Humatrope 12 mg

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Humatrope 12 mg Stungulyfsstofn og leysir, lausn 12 mg/ rörlykju
 • Skammtar:
 • 12 mg/ rörlykju
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfsstofn og leysir, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Humatrope 12 mg Stungulyfsstofn og leysir, lausn 12 mg/rörlykju
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 04172244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Humatrope 6 mg, 12 mg eða 24 mg, stungulyfsstofn og leysir, lausn

Somatropin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim

skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Humatrope og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Humatrope

Hvernig nota á Humatrope

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Humatrope

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Humatrope og við hverju það er notað

Lyfið þitt eða lyf einstaklings í þinni umsjá heitir Humatrope.

Það inniheldur vaxtarhormón, sem einnig kallast somatropin. Humatrope er framleitt með sérstakri

aðferð sem er þekkt sem raðbrigðaerfðatækni. Það hefur sömu byggingu og vaxtarhormónið sem

líkami þinn framleiðir.

Vaxtarhormón stýrir vexti og þroska fruma líkamans. Við örvun frumuvaxtar í hrygg og löngum

beinum fótleggja, veldur það hæðaraukningu.

Við vaxtarhormónskort, eykur vaxtarhormón einnig magn steinefna í beinum, fjölda og stærð

vöðvafruma og minnkar fitubirgðir líkamans.

Humatrope er notað við

eftirfarandi sjúkdómum:

Of lítil framleiðsla vaxtarhormóns (vaxtarhormónskortur) hjá börnum og fullorðnum,

skortur á X-kynlitningi að fullu eða að hluta hjá lágvöxnum konum (Turners heilkenni),

vaxtarskortur hjá börnum fyrir kynþroskaaldur með langvinna skerta nýrnastarfsemi,

vaxtarskortur hjá börnum sem við fæðingu eru minni en búast má við (SGA), og ekki hafa náð

eðlilegum vexti við 4 ára aldur eða seinna,

vaxtarskortur hjá börnum sem tengist skorti á SHOX erfðavísi (erfðagalli),

2.

Áður en byrjað er að nota Humatrope

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Meðferð með Humatrope má eingöngu hefja og framfylgja á sjúkrahúsi, með sérstaka reynslu af

meðhöndlun sjúklinga með skort á vaxtarhormóni.

Ekki má nota Humatrope:

ef um er að ræða

ofnæmi

fyrir somatropin eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

láttu lækninn vita ef þú ert með æxli (krabbamein). Krabbamein verða að vera óvirk og

krabbameinslyfjameðferð lokið að fullu áður en meðferð með Humatrope hefst.

ef þú hefur

tekið út fullan vöxt

og vilt bæta við hæð þína (vaxtarlínur hafa lokast). Læknirinn

mun skoða þig til þess að ákveða hvort þú þurfir að fá Humatrope eftir að bein þín hafa hætt

að vaxa.

ef þú ert

mjög veik/ur

og þarfnast öflugrar meðferðar vegna alvarlegrar hjarta eða

kviðaðgerðar, ert á meðferð vegna fjölda áverka eftir slys, eða þarft að vera í öndunarvél

vegna bráðrar lungnabilunar.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Humatrope er notað.

Ef þú hefur fengið meðferð með Humatrope á meðan þú varst barn, þarf læknirinn að rannsaka þig á

ný með tilliti til vaxtarhormónsskorts, áður en þú byrjar að nota Humatrope á fullorðinsaldri.

Ef þú hefur lokið við krabbameinsmeðferð þá þarf læknirinn að senda þig í heilaskanna áður en þú

hefur meðferð með Humatrope. Þú þarfnast reglulegs eftirlits svo hægt sé að tryggja að æxlið komi-

eða vaxi ekki aftur.

Tilkynnt hefur verið um meiri áhættu á öðru æxli (góðkynja eða illkynja) hjá sjúklingum sem lifað

hafa af krabbamein og fá meðferð með somatropin. Af þessum nýju æxlum er heilaæxli algengast.

Ef þú ert með einkenni eins og tíðan eða sáran höfuðverk, ásamt ógleði og/eða sjóntruflunum, skaltu

hafa tafarlaust samband við lækninn. Læknirinn þarf að framkvæma augnskoðun til að kanna hvort

einhver merki séu um aukinn þrýsting í heila. Háð niðurstöðum úr þeirri skoðun þá getur verið

nauðsynlegt að stöðva meðferð með Humatrope.

Ef þú byrjar að haltra eða færð mjaðmarverk, leitið ráða hjá lækninum. Meðan á vaxtarskeiði stendur

getur þú fengið kvilla í mjaðmabeinum.

Ef þú ert að hefja meðferð, Humatrope getur haft áhrif á gildi skjaldkirtilshormóna í blóðinu. Ef

skjaldkirtilshormónin eru of lág, getur það minnkað verkun Humatrope. Þess vegna þarf að rannsaka

starfsemi skjaldkirtilsins reglulega hvort sem þú ert á skjaldkirtilshormóna meðferð, eða ekki.

Ef þú ert barn, þá þarf að tryggja að þú haldir áfram meðferð þar til fullum vexti er náð.

Ef þú tekur hærri skammt en þér hefur verið ávísað af Humatrope, getur þú orðið var við ofvöxt á

sumum líkamshlutum t.d. eyrum, nefi, kjálka, höndum og fótum. Ofskömmtun getur einnig valdið,

blóðsykurshækkun og sykri í þvagi. Notið Humatrope ávallt eins og læknirinn hefur sagt fyrir um.

Ef þú ert með óeðlilegan vöxt vegna nýrnaskemmda. Meðferð með Humatrope skal hætt fyrir

nýrnaígræðslu.

Ef þú ert með alvarlega bráðan sjúkdóm, skalt þú láta lækninn vita. Tilkynnt hefur verið um dauðsföll

hjá sjúklingum með alvarlega sjúkdóma sem fá somatropin.

Ef þú ert með bæði með skort á vaxtarhormónum og Prader-Willi heilkenni (erfðasjúkdómur), þarf

læknirinn að skoða þig með tilliti til öndunarerfiðleika og öndunarfærasýkinga áður en þú ferð á

meðferð með Humatrope. Þetta á sérstaklega við ef þú er of þung(ur), hefur áður átt við mikla

öndunarerfiðleika að stríða (sérstaklega á meðan þú sefur) eða ef þú hefur fengið sýkingar í lungu eða

öndunarveg. Ef þú verður var við öndunarerfiðleika á meðan meðferð stendur (hrotur), skal stöðva

meðferð og orsök öndunarerfiðleikanna rannsökuð af lækni.

Humatrope getur haft áhrif á það hvernig líkaminn vinnur sykur úr fæðu eða drykkjum með því að

trufla notkun líkamans á insúlíni. Þess vegna, ætti læknirinn að skoða hvort líkami þinn vinnur sykur á

réttan hátt.

Ef þú ert með sykursýki, getur verið þörf á að aðlaga insúlínskammta eftir að meðferð með Humatrope

er hafin. Læknirinn mun skoða blóðsykurgildi þín og mun hugsanlega aðlaga meðferð þína við

sykursýki.

Ef þú ert með óeðlilegan vöxt sem tengist lítilli fæðingarstærð, verða blóðsykurs- og insúlíngildi þín

rannsökuð áður en meðferð hefst og reglulega á meðan meðferð stendur.

Aldraðir (eldri en 65 ára) geta verið næmari fyrir Humatrope og verið líklegri til að fá aukaverkanir.

Börn sem fá meðferð með somatropin geta verið í aukinni áhættu á að fá bólgu í brisi (brisbólgu)

samanborið við fullorðna sem fá meðferð með somatropin. Þó það sé mjög sjaldgæft þá skal hafa

brisbólgu í huga hjá börnum sem fá kviðverki og eru meðhöndluð með somatropin.

Hryggskekkja (beygja á hryggsúlu) getur versnað hjá öllum börnum í örum vexti. Fylgjast þarf með

merkjum um hryggskekkju meðan á meðferð stendur.

Notkun annarra lyfja samhliða Humatrope

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Lyf sem notuð eru til að meðhöndla

sykursýki

þarf hugsanlega að skammtaaðlaga.

barksterar

(samtengd nýrnahettubarkarhormón) eins og kortisón eða prednisólon; læknirinn

gæti þurft að aðlaga skammta þessara lyfja þar sem samhliða gjöf þeirra með Humatrope getur

valdið minni verkun beggja meðferða.

östrógen

meðferð (HRT) getur haft áhrif á verkun vaxtarhormónsmeðferðar. Ef það verður

breyting á því hvernig östrógen er tekið (t.d. til inntöku yfir í lyfjagjöf um húð) getur þurft að

breyta Humatrope meðferðinni.

Lyf sem koma í veg fyrir flogaköst (

flogaveikilyf

) eða ciclósporín.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki skal nota Humatrope á meðgöngu nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Segðu lækninum

samstundis frá ef þú verður þunguð.

Ekki er vitað hvort somatropin berst yfir í brjóstamjólk. Leitaðu ráða hjá lækni áður en þú notar

Humatrope ef þú ert með barn á brjósti eða ráðgerir að hafa barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Humatrope hefur ekki þekkt áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða

lyfjafræðing.

Humatrope inniheldur natríum

Dagsskammtur af Humatrope inniheldur minna en 1 mmól af natríum, og er því í eðli sínu talið

natríum frítt.

3.

Hvernig nota á Humatrope

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Fullvissaðu þig um að þú notir rörlykju með þeim styrkleika sem læknirinn hefur ávísað

(annað

hvort

6 mg,

12 mg

eða

24 mg)

viðeigandi

CE-merktan

Humatrope

inndælingarpenna. Notið aldrei rörlykjur annarra lyfja með Humatrope pennanum.

Hverri Humatrope rörlykju fylgir sprauta sem inniheldur leysi (leysir fyrir stungulyf lausn) til

blöndunar (blöndun og undirbúningur fyrir stungulyfið).

Þú mátt ekki blanda eða sprauta þig með Humatrope fyrr en þú hefur fengið viðeigandi þjálfun

hjá lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni.

Fyrir

nákvæmar

leiðbeiningar

hvernig

blanda

nota

Humatrope,

sjá

kafla

Inndæling á Humatrope

“ í lok fylgiseðilsins. Þú mátt aðeins blanda Humatrope með

leysinum sem fylgir lyfinu. Aldrei blanda því við annað nema læknirinn hafi sagt þér að gera

það.

Eftir blöndun, á að dæla Humatrope inn í fituvefinn rétt undir húðinni með því að nota stutta

nál og inndælingarpenna.

Skiptið um stungustað til að forðast að það komi holur í húðina eða að fituvefurinn undir

húðinni harðni.

Eftir blöndun má ekki geyma Humatrope við stofuhita í meira en 30 mínútur á dag.

Geymið pennann ásamt Humatrope í kæli. Notið ekki leifarnar af Humatrope sem eftir eru í

pennanum 28 dögum eftir blöndun.

Skammtar

Læknirinn

þinn

segja

þér

frá

ráðlagðri

skammtastærð

skammtaáætlun.

Ekki

breyta

skammtinum án þess að ráðfæra þig við lækninn.

Venjulega er Humatrope meðferð langtímameðferð, læknirinn getur þurft að aðlaga skammtinn yfir

tíma háð líkamsþyngd og svörun við meðferð. Almennt er skammturinn reiknaður út samkvæmt

eftirfarandi leiðbeiningum og gefinn einu sinni á dag:

Börn og unglingar með:

Vaxtarhormónskort:

0,025-0,035 mg/kg líkamsþyngd á dag,

Turners heilkenni:

0,045-0,050 mg/kg líkamsþyngd á dag,

Langvinn nýrnavandamál:

0,045-0,050 mg/kg líkamsþyngd á dag,

Skortur á vexti hjá börnum sem fæddust minni en búast mátti við

0,035 mg/kg líkamsþyngd á

dag.

Stöðva

skal meðferðina eftir eitt ár ef

vaxtarhraði er

ófullnægjandi,

Skortur á SHOX erfðavísi

0,045-0,050 mg/kg líkamsþyngd á dag.

Vaxtarhormónskortur hjá fullorðnum:

Hefja skal meðferð með lágum skammti sem er 0,15-0,30 mg/dag. Þörf getur verið á lægri

upphafsskömmtum hjá öldruðum eða of þungum sjúklingum. Auka má upphafsskammt stig af stigi

eftir þínum þörfum. Venjulega er dagsskammtur ekki hærri en 1 mg/dag.

Skammtaþörf getur minnkað með aldri. Konur, sérstaklega konur á östrógenmeðferð geta þurft hærri

skammta en karlar.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú hefur dælt inn of stórum skammti en þú áttir að gera (og þér líður ekki vel) skaltu ráðfæra þig

við lækninn, slysavarðstofu eða lyfjafræðing.

Ef gefinn er of stór skammtur getur það valdið lækkuðum blóðsykri þannig að hann verði of

lágur til að byrja með en síðan hækkuðum blóðsykri þannig að hann verði of hár.

Ef þú dælir inn of stórum skammti af Humatrope til langs tíma (mörg ár) getur þú orðið var

við ofvöxt á sumum líkamshlutum eins og eyrum, nefi, kjálka, höndum og fótum

(acromegaly).

Ef gleymist að nota Humatrope

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Haltu áfram að nota ávísaðan skammt. Ef þú gleymir inndælingu með Humatrope eða ert í einhverjum

vafa um hvað skal gera, vinsamlegast hafðu samband við lækninn.

Ef hætt er að nota Humatrope

Vinsamlegast hafðu samband við lækninn áður en meðferð er stöðvuð. Meðferðarrof eða ótímabær

stöðvun meðferðar getur komið í veg fyrir ávinning meðferðarinnar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Þú getur orðið var við eftirfarandi aukaverkanir með notkun Humatrope.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:

Mjög algeng aukaverkun getur komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum

Algeng aukaverkun getur komið fyrir hjá 1 af hverjum 100 til 1 af hverjum 10 sjúklingum

Sjaldgæf aukaverkun getur komið fyrir hjá 1 af hverjum 1.000 til 1 af hverjum 100 sjúklingum

Mjög sjaldgæf aukaverkun getur komið fyrir hjá 1 af hverjum 10.000 til 1 af hverjum 1.000

sjúklingum

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum,

þar með talin einstök tilfelli.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir ( ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Börn

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

sjaldgæfar

Koma örsjaldan

fyrir

Tíðni ekki

þekkt

Verkur við

stungustað

Bólga (bjúgur)

Blóðsykurshækkun

Ofnæmi fyrir

metakresól og/eða

glyceróli

Lág gildi

skjaldkirtilhormóns

Myndun mótefna

gegn

vaxtarhormóni

Versnun

hryggskekkju

(beygja á

hryggsúlu)

Þróttleysi

Sykursýki af

tegund 2

Slæmir eða tíðir

höfuðverkir með

ógleði og/eða

sjóntruflunum

eru einkenni

aukins þrýstings

í heila (góðkynja

háþrýstingur

innan

höfuðkúpu).

Segðu lækninum

samstundis frá ef

þú verður var við

þetta.

Dofi og náladofi

(paresthesia)

Staðbundinn

vöðvaverkur

Svefnleysi

Háþrýstingur

Brjóstastækkun

Sykur í þvagi

Ofnæmi fyrir

virka efninu

Fullorðnir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki

þekkt

Höfuðverkur

Liðverkir

Verkur við

stungustað

Bólga (bjúgur)

Blóðsykurshækkun

Ofnæmi fyrir

metakresól og/eða

glyceróli

Lág gildi

skjaldkirtilhormóns

Svefnleysi

Dofi og náladofi

(paresthesia)

Dofi eða verkir í

fingrum og

höndum og í lófa

vegna klemmdrar

taugar við úlnlið

(carpal tunnel

syndrome)

Staðbundinn

vöðvaverkur

Háþrýstingur

Mæði

Tímabundin

öndunarstöðvun í

svefni (Kæfisvefn)

Þróttleysi

Brjóstastækkun

Slæmir eða tíðir

höfuðverkir með

ógleði og/eða

sjóntruflunum eru

einkenni aukins

þrýstings í heila

(góðkynja

háþrýstingur innan

höfuðkúpu). Segðu

lækninum

samstundis frá ef

þú verður var við

þetta.

Sykur í þvagi

Sykursýki

af tegund 2

Ofnæmi

fyrir virka

efninu

Áhrif insúlíns geta verið minnkuð.

Hvítblæði hefur einstaka sinnum komið fyrir hjá börnum sem fá meðferð með vaxtarhormóni. Samt

sem áður hefur ekki verið sýnt fram á tengsl milli vaxtarhormóns og hvítblæðis.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Humatrope

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning

(EXP) er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki skal nota lyfið ef lausnin virðist skýjuð eða agnir sjást í henni.

Geymið Humatrope í kæli (2°C-8°C). Má ekki frjósa.

Ekki má geyma lyf sem búið er að blanda við stofuhita í meira en 30 mínútur á dag.

Nota má Humatrope í allt að 28 daga ef það er geymt í kæli og ef það er ekki látið standa við stofuhita

í meira en 30 mínútur á dag.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Humatrope inniheldur

Stofn í rörlykju

Virka innihaldsefnið er somatropin. Hver rörlykja inniheldur 6 mg, 12 mg eða 24 mg háð styrk.

Önnur innihaldsefni: Mannitól, glysín og tvíbasískt natríumfosfat.

[Fosfórsýru og/eða natríumhýdroxíði getur verið bætt í til að stilla sýrustig (pH)].

Leysir

Áfyllt sprauta með leysi inniheldur: Glyseról, metakresól, vatn fyrir stungulyf. [Saltsýru og/eða

natríumhýdroxíði getur verið bætt við til að stilla sýrustig (pH)].

Blönduð lausn:

Humatrope 6 mg

inniheldur 2,08 mg af somatropin í hverjum ml af lausn

Humatrope 12 mg

inniheldur 4,17 mg af somatropin í hverjum ml af lausn

Humatrope 24 mg

inniheldur 8,33 mg af somatropin í hverjum ml af lausn

Lýsing á útliti Humatrope og pakkningastærðir

Humatrope 6 mg:

1 rörlykja sem inniheldur hvítt duft fyrir stungulyf, lausn

3,17 ml tær litlaus leysir í áfylltri sprautu

Pakkningastærðir 1, 5 og 10

Humatrope 12 mg:

1 rörlykja sem inniheldur hvítt duft fyrir stungulyf lausn

3,15 ml tær litlaus leysir í áfylltri sprautu

Pakkningastærðir 1, 5 og 10

Humatrope 24 mg:

1 rörlykja sem inniheldur hvítt duft fyrir stungulyf lausn

3,15 ml tær litlaus leysir í áfylltri sprautu

Pakkningastærðir 1, 5 og 10

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar hér á landi.

Markaðsleyfishafi

Eli Lilly Danmark A/S

Lyskær 3E, 2. tv.

DK-2730 Herlev

Danmörk

Framleiðandi

Lilly France S.A.S

Rue du Colonel Lilly

F-67640 Fegersheim

Frakkland

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um lyfið, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa

markaðsleyfishafa.

Icepharma hf

Lyngháls 13

IS-110 Reykjavík

Sími: 540 8000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Í aðildarlöndum evrópska efnahagssvæðisins þar sem þetta lyf er með markaðsleyfi, ber það heitið

„Humatrope“, fyrir utan Frakkland þar sem lyfið er markaðssett undir heitinu“Umatrope“.

Inndæling á Humatrope 6 mg/ 12 mg / 24 mg

Eftirfarandi leiðbeiningar sýna hvernig nota á Humatrope. Vinsamlegast lesið leiðbeiningarnar

vandlega og fylgið þeim skref fyrir skref.

Hvernig á að byrja:

Þú þarft 5 hluti:

Humatrope rörlykju í réttum

styrkleika

Áfyllta sprautu með leysi

CE-merktan Humatrope penna

Sæfða nál á pennann, og

Sprittþurrku

Þvoðu hendurnar áður en þú heldur áfram

Hlutir

Notið aðeins hlutina úr þessum pakka til að undirbúa

rörlykjuna.

*Athugið: Vökvinn er litlaus. Hér á myndinni er hann

einungis sýndur blár til skýringar.

Eftirfarandi skref sýna þér hvernig þú undirbýrð nýju rörlykjuna fyrir notkun

Skref 1 Opnið pakkann

Þú mátt aðeins blanda Humatrope við leysinn sem fylgir lyfinu. Aldrei blanda við annað

nema læknirinn segi þér að gera það.

Vinsamlegast lesið notkunarleiðbeiningarnar sem fylgja pennanum. Það hjálpar þér við

að muna hvað þér var kennt af lækninum þínum eða heilbrigðisstarfsmanni.

Vinsamlegast fylgið leiðbeiningunum fyrir neðan myndirnar.

Leysir

Sprauta

með leysi

Svartir

þríhyrningar

Humatrope®

rörlykja

Hvítur endi

Lok á enda

Nálarhetta

Stimpill

Taktu ALLA hlutina upp

úr bakkanum.

Athugið: Þessi penni er

hannaður bæði fyrir

rétthenta og örvhenta.

Notaðu hvora höndina

sem þér hentar betur.

Haltu um nálarhettuna, sem er

neðst á sprautunni með

leysinum.

Fjarlægðu nálarhettuna og fargaðu

henni. EKKI þrýsta á stimpilinn

strax. Það er í lagi þó að dropi fari

til spillis. Ekki þarf að tæma

loftbólur úr sprautunni með

leysinum.

Skref 2 &3 tenging rörlykjunnar

Haltu rörlykjunni þannig að svörtu

þríhyrningarnir snúi upp. Stilltu rörlykjunni og

sprautunni með leysinum upp í beina línu. EKKI

setja rörlykjuna inn undir horni.

ÞRÝSTU rörlykjunni BEINT inn þar til hún

stöðvast OG svörtu þríhyrningarnir HYLJAST.

Þú getur heyrt eða fundið smell.

EKKI snúa rörlykjunni.

Skref 4 Blöndun Humatrope

Stimpill

Nálarhetta

Stimpill

Nálarhetta

Svartir

þríhyrningar

Haltu sprautunni með leysinum og rörlykjunni

saman með BÁÐUM HÖNDUM. Þrýstu á

stimpilinn og slepptu 2 eða 3 sinnum uns

leysirinn er kominn í rörlykjuna.

Slepptu þumlinum af stimplinum og kannaðu

hvort sprautan með leysinum er tóm (það er

eðlilegt að litlir dropar af leysi verði eftir í

sprautunni með leysinum).

Skref 5&6 Losun rörlykjunnar og förgun leysisins

Þegar þú hefur sleppt þumlinum af stimplinum

skaltu draga rörlykjuna úr sprautunni.

Legðu lokið á endanum á hart, flatt yfirborð.

Þrýstu sprautunni með leysinum á lokið og

fargaðu sprautunni strax með öruggum hætti

eins þér hefur verið kennt.

Skref 7 Blandið varlega

Blandið lausnina varlega með því að velta rörlykjunni upp og niður 10 sinnum. HRISTIÐ EKKI

RÖRLYKJUNA. Látið rörlykjuna liggja í 3 mínútur, skoðið lausnina vandlega.

Ef lausnin er skýjuð eða inniheldur agnir, veltið rörlykjunni aftur 10 sinnum. Látið rörlykjuna liggja

í 5 mínútur til viðbótar. NOTIÐ EKKI RÖRLYKJUNA ef lausnin er enn skýjuð eða inniheldur

agnir.

Veltið rörlykjunni varlega upp og niður 10 sinnum

og látið hana liggja í 3 mínútur,

HRISTIÐ EKKI.

Skoðið lausnina. Humatrope

®

lausnin

á að vera tær.

Skref 8 inndæling á Humatrope með viðeigandi penna

Ef lausnin er tær þá er rörlykjan þín tilbúin og má tengja hana við viðeigandi

Humatrope Pen

Festið rörlykjuna á pennann (sjá notkunarleiðbeiningar pennans)

Notið ávallt nýja sæfða nál fyrir hverja inndælingu

Strjúkið húðina vandlega með sprittþurrku. Leyfið húðinni að þorna.

Stillið skammtinn (sjá notkunarleiðbeiningar pennans)

Sprautið rólega undir húðina eins og þér hefur verið kennt af lækninum.

Fjarlægið nálina úr húðinni og fargið nálinni á öruggan hátt eins og þér hefur verið

kennt af lækninum eða heilbrigðisstarfsmanni.

Geymið pennann ásamt restinni af Humatrope í kæli. Notið ekki afgangs Humatrope 28

dögum eftir blöndun.

Humatrope er vörumerki Eli Lilly and Company Limited

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í maí 2018.