Glinor

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Glinor Nefúði, lausn 5, 2 mg/ skammt
 • Skammtar:
 • 5, 2 mg/ skammt
 • Lyfjaform:
 • Nefúði, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Glinor Nefúði, lausn 5,2 mg/skammt
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • ab1ba31a-4778-e311-95f1-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Glinor 5,2 mg/skammt nefúði, lausn

Natríumcromoglicat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Glinor nefúða og við hverju hann er notaður

Áður en byrjað er að nota Glinor nefúða

Hvernig nota á Glinor nefúða

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Glinor nefúða

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Glinor nefúða og við hverju hann er notaður

Virka efnið í Glinor er natríumcromoglicat, efni sem hindrar losun boðefna sem valda bólgu

(histamína, prostaglandína, leukotríena, o.s.frv.) og kemur þannig í veg fyrir ofnæmisviðbrögð.

Við hverju er Glinor nefúði notaður?

Til meðhöndlunar á ofnæmisbólgu í nefi, algeng einkenni eru hnerri, nefrennsli, kláði og nefstífla.

2.

Áður en byrjað er að nota Glinor nefúða

Ekki má nota Glinor nefúða:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríumcromoglicati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Notkun annarra lyfja samhliða Glinor nefúða

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Ekki hafa sést neinar milliverkanir við önnur lyf.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Glinor nefúði hefur engin áhrif á hæfileika til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Glinor nefúði inniheldur benzalkonklóríð

Þetta lyf inniheldur benzalkonklóríð sem getur valdið ertingu í húð.

3.

Hvernig nota á Glinor nefúða

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá

lækninum eða lyfjafræðingi.

Skammtar

Fullorðnir og börn eldri en 4 ára: Einn úðaskammtur í hvora nös 2-4 sinnum á dag.

Notkunarleiðbeiningar

Fjarlægið plasthlífina af stútnum á glasinu.

Fyrir fyrstu notkun þarf að úða nokkrum sinnum út í loftið, til að

fá jafnan úðaskammt.

Haldið glasinu í uppréttri stöðu (sjá mynd), setjið stútinn á

úðaglasinu í aðra nösina og ýtið einu sinni á dæluna. Endurtakið

fyrir hina nösina.

Komið plasthlífinni aftur fyrir.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hugsanleg einkenni ofskömmtunar geta verið ógleði og krampar.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Tímabundin erting í nefslímhúð getur komið fram í upphafi meðferðar.

Ofnæmiseinkenni hafa komið fyrir í örfáum tilvikum.

Tíðni eftirtalinna aukaverkana er ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Erting í nefslímhúð, blóðnasir, hnerri, hósti, hæsi.

Höfuðverkur, bragðskynstruflanir.

Ofnæmi, hugsanleg einkenni gætu verið kláði, andnauð, berkjukrampi, skyndilegur bjúgur í

húð, bjúgur í barkakýli.

Bólga í tungu.

Sár í nefslímhúð.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem

gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Glinor nefúða

Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið varið gegn ljósi.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Glinor nefúði inniheldur

1 ml af nefúða inniheldur:

40 mg natríumcromoglicat sem virkt efni

0,1 mg benzalkonklóríð, natríumedetat og hreinsað vatn sem hjálparefni.

Lýsing á útliti Glinor nefúða og pakkningastærðir

Tær, litlaus eða ljósgul lausn.

Pakkningastærð: 15 ml = um 100 skammtar

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

ratiopharm GmbH, Ulm, Þýskaland

Framleiðandi

Merckle GmbH, Blaubeuren, Þýskaland

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

Alvogen ehf.

Sæmundargötu 15-19

101 Reykjavík

Ísland

Sími: 522 2900

Netfang: info@alvogen.is

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Finnland:

Glinor 5,2 mg/annos nenäsumute, liuos

Ísland:

Glinor 5,2 mg/skammt nefúði, lausn

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.