Glucomed

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Glucomed Tafla 625 mg
 • Skammtar:
 • 625 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Glucomed Tafla 625 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 74162244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Glucomed 625 mg töflur

Glúkósamín

Lesið

allan

fylgiseðilinn

vandlega

áður

en

byrjað

er

nota

lyfið.

Í

honum

eru

mikilvægar upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

- Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf .

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan eins mánaðar.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Glucomed og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Glucomed

Hvernig nota á Glucomed

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Glucomed

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Glucomed og við hverju það er notað

Glucomed tilheyrir flokki bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja.

Glucomed er notað til að draga úr einkennum vægrar til meðalsvæsinnar slitgigtar í hné.

2.

Áður en byrjað er að nota Glucomed

Ekki má nota Glucomed:

ef um er að ræða

ofnæmi

fyrir

glúkósamíni

eða

einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins

(talin upp í kafla 6).

- ert með

ofnæmi

fyrir

skelfiski

þar sem glúkósamín er unnið úr skelfiski.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Glúkósamín er ekki ætlað til meðferðar við bráðum, sársaukafullum einkennum.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Glucomed er notað ef þú:

ert með

skert sykurþol

. Þörf getur verið á virkara eftirliti með blóðsykurgildum í

upphafi meðferðar með Glucomed.

ert með

þekktan áhættuþátt fyrir

æða- (hjarta) sjúkdómum

, þar sem vart hefur orðið

við

óeðlilega

kólesterólhækkun

blóði

hjá

takmörkuðum

fjölda

sjúklinga

Glucomed.

þjáist af

astma

. Vertu á verði þegar þú byrjar að nota Glucomed þar sem astmaeinkenni

geta hugsanlega versnað.

Börn og unglingar

Glucomed er ekki ætlað börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Glucomed

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð

eða kynnu að verða notuð.

Gæta skal varúðar ef Glucomed er tekið með öðrum lyfjum, einkum:

warfaríni (segavarnarlyf notað til að hindra blóðstorknun)

tetracýklíni (sýklalyf, notað gegn sýkingum

Skýrt hefur verið frá auknum áhrifum kúmarín segavarnarlyfja (t.d. warfarín) með samhliða

glúkósamín meðferð. Fylgjast á mjög náið með sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með slíkri

lyfjasamsetningu eða stöðva glúkósamín meðferð.

Ráðfærðu þig við lækninn.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Ekki skal nota Glucomed töflur á meðgöngu.

Ekki skal nota Glucomed töflur meðan á brjóstagjöf stendur.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif Glucomed á hæfni til aksturs eða

notkunar véla. Ef vart verður við sundl eða syfju af völdum taflnanna á ekki að stunda akstur

eða stjórna vélum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar

árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing

verkun

aukaverkunum

öðrum

köflum

fylgiseðilsins.

Lesið

því

allan

fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Glucomed

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga

hjá lækninum eðalyfjafræðingi.

Skammtar

Ráðlagður skammtur er 2 töflur (1.250 mg af glúkósamíni) einu sinni á dag til inntöku.

Ekki er víst að dragi úr einkennum (einkum verkjum) fyrr en eftir nokkurra vikna meðferð og

í sumum tilvikum jafnvel síðar. Glucomed á ekki að nota lengur en í einn mánuð án þess að

ráðfæra sig við lækni.

Ekki er hægt að ráðleggja um skammta fyrir sjúklinga með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi

þar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar.

Til inntöku.

Gleypa skal töflurnar með dálitlu vatni eða öðrum hentugum vökva.

Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni svo auðveldara sé að kyngja

henni en ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal

hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Merki og einkenni

glúkósamín ofskömmtunar geta verið höfuðverkur, sundl, rugl, liðverkir, almennur slappleiki,

uppköst, niðurgangur eða hægðatregða. Hættu að taka glúkósamín ef merki ofskömmtunar

koma fram.

Ef gleymist að taka Glucomed

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Ef komið er að

næsta skammti skal halda áfram að taka Glucomed eins og læknirinn hefur ávísað.

Ef hætt er að nota Glucomed

Hafðu samband við lækninn, nauðsynlegt gæti verið að breyta meðferð við einkennum

þínum.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Þú átt að hætta töku Glucomed og hafa strax samband við neyðarlínuna eða fara á sjúkrahús

ef þú færð einkenni ofnæmisbjúgs, svo sem

bjúg í andliti, tungu eða hálsi

kyngingarerfiðleika

ofsakláða og öndunarerfiðleika

Tilkynnt hefur verið um eftirtaldar aukaverkanir:

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Höfuðverkur, þreyta, ógleði, kviðverkir, meltingartregða, niðurgangur, hægðatregða.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Útbrot, kláði, andlitsroði.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Ofsakláði,

bjúgur/bjúgur

ökklum,

fótleggjum

fótum,

sundl,

uppköst,

verri

blóðsykursstjórnun hjá sjúklingum með sykursýki, hækkað lifrarensím, gula.

Tilkynning aukaverkana

Látið

lækninn

eða

lyfjafræðing

vita

allar

aukaverkanir.

Þetta

gildir

einnig

aukaverkanir

ekki

minnst

þessum

fylgiseðli.

Einnig

hægt

tilkynna

aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir

er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Glucomed

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á þynnunni/öskjunni eða

töfluglasinu á eftir Fyrnist. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur

fram.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Töfluílát: Geymið glasið vel lokað. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Þynnupakkning: Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka

Ekki skal nota lyfið ef skemmdir eru sýnilegar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða

í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að

vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Glucomed inniheldur

Virka

innihaldsefnið

glúkósamín.

Hver

tafla

inniheldur

750 mg

glúkósamínhýdróklóríð sem samsvarar 625 mg af glúkósamíni.

Önnur

innihaldsefni

örkristallaður

sellulósi,

hýdroxýprópýlsellulósi,

lágþéttni

hýdroxýprópýlsellulósi (L-HPC) og magnesíumsterat.

Lýsing á útliti Glucomed og pakkningastærðir

Glucomed er hvít til beinhvít, sporöskjulaga tafla, 10 mm x 18,75 mm að stærð, merkt með

„G“ á annarri hliðinni og deiliskoru á hinni hliðinni. Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt

sé að skipta töflunni svo auðveldara sé að kyngja henni en ekki til þess að skipta henni í jafna

skammta.

Þynnupakkningar úr PVC/PVDC og áli, pakkað í pappírsöskjur.

Pakkningastærðir 20, 40, 60 eða 180 töflur.

HDPE-ílát fyrir töflur með þurrkefni úr kísilhlaupi í Tyvekspokum.

Pakkningastærðir 60 eða 180 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Laboratoires Expanscience

1 place des Saisons - 92048 Paris La Défense Cedex, Frakklandi

Framleiðandi

Haupt Pharma Wülfing GmbH

Bethelner Landstr. 18, 31028 Gronau, Þýskalandi

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi

heitum:

Austurríki

Flexove

Tékkland

Flexove

Danmörk

Glucomed

Frakkland

Flexea

Ungverjaland

Flexove

Ísland

Glucomed

Írland

Flexove

Holland

Glucomed

Noregur

Flexove

Pólland

Flexove

Portúgal

Glucomed

Slóvakía

Glucomed

Svíþjóð

Glucomed

Bretland

Alateris

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2018

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is