Hibitane

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Hibitane Skeiðarkrem 10 mg/ g
 • Skammtar:
 • 10 mg/ g
 • Lyfjaform:
 • Skeiðarkrem
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Hibitane Skeiðarkrem 10 mg/g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • e3162244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Hibitane skeiðarkrem

Klórhexidín glúkónat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Hibitane og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Hibitane

Hvernig nota á Hibitane

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Hibitane

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Hibitane og við hverju það er notað

Klórhexidín er sýkladrepandi lyf og verkar bæði gegn gram-jákvæðum og gram-neikvæðum

bakteríum. Það er einnig virkt gegn ýmsum sveppategundum.

Lyfið er notað af læknum og hjúkrunarfræðingum til að koma í veg fyrir sýkingu og sem mýkjandi

áburður við barnsfæðingar og við legskoðanir.

2.

Áður en byrjað er að nota Hibitane

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Hibitane

ef um er að ræða ofnæmi fyrir klórhexidíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Klórhexidín má ekki berast í djúpa skurði á höfði eða mænu eða í miðeyra.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Hibitane er notað.

Varist að bera Hibitane skeiðarkrem í augu og eyru. Ef skeiðarkremið berst í augu verður að þvo

þau vandlega með vatni. Ef það berst í eyru, fjarlægðu það varlega með eyrnapinna.

Ef Hibitane berst í föt og notaður er klór til að ná því úr myndast brúnir blettir.

Ef Hibitane er blandað saman við sápu eða hreingerningarlög missir skeiðarkremið verkun sína.

Notkun annarra lyfja samhliða Hibitane

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Notkun á meðgöngu og við fæðingar er talin hættulaus.

Klórhexidín kemst yfir í brjóstamjólk en áhrif á barnið eru ólíkleg ef réttir meðferðarskammtar eru

notaðir.

Akstur og notkun véla

Hibitane hefur engin eða óveruleg áhif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Hibitane inniheldur cetósterýlalkóhól

Hibitane inniheldur cetósterýlalkóhól sem getur valdið staðbundnum húðviðbrögðum (t.d.

snertihúðbólgu).

3.

Hvernig nota á Hibitane

Hibitane skeiðarkrem er eingöngu ætlað til notkunar á húð og slímhúð.

Læknar eða hjúkrunarfræðingar sjá um notkun Hibitane skeiðarkrems.

Læknir eða hjúkrunarfræðingur nota skeiðarkremið í kringum fæðingarveg. Einnig er skeiðarkremið

notað utan á hanska og tæki.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fram:

Algengar (>1/100):

húðertingu fyrst eftir notkun.

Mjög sjaldgæfar (<1/1.000)

Ofnæmi

Augnerting

Heyrnartap

Klórhexidín getur valdið heyrnarskaða ef það kemst inn í miðeyra. Snerting við augu getur valdið

sviða. Bráðaofnæmi getur komið fyrir en slík viðbrögð eru mjög fátíð.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Hibitane

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hibitane inniheldur

Virka innihaldsefnið er klórhexidínglúkónat.

Önnur innihaldsefni eru paraffínolía, ísóprópanólum, hvítt vaselín, cetósterýlalkóhól,

cetóserýlalkóhól/etýlenoxíð, línalyl acetat, hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Hibitane og pakkningastærðir

Plastflaska, 250 ml

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Bioglan AB

Box 503 10

202 13 Malmö

Svíþjóð.

Framleiðandi

Pharmasol Ltd., North Way,

Walworth, Industrial Estate,

Andover, Hants SP10 05 AZ,

Bretlandi.

Bioglan AB

Box 503 10

202 13 Malmö

Svíþjóð.

Umboð á Íslandi

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2017.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar (http://www.serlyfjaskra.is).