Haldol Depot

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Haldol Depot Stungulyf, lausn 100 mg/ml
 • Skammtar:
 • 100 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Haldol Depot Stungulyf, lausn 100 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • c1162244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Haldol Depot 100 mg/ml stungulyf, lausn

haloperidol

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Haldol Depot og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Haldol Depot

Hvernig nota á Haldol Depot

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Haldol Depot

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Haldol Depot og við hverju það er notað

Heiti lyfsins er Haldol Depot.

Haldol Depot inniheldur virka efnið haloperidol (sem haloperidol decanoat). Það tilheyrir flokki lyfja

sem nefnast „geðrofslyf“.

Haldol Depot er notað hjá fullorðnum sem hafa áður fengið meðferð með haloperidoli til inntöku. Það

er notað við sjúkdómum sem hafa áhrif á hvernig þú hugsar, þér líður eða þú hagar þér. Þetta eru

meðal annars geðraskanir (svo sem geðklofi). Þessir sjúkdómar geta valdið því að:

Þér finnst þú vera ruglaður (með óráði)

Þú sérð, heyrir, hefur tilfinningu fyrir eða finnur lykt af hlutum sem eru ekki til staðar

(ofskynjanir)

Þú trúir hlutum sem eru ekki sannir (ranghugmyndir)

Þú ert óvanalega tortrygginn (ofsóknarkennd)

Þú verður mjög ör, æstur, ákafur, hvatvís eða ofvirkur

Þú verður árásargjarn, fjandsamlegur eða ofbeldisfullur.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Haldol Depot

Ekki má nota Haldol Depot:

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir haloperidoli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6)

Ef þú tekur illa eftir hlutum í umhverfinu eða ef viðbrögð þín verða óvanalega hæg

Ef þú ert með Parkinson sjúkdóm

Ef þú ert með gerð af vitglöpum sem kallast „Lewy body vitglöp“

Ef þú ert með sjúkdóm sem nefnist ágeng ofankjarnalömum

Ef þú ert með hjartakvilla sem kallast „langt QT-bil“ eða önnur hjartsláttarvandamál sem koma

fram sem óeðlilegar línur á hjartalínuriti

Ef þú ert með hjartabilun eða hefur nýlega fengið hjartaáfall

Ef þú ert með lítið kalíum í blóði sem hefur ekki verið meðhöndlað

Ef þú tekur eitthvert lyfjanna sem talin eru upp undir „Notkun annarra lyfja samhliða Haldol

Depot - Ekki nota Haldol Depot ef þú notar ákveðin lyf við:“.

Ekki má nota lyfið ef eitthvað af ofangreindu á við þig. Ef þú ert ekki viss skaltu leita ráða hjá

lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en þér er gefið Haldol Depot.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Alvarlegar aukaverkanir

Haldol Depot getur valdið hjartakvillum, erfiðleikum við að stjórna hreyfingum líkama eða útlima og

alvarlegri aukaverkun sem nefnist „illkynja sefunarheilkenni“. Það getur einnig valdið alvarlegum

ofnæmisviðbrögðum og blóðtappa. Þú verður að vera vakandi fyrir alvarlegum aukaverkunum á

meðan þú notar Haldol Depot því þú gætir þurft aðkallandi læknismeðferð. Sjá „Vertu vakandi fyrir

alvarlegum aukaverkunum“ í kafla 4.

Aldraðir og einstaklingar með vitglöp

Greint hefur verið frá lítilsháttar aukningu á dauðsföllum og heilablóðfalli hjá öldruðum með vitglöp

sem nota geðrofslyf. Leitaðu ráða hjá lækninum áður en þér er gefið Haldol Depot ef þú ert

aldraður/öldruð, sérstaklega er þú ert með vitglöp.

Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú hefur:

Hægan hjartslátt, hjartasjúkdóm eða ef einhver í þinni nánustu fjölskyldu lést skyndilega úr

hjartasjúkdómi

Lágan blóðþrýsting eða ef þig sundlar við að setjast upp eða standa upp

Lítið magn af kalíumi eða magnesíumi (eða öðrum blóðsöltum) í blóðinu. Læknirinn ákveður

hvernig það er meðhöndlað

Einhvern tíma fengið heilablæðingu eða ef læknirinn hefur sagt þér að þú sért líklegri en aðrir til

að fá heilaslag

Flogaveiki eða hefur einhvern tíma fengið flog (krampa)

Sjúkdóma í nýrum, lifur eða skjaldkirtli

Mikið magn af hormóninu „prólaktín“ í blóðinu eða krabbamein sem getur orsakast af miklu

magni af prólaktíni (eins og brjóstakrabbamein)

Sögu um blóðtappa eða einhver annar í fjölskyldu þinni hefur sögu um blóðtappa

Þunglyndi.

Það gæti þurft að fylgjast náið með þér og breyta gæti hversu mikið þér er gefið af Haldol Depot.

Ef þú ert ekki viss hvort eitthvað af ofantöldu á við um þig skaltu leita ráða hjá lækninum eða

hjúkrunarfræðingnum áður en þér er gefið Haldol Depot.

Læknisskoðanir

Læknirinn gæti viljað taka hjartalínurit áður en meðferð með Haldol Depot er hafin eða meðan á henni

stendur. Hjartalínuritið mælir rafleiðni hjartans.

Blóðprufur

Læknirinn gæti viljað athuga magn af kalíumi eða magnesíumi (eða öðrum blóðsöltum) í blóðinu áður

en meðferð með Haldol Depot er hafin og meðan á henni stendur.

Börn og unglingar

Haldol Depot skal ekki nota hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Þetta er vegna þess að það

hefur ekki verið rannsakað hjá þessum aldurshópum.

Notkun annarra lyfja samhliða Haldol Depot

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega

verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Ekki nota Haldol Depot ef þú notar ákveðin lyf við:

Hjartsláttarkvillum (svo sem amiodaron, dofetilid, disopyramid, dronedaron, ibutilid,

quinidin og sotalol)

Þunglyndi (svo sem citalopram og escitalopram)

Geðrofi (svo sem fluphenazin, levomepromazin, perphenazin, pimozid, prochlorperazin,

promazin, sertindol, thiorizadin, trifluoperazin, triflupromazin og ziprasidon)

Bakteríusýkingum (svo sem azithromycin, clarithromycin, erythromycin, levofloxacin,

moxifloxacin og telithromycin)

Sveppasýkingum (svo sem pentamidin)

Malaríu (svo sem halofantrin)

Ógleði og uppköstum (svo sem dolasetron)

Krabbameini (svo sem toremifen og vandetanib).

Láttu lækninn einnig vita ef þú tekur bepridil (við brjóstverk eða til að lækka blóðþrýsting) eða

methadon (verkjalyf eða til meðhöndlunar á lyfjafíkn).

Þessi lyf geta aukið líkurnar á hjartavandamálum svo þú skalt leita ráða hjá lækninum ef þú

tekur einhver þeirra og ekki nota Haldol Depot (sjá „Ekki má nota Haldol Depot:“).

Sérstakt eftirlit gæti þurft ef þú notar litíum og Haldol Depot samtímis.

Láttu lækninn

tafarlaust vita og hættu að taka bæði lyfin ef þú færð:

Hita sem þú getur ekki útskýrt eða hreyfingar sem þú hefur ekki stjórn á

Rugling, áttavillu, höfuðverk, jafnvægisvandamál og syfju.

Þetta eru einkenni alvarlegs ástands.

Nokkur lyf geta haft áhrif á hvernig Haldol Depot verkar eða geta aukið líkur á kvillum

tengdum hjarta

Segðu lækninum frá því ef þú tekur:

Alprazolam eða buspiron (við kvíða)

Duloxetin, fluoxetin, fluvoxamin, nefazodon, paroxetin, sertralin, jóhannesarjurt

Hypericum perforatum

) eða venlafaxin (við þunglyndi)

Bupropion (við þunglyndi eða til að hjálpa þér að hætta að reykja)

Carbamazepin, phenobarbital eða phenytoin (við flogaveiki)

Rifampicin (við bakteríusýkingum)

Itraconazol, posaconazol eða voriconazol (við sveppasýkingum)

Ketoconazol töflur (við Cushing heilkenni)

Indinavir, ritonavir eða saquinavir (við HIV veirusýkingu)

Chlorpromazin eða promethazin (við ógleði og uppköstum)

Verapamil (vegna blóðþrýstings eða hjartavandamála).

Segðu lækninum einnig frá því ef þú tekur einhver önnur lyf til að lækka blóðþrýsting, svo sem

bjúgtöflur (þvagræsilyf).

Læknirinn gæti þurft að breyta skammtinum af Haldol Depot ef þú tekur einhver þessara lyfja.

Haldol Depot getur haft áhrif á það hvernig eftirfarandi lyfjaflokkar verka

Láttu lækninn vita ef þú tekur lyf:

Til að róa þig eða hjálpa þér að sofa (róandi lyf)

Við verkjum (sterk verkjalyf)

Við þunglyndi („þríhringlaga þunglyndislyf“)

Til að lækka blóðþrýsting (svo sem guanethidin og methyldopa)

Við alvarlegum ofnæmisviðbrögðum (adrenalín)

Við athyglisbresti og ofvirkni (ADHD) eða drómasýki (þekkt sem „örvandi lyf“)

Við Parkinson sjúkdómi (svo sem levodopa)

Til blóðþynningar (phenindion).

Hafðu samband við lækninn eða hjúkrunarfræðinginn áður en þér er gefið Haldol Depot ef þú

tekur einhver þessara lyfja.

Notkun Haldol Depot með áfengi

Neysla áfengis meðan þú notar Haldol Depot gæti valdið syfju og minni árvekni. Það þýðir að þú skalt

gæta að því hve mikið áfengi þú drekkur. Þú skalt ræða við lækninn um áfengisneyslu meðan á notkun

Haldol Depot stendur og láttu hann vita hve mikið þú drekkur.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Meðganga –

við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá

lækninum áður en lyfið er notað. Læknirinn gæti ráðlagt þér að nota Haldol Depot ekki á

meðgöngunni.

Eftirfarandi vandamál geta komið upp hjá nýfæddum börnum mæðra sem nota Haldol Depot á

3 síðustu mánuðum meðgöngunnar (síðasta þriðjungi meðgöngu):

Vöðvaskjálfti, stífir eða máttlausir vöðvar

Syfja eða óróleiki æsingur

Öndunarerfiðleikar eða erfiðleikar við að matast.

Nákvæm tíðni þessara vandamála er ekki þekkt. Hafðu samband við lækninn ef þú notaðir Haldol

Depot á meðgöngunni og barnið fær einhverjar þessara aukaverkana.

Brjóstagjöf –

leitaðu ráða hjá lækninum ef þú ert með barn á brjósti eða áformar að hafa barn á

brjósti. Það er vegna þess að lítið magn af lyfinu getur borist í brjóstamjólk og áfram til barnsins.

Læknirinn ræðir kosti og galla brjóstagjafar meðan á notkun Haldol Depot stendur.

Frjósemi –

Haldol Depot getur aukið magn hormóns sem nefnist „prólaktín“ sem getur haft áhrif á

frjósemi hjá körlum og konum. Leitaðu ráða hjá lækninum ef spurningar vakna vegna þessa.

Akstur og notkun véla

Haldol Depot getur haft áhrif á hæfni þína til aksturs og notkunar tækja og véla. Aukaverkanir eins og

syfja geta haft áhrif á árvekni einkum þegar fyrst er byrjað að nota lyfið eða eftir stóran skammt. Ekki

aka eða nota tæki eða vélar án þess að ræða það við lækninn fyrst.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Haldol Depot inniheldur bensýlalkóhól og sesamolíu

Haldol Depot inniheldur bensýlalkóhól (15 mg/ml) og má ekki gefa nýburum. Það getur valdið

eiturverkunum eða ofnæmisviðbrögðum hjá börnum yngri en 3 ára.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur sesamolía valdið alvarlegum ofnæmisviðbrögðum.

3.

Hvernig nota á Haldol Depot

Magn lyfs sem þú átt að fá

Læknirinn ákveður hve mikið af Haldol Depot þú þarft og hve lengi. Læknirinn aðlagar skammtinn

eftir þörfum þínum og gæti einnig gefið þér haloperidol til inntöku. Skammturinn af haloperidoli

decanoati er háður:

Aldri þínum

Hvort þú hafir nýrna- eða lifrarvandamál

Hvernig þú hefur brugðist við haloperidoli áður

Öðrum lyfjum sem þú tekur.

Fullorðnir

Upphafsskammturinn er venjulega á bilinu 25 mg til 150 mg.

Læknirinn getur aðlagað skammtinn um allt að 50 mg á 4 vikna fresti til að finna þann skammt

sem hentar þér best (yfirleitt á bilinu 50 mg og 200 mg á 4 vikna fresti).

Þú munt ekki fá meira en 300 mg á 4 vikna fresti.

Aldraðir

Aldraðir fá venjulega lægri skammt í upphafi, venjulega 12,5 mg til 25 mg á 4 vikna fresti.

Skammtinn má síðan aðlaga til að finna skammtinn sem hentar þér best (yfirleitt á bilinu 25 mg

og 75 mg á 4 vikna fresti).

Þú munt aðeins fá stærri skammt en 75 mg á 4 vikna fresti ef læknirinn ákveður að það sé óhætt.

Hvernig gjöf Haldol Depot er háttað

Læknir eða hjúkrunarfræðingur gefur Haldol Depot. Það er gefið með inndælingu djúpt í vöðva.

Stakur skammtur af Haldol Depot dugar yfirleitt í 4 vikur. Haldol Depot má ekki gefa í bláæð.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Læknir eða hjúkrunarfræðingur munu gefa þér lyfið svo það er ólíklegt að þú fáir of mikið. Ef þú

hefur áhyggjur skaltu ræða það við lækninn eða hjúkrunarfræðinginn.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef skammtur gleymist eða ef hætt er að nota Haldol Depot

Þú skalt ekki hætta að nota þetta lyf nema læknirinn hafi sagt þér að gera það því að einkenni þín geta

komið aftur. Ef þú missir af áætluðum tíma hjá lækninum skaltu þegar í stað hafa samband við

lækninn til að fá nýjan tíma.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Vertu vakandi fyrir alvarlegum aukaverkunum

Segðu lækninum eða hjúkrunarfræðingnum strax frá því ef þú tekur eftir eða hefur grun um eitthvað af

eftirfarandi. Þú gætir þurft tafarlausa læknismeðferð.

Hjartakvillar

Óeðlilegur hjartsláttur – þetta hindrar hjartað í því að starfa eðlilega og getur valdið

meðvitundarleysi

Óeðlilega hraður hjartsláttur

Aukaslög frá hjarta.

Hjartakvillar eru sjaldgæfir hjá einstaklingum sem nota Haldol Depot (geta komið fram hjá allt

að 1 af hverjum 100 einstaklingum). Skyndidauði hefur einnig orðið hjá sjúklingum sem nota

lyfið en nákvæm tíðni er ekki þekkt. Hjartastopp (hjartað hættir að slá) hefur einnig komið fram

hjá einstaklingum sem nota geðrofslyf.

Alvarlegt ástand sem nefnist „illkynja sefunarheilkenni“

. Það veldur háum hita og verulegri

stífni í vöðvum, ruglástandi og meðvitundarleysi. Nákvæm tíðni þessarar aukaverkunar hjá

einstaklingum sem nota Haldol Depot er ekki þekkt.

Erfiðleikar við stjórnun hreyfinga líkama og útlima (utanstrýtueinkenni)

svo sem:

Hreyfingar munns, tungu, kjálka og stundum útlima (síðbúin hreyfitruflun)

Tilfinning fyrir eirðarleysi eða vandamál við að sitja kyrr, auknar líkamshreyfingar

Hægar eða minni líkamshreyfingar, rykkir eða vindingshreyfingar

Vöðvaskjálfti eða -stífni, fætur dregnir við gang

Geta ekki hreyft sig

Skortur á eðlilegri tjáningu í andliti sem er stundum eins og gríma.

Þetta er mjög algengt hjá einstaklingum sem nota Haldol Depot (getur komið fram hjá fleiri en

1 af hverjum 10 einstaklingum). Ef þú færð einhver þessara einkenna má gefa þér annað lyf til

viðbótar.

Alvarleg ofnæmisviðbrögð

sem geta verið:

Þroti í andliti, vörum, munni, tungu eða koki

Erfiðleikar við að gleypa eða anda

Kláðaútbrot (ofsakláði).

Nákvæm tíðni ofnæmisviðbragða hjá einstaklingum sem nota Haldol Depot er ekki þekkt.

Blóðtappi í bláæðum, vanalega í fótleggjum

(segamyndun í djúplægum bláæðum). Tilkynnt

hefur verið um þetta hjá einstaklingum sem taka geðrofslyf. Einkenni segamyndunar í

djúplægum bláæðum í fótleggjum eru meðal annars þroti, verkur og roði á fótleggnum, en

blóðtappi getur flust til lungnanna og valdið brjóstverk og öndunarerfiðleikum. Blóðtappi getur

verið mjög alvarlegur svo láttu lækninn tafarlaust vita ef þú verður var við einhver þessara

vandamála.

Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú færð einhverjar af þeim alvarlegu aukaverkunum sem getið er um

hér að ofan.

Aðrar aukaverkanir

Láttu lækninn vita ef þú tekur eftir eða hefur grun um einhverjar eftirfalinna aukaverkana.

Algengar

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Þunglyndi

Svefnerfiðleikar eða syfja

Hægðatregða

Munnþurrkur eða aukin munnvatnsmyndun

Vandamál við kynlíf

Erting, verkur eða graftarmyndun (ígerð) á inndælingarstaðnum

Þyngdaraukning.

Sjaldgæfar

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Óeðlileg vöðvaspenna

Höfuðverkur

Hreyfing augna upp á við eða hraðar augnhreyfingar sem þú hefur ekki stjórn á

Sjóntruflanir, svo sem þokusýn.

Einnig hefur verið tilkynnt um eftirfarandi aukaverkanir en nákvæm tíðni er ekki þekkt:

Alvarleg geðræn vandamál, svo sem að trúa hlutum sem eru ekki sannir (ranghugmyndir)

eða sjá, finna fyrir, heyra eða finna lykt af hlutum sem eru ekki til staðar (ofskynjanir)

Finna fyrir æsingi eða vera ringlaður

Flog (krampar)

Finna fyrir sundli, meðal annars við að setjast upp eða standa upp

Lágur blóðþrýstingur

Vandamál sem geta vandið öndunarerfiðleikum, svo sem:

Þroti í kringum raddbönd eða skammvinnur krampi í raddböndum sem getur valdið

erfiðleikum við að tala

Þrengri berkjur í lungum

Mæði

Ógleði, uppköst

Breytingar í blóði, svo sem:

Áhrif á blóðfrumur – lítill fjöldi allra gerða blóðfruma, meðal annars veruleg

fækkun hvítra blóðfruma og lítill fjöldi af blóðflögum (frumur sem stuðla að

blóðstorknun)

Há gildi ákveðinna hormóna í blóði – „prólaktíni“ og „þvagstemmuvaka“

(heilkenni óeðlilegrar seytingar þvagteppandi hormóns)

Lítið magn af sykri í blóðinu

Breytingar sem koma fram í blóðprófum á lifur og önnur lifrarvandamál, svo sem:

Gulnun húðar og hvítu augnanna (gula)

Lifrarbólga

Skyndileg lifrarbilun

Minna flæði galls um gallgöngin

Húðvandamál, svo sem:

Útbrot eða kláði

Aukið næmi húðar fyrir sólarljósi

Flögnun húðar

Bólgur í háræðum sem veldur útbrotum á húð með litlum rauðum eða

purpurarauðum bólum

Aukin svitamyndun

Niðurbrot vöðvavefs (rákvöðvalýsa)

Vöðvakrampar, -vindingur eða -samdráttur sem þú hefur ekki stjórn á, meðal annars

krampi í hálsi sem veldur því að höfuðið snýst til annarrar hliðar

Erfiðleikar við að opna munninn eða geta það ekki

Stífir vöðvar og liðamót

Geta ekki losað þvag eða tæmt blöðruna alveg

Viðvarandi og sársaukafull stinning getnaðarlims

Erfiðleikar við að fá stinningu og halda henni (getuleysi)

Missir á kynlífshvöt eða minni kynlífshvöt

Breytingar á tíðahring (blæðingum), svo sem að fá engar tíðablæðingar eða langar,

miklar, sársaukafullar tíðablæðingar

Brjóstavandamál, svo sem:

Verkur eða óþægindi

Óvænt myndun á brjóstamjólk

Brjóstastækkun hjá körlum

Þroti vegna vökvasöfnunar í líkamanum

Hár eða lágur líkamshiti

Vandamál við gang

Þyngdartap.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Haldol Depot

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið lykjurnar í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum og öskjunni (á eftir

EXP). Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Haldol Depot inniheldur

Virka innihaldsefnið er haloperidol.

Einn ml af Haldol Depot stungulyfi inniheldur haloperidoldecanoat sem samsvarar 100 mg af

haloperidoli.

Önnur innihaldsefni eru: bensýlalkóhól, sesamolía.

Lýsing á útliti Haldol Depot og pakkningastærðir

Haldol Depot 100 mg/ml stungulyf, lausn er í pakkningastærðinni 5 x 1 ml (glerlykjur).

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Janssen-Cilag AB

Box 4042

169 04 Solna

Svíþjóð

Framleiðandi

GlaxoSmithKline Manufacturing S.p.A., Torrile (PR), Ítalía.

Umboð á íslandi

Vistor hf. Sími: 535 7000.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júlí 2017.