Hyprosan

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Hyprosan Augndropar, lausn 3, 2 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 3, 2 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Augndropar, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Hyprosan Augndropar, lausn 3,2 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • ae78ac46-ba4c-e111-b50c-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Hyprosan 3,2 mg/ml augndropar, lausn.

Hypromellósi

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Notið lyfið alltaf eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Hyprosan og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Hyprosan

Hvernig nota á Hyprosan

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Hyprosan

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Hyprosan og við hverju það er notað

Hyprosan er gervitár sem vökvar og smyr augun. Hyprosan augndropar eru notaðir við einkennum

augnþurrks.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

2.

Áður en byrjað er að nota Hyprosan

Ekki má nota Hyprosan

ef um er að ræða ofnæmi fyrir hypromellósa eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Engin.

Börn og unglingar

Hyprosan hefur ekki verið rannsakað hjá börnum og unglingum. Því má ekki nota það hjá börnum

og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Hyprosan

Ef önnur lyf eru notuð í augu á

alltaf að nota Hyprosan síðast, og ekki fyrr en 5 mínútum eftir að

önnur lyf eru notuð

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Óhætt er að nota Hyprosan á meðgöngu og við brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Augndroparnir geta valdið tímabundinni þokusjón. Ef þú finnur fyrir slíku átt þú ekki að aka eða

stjórna vélum fyrr en sjónin hefur jafnað sig til fulls.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar

árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Augnlinsur

Hyprosan inniheldur engin rotvarnarefni, því má nota Hyprosan með augnlinsum.

3.

Hvernig nota á Hyprosan

Notið lyfið alltaf eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um.

Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur handa fullorðnum er

1 dropi í hvort auga þrisvar sinnum á dag

, eða eftir

þörfum.

Áður en droparnir eru settir í augun:

þvoið hendur áður en glasið er opnað

þegar glasið er opnað í fyrsta skipti skal láta einn dropa drjúpa úr því áður en lyfið er notað

veljið þægilegustu stöðu til að setja dropana í augun (hægt er að sitja, liggja eða standa fyrir

framan spegil)

Droparnir settir í augun:

Haldið á glasinu rétt fyrir neðan lokið og snúið lokinu til að opna glasið. Ekki láta stútinn

snerta neitt, til að forðast mengun lausnarinnar.

Hallið höfðinu aftur og haldið glasinu fyrir ofan augað.

Dragið neðra augnlok niður og horfið upp. Kreistið glasið varlega og látið dropa detta í augað.

Hafið í huga að það gætu liðið nokkrar sekúndur milli þess sem kreist er og þess að dropi

kemur út. Ekki kreista glasið of fast.

Blikkið nokkrum sinnum svo dropinn dreifist um augað.

Hristið glasið einu sinni niður á við til að losa allar leifar af lausninni úr stútnum. Fylgið

leiðbeiningarskrefum 2–4 til að setja Hydrosan í hitt augað.

Áður en glasinu er lokað aftur skal hrista það einu sinni niður á við til að halda stútnum

þurrum.

Eftir lyfjagjöfina gæti verið lítið magn af lausninni eftir í glasinu. Þetta stafar af því að umframmagn

er sett í öll glös til að tryggja að hægt sé að gefa minnst 10 ml í hverri gjöf.

Ef önnur lyf eru notuð í augu á

alltaf að nota Hyprosan síðast, og ekki fyrr en 5 mínútum eftir að

önnur lyf eru notuð

Notkun handa börnum og unglingum

Ekki á að nota Hyprosan hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Engin þekkt viðbrögð eru við ofskömmtun Hyprosan.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirtaldar aukaverkanir hafa komið fyrir:

Sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum): staðbundinn sviði,

augnverkur og þokusjón.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninneða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Hyprosan

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C. Má ekki frjósa.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og glasinu á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Eftir að glasið er fyrst opnað er lausnin nothæf í

4 vikur

. Geyma verður glasið vandlega lokað.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hyprosan inniheldur

Virka innihaldsefnið er hypromellósi. 1 ml af lausn inniheldur 3,2 mg af hypromellósa.

Önnur innihaldsefni eru tvínatríumfosfatdódekahýdrat, natríumtvíhýdrógenfosfattvíhýdrat,

natríumhýalúrónat, natríumklóríð og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Hyprosan og pakkningastærðir

Hyprosan augndropar eru tær, litlaus lausn í gegnsæju plastglasi með hvítum dropateljara með bláum

sprota og hvítu skrúfloki úr plasti.

Pakkningastærð: 1 x 10 ml, 3 x 10 ml.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Santen Oy

Niittyhaankatu 20

FI-33720 Tampere

Finnland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í nóvember 2017.