Genestran Vet

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Genestran Vet Stungulyf, lausn 75 míkróg/ml
 • Skammtar:
 • 75 míkróg/ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Genestran Vet Stungulyf, lausn 75 míkróg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 46162244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL

Genestran Vet 75 míkrógrömm/ml stungulyf, lausn fyrir nautgripi, hesta og svín.

1.

HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS

FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem er ábyrgur fyrir losun:

animedica GmbH, Im Südfeld 9, 48308 Senden – Bösenell, Þýskalandi

2.

HEITI DÝRALYFS

Genestran Vet 75 míkrógrömm/ml stungulyf, lausn fyrir nautgripi, hesta og svín.

R(+)-cloprostenol

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Hver ml inniheldur:

Virk(t) innihaldsefni:

R(+) – cloprostenol (sem R(+) – cloprostenolnatríum) 75 míkrógrömm

Hjálparefni:

Klórkresól (sem rotvarnarefni) 1000 míkrógrömm

Tær og lyktarlaus lausn.

4.

ÁBENDING(AR)

Nautgripir:

Til eyðingar á gulbúi hjá kúm og til að koma af stað gangmáli og egglosi hjá kúm sem hafa eðlilegt

gangmálsferli.

Til samstillingar á gangmálum kúa (innan við 2 til 5 daga) sem meðhöndlaðar eru samtímis, og hafa

eðlilegt gangmálsferli.

Til að meðhöndla dulbeiðsli og legvandamál sem rekja má til gulbús eða viðvarandi gulbús.

(Endometritis, legbólga)

Til að meðhöndla eggjastokksblöðrur.

Til að koma af stað fanglosi innan við 150 daga meðgöngu.

Losun á steinfóstrum.

Til að koma af stað burði (síðustu 2 vikur meðgöngu).

Hestar:

Til eyðingar á gulbúi hjá merum sem eru með virkt gulbú.

Svín:

Til að koma af stað eða samstilla got hjá gyltum (yfirleitt innan við 24 til 36 klst.) frá 113. degi

meðgöngu. (1. dagur meðgöngu er síðasti dagur pörunar eða sæðingar).

5.

FRÁBENDINGAR

Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Gefið ekki dýrum sem eru með spastíska öndunarsjúkdóma eða maga og þarmasjúkdóma.

Gefið ekki dýrum á meðgöngu ef ekki á að koma af stað fanglosi.

Gefið ekki í bláæð.

6.

AUKAVERKANIR

Loftfirrðar sýkingar geta myndast ef loftfælnar bakteríur komast í vöðva eftir inndælingu lyfsins í

vöðva.

Nautgripir:

Eftir að Genestran Vet hefur verið notað til að koma af stað burði, getur tíðni fastra hilda aukist.

Hestar:

Væg svitnun og niðurgangur getur komið tímabundið fram, eftir inngjöf lyfsins.

Svín:

Engar þekktar.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Nautgripir, hestar, svín

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Eingöngu til inndælingar í vöðva

Nautgripir:

2,0 ml (150

Til að koma afstað gangmáli: 2 dögum eftir inngjöf lyfsins skal fylgjast vandlega með

beiðsliseinkennum.

Til samstillingar á gangmálum: Dýrin eru meðhöndluð tvisvar með 11 daga millibili.

Hestar:

0,3 – 0,5 ml (22,5 – 37,5

Ein inngjöf.

Svín:

0,7 – 1,0 ml (52,5 – 75

Ekki skal stinga oftar en 70 sinnum í gúmmítappann.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Til að minnka áhættu á sýkingum af völdum loftfælinna sýkla, sem gæti tengst efnafræðilegum

eiginleikum prostaglandina, skal gæta þess að sprauta ekki í óhreina húð.

Hreinsið og sótthreinsið stungusvæðið fyrir notkun.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Nautgripir og hestar

Kjöt og innmatur: 1 sólarhringur

Mjólk: 0 klukkutímar

Svín

Kjöt og innmatur: 1 sólarhringur

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Notið ekki þetta dýralyf eftir fyrningardagsetningu á öskjunni og hettuglasinu á eftir EXP.

Fyrningardagsetning á við síðasta dag þess mánaðar sem stendur á öskjunni og hettuglasinu.

Geymið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Á meðan að notkun lyfsins stendur yfir skal koma í veg fyrir mengun.

Ef vart verður við vöxt eða mislitun í lyfjaglasinu, skal eyða lyfinu.

Geymsluþol eftir að innri umbúðir hafa verið rofnar: 28 dagar.

Eftir að umbúðirnar hafa verið rofnar í fyrsta sinn skal finna geymsluþol lyfsins sem getið er til um í

fylgiseðlinum. Reikna skal út hvenær farga á lyfinu og skrifa dagssetninguna á þar til gerðan reit á

fylgiseðlinum.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Svín: Notist einungis ef nákvæm tímasetning sæðingar liggur fyrir.

Gefið lyfið í fyrsta lagi á 113. degi meðgöngu. Ef lyfið er gefið fyrr, gæti það dregið úr lífslíkum og

þyngd grísanna.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Gæta skal varúðar þegar lyfið er handleikið til að koma í veg fyrir sjálfsinndælingu eða að lyfið berist

á húð. F

prostaglandin geta frásogast í gegnum húð og valdið berkjukrampa og fósturláti.

Gæta skal varúðar þegar lyfið er handleikið til að koma í veg fyrir sjálfsinndælingu eða að lyfið berist

á húð.

Barnshafandi konur, konur á barnsburðaraldri, astmasjúklingar og fólk með aðra öndunarfærakvilla

skulu gæta varúðar þegar cloprostenol er handleikið.

Þetta fólk á að nota hanska þegar lyfið er gefið. Ef lyfið berst á húð á að þvo hana strax með sápu og

vatni.

Ef sá sem annast lyfjagjöf sprautar sig með dýralyfinu fyrir slysni skal tafarlaust leita til læknis og

hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins. Ef öndunarerfiðleikar gera vart við sig eftir

sjálfsinndælingu eða innöndun lyfsins, skal gefa viðkomandi hraðverkandi berkjuvíkkandi lyf s.s.

isoprenalin eða salbutamol til innöndunar.

Mjólkurgjöf:

Nota má dýralyfið við mjólkurgjöf.

Ofskömmtun:

Ekkert mótefni er til við R(+) – cloprostenol. Hjá nautgripum og svínum hafa áhrif ofskömmtunar ekki

verið skráðar. Ofskömmtun R(+) – cloprostenol hjá hestum getur valdið tímabundnum niðurgangi,

aukinni svitamyndun í kringum hálsinn og örlítilli hækkun á líkamshita.

Ósamrýmanleiki:

Ekki má blanda þessu dýralyfi saman við önnur dýralyf, vegna þess að rannsóknir á samrýmanleika

hafa ekki verið gerðar.

Milliverkanir:

Samhliðanotkun oxytocins og cloprostenols eykur áhrif á legið.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Farga skal öllum ónotuðum dýralyfjum eða úrgangi vegna dýralyfja í samræmi við gildandi reglur.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Febrúar 2017.

<Ítarlegar upplýsingar um þetta dýralyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu (EMEA)

http://www.emea.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.>

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Genestran Vet inniheldur virka efnið R(+) – cloprostenol, líffræðilega virka hlutann af samtengda

prostaglandininu cloprostenol sem hegðar sér svipað og PGF

sem er náttúrulegt prostaglandin.

Vegna þess að Genestran Vet inniheldur aðeins líffræðilega virka hluta R(+) – cloprostenol, þarf

einungis lítið magn til að framkalla gulbúseyðandi áhrif og /eða örvandi áhrif á legið.

Pakkningar: 1 x 20 ml, 1 x 50 ml og 5 x 20 ml hettuglös.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.