

Ef læknirinn hefur sagt þér að þú sért með óþol gagnvart ákveðnum sykurtegundum skal hafa samband

við lækninn áður en Incresync er notað.

3.

Hvernig nota á Incresync

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn segir þér hversu mikið Incresync þú átt að taka og hvort þörf sé á að breyta magni annarra

lyfja sem tekin eru.

Stærsti skammtur sem ráðlagður er á sólarhring er ein 25 mg/45 mg tafla.

Nota skal Incresync einu sinni á dag. Töfluna/töflurnar skal gleypa heila(r) með vatni. Taka má lyfið

með mat eða án hans.

Ef um er að ræða nýrnakvilla getur verið að læknirinn ávísi minni skammti.

Ef um er að ræða sérhæft mataræði vegna sykursýki skal halda því áfram meðan Incresync er tekið.

Fylgjast skal reglulega með líkamsþyngd og láta lækninn vita ef þyngd eykst.

Ef tekinn er stærri skammtur af Incresync en mælt er fyrir um

Ef teknar eru fleiri töflur en mælt er fyrir um eða ef einhver annar eða barn tekur lyfið, skal hafa

samband við eða fara á næstu slysadeild tafarlaust. Takið þennan fylgiseðil eða eitthvað af töflum með

svo læknirinn viti nákvæmlega hvað tekið hefur verið.

Ef gleymist að taka Incresync

Ef skammtur gleymist á að taka hann um leið og munað er eftir. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta

upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Incresync

Ekki á að hætta að nota Incresync án þess að ráðfæra sig fyrst við lækninn. Blóðsykursgildi geta

hækkað þegar hætt er að nota Incresync.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

HÆTTIÐ að taka Incresync og hafið tafarlaust samband við lækninn ef vart verður við einhverjar

eftirtalinna alvarlegu aukaverkana:

Algengar (geta komið fyrir hjá 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Skyndilegir og alvarlegir beinverkir eða engin hreyfigeta (einkum meðal kvenna)

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Einkenni um krabbamein í blöðru, þar á meðal blóð í þvagi, verkur við þvaglát eða skyndileg

þvaglátsþörf.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Ofnæmisviðbrögð. Meðal einkenna geta verið: útbrot, ofsakláði, erfiðleikar við að kyngja eða

anda, þroti í vörum, andliti, hálsi eða tungu og svimatilfinning.

Svæsin ofnæmisviðbrögð: skemmdir í húð eða blettir sem geta þróast yfir í sár umkringd

fölleitum eða rauðum hringjum, blöðrumyndun og/eða flögnun húðar hugsanlega með

einkennum eins og kláða, hita, almennri vanlíðan, liðverkjum, sjóntruflunum, sviða, verkjum

eða kláða í augum og særindum í munni (Stevens-Johnson heilkenni og regnbogaroða).

Svæsinn og þrálátur verkur í kviðarholi (magasvæði) sem gæti leitt aftur í bakið, auk

flökurleika og uppkasta, þar sem það gæti verið merki um brisbólgu (pancreatitis).

Einnig á að ræða það við lækninn ef eftirfarandi aukaverkanir koma fram:

Algengar:

Einkenni um lágan blóðsykur (blóðsykurslækkun) geta komið fram þegar Incresync er tekið

ásamt insúlíni eða súlfónýlúrealyfjum (t.d. glípísíði, tolbútamíði, glíbenklamíði). Meðal

einkenna geta verið: skjálfti, svitamyndun, kvíði, þokusýn, stingir í vörum, fölvi, geðsveiflur

eða rugltilfinning. Blóðsykur getur farið undir eðlileg mörk, en getur hækkað aftur með því að

neyta sykurs. Ráðlagt er að hafa tiltæka sykurmola, sælgæti, kex eða sætan ávaxtasafa.

Kvef eða inflúensulík einkenni svo sem særindi í hálsi, stífla í nefi

Bólga í kinn- og ennisholum (skútabólga)

Kláði í húð

Höfuðverkur

Magaverkur

Niðurgangur

Meltingartregða, brjóstsviði

Lasleikakennd

Vöðvaverkir

Dofatilfinning einhvers staðar í líkamanum

Þokusýn eða bjöguð sýn

Þyngdaraukning

Þroti eða bólga í höndum eða fótum

Útbrot

Sjaldgæfar:

Svefnörðugleikar

Tíðni ekki þekkt:

Sjóntruflanir (af völdum ástands sem nefnist bjúgmyndandi augnbotnabreyting)

Lifrarkvillar svo sem ógleði eða uppköst, magaverkur, óvanaleg eða óútskýrð þreyta, lystarleysi,

dökkleitt þvag eða gula í húð eða augnhvítu.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Incresync

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnuspjaldinu á eftir

EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn

raka.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Incresync inniheldur

Virku innihaldsefnin eru alógliptín og píóglítasón.

Hver 25 mg/30 mg filmuhúðuð tafla inniheldur alógliptínbensóat og píóglítasónhýdróklóríð sem

jafngildir 25 mg af alógliptíni og 30 mg af píóglítasóni.

Önnur innihaldsefni eru: mannítól, örkristallaður sellulósi, hýdroxýprópýlsellulósi,

natríumkroskarmellósi, magnesíumsterat, laktósamónóhýdrat, hýprómellósi, talkúm, títantvíoxíð

(E171), járnoxíð, gult (E172), járnoxíð, rautt (E172), Macrogol 8000, gljálakk og svart járnoxíð

(E172). Sjá kafla 2 „Incresync inniheldur laktósa“.

Hver 25 mg/45 mg filmuhúðuð tafla inniheldur alógliptínbensóat og píaglítasónhýdróklóríð sem

jafngildir 25 mg af alógliptíni og 45 mg af píóglítasóni.

Önnur innihaldsefni eru: mannítól, örkristallaður sellulósi, hýdroxýprópýlsellulósi,

natríumkroskarmellósi, magnesíumsterat, laktósamónóhýdrat, hýprómellósi, talkúm, títantvíoxíð

(E171), járnoxíð, rautt (E172), Macrogol 8000, gljálakk og og svart járnoxíð (E172). Sjá kafla 2

„Incresync inniheldur laktósa“.

Hver 12,5 mg/30 mg filmuhúðuð tafla inniheldur alógliptínbensóat og píaglítasónhýdróklóríð sem

jafngildir 12,5 mg af alógliptíni og 30 mg af píóglítasóni.

Önnur innihaldsefni eru: mannítól, örkristallaður sellulósi, hýdroxýprópýlsellulósi,

natríumkroskarmellósi, magnesíumsterat, laktósamónóhýdrat, hýprómellósa, talkúm, títantvíoxíð

(E171), járnoxíð, gult (E172), járnoxíð, rautt (E172), Macrogol 8000, gljálakk, karnábavax og

glýserólmónóóleat. Sjá kafla 2 „Incresync inniheldur laktósa“.

Hver 12,5 mg/45 mg filmuhúðuð tafla inniheldur alógliptínbensóat og píaglítasónhýdróklóríð sem

jafngildir 12,5 mg af alógliptíni og 45 mg af píóglítasóni.

Önnur innihaldsefni eru: mannítól, örkristallaður sellulósi, hýdroxýprópýlsellulósi,

natríumkroskarmellósi, magnesíumsterat, laktósamónóhýdrat, hýprómellósa, talkúm, títantvíoxíð

(E171), járnoxíð, gult (E172), járnoxíð, rautt (E172), Macrogol 8000, gljálakk, karnábavax og

glýserólmónóóleat. Sjá kafla 2 „Incresync inniheldur laktósa“.

Lýsing á útliti Incresync og pakkningastærðir

Incresync 25 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur (töflur) eru ferskjulitaðar, kringlóttar (um það bil

8,7 mm í þvermál), tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur með bæði „A/P“ og „25/30“ prentuðu með

gráu bleki á annarri hliðinni.

Incresync 25 mg/45 mg filmuhúðaðar töflur (töflur) eru rauðar, kringlóttar (um það bil 8,7 mm í

þvermál), tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur með bæði „A/P“ og „25/45“ prentuðu með gráu bleki á

annarri hliðinni.

Incresync 12,5 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur (töflur) eru ljós-ferskjulitaðar, kringlóttar (um það

bil 8,7 mm í þvermál), tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur með bæði „A/P“ og „12.5/30“ prentuðu

með rauðu bleki á annarri hliðinni.

Incresync 12,5 mg/45 mg filmuhúðaðar töflur (töflur) eru ljós-rauðar, kringlóttar (um það bil

8,7 mm í þvermál), tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur með bæði „A/P“ og „12.5/45“ prentuðu með

rauðu bleki á annarri hliðinni.

Incresync er fáanlegt í þynnupakkningum sem innihalda 10, 14, 28, 30, 56, 60, 90, 98 eða 100 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Takeda Pharma A/S

Dybendal Alle 10

2630 Taastrup

Danmörk

Framleiðandi

Takeda Ireland Limited

Bray Business Park

Kilruddery

Co. Wicklow

Írland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien/

Luxembourg/Luxemburg

Takeda Belgium

Tél/Tel: +32 2 464 06 11

takeda-belgium@takeda.com

Lietuva

Takeda UAB

Tel: +370 521 09 070

lt-info@takeda.com

България

Такеда България

Тел.: +359 2 958 27 36; +359 2 958 15 29

Magyarország

Takeda Pharma Kft.

Tel: +361 2707030

Česká republika

Takeda Pharmaceuticals Czech Republic s.r.o.

Tel: +420 234 722 722

Malta

Takeda Italia S.p.A.

Tel: +39 06 502601

Danmark

Takeda Pharma A/S

Tlf./Tel: +45 46 77 11 11

Nederland

Takeda Nederland bv

Tel: +31 23 56 68 777

nl.medical.info@takeda.com

Deutschland

Takeda GmbH

Tel: 0800 825 3325

medinfo@takeda.de

Norge

Takeda AS

Tlf: +47 6676 3030

infonorge@takeda.com

Eesti

Takeda Pharma AS

Tel: +372 6177 669

Österreich

Takeda Pharma Ges m.b.H

Tel: +43 (0) 800-20 80 50

Ελλάδα

TAKEDA ΕΛΛΑΣ Α.Ε

Tel: +30 210 6387800

gr.info@takeda.com

Polska

Takeda Polska Sp. z o.o

tel. +48 22 608 13 00

España

Takeda Farmacéutica España S.A.

Tel: +34 917 14 99 00

spain@takeda.com

Portugal

Takeda Farmacêuticos Portugal, Lda.

Tel: +351 21 120 1457

France

Takeda France S.A.S

Tél: +33 1 46 25 16 16

România

Takeda Pharmaceuticals SRL

Tel: +40 21 335 03 91

Hrvatska

Takeda Pharmaceuticals Croatia d.o.o

Tel: +385 1 377 88 96

Slovenija

Takeda GmbH, Podružnica Slovenija

Tel: +386 (0) 59 082 480

Ireland

Takeda Products Ireland Limited

Tel: +353 (0) 1 6420021

Slovenská republika

Takeda Pharmaceuticals Slovakia s.r.o.

Tel: +421 (2) 20 602 600

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000

vistor@vistor.is

Suomi/Finland

Takeda Oy

Tel. +358 20 746 5000

Italia

Takeda Italia S.p.A.

Tel: +39 06 502601

Sverige

Takeda Pharma AB

Tel: +46 8 731 28 00

infosweden@takeda.com

Κύπρος

Takeda Pharma A/S

Τηλ: +45 46 77 11 11

United Kingdom

Takeda UK Ltd

Tel: +44 (0) 1628 537 900

Latvija

Takeda Latvia SIA

Tel: +371 67840082

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu

og á

vef Lyfjastofnunar (http://www.serlyfjaskra.is).