Harpatinum

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Harpatinum Mjúkt hylki 225 mg
 • Skammtar:
 • 225 mg
 • Lyfjaform:
 • Mjúkt hylki
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Harpatinum Mjúkt hylki 225 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 99635625-fb5a-e611-80d1-ce1550b700f3
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Harpatinum mjúk hylki

Djöflaklóarútdráttur

JURTALYF SEM HEFÐ ER FYRIR

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota þetta jurtalyf nákvæmlega eins og tilgreint er í þessum fylgiseðli eða eins og læknir

eða lyfjafræðingur hafa ráðlagt þér.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Hafa skal samband við lækni ef einkenni lagast ekki eða versna eftir 2 vikur vegna meðferðar

við vægum meltingartruflunum eða 4 vikur vegna meðferðar við vægum gigtarverkjum. Sjá

kafla 3.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Harpatinum og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Harpatinum

Hvernig nota á Harpatinum

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Harpatinum

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Harpatinum og við hverju það er notað

Harpatinum er jurtalyf sem hefð er fyrir handa fullorðnum til að draga úr:

Vægum gigtarverkjum

Vægum meltingartruflunum (eins og uppþembu, vindgangi og tímabundnu lystarleysi).

Þetta lyf er jurtalyf sem hefð er fyrir og tilgreindar ábendingar fyrir notkun þess eru eingöngu byggðar

á langri sögu um notkun lyfsins.

Harpatinum inniheldur þurrkaðan útdrátt af rót djöflaklóar.

2.

Áður en byrjað er að nota Harpatinum

Ekki má nota Harpatinum:

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir útdrætti djöflaklóar (einnig þekkt sem

Harpagophytum

), hnetum,

soja eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ef um er að ræða sár í maga eða þörmum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækni áður en Harpatinum er notað ef þú er með:

gigtarverki samhliða bólgum í liðum, roða eða hita.

gallsteina.

Ef einkenni versna við notkun jurtalyfsins skal leita ráða hjá lækni.

Börn og unglingar

Notkun hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára er ekki ráðlögð vegna skorts á fullnægjandi

upplýsingum.

Notkun annarra lyfja samhliða Harpatinum

Hugsanleg áhrif af samhliðanotkun annarra lyfja hafa ekki verið rannsökuð.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um Harpatinum.

Notkun Harpatinum með mat, drykk eða áfengi

Ekki hefur verið greint frá áhrifum þess að neyta matar eða drykkjar samhliða töku Harpatinum.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Vegna skorts á fullnægjandi upplýsingum er ekki ráðlagt að nota Harpatinum meðan á meðgöngu og

brjóstagjöf stendur. Áhrif lyfsins á frjósemi hafa ekki verið rannsökuð.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækni eða

lyfjafræðingi áður en jurtalyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Harpatinum hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Ef þörf krefur spyrðu

lækni eða lyfjafræðing ráða.

Harpatinum inniheldur sojaolíu, sojafosfólípíð (lesitín), laktósa og sorbitól

Ekki á að nota lyfið ef þú hefur ofnæmi fyrir hnetum eða soja.

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Harpatinum

Notið jurtalyfið alltaf eins og mælt er með í þessum fylgiseðli eða eins og læknir eða lyfjafræðingur

hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækni eða lyfjafræðingi.

Fullorðnir:

Ráðlagður skammtur er: 2 hylki 2 svar sinnum daglega.

Hámarks dagsskammtur: 4 hylki.

Takið hylkin með glasi af vatni.

Ef einkenni eru viðvarandi lengur en 4 vikur við notkun á Harpatinum vegna vægra gigtarverkja eða

2 vikur vegna vægra meltingartruflana skal leiða ráðlegginga læknis eða heilbrigðisstarfsmanns.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef hærri skammtur af Harpatinum hefur verið tekinn inn en ráðlagður er, eða ef börn hafa tekið þetta

jurtalyf af ógætni skal hafa samband við lækni eða læknavakt. Taktu umbúðirnar með þér.

Jafnframt er hægt að hringja í eftirfarandi númer:

Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að taka Harpatinum

Ef gleymist að taka inn hylki, takið næsta skammt eins og venjulega. Ekki á að tvöfalda skammt til að

bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Harpatinum

Hætta má notkun lyfsins hvenær sem er.

Ef frekari spurningar vakna um jurtalyfið skaltu spyrja lækni eða lyfjafræðing.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta jurtalyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi aukaverkanir hafa verið tilkynntar.

Meltingarfæratruflanir

: niðurgangur, ógleði, uppköst, kviðverkir.

Miðtaugakerfi:

höfuðverkur, svimi.

Ofnæmisviðbrögð

: útbrot, ofsakláði, bjúgur í andliti.

Tíðni þessara aukaverkana er óþekkt.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækni eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki

er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Harpatinum

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota jurtalyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Harpatinum inniheldur

Virka innihaldsefnið er þurrkaður útdráttur af rót djöflaklóar.

Hvert hylki inniheldur 225 mg af útdrætti (sem þurr útdráttur) úr

Harpagophytum procumbens

DC. og / eða

Harpagophytum zeyheri

Decne. (djöflakló), radix (jafngildir 990-1125 mg af

þurrkaðri rót djöflaklóar). Leysir til útdráttar: etanól 60% (V/V).

Önnur innihaldsefni eru laktósaeinhýdrat, vötnuð sílikonkvoða, hreinsuð sojabaunaolía,

hreinsuð kókosolía, þáttuð pálmkjarnaolía, gult býflugnavax, hreinsað fosfólípíð úr sojabaunum

(lesitín), smjörfita, gelatína, glýseról, fljótandi sorbitól sem er að hluta til vatnsfrítt (E420) og

gult járnoxíð (E172).

Lýsing á útliti Harpatinum og pakkningastærðir

Sporöskjulaga (15x10 mm), ljósbrún, mjúk hylki. Innihald hylkis er dökkbrúnt.

Hylkjunum er pakkað í þynnur. Lyfið kemur í 30, 60, 90 og 120 stykkja pakkningum. Ekki er víst að

allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

HANDHAFI SKRÁNINGAR

Florealis ehf.

Grandagarður 16

101 Reykjavík

Ísland

Sími: 535 7000 (Íslandi), +46 08-50502620 (önnur lönd)

Email: info@florealis.com

Framleiðandi

Swiss Caps GmbH

Grassingerstraße 9

D-83043 Bad Aibling

Þýskaland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í september 2017.