Gaviscon

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Gaviscon Mixtúra, dreifa / Mixtúra, dreifa /
 • Skammtar:
 • Mixtúra, dreifa /
 • Lyfjaform:
 • Mixtúra, dreifa /
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Gaviscon Mixtúra, dreifa / Mixtúra, dreifa /
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 34162244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Gaviscon mixtúra, dreifa

natríumalgínat, natríumhýdrógenkarbónat, álhýdroxíð og kalsíumkarbónat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

mikilvægar upplýsingar. Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum

fylgiseðli eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingurinn hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Gaviscon og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Gaviscon

Hvernig nota á Gaviscon.

Hugsanlegar aukaverkanir.

Hvernig geyma á Gaviscon

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Upplýsingar um Gaviscon og við hverju það er notað

Gaviscon myndar lag af froðu, sem dreifist yfir hið súra innihald magans og kemur í veg fyrir

bakflæði þess í vélinda.

Gaviscon er mixtúra, dreifa og er notuð við brjóstsviða, súru uppflæði og þindarsliti.

2.

Áður en byrjað er að nota Gaviscon

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en

tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á

merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Gaviscon

- ef um er að ræða ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Varnarorð og varúðarreglur

Við óeðlilega nýrnastarfsemi á að hafa samband við lækninn áður en byrjað er að nota

Gaviscon mixtúru.

Börn

Aðeins má gefa nýburum og ungbörnum Gaviscon í samráði við lækni.

Notkun annarra lyfja samhliða Gaviscon

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð

eða kynnu að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils, náttúrulyf, sterk vítamín og

steinefni.

Ef Gaviscon er tekið samtímis öðrum lyfjum getur það haft áhrif á verkunina.

Hafa skal samband við lækni ef lyf við eftirfarandi eru tekin:

sýkingar (flúorókínólónar, tetracýklín)

sveppasýkingar (ketókónazól)

krabbamein í blöðruhálskirtli (estramústín)

truflun á starfsemi skjaldkirtils (skjaldkirtilshormón)

skert hjartastarfsemi (dígoxín)

hjartsláttartruflanir (sótalól)

beineyðing (klódrónat)

höfnun ígrædds líffæris (mýkófenólatmófetíl)

flogaveiki (gabapentín)

gigt (penicillamín)

verkir (díflúnisal)

Gaviscon dregur úr virkni járnlyfja þegar þau eru tekin samtímis. Því þarf að taka lyfin með

að minnsta kosti tveggja klst. millibili.

Notkun Gaviscon með mat eða drykk

Gaviscon mixtúru má ekki nota með drykkjarvörum sem innihalda sítrónusýru.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga:

Gaviscon mixtúru má nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:

Konur með barn á brjósti mega nota Gaviscon mixtúru.

Akstur og notkun véla

Gaviscon hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar

árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan

fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Gaviscon inniheldur metýlparahýdroxýbenzóat (E218) og própýlparahýdroxýbenzóat

(E216),

rotvarnarefni sem geta valdið ofnæmi, einnig eftir að notkun Gaviscon er hætt.

3.

Hvernig nota á Gaviscon

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn

eða lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Gaviscon mixtúru á að hrista strax fyrir inntöku.

Mixtúruna má taka með smá vatni eftir þörfum. Ekki á að drekka beint úr flöskunni.

Ráðlagðir skammtar

Fullorðnir og börn eldri en tveggja ára:

10-20 ml af Gaviscon mixtúru eru teknir eftir þörfum ½ klst. eftir máltíð og fyrir svefn eða

samkvæmt fyrirmælum læknis.

Börn ½ árs – tveggja ára:

5-10 ml af Gaviscon mixtúru á sólarhring skipt í nokkra skammta, helst eftir máltíðir.

Börn yngri en ½ árs:

1-2 ml Gaviscon mixtúru fyrir hvert kg líkamsþunga á sólarhring, skipt í nokkra skammta,

helst eftir máltíðir.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður eða ef barn hefur í ógáti tekið in lyfið skal

hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að taka Gaviscon

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka heldur á að

halda meðferðinni áfram með ráðlögðum skömmtum.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Við skerta nýrnastarfsemi með þvageitrun (uppsöfnun úrgangsefna í blóði) geta aukaverkanir

eins og krampar komið fram.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fram hjá færri en 1 af 10.000 sjúklingum):

Útbrot, kláði og vökvasöfnun.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna

aukaverkanir beint til lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is.

Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Gaviscon

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Má hvorki geyma í kæli né frysti. Geymið flöskuna vel

lokaða.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetningin er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða

í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að

vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Gaviscon inniheldur

Virku innihaldsefnin eru: natríumalgínat 50 mg/ml, natríumhýdrógenkarbónat 17 mg/ml,

álhýdroxíð 15 mg/ml og kalsíumkarbónat 15 mg/ml.

Önnur innihaldsefni eru: Sakkarínnatríum, metýlparahýdroxýbenzóat (rotvarnarefni E218),

própýlparahýdroxýbenzóat (rotvarnarefni E216), vatnsfrí kísilkvoða, xantangúmmí, sítrónu-,

hindberja- og vanillubragðefni og hreinsað vatn.

Pakkningastærðir

Plastflaska 400 ml, 500 ml.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Nordic Drugs AB

Box 300 35

S-200 61 Limhamn

Svíþjóð

Framleiðandi

Apotek Produktion & Laboratorier AB

Importgatan 20

422 46 Hisings Backa

Svíþjóð

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Hörgatúni 2

210 Garðabæ

Fylgiseðillinn var síðast uppfærður í febrúar 2018.