Husk

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Husk Hart hylki 500 mg
 • Skammtar:
 • 500 mg
 • Lyfjaform:
 • Hart hylki
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Husk Hart hylki 500 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 2edf30a0-2a4a-e011-b077-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

HUSK psyllium fræskurn, hörð hylki

Plantago ovata

Forssk.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

HUSK er náttúrulyf. Nauðsynlegt er að nota HUSK á réttan hátt til að ná sem bestum árangri.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki eftir 2-3 daga.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um HUSK og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota HUSK

Hvernig nota á HUSK

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á HUSK

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um HUSK og við hverju það er notað

HUSK inniheldur fæðutrefjar, sem binda vatn og auka þar með innihald þarmanna. Aukið innihald

þarmanna örvar náttúrlegan samdrátt þarmanna.

HUSK má taka:

við hægðatregðu. Ef hún lagast ekki á 3 dögum skal hafa samband við lækninn.

við niðurgangi sem er ekki blóðugur. Ef hann lagast ekki á 2-3 dögum skal hafa samband við

lækninn.

ef þörf er á meira af trefjum, t.d. vegna iðraólgu. Læknirinn skal útiloka að einkenni séu vegna

annarra sjúkdóma áður en byrjað er að taka HUSK.

við vægri hækkun kólesteróls (fitu) í blóði. Neyta skal fitusnauðrar fæðu samhliða. Meðferðin skal

vera í samráði við lækninn.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota HUSK

Ekki má nota HUSK

ef þú ert með garnaflækju. Hún kemur fram sem

verkur í meltingarvegi. Læknirinn þarf að rannsaka þig ef þú ert með eða færð verki.

ógleði og uppköst.

slæm hægðatregða.

ef þú ert með stíflu í meltingarvegi vegna æxlis eða bólgu.

ef þú ert með bráðan sjúkdóm í meltingarvegi sem krefst skurðaðgerðar, t.d. botnlangabólgu.

ef þú hefur orðið fyrir breytingum á hægðavenjum sem staðið hafa í meira en 2 vikur.

ef þú ert með blæðingar frá endaþarmi af óþekktum orsökum.

ef þú hefur ekki hægðir þrátt fyrir notkun hægðalyfja.

ef þú ert með kyngingarörðugleika eða önnur vandamál í hálsi.

ef þú ert með sykursýki, sem illa gengur að stjórna.

ef um er að ræða ofnæmi fyrir psyllium fræskurn eða einhverju öðru innihaldsefni HUSK (talin

upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitaðu ráða hjá lækninum áður en HUSK er notað ef þú

færð þarmabólgu.

ert með truflanir í vökva- eða saltajafnvægi líkamans.

hefur þurft að nota hægðalyf daglega í langan tíma, þannig að læknirinn geti kannað ástæður fyrir

hægðatregðunni.

ert með hækkað kólesteról í blóði.

ert með sykursýki. Það gæti þurft að aðlaga insúlínskammtinn.

ert með of hæg efnaskipti.

finnur ekki fyrir bata á hægðatregðunni eftir 3 daga eða færð magaverki.

Í nokkrum tilfellum getur verið nauðsynlegt að gæta sérstakrar varúðar þegar HUSK er notað. Hafðu

samband við lækninn ef þú:

ert með skerta lifrarstarfsemi.

ert með skerta nýrnastarfsemi.

ert með annan alvarlegan sjúkdóm.

Ef þú færð brjóstverki, uppköst, kyngingar- eða öndunarörðugleika skalt þú strax leita til læknis.

Ef þú getur hvorki leyst vind né haft hægðir, finnur fyrir verkjum í maga, ógleði eða kastar upp skalt

þú aðeins taka HUSK að höfðu samráði við lækninn, þar sem þetta geta verið einkenni garnaflækju.

Ávallt skal drekka ríkulegt magn af vökva (minnst ½ dl fyrir hver 3 hylki) þegar HUSK er tekið inn, til

að komast hjá vandamálum við að kyngja HUSK eða hægðatregðu. Ef um niðurgang er að ræða er

sérlega mikilvægt að drekka nóg af vökva og fá salt og sykur.

Meðferð veikburða eða eldri sjúklinga krefst eftirlits fagfólks.

Þeir sem vinna með eða hafa unnið með psyllium fræskurn eru í meiri hættu á að fá ofnæmisviðbrögð.

Notkun annarra lyfja samhliða HUSK

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um þau sem fengin eru án lyfseðils, lyf keypt erlendis, önnur

náttúrulyf, sterk vítamín og steinefni ásamt fæðubótarefnum.

Talaðu við lækninn ef þú tekur lyf

vegna hægra efnaskipta (levótýroxín).

sem minnka þarmahreyfingar og geta valdið hægðatregðu, t.d. sterk verkjalyf (s.s. morfín,

ketóbemidón, oxýkódón, kódein) og lyf gegn niðurgangi (s.s. lóperamíð).

Psyllium fræskurn styttir flutningstíma í þörmum og getur því haft áhrif á frásog annarra lyfja. Taka

skal HUSK minnst ½-1 klst. fyrir eða eftir töku annarra lyfja.

Þetta á einkum við um

vítamín, t.d. cýanókóbalamín (B12 vítamín) gegn illkynja blóðleysi.

steinefni, t.d. litíum gegn þunglyndi.

hjartalyf (digoxín).

blóðþynningarlyf (warfarín, fenprókúmón).

lyf gegn flogaveiki (karbamazepín).

Sjúklingar með insúlínháða sykursýki sem taka HUSK með máltíð skulu hafa í huga að hugsanlega

þarf minni insúlínskammt.

Notkun HUSK með mat eða drykk

Sjúklingar með insúlínháða sykursýki sem taka HUSK með máltíð skulu hafa í huga að hugsanlega

þarf að nota minna insúlín.

Önnur vandamál tengd notkun HUSK með mat og drykk eru ekki þekkt.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

: Taka má HUSK á meðgöngu.

Brjóstagjöf

: Taka má HUSK samhliða brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

HUSK hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á HUSK

Ef læknirinn hefur sagt að þú eigir að taka aðra skammta, skalt þú ávallt fylgja fyrirmælum læknisins.

Ráðlagður skammtur er

Hægðatregða, niðurgangur og iðraólga:

Fullorðnir: 6-10 hylki morgna og kvölds.

Væg hækkun kólesteróls í blóði:

Fullorðnir: 10 hylki morgna og kvölds.

Notkun handa börnum

Hægðatregða og niðurgangur:

Börn eldri en 6 ára: 3 hylki, morgna og kvölds.

HUSK má aðeins nota hjá börnum yngri en 6 ára að höfðu samráði við lækni.

Iðraólga og væg hækkun kólesteróls í blóði:

HUSK má aðeins nota hjá börnum yngri en 12 ára að höfðu samráði við lækni.

Takið HUSK ávallt með 1-2 glösum af vökva. Takið HUSK ekki inn rétt fyrir svefn.

Ef líðanin batnar ekki á 2-3 dögum skal hafa samband við lækninn.

Ef notaður er stærri skammtur af HUSK

en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Einkenni ofskömmtunar HUSK eru óþægindi í meltingarvegi, einkum hægðatregða. Þetta gerist

einkum ef drukkið er of lítið af vökva. Í versta falli er hætta á garnaflækju.

Ef gleymist að nota HUSK

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Aukaverkanir sem

koma örsjaldan fyrir

: Koma fyrir hjá innan við 1 af hverjum 10.000 sjúklingum

(minna en 0,01%):

Skyndileg útbrot á húð, öndunarörðugleikar og yfirlið (innan mínútna til klukkustunda), af

völdum ofnæmis (bráðaofnæmisviðbrögð). Getur verið lífshættulegt.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

: Koma fyrir hjá á milli 1 og 10 af hverjum 10.000 sjúklingum

(0,01-0,1%):

Öndunarörðugleikar. Hafið strax samband við lækni eða slysadeild. Hringið e.t.v. í 112.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Mjög algengar aukaverkanir

: Koma fyrir hjá meira en 1 af hverjum 10 sjúklingum (yfir 10%):

Vindgangur, uppþemba.

Algengar aukaverkanir

: Koma fyrir hjá á milli 1 og 10 af hverjum 100 sjúklingum (1-10%):

Kviðverkir.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

: Koma fyrir hjá á milli 1 og 10 af hverjum 10.000 sjúklingum

(0,01-0,1%):

Augnbólga með rauðum augum og tárarennsli, nefrennsli, ofsakláði, útbrot og kláði.

Psyllium fræskurn getur valdið ofnæmisviðbrögðum, einkum hjá næmum einstaklingum. Ef þú

handleikur HUSK oft, skalt þú hvorki anda því að þér né setja það á húðina. Hætta á

ofnæmisviðbrögðum er minni ef þú tekur hylki.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á HUSK

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

HUSK inniheldur

Hvert hylki inniheldur: 500 mg

Plantago ovata

Forssk., psyllium fræskurn.

Önnur innihaldsefni: Hýprómellósi

Útlit

Ílöng, glær, hörð hylki með ljósu, gráleitu dufti.

Pakkningastærð

225 stk.

Markaðsleyfishafi

Orkla Care A/S

Industrigrenen 10

2635 Ishøj

Danmörk

Framleiðandi

Orkla Care A/S

Vassingerødvej 3-7

3540 Lynge

Danmörk

Umboð á Íslandi

E. Bridde ehf

Suðurlandsbraut 32

108 Reykjavík

s. 577 1215

Þessi fylgiseðill var síðast í júlí 2017.