Imdur

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Imdur Forðatafla 60 mg
 • Skammtar:
 • 60 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Imdur Forðatafla 60 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 5a172244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Imdur

30 mg og 60 mg forðatöflur

Isosorbid-5-einnítrat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota og á ekki að gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Imdur og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Imdur

Hvernig nota á Imdur

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Imdur

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Imdur og við hverju það er notað

Imdur tilheyrir flokki lyfja sem nefnist nítröt. Lyfið víkkar út slagæðar og bláæðar með því að slaka á

vöðvum í æðunum. Þannig dregur úr álagi á hjartað.

Töflurnar hafa forðaverkun sem stjórnar hversu hratt lyfið losnar út í líkamann og tryggir jöfn áhrif yfir

daginn. Plastgrindin í töflunum er að öllu leyti óleysanleg í meltingarvökva, en sundrast yfirleitt niður í

þörmunum þegar allt virka efnið hefur losnað.

Viðurkennd notkun Imdur

Til að koma í veg fyrir hjarta- og brjóstverk sem kemur fram við áreynslu eða streitu (fyrirbyggjandi

meðferð við hjartaöng).

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Imdur

Ekki má nota Imdur:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir isosorbid-5-einnítrati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6). Ef þú hefur fengið óvenjuleg viðbrögð við notkun annarra lyfja skaltu því segja

lækninum frá því.

ef þú ert með lágan blóðþrýsting eða einhverja aðra hjartakvilla.

Ekki má nota hemla fosfótvíesterasa af gerð 5, t.d. Viagra

(sildenafil), Cialis

(tadalafil), Levitra

(vardenafil), ef þú ert á meðferð með Imdur.

Imdur er ekki ætlað til notkunar við bráðum hjartaangarköstum. Við bráðum köstum á að nota

nítróglýserín eins og læknirinn hefur ávísað.

Börn

Imdur er ekki ætlað börnum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Í sumum tilvikum þarf að gæta sérstakrar varúðar við notkun Imdur. Segðu því ávallt lækninum frá öðrum

heilsufarskvillum, sérstaklega öðrum hjartakvillum eða ef þú ert með lágan blóðþrýsting.

Notkun annarra lyfja samhliða Imdur

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Ekki má nota Imdur og hemla fosfótvíesterasa af tegund 5, eins og Viagra

(sildenafil), Cialis

(tadalafil),

Levitra

(vardenafil), samtímis þar sem það getur valdið alvarlegum aukaverkunum.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Þungaðar konur mega ekki nota Imdur án fyrirmæla frá lækninum. Ef þungun verður á meðan Imdur er

notað á að hafa samband við lækninn eins fljótt og hægt er.

Konur með barn á brjósti eiga að láta lækninn vita af því áður en Imdur er notað.

Konur með barn á brjósti mega ekki nota Imdur án fyrirmæla frá lækninum.

Akstur og stjórnun véla

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta

við lækni eða lyfjafræðing.

Imdur getur valdið sundli í upphafi meðferðar. Ekki er ráðlegt að aka bíl eða nota vélar fyrr en reynsla er

komin á hvaða áhrif Imdur hefur.

3.

Hvernig nota á Imdur

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur gefið sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Taka má Imdur inn með mat eða á tóman maga.

Töflurnar eru með deiliskoru og má því skipta þeim í tvennt. Hvorki má tyggja né mylja heilar eða hálfar

töflur og á ávallt að kyngja töflunum með hálfu glasi af vökva.

Venjulegur skammtur er 60 mg einu sinni á sólarhring, tekinn að morgni. Ef þörf krefur getur læknirinn

aukið skammtinn í 120 mg einu sinni á dag, tekinn að morgni. Vera má að læknirinn ákveði að hefja

meðferð með minni skammti, 30 mg fyrstu 2-4 dagana, til að draga úr líkum á höfuðverk.

Grindin í töflunum er óleysanleg en sundrast þegar virka efnið losnar. Stöku sinnum fer grindinn í

gegnum meltingarveginn án þess að sundrast og er sýnileg í hægðum, en allt virka efnið hefur losnað.

Ekki þarf að breyta skammtinum fyrir aldraða nema við of lágan blóðþrýsting.

Leitaðu til læknisins eða lyfjafræðings ef þér finnst áhrifin af Imdur vera of mikil eða of lítil.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband

við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Einkenni ofskömmtunar eru: höfuðverkur með æðaslætti, æsingur, roði, kaldur sviti, sundl, ógleði,

uppköst, tilfinning um að maður sjálfur eða umhverfið hreyfist, meðvitundarleysi og hraður hjartsláttur.

Því er mjög mikilvægt að notaður sé sá fjöldi skammta sem læknirinn ávísar. Ef eitthvert þessarra

einkenna kemur fram skal án tafar hafa samband við lækninn.

Ef gleymist að taka Imdur

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Ef innan við 4 klst. hafa

liðið frá því að skammtur gleymdist má taka inn töfluna sem gleymdist og halda síðan áfram að nota lyfið

eins og ráðlagt er.

Ef meira en 4 klst. hafa liðið frá því að skammtur gleymdist skal bíða þar til komið er að því að taka næsta

skammt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanirnar hverfa venjulega við áframhaldandi meðferð.

Algengar: Höfuðverkur við upphaf meðferðar. Lágur blóðþrýstingur með einkennum eins og sundli og

ógleði. Hraður púls.

Sjaldgæfar: Uppköst og niðurgangur.

Mjög sjaldgæfar: Yfirlið, húðútbrot og kláði.

Í einstaka tilvikum hefur verið greint frá vöðvaverkjum.

Ef þú finnur fyrir einhverjum af þessum einkennum og þau hverfa ekki skaltu segja lækninum frá því.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki

er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um

öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Imdur

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni. Fyrningardagsetning er síðasti

dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í skólplagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um

hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Imdur inniheldur

Virka innihaldsefnið er isosorbid-5-einnítrat.

Önnur innihaldsefni eru natríumálsilíkat, paraffín, hýdróxýprópýlsellulósi, magnesíumsterat,

kísiltvíoxíðkvoða, hýprómellósi, makrógól, litarefnin títantvíoxíð E 171 og rautt járnoxíð E 172

(30 mg) eða gult járnoxíð E 172 (60 mg).

Lýsing á útliti Imdur og pakkningastærðir

Imdur 30 mg forðatafla er ljósrauð, sporöskjulaga með deiliskoru og merkt A/II.

Imdur 60 mg forðatafla er gul, sporöskjulaga með deiliskoru og merkt A/ID.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi:

Markaðsleyfishafi

AstraZeneca A/S, Arne Jacobsens Allé 13

2300 København S, Danmörk.

Framleiðandi:

AstraZeneca AB, Södertälje, Svíþjóð.

Umboð á Íslandi:

Vistor hf., sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2015.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar