Harmonet

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Harmonet Tafla 75 míkróg+ 20 míkróg
 • Skammtar:
 • 75 míkróg+ 20 míkróg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Harmonet Tafla 75 míkróg+ 20 míkróg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • c8162244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Harmonet

75 míkrógrömm/20 míkrógrömm, húðaðar töflur

gestóden/etínýlestradíól

Mikilvægar upplýsingar um samsettar hormónagetnaðarvarnir:

Ein áreiðanlegasta afturkræfa getnaðarvörnin ef notuð rétt. Frjósemi endurheimt eftir að notkun

er hætt.

Þær auka lítillega hættuna á blóðtappa í bláæðum og slagæðum, einkum á fyrsta ári notkunar

eða þegar byrjað er að nota samsetta hormónagetnaðarvörn aftur eftir a.m.k. 4 vikna hlé.

Vinsamlega sýndu aðgát og leitaðu til læknisins ef þú telur að þú gætir haft einkenni blóðtappa

(sjá kafla 2 „Blóðtappar“).

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Harmonet og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Harmonet

Hvernig nota á Harmonet

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Harmonet

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Harmonet og við hverju það er notað

Harmonet er

lágskammta, samsett getnaðarvarnartafla sem inniheldur tvö mismunandi kvenhormón í

litlu magni, gestóden (sem er gestagen) og etínýlestradíól (sem er estrógen). Litið er á

getnaðarvarnartöfluna sem lágskammta getnaðarvarnartöflu vegna þess hve hún inniheldur lítið af

hormónum. Allar töflur í pakkningunni innihalda sömu hormón í sömu skömmtum.

Harmonet kemur í veg fyrir egglos og breytir slímhúð legsins. Harmonet hefur einnig áhrif á slímið í

leghálsinum og torveldar með því gegnumflæði sæðisfrumna.

Nota má Harmonet sem getnaðarvörn.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Harmonet

Almennar upplýsingar

Áður en byrjað er að nota Harmonet skaltu lesa upplýsingar um blóðtappa (segamyndun) í kafla 2.

Einkum er mikilvægt að lesa um einkenni blóðtappa, sjá kaflann „Blóðtappar“.

Ekki má nota Harmonet

Þú skalt ekki nota Harmonet ef þú ert með einhvern þeirra sjúkdóma sem taldir eru upp hér fyrir

neðan. Ef þú hefur einhvern þessara sjúkdóma verður þú að segja lækninum frá því. Læknirinn mun

ræða við þig um það hvaða getnaðavörn henti þér betur.

ef um er að ræða ofnæmi fyrir etínýlestradíól eða gestóden eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú ert með (eða hefur fengið) blóðtappa í æð í fótlegg (segamyndun í djúpum bláæðum),

lungum (lungnasegarek) eða öðrum líffærum.

ef þú ert með arfgenga eða aðra þekkta áhættu fyrir blóðtappa (sjá „Sérstakar varúðarreglur“).

ef þú veist að þú ert með sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðstorknun, t.d. skort á C-próteini, skort á

S-próteini, andtrombín-III skort, Factor V Leiden eða andfosfólípíðmótefni.

ef skurðaðgerð er fyrirhuguð eða við langvarandi hreyfingarleysi (sjá kaflann „Blóðtappar“).

ef þú hefur fengið hjartaáfall eða heilablóðfall.

ef þú ert með (eða hefur fengið) hjartaöng (sjúkdómur sem veldur nístandi brjóstverk og getur

verið fyrsta einkenni um hjartaáfall) eða skammvinnt blóðþurrðarkast (TIA – skammvinn

einkenni heilablóðfalls).

ef þú ert með einhvern af eftirfarandi sjúkdómum sem kunna að auka hættu á blóðtappa í

slagæð:

alvarlega sykursýki ásamt æðaskemmdum

mjög háan blóðþrýsting

mjög hátt fitumagn í blóði (kólesteról eða þríglýseríð)

ástand sem nefnist aukning hómósysteins í blóði

ef þú ert með (eða hefur fengið) mígreni sem nefnist „mígreni með fyrirboðaeinkennum“.

ef þú ert með eða hefur verið með brisbólgu ásamt of mikilli blóðfitu.

ef þú ert með eða hefur verið með sjúkdóma í blá- eða slagæðum augans.

ef þú ert með eða hefur verið með lifraræxli eða lifrarsjúkdóma með skertri lifrarstarfsemi.

ef þú ert með eða hefur verið með krabbamein í brjóstum eða legi.

ef þú ert með eða hefur verið með blæðingar frá leggöngum af óþekktum orsökum.

ef þú ert þunguð eða grunur leikur á þungun.

Ef einhver þessara sjúkdóma kemur fram í fyrsta sinn meðan á notkun getnaðarvarnartaflna stendur á

tafarlaust að stöðva notkun taflnanna og hafa samband við lækninn. Á meðan á að nota annars konar

getnaðarvörn (t.d. smokk eða hettu).

Hvenær þarf að gæta sérstakrar varúðar við notkun Harmonet

Hvenær skal hafa samband við lækninn?

Leita skal tafarlaust til læknis

ef vart verður við hugsanleg einkenni blóðtappa sem gætu gefið til kynna að þú sért með

blóðtappa í fótlegg (t.d. segamyndun í djúpum bláæðum), blóðtappa í lunga (t.d.

lungnasegarek), hjartaáfall eða heilablóðfall (sjá kaflann „Blóðtappar“ hér á eftir).

Finna má lýsingu á einkennum þessara alvarlegu aukaverkana í „Hvernig má bera kennsl á

blóðtappa“.

Láttu lækninn vita ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig

Einnig á að hafa samband við lækninn ef einhver þessara sjúkdóma kemur fram eða versnar meðan á

notkun Harmonet stendur.

ef þú sjálf eða einhver í nánustu fjölskyldu er með eða hefur fengið brjóstakrabbamein.

ef þú ert með sjúkdóm í lifrinni eða gallblöðrunni.

ef þú ert með sykursýki.

ef þú ert með Crohns sjúkdóm eða sáraristilbólgu (langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum)

ef þú ert með rauða úlfa (SLE – sjúkdómur sem hefur áhrif á náttúrulegt varnarkerfi líkamans);

ef þú ert með blóðlýsuþvageitrunarheilkenni (HUS – blóðstorkuröskun sem veldur nýrnabilun);

ef þú ert með sigðkornablóðleysi (arfgengur sjúkdómur í rauðum blóðkornum);

ef þú ert með hækkað fitumagn í blóðinu (of mikið þríglýseríð í blóði) eða fjölskyldusögu um

þennan sjúkdóm. Of mikið þríglýseríð í blóði hefur verið tengt aukinni hættu á myndun

brisbólgu (bólgu í brisi);

ef skurðaðgerð er fyrirhuguð eða við langvarandi hreyfingarleysi (sjá kaflann „Blóðtappar“);

ef þú hefur fætt barn nýlega ertu í aukinni hættu á að fá blóðtappa. Spyrðu lækninn hve fljótt

eftir barnsburð þú megir hefja töku Harmonet;

ef þú ert með bólgu í bláæðum undir húðinni (grunn segabláæðabólga).

ef þú ert með æðahnúta.

ef þú ert með sjúkdóm sem kom fram í fyrsta skipti eða versnaði á meðgöngu eða við fyrri

notkun hormóna (t.d. heyrnarleysi, efnaskiptasjúkdómur sem nefnist porfýría, húðsjúkdómur

sem nefnist meðgöngublöðrubóla, sjaldgæfur sjúkdómur í taugakerfi sem nefnist rykkjadans

(Sydenhams chorea)).

ef þú færð gulbrúna bletti á húð, sérstaklega í andlit (þungunarfreknur). Þá skaltu forðast að vera

mikið í sól eða nota ljósalampa.

hafðu samband við lækninn eins fljótt og mögulegt er ef þú finnur fyrir hnút í brjóstinu eða

tekur eftir breytingum á líkamanum eða á heilsufari þínu, sérstaklega ef það á við um eitthvað

sem lýst er í þessum fylgiseðli.

ef þú ert með meðfæddan ofsabjúg, þar sem meðferð með estrógenum getur kallað fram

einkenni ofsabjúgs eða einkenni ofsabjúgs geta versnað t.d. bólga í andliti, tungu og/eða koki

og/eða kyngingarerfiðleikar eða ofsakláði með öndunarerfiðleikum.

Við töku getnaðarvarnartaflna geta blæðingar orðið óreglulegar, sérstaklega fyrstu mánuði

inntökunnar. Ef þú hefur enn óreglulegar blæðingar eftir u.þ.b. 3 mánuði, skaltu hafa samband við

lækninn (sumar konur fá engar blæðingar í töflulausa hléinu).

Hafir þú tekið getnaðarvarnartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum er ólíklegt að þú sért þunguð. Ef þú

hefur ekki tekið töflurnar samkvæmt leiðbeiningum eða þú færð ekki blæðingar tvisvar sinnum í röð,

skal útiloka þungun áður en töflutökunni er haldið áfram.

Hafðu samband við lækninn ef þú færð alvarlegan niðurgang eða byrjar að taka önnur lyf.

Láttu alltaf vita ef taka þarf blóðprufur eða þvagprufur að þú sért að taka Harmonet. Það getur haft

áhrif á niðurstöður prufanna.

Sérstakar varúðarreglur

Harmonet veitir ekki vörn gegn HIV-sýkingu (alnæmi) eða öðrum kynsjúkdómum.

Áríðandi er að tala við lækninn um kosti og galla við notkun Harmonet áður en byrjað er að taka

getnaðarvarnartöflurnar. Áður en þú byrjar að taka getnaðarvarnartöflur og með reglulegu millibili áttu

að fara í nákvæma læknisskoðun. Slík skoðun getur falið í sér mælingar á blóðþrýstingi, brjóstaskoðun

og kvenskoðun og á að endurtaka að minnsta kosti einu sinni á ári, á meðan getnaðarvarnartöflur eru

teknar.

BLÓÐTAPPAR

Notkun samsettrar hormónagetnaðarvarnar á borð við Harmonet eykur hættu á blóðtappa samanborið

við enga notkun. Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur blóðtappi stíflað æðar og valdið alvarlegum

vandamálum.

Blóðtappar geta myndast

í bláæðum (nefnist „segamyndun í bláæðum“’ eða „bláæðasegarek“)

í slagæðum (nefnist „segamyndun í slagæðum“ eða „slagæðasegarek“).

Ekki næst alltaf fullur bati eftir blóðtappa. Í mjög sjaldgæfum tilfellum geta komið fram alvarleg

varanleg áhrif sem örsjaldan eru banvæn.

Mikilvægt er að muna að heildaráhætta skaðlegra blóðtappa vegna Harmonet er lítil

HVERNIG MÁ BERA KENNSL Á BLÓÐTAPPA

Leita skal tafarlaust til læknis ef vart verður við eftirfarandi einkenni.

Hefur orðið vart við eitthvað af þessum einkennum?

Hvað getur það hugsanlega

verið?

Þroti í öðrum fótlegg eða eftir bláæð í fótlegg, einkum ef

fylgir:

verkur eða eymsli í fótlegg sem aðeins kemur fram þegar

staðið er eða gengið

aukin hitatilfinning í fótleggnum

breyting á húðlit fótleggjar, t.d. fölvi, roði eða blámi

Segamyndun í djúpum

bláæðum

skyndileg, óútskýrð andnauð eða hraður andardráttur

skyndilegur hósti án augljósrar ástæðu, sem blóð getur fylgt

nístandi brjóstverkur sem kann að aukast við djúpa öndun

svimi eða sundl

hraður eða óreglulegur hjartsláttur

mikill kviðverkur

Ef þú ert ekki viss skaltu ræða við lækninn þar sem sum af

þessum einkennum, eins og hósti eða mæði, gætu mistúlkast

sem vægara ástand eins og sýking í öndunarvegi (t.d. „kvef“).

Lungnasegarek

Einkenni koma oftast fram í öðru auga:

skyndilegt sjóntap eða

sársaukalaus þokusýn sem getur þróast yfir í sjóntap

Segamyndun í bláæð

sjónhimnu (blóðtappi í auga)

brjóstverkur, óþægindi, þrýstingur eða þyngsli

tilfinning um herping eða þrengsli fyrir brjósti, í handlegg

eða undir bringubeini

seddutilfinning, meltingarónot eða köfnunartilfinning

óþægindi í efri hluta líkamans sem leiða út í bak, kjálka,

háls, handlegg og kvið

aukin svitamyndun, ógleði, uppköst eða sundl

verulegt máttleysi, kvíði eða andnauð

hraður eða óreglulegur hjartsláttur

Hjartaáfall

skyndilegt máttleysi eða dofi í andliti, handlegg eða fótlegg,

einkum öðrum megin í líkamanum

skyndileg ringlun, erfiðleikar við tal eða skilning

skyndilegar sjóntruflanir í öðru eða báðum augum

skyndilegir erfiðleikar við göngu, sundl, jafnvægisskortur

eða truflun á samhæfingu

skyndilegur, alvarlegur eða langvarandi höfuðverkur án

þekktrar ástæðu

meðvitundarleysi eða yfirlið með eða án krampa

Stundum geta einkenni heilablóðfalls staðið stutt yfir og gengið

nánast strax til baka en þú ættir samt að leita læknishjálpar

tafarlaust þar sem þú gætir verið í hættu á að fá annað

heilablóðfall.

Heilablóðfall

þroti og örlítill blámi í útlim

verulegur magaverkur (bráðir kviðverkir)

Blóðtappar sem stífla aðrar

æðar

BLÓÐTAPPAR Í BLÁÆÐ

Hvað getur gerst ef blóðtappi myndast í bláæð?

Notkun samsettra hormónagetnaðarvarna tengist aukinni hættu á blóðtöppum í bláæð

(segamyndun í bláæðum). Hins vegar eru þetta mjög sjaldgæfar aukaverkanir. Algengast er að þær

komi fram á fyrsta ári notkunar samsettrar hormónagetnaðarvarnar.

Ef blóðtappi myndast í æð í fótlegg eða fæti getur það valdið segamyndun í djúpum bláæðum.

Ef blóðtappi berst frá fótlegg og yfir í lunga getur hann valdið lungnasegareki.

Örsjaldan kemur fyrir að blóðtappi myndist í bláæð í öðru líffæri, svo sem auga (segamyndun í

bláæð sjónhimnu).

Hvenær er hættan á myndun blóðtappa í bláæð mest?

Hætta á myndun blóðtappa í bláæð er mest á fyrsta ári sem samsett hormónagetnaðarvörn er tekin í

fyrsta skipti. Hættan getur einnig verið meiri ef þú byrjar aftur að taka samsetta hormónagetnaðarvörn

(sama lyf eða annað lyf) eftir hlé í a.m.k. 4 vikur.

Að fyrsta árinu liðnu minnkar hættan en hún er alltaf örlítið meiri en ef engin samsett

hormónagetnaðarvörn er notuð.

Þegar notkun Harmonet er hætt verður hætta á blóðtappa aftur eins og áður innan nokkurra vikna.

Hver er hættan á myndun blóðtappa?

Hættan fer eftir eðlislægri hættu á bláæðasegareki og tegund samsettrar hormónagetnaðarvarnar sem

tekin er.

Heildarhættan á blóðtappa í fótlegg eða lunga (segamyndun í djúpum bláæðum eða lungnasegarek)

með Harmonet er lítil.

Af þeim 10.000 konum sem ekki nota samsetta hormónagetnaðarvörn og eru ekki þungaðar fá

u.þ.b. 2 blóðtappa á ári.

Af þeim 10.000 konum sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn sem inniheldur levónorgestrel,

noretisterón, eða norgestimat munu u.þ.b. 5-7 fá blóðtappa á ári.

Af þeim 10.000 konum sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn sem inniheldur gestóden á

borð við Harmonet munu u.þ.b. 9 til 12 konur fá blóðtappa á ári.

Hættan á því að fá blóðtappa er háð sjúkrasögu konunnar (sjá „Þættir sem auka hættu á

blóðtappa“ hér fyrir neðan).

Hætta á myndun blóðtappa á ári

Konur sem

nota ekki

samsetta hormónatöflu/-plástur/-

hring og eru ekki þungaðar

U.þ.b. 2 af hverjum 10.000 konum

Konur sem nota samsetta hormónatöflu sem inniheldur

levónorgestrel, noretisterón eða norgestimat

U.þ.b. 5-7 af hverjum 10.000 konum

Konur sem nota Harmonet

U.þ.b. 9-12 af hverjum 10.000 konum

Þættir sem auka hættu á blóðtappa í bláæð

Hætta á blóðtappa við notkun Harmonet er lítil en sumar aðstæður auka áhættuna. Áhættan er meiri:

ef þú ert í mikilli yfirþyngd (líkamsþyngdarstuðull eða BMI yfir 30 kg/m

ef einhver nákominn ættingi hefur fengið blóðtappa í fótlegg, lunga eða annað líffæri á unga

aldri (t.d. yngri en u.þ.b. 50 ára). Ef svo er getur verið að þú sért með arfgenga

blóðstorkutruflun.

ef þú þarft að fara í skurðaðgerð eða við langvarandi hreyfingarleysi vegna meiðsla eða

sjúkdóms, eða ef þú ert með fótlegg í gifsi. Nauðsynlegt getur verið að hætta notkun Harmonet

nokkrum vikum fyrir skurðaðgerð eða meðan þú getur lítið hreyft þig. Ef þú þarft að hætta

notkun Harmonet skaltu spyrja lækninn hvenær þú megir byrja að nota það aftur.

með hækkandi aldri (einkum eftir u.þ.b. 35 ára aldur).

ef þú fæddir barn á síðustu vikum.

Hættan á að fá blóðtappa eykst eftir því sem áhættuþættir eru fleiri.

Flugferðir (>4 klst.) kunna að auka tímabundið hættu á blóðtappa, einkum ef fleiri þættir sem taldir eru

upp eiga við þig.

Mikilvægt er að láta lækninn vita ef eitthvað af þessu á við um þig, jafnvel þó þú sért ekki viss.

Læknirinn kann að ákveða að hætta verði notkun Harmonet.

Segðu lækninum ef eitthvað af eftirfarandi aðstæðum breytast meðan á notkun Harmonet stendur, t.d.

ef náinn fjölskyldumeðlimur fær segamyndun af óþekktum orsökum eða ef þú þyngist mikið.

BLÓÐTAPPAR Í SLAGÆÐ

Hvað getur gerst ef blóðtappi myndast í slagæð?

Rétt eins og blóðtappi í bláæð getur blóðtappi í slagæð valdið alvarlegum vandamálum. Hann getur til

dæmis valdið hjartaáfalli eða heilablóðfalli.

Þættir sem auka hættu á blóðtappa í slagæð

Mikilvægt er að vita að hætta á hjartaáfalli eða heilablóðfalli vegna notkunar Harmonet er mjög lítil en

getur aukist:

með hækkandi aldri (eftir u.þ.b. 35 ára aldur).

ef þú reykir.

Ef þú notar samsetta hormónagetnaðarvörn á borð við Harmonet er þér ráðlagt að

hætta að reykja. Ef þú getur ekki hætt að reykja og ert eldri en 35 ára er hugsanlegt að læknirinn

ráðleggi þér að nota aðra tegund getnaðarvarnar.

ef þú ert í yfirþyngd.

ef þú ert með háan blóðþrýsting.

ef einhver mjög nákominn þér hefur fengið hjartaáfall eða heilablóðfall snemma á ævinni (innan

við u.þ.b. 50 ára). Ef svo er getur verið að þú sért í meiri hættu á að fá hjartaáfall eða

heilablóðfall.

ef þú eða einhver þér nákominn er með hátt fitumagn í blóðinu (kólesteról eða þríglýseríð).

ef þú færð mígreni, einkum mígreni með fyrirboðaeinkennum.

ef þú átt við hjartakvilla að stríða (lokukvilla, truflun á takti hjartans sem nefnist gáttatif).

ef þú ert með sykursýki.

Ef fleiri en einn af þessum þáttum á við um þig eða ef einhver þeirra er mjög alvarlegur getur hættan á

blóðtappa aukist enn frekar.

Ef einhver af ofantöldum þáttum breytist meðan þú notar Harmonet, til dæmis ef þú byrjar að reykja,

ef einhver nákominn fær segamyndun af óþekktum orsökum eða ef þú þyngist mikið skaltu segja

lækninum frá því.

Láta skal lækni vita með góðum fyrirvara að notaðar séu getnaðarvarnartöflur ef leggjast þarf inn á

spítala eða fara í aðgerð. Ef hægt er skal hætta notkun getnaðarvarnartaflna 4 vikum áður til 2 vikum

eftir langvarandi rúmlegu eða stórar aðgerðir. Hafið samband við lækninn.

Getnaðarvarnartöflur og krabbamein:

Brjóstakrabbamein

Brjóstakrabbamein kemur heldur oftar fyrir hjá konum sem nota getnaðarvarnartöflur en öðrum

konum á sama aldri. Hættan á brjóstakrabbameini verður þó smám saman sú sama og hjá öðrum á

fyrstu 10 árunum eftir að notkun taflnanna er hætt. Þó er ekki vitað hvort samhengi er milli

brjóstakrabbameins og getnaðarvarnartaflna. Konur sem nota getnaðarvarnartöflur fara oftar í

brjóstaskoðun þannig að verið getur að brjóstakrabbamein finnist fyrr.

Lifrarsjúkdómar

Í stöku tilvikum hafa konur sem taka getnaðarvarnartöflur fengið góðkynja lifraræxli. Illkynja

lifraræxli eru fátíð. Bæði góðkynja og illkynja æxli geta valdið innvortis blæðingum. Hafðu samband

við lækninn tafarlaust, ef þú færð mikla verki í efsta hluta kviðar. Nauðsynlegt getur verið að hætta

notkun samsettra getnaðarvarnartaflna við bráða eða langvinna truflun á lifrarstarfsemi, þar til hún er

aftur orðin eðlileg.

Krabbamein í leghálsi

Tíðni leghálskrabbameins er nokkru hærri hjá konum sem hafa notað getnaðarvarnartöflur lengi.

Töflurnar eru ekki endilega orsökin, heldur getur skýringarinnar verið að leita í að konur sem nota

getnaðarvarnartöflur eru oftar skoðaðar með tilliti til leghálskrabbameins.

Kynlífshegðun sumra getur verið önnur en þeirra sem nota aðrar getnaðarvarnir, svo sem smokk.

Mesta hættan á leghálskrabbameini felst í viðvarandi bólgu af völdum tiltekinnar veiru (vörtuveiru í

mönnum) sem getur verið algengari hjá þeim sem nota getnaðarvarnartöflur.

Notkun annarra lyfja samhliða Harmonet

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, t.d. náttúrulyf og vítamín og

steinefni.

Sum lyf geta dregið úr getnaðarvarnarvirkni Harmonet eða valdið óvæntum blæðingum. Meðal þeirra

eru:

lyf við flogaveiki (barbítúröt, tópíramat, fenýtóín, prímídón, karbamazepín, felbamat,

oxkarbazepín, lamotrígín).

lyf við sýkingum (rífampicín, rífabútín).

lyf við HIV-veiru (rítónavír, nevírapín).

sveppalyf (grísófúlvín).

náttúrulyf sem innhalda jóhannesarjurt (Hypericum perforatum). Ekki má taka náttúrulyf sem

innihalda jónsmessurunna (hypericum perforatum) samhliða Harmonet. Það getur valdið því að

Harmonet virki ekki. Þú getur fengið blæðingar á tímabilinu og orðið þunguð. Ef þú notar nú

þegar jónsmessurunna, hafðu samband við lækninn um hvort/hvernig hætta megi meðferðinni.

Látið lækninn vita ef notuð eru önnur lyf eða hafa verið notuð nýlega. Þetta á sérstaklega við um:

lyf eftir líffæraígræðslu (cíklósporín).

vöðvaslakandi lyf (tízanídín).

lyf við of lágum efnaskiptum (levótýroxín).

lyf við flogaveiki (lamotrígín).

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Þú mátt ekki taka Harmonet. Ef þú heldur að þú sért þunguð áttu að hætta að taka töflurnar og nota

aðra getnaðarvörn, t.d. smokk, þar til þú ert viss um hvort þú ert þunguð eða ekki. Engar áreiðanlegar

sannanir eru fyrir því að estrógen og gestagen sem eru í samsettum getnaðarvarnartöflum skaði fóstrið,

verði frjóvgun fyrir slysni við notkun samsettra getnaðarvarnartaflna.

Brjóstagjöf

Þú mátt ekki taka Harmonet ef þú ert með barn á brjósti. Hafðu samband við lækninn.

Akstur og notkun véla

Harmonet hefur ekki áhrif á vinnu- eða umferðaröryggi.

Harmonet inniheldur laktósa og súkrósa

Harmonet inniheldur laktósa (mjólkursykur) og súkrósa (sykur). Ef læknirinn hefur sagt að þú hafir

óþol fyrir tilteknum sykrum, áttu að hafa samband við lækninn áður en lyfið er tekið.

3.

Hvernig nota á Harmonet

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Ekki á að breyta eða stöðva meðferð án samráðs við

lækninn.

Þú mátt ekki taka Harmonet ef þú ert þunguð eða heldur að þú sért þunguð.

Hvert þynnuspjald með Harmonet inniheldur 21 töflu. Á þynnuspjaldinu er hver getnaðarvarnartafla

merkt þeim vikudegi þegar hún skal tekin. Taka á töflurnar á nokkurn veginn sama tíma sólarhringsins

með svolitlu vatni. Fylgja á örinni á þynnuspjaldinu þar til allar töflurnar, 21 að tölu, hafa verið teknar.

Næstu 7 daga á ekki að taka neinar töflur. Séu töflurnar teknar á réttan hátt fæst einnig vörn gegn

þungun í töfluhléinu. Á þessum dögum verða venjulega tíðablæðingar. Venjulega byrja blæðingarnar á

2.-3. degi eftir að síðasta getnaðarvarnartaflan hefur verið tekin. Á 8. degi er byrjað á nýju töfluspjaldi,

jafnvel þótt tíðablæðingarnar haldi áfram. Það þýðir að alltaf er byrjað á nýju töfluspjaldi á sama

vikudegi og að blæðingarnar verða á sama tíma á fjögurra vikna fresti.

Þannig er byrjað á fyrsta Harmonet töfluspjaldinu

Ef ekki hefur verið notuð hormónagetnaðarvörn síðasta mánuðinn

Fyrstu getnaðarvarnartöfluna skal taka á fyrsta degi tíðablæðinga. Taka á töflu sem merkt er

viðeigandi vikudegi. Ef 1. blæðingadagur er t.d. föstudagur, byrjarðu á töflunni sem merkt er

„FÖ“. Fylgdu síðan vikudögunum í örvarátt þar til búið er að taka allar 21 töflurnar.

Getnaðarvarnartöflurnar verka strax. Ekki er þörf fyrir viðbótargetnaðarvörn.

Ef þú vilt byrja á getnaðarvarnartöflunum á 2.-5. degi blæðinga, þarftu að muna að nota auka

getnaðarvörn (t.d. smokk, hettu eða þess háttar) fyrstu 7 dagana.

Þegar skipt er frá annarri tegund samsettrar getnaðarvarnartöflu

Byrja má að taka Harmonet daginn eftir töfluhlé (eða töku síðustu lyfleysutöflunnar ef fyrra

þynnuspjald innihélt lyfleysutöflur, þ.e. 28 stk.). Í vafatilvikum skal leita til læknis eða

lyfjafræðings.

Þegar skipt er frá getnaðarvarnartöflum sem aðeins innihalda gestagen (mínipillu)

Hætta má notkun mínipillu hvaða dag sem er og byrja á Harmonet á sama tíma næsta dag. En

ávallt skal muna að nota auka getnaðarvörn (t.d. smokk, hettu eða þess háttar) fyrstu 7 dagana

sem getnaðarvarnartöflurnar eru teknar.

Þegar skipt er frá stungulyfi, vefjalyfi eða leginnleggi sem gefur frá sér gestagen

Byrja má á Harmonet daginn sem ráðgert var að fá næstu sprautu eða daginn sem vefjalyfið eða

leginnleggið með gestageni er fjarlægt. En ávallt skal muna að nota auka getnaðarvörn (t.d.

smokk, hettu eða þess háttar) fyrstu 7 dagana sem getnaðarvarnartöflurnar eru teknar.

Eftir fæðingu

Rétt eftir fæðingu getur verið að læknirinn ráðleggi að beðið sé með að taka Harmonet þar til

eftir fyrstu eðlilegu tíðablæðingar. Stundum má byrja fyrr. Leitaðu ráða hjá lækninum. Ef óskað

eftir að nota getnaðarvarnartöflur meðan á brjóstagjöf stendur skal leita ráða hjá lækninum fyrst.

Athygli er vakin á því að þungun getur átt sér stað þótt blæðingar hafi ekki hafist að nýju og

brjóstagjöf eigi sér enn stað.

Eftir fósturlát eða fóstureyðingu

Leita skal ráða hjá lækni.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ofskömmtun getur valdið ógleði, uppköstum og smáblæðingum frá leggöngum hjá ungum stúlkum.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að taka Harmonet

Ef liðnar eru

færri en 12 klukkustundir

frá því að taka átti síðustu getnaðarvarnartöflu er

vörnin enn óbreytt. Taka skal getnaðarvarnartöfluna strax og munað er eftir. Næstu

getnaðarvarnartöflur skal taka eins og ekkert hafi í skorist á venjulegum tíma.

Ef liðnar eru

fleiri en 12 klukkustundir

frá því að taka átti síðustu getnaðarvarnartöflu, hefur

vörnin hugsanlega minnkað. Því fleiri getnaðarvarnartöflur sem gleymst hafa, því minni er

vörnin. Ef töflurnar sem gleymdust tilheyra byrjun eða endi á töfluspjaldi, eru líkurnar á þungun

mun meiri. Fara á að neðangreindum leiðbeiningum.

Fleiri en 1 tafla hefur gleymst

Leita skal ráða hjá lækninum.

1 tafla hefur gleymst í 1. viku

Taka skal töfluna sem gleymdist strax og munað er eftir, jafnvel þótt það þýði að taka þurfi 2 töflur

samtímis. Halda skal áfram með næstu getnaðarvarnartöflur á venjulegum tíma eins og ekkert hafi í

skorist, en nota skal auka getnaðarvörn (t.d. smokk) næstu 7 daga. Ef hafðar hafa verið samfarir í

vikunni áður en getnaðarvarnartaflan gleymdist, getur hafa orðið þungun. Því skal strax hafa samband

við lækninn.

1 tafla hefur gleymst í 2. viku

Taka skal töfluna sem gleymdist strax og munað er eftir, jafnvel þótt það þýði að taka þurfi 2 töflur

samtímis. Taka skal næstu getnaðarvarnartöflur á venjulegum tíma eins og ekkert hafi í skorist. Öryggi

getnaðarvarnartaflnanna er óbreytt og ekki þarf að nota auka getnaðarvörn.

1 tafla hefur gleymst í 3. viku

Velja má annan af eftirfarandi möguleikum án þess að nota þurfi aðra getnaðarvörn.

Taka skal töfluna sem gleymdist strax og munað er eftir, jafnvel þótt það þýði að taka þurfi

2 töflur samtímis. Taka skal næstu getnaðarvarnartöflur á venjulegum tíma eins og ekkert hafi í

skorist. Byrja skal strax á næsta töfluspjaldi

án þess að hafa töfluhlé milli spjalda

. Sennilega

verða engar tíðablæðingar fyrr en eftir seinna töfluspjaldið, en bletta- eða milliblæðingar geta

orðið meðan á töku getnaðarvarnartaflnanna stendur.

eða

Hætta að taka getnaðarvarnartöflur úr töfluspjaldi í notkun. Gert er töfluhlé í 7 daga eða skemur

að meðtöldum deginum sem taflan gleymdist

. Síðan er haldið áfram með næsta töfluspjald.

Kosturinn við þessa aðferð er að hægt er að byrja á næsta töfluspjaldi sama vikudag og vant er.

Ef gleymst hefur að taka getnaðarvarnartöflur af töfluspjaldi og tíðablæðingar koma ekki í

töfluhléi eins og búist var við, er mögulegt að þungun hafi orðið. Hafa skal samband við lækninn

áður en byrjað er á næsta töfluspjaldi.

Hvað er til ráða ef

… meltingartruflanir koma fram (t.d. uppköst, alvarlegur niðurgangur)

Ef uppköst verða eða alvarlegur niðurgangur, er ekki víst að getnaðarvarnartaflan hafi náð að verka. Ef

kastað er upp stuttu (3-4 klst.) eftir að getnaðarvarnartaflan hefur verið tekin, er það hliðstætt því að

tafla hafi gleymst. Því skal fylgja leiðbeiningum um getnaðarvarnartöflur sem gleymast.

Ef niðurgangur er alvarlegur, skal hafa samband við lækninn.

… óskað er eftir að fresta tíðablæðingum

Hægt er að fresta tíðablæðingum með því að halda áfram með nýtt töfluspjald án þess að gera hlé á

töflutökunni. Þegar óskað er eftir að blæðingar byrji, skal hætta töflutöku. Meðan blæðingum er

frestað geta komið fram milli- eða blettablæðingar meðan töflurnar eru teknar. Byrja skal á næsta

töfluspjaldi eftir venjulegt 7 daga töfluhlé.

… óskað er eftir að blæðingarnar hefjist einhvern annan vikudag

Ef getnaðarvarnartöflurnar eru teknar eins og mælt er fyrir um byrja tíðablæðingar nokkurn veginn á

sama vikudegi í hverjum mánuði. Ef óskað er eftir að breyta honum á að stytta (aldrei lengja)

töfluhléið. Ef tíðablæðingar byrja t.d. á föstudegi og óskað er eftir að þær byrji héðan í frá á þriðjudegi

(3 dögum fyrr), skal byrja á næsta töfluspjaldi 3 dögum fyrr en vant er. Ef töfluhléið er stytt í 3 daga

eða skemur verða ef til vill ekki blæðingar, en milli- eða blettablæðingar gætu komið meðan næsta

töfluspjald er tekið.

… óvæntar blæðingar verða

Á fyrstu mánuðunum geta allar getnaðarvarnartöflur valdið óreglulegum blæðingum (bletta- eða

milliblæðingum) milli tíðablæðinga. Ef til vill verður þörf á að nota bindi, en halda skal áfram að taka

getnaðarvarnartöflurnar. Óreglulegar blæðingar hætta venjulega þegar líkaminn hefur vanist

getnaðarvarnartöflunum (venjulega eftir 3 mánuði). Ef blæðingarnar halda áfram, verða kröftugri eða

koma aftur, á að hafa samband við lækninn.

… tíðablæðingar koma ekki

Ef allar getnaðarvarnartöflurnar hafa verið teknar rétt og ekki hafa orðið uppköst eða alvarlegur

niðurgangur eða önnur lyf tekin, er mjög ósennilegt að þungun hafi orðið. Halda skal áfram að taka

getnaðarvarnartöflurnar eins og vant er.

Ef ekki verða tíðablæðingar tvisvar í röð, er mögulegt að þungun hafi orðið. Hafa skal strax samband

við lækninn. Ekki skal byrja á næsta töfluspjaldi fyrr en læknirinn hefur gengið úr skugga um að ekki

sé um þungun að ræða.

Ef hætt er að nota Harmonet

Hvenær sem er má hætta að taka getnaðarvarnartöflur.

Ef þú vilt verða þunguð er betra að bíða þar til eftir fyrstu eðlilegar tíðablæðingar. Þannig er hægt að

reikna út hvenær barnið á að fæðast.

Ef þú vilt ekki verða þunguð geturðu leitað ráða hjá lækninum varðandi annars konar getnaðarvörn.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Notkun handa börnum

Stúlkur sem ekki hafa haft blæðingar mega ekki nota lyfið.

Notkun handa öldruðum

Konur sem hafa gengið í gegnum tíðarhvörf mega ekki nota lyfið.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Harmonet valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Hafðu

samband við lækninn ef þú færð einhverjar aukaverkanir, einkum ef þær eru alvarlegar og þrálátar, eða

ef breytingar verða á heilsunni sem þú telur að rekja megi til Harmonet.

Aukin hætta á blóðtöppum í bláæðum (bláæðasegarek) eða blóðtöppum í slagæðum (slagæðasegarek)

er fyrir hendi hjá öllum konum sem taka samsettar hormónagetnaðarvarnir. Sjá nánari upplýsingar um

mismunandi áhættu sem tengist notkun samsettra hormónagetnaðarvarna, kafla 2 „Áður en byrjað er

að nota

Harmonet“.

Alvarlegar aukaverkanir

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 notendum):

Ofnæmisviðbrögð, t.d. skyndileg útbrot á húð, þroti í tungu, vörum og andliti,

öndunarerfiðleikar og yfirlið. Hafið tafarlaust samband við lækni eða sjúkrahús. Hringið í 112.

Gula oft með kláða. Hafið samband við lækninn.

Hættulegir blóðtappar í bláæð eða slagæð, til dæmis:

í fótlegg eða fæti (þ.e. segamyndun í djúpum bláæðum)

í lunga (þ.e. lungnasegarek)

hjartaáfall

heilablóðfall

einkenni sem líkjast minniháttar heilablóðfalli eða tímabundnu heilablóðfalli, þekkt sem

skammvinnt blóðþurrðarkast (TIA)

blóðtappar í lifur, maga/þörmum, nýrum eða auga.

Hafið tafarlaust samband við lækni eða sjúkrahús. Hringið í 112

Hættan á að fá blóðtappa getur verið meiri ef aðrir þættir eru fyrir hendi sem auka áhættuna (sjá frekari

upplýsingar í kafla 2 um þær aðstæður sem auka hættu á blóðtöppum og einkenni blóðtappa)

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir - aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af

hverjum 1.000 notendum):

Útbrot, hiti og þreyta vegna versnandi bandvefssjúkdóms (rauðra úlfa). Hafið samband við

lækninn.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 notendum):

Lifraræxli. Bæði góðkynja og illkynja lifraræxli geta valdið innri blæðingum. Hafið tafarlaust

samband við lækninn ef fram koma svæsnir verkir undir hægri rifjaboga.

Skaðlegur blóðtappi í bláæð eða augnslagæð. Hafið tafarlaust samband við lækni. Hringið í 112.

Hættan á að fá blóðtappa getur verið meiri ef annað heilsufarsástand er fyrir hendi sem eykur áhættuna

(sjá frekari upplýsingar í kafla 2 um þær aðstæður sem auka hættu á blóðtöppum og einkenni

blóðtappa)

Brisbólga með miklum kviðverkjum og hita. Hafið tafarlaust samband við lækni eða

bráðamóttöku.

Bólgur í meltingarvegi (t.d. Crohns sjúkdómur, sáraristilbólga). Hafðu samband við lækninn.

Sérstakt form af ristilbólgu (ischemic colitis). Hafðu samband við lækinn.

Versnun á porfýríu (sjaldgæfur erfðasjúkdómur).

Sjúkdómar í gallblöðru (að meðtöldum gallsteinum) með skyndilegum, svæsnum verkjum í þind

eða undir rifjaboga hægra megin. Hafið tafarlaust samband við lækni eða bráðamóttöku.

Bólga í augntaugum (sjóntaugabólga). Hafið tafarlaust samband við lækninn.

Nýrnabilun vegna alvarlegs blóðleysis með gulu og húðblæðingum

(blóðlýsuþvageitrunarheilkenni). Hafið samband við lækninn eða bráðamóttöku. Hringið e.t.v. í

112.

Tíðni ekki þekkt fyrir eftirtaldar aukaverkanir

Áhrif á starfsemi lifur, t.d. lifrarbólga, gula. Hafðu samband við lækni eða bráðamóttöku.

Einnig hefur verið greint frá eftirtalinni alvarlegri aukaverkun við notkun samsettra

getnaðarvarnartaflna: Krabbamein í leghálsi. Þessari aukaverkun ásamt annarri áhættu við notkun

getnaðarvarnartaflna er lýst í köflunum „Getnaðarvarnartöflur og krabbamein“ og

„Getnaðarvarnartöflur og blóðtappar“.

Aukaverkanir sem eru ekki alvarlegar

Mjög algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 notendum):

Höfuðverkur.

Blettablæðing, milliblæðing.

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 notendum):

Leggangabólga að meðtalinni sveppasýkingu.

Þunglyndi.

Skapsveiflur, taugaveiklun, svimi.

Ógleði, kviðverkir.

Óhrein húð (þrymlabólur).

Brjóstaspenna, eymsli og þroti í brjóstum, seyting frá brjóstum.

Tíðaþrautir, sár á leghálsi með blæðingu við samfarir, útferð.

Tíðablæðingar verða ekki.

Þyngdaraukning.

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 notendum):

Vökvasöfnun.

Breytt matarlyst (aukin eða minnkuð).

Minni kynlöngun.

Mígreni.

Hækkaður blóðþrýstingur. Hafið samband við lækninn. Meðhöndla skal hækkaðan blóðþrýsting.

Mikil hækkun á blóðþrýsting er alvarleg.

Uppköst, niðurgangur.

Útbrot, ofsakláði.

Gulbrúnir húðflekkir, einkum í andliti (þungunarfreknur) sem geta verið varanlegir.

Aukinn hárvöxtur á líkamanum.

Hárlos.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 notendum):

Tilhneiging til sykursýki.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir - aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af

hverjum 1.000 notendum):

Skert mótstöðuafl gegn sýkingum.

Aukin kynlöngun.

Óþægindi við notkun augnlinsa.

Sjúkdómar í eyra og innra eyra með svima og heyrnarskerðingu.

Aðrir sjúkdómar í meltingarfærum.

Ýmsir húðsjúkdómar (t.d. útbrot með aumum, rauðum hnútum, oftast á fót - og handleggjum

(þrymlaroði) eða hiti, útbrot í andliti og á hand - og fótleggjum (regnbogaroðasótt)).

Þyngdartap.

Ofnæmi.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 notendum):

Æðahnútar versna.

Rykkjadans (sjúkdómur með kippum og ósjálfráðum hreyfingum) versnar.

Harmonet getur þar að auki valdið aukaverkunum, sem þú verður ekki vör við. Það á við um

breytingar á rannsóknarniðurstöðum, t.d. blóðprufum (breyting á fitusamsetningu blóðsins, minnkað

magn fólats í blóði, lifrarprufur).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Harmonet

Geymið við lægri hita en 25°C.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki skal nota lyfið ef t.d. verður vart við litabreytingar í töflunni, ef taflan mylst eða vart verður við

önnur merki um rýrnun.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Harmonet inniheldur

Harmonet

húðaðar töflur.

Virku innihaldsefnin eru gestóden og etínýlestradíól.

Hver tafla inniheldur 75 míkróg gestóden og 20 míkróg etínýlestradíól.

Önnur innihaldsefni eru laktósi, maíssterkja, póvídón K 25, magnesíumsterat, súkrósi, póvídón

K 90, kalsíumkarbónat, makrógól 6000, talkúm, montanglýkólvax.

Lýsing á útliti Harmonet og pakkningastærðir

Harmonet er pakkað í pappaöskju með 3 þynnuspjöldum og er 21 tafla á hverju spjaldi. Hverri þynnu

er pakkað í álpoka sem inniheldur poka með sílikon þurrefni. Eftir að álpokinn hefur verið rofinn má

fleygja honum ásamt kísil þurrpokanum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Pfizer ApS

Lautrupvang 8

DK-2750 Ballerup

Danmörk

Umboðsaðili

Icepharma hf

Lyngháls 13

110 Reykjavík

Ísland

Framleiðandi

Haupt Pharma Münster GmbH

Schleebrüggenkamp 15

D-48159 Münster

Þýskaland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á www.serlyfjaskra.is