Galieve Peppermint

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Galieve Peppermint Tuggutafla / Tuggutafla /
 • Skammtar:
 • Tuggutafla /
 • Lyfjaform:
 • Tuggutafla /
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Galieve Peppermint Tuggutafla / Tuggutafla /
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 19162244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Galieve Peppermint, 250 mg/133,5 mg/80 mg, tuggutöflur

Natríumalgínat

Natríumhýdrógenkarbónat

Kalsíumkarbónat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun

lyfsins.

Þetta lyf er fáanlegt án lyfseðils. Engu að síður er nauðsynlegt að taka lyfið á réttan hátt til að ná sem

bestum árangri.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Galieve Peppermint og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Galieve Peppermint

Hvernig nota á Galieve Peppermint

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Galieve Peppermint

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Galieve Peppermint og við hverju það er notað

Galieve Peppermint myndar verndarlag sem flýtur ofan á magainnihaldinu.

Þetta verndarlag kemur í veg fyrir að magasýra komist úr maganum upp í vélindað og dregur þannig

úr sviðatilfinningu undir bringubeininu og jafnframt óþægindum í hálsi og munni.

Brjóstsviði getur komið fram eftir máltíðir (t.d. þegar borðaður er fituríkur eða kryddaður matur)), á

meðgöngu eða hjá sjúklingum með einkenni sem tengjast bólgu í vélinda (t.d. erfiðleikar og/eða

sársauki við að kyngja, munnangur, uppköst).

Galieve Peppermint er notað við meðferð einkenna maga- og vélindabakflæðis, svo sem súrum

uppgangi (nábít), brjóstsviða og meltingartruflunum (tengdum bakflæði), t.d. eftir máltíðir, á

meðgöngu eða hjá sjúklingum með einkenni sem tengjast bólgu í vélinda, vegna bakflæðis.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga.

2.

Áður en byrjað er að nota Galieve Peppermint

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Galieve Peppermint

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6), þar sem örsjaldan hafa komið fram öndunarörðugleikar og útbrot á húð. Sjá lista yfir öll

innihaldsefnin í kafla 6 „Aðrar upplýsingar“.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Galieve Peppermint er notað.

Þetta lyf inniheldur natríum (5,3 mmól í skammti/2 töflur) og kalsíum (1,6 mmól í skammti/2 töflur).

Því skal gæta sérstakrar varúðar við notkun Galieve Peppermint.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þér hefur verið ráðlagt að fylgja mataræði sem takmarkar neyslu

natríum eða kalíum.

Ráðfærðu þig einnig við lækninn varðandi innihaldið af þessum söltum ef þú ert með eða

hefur verið með alvarlegan nýrna- eða hjartasjúkdóm, þar sem viss sölt geta haft áhrif á þessa

sjúkdóma.

Ef þú ert með fenýlketónmigu skalt þú athuga að í þessu lyfi er sætuefnið aspartam, sem breytist í

fenýlalanín.

Leitaðu til læknis ef einkenni eru enn til staðar eftir 7 daga.

Notkun annarra lyfja samhliða Galieve Peppermint

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils.

Það verða að líða tvær klst. frá því að þú tekur Galieve þar til þú tekur inn önnur lyf, þar sem það getur

truflað verkun annarra lyfja.

Meðganga og brjóstagjöf

Konur sem eru þungaðar og konur með barn á brjósti mega nota þetta lyf.

Akstur og notkun véla

Galieve Peppermint tuggutöflur hafa engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Galieve Peppermint inniheldur aspartam

Ef þú ert með fenýlketónmigu þarftu að hafa í huga að þettalyf inniheldur aspartam o.

3.

Hvernig nota á Galieve Peppermint

Til inntöku. Tyggið vandlega áður en kyngt er.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá

lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er:

Fullorðnir þ.m.t. aldraðir og börn eldri en 12 ára: Takið tvær til fjórar töflur gegn einkennum, eftir

máltíðir og áður en farið er að sofa, allt að fjórum sinnum á sólarhring.

Börn yngri en 12 ára: Skal aðeins notað samkvæmt læknisráði.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú tekur of mikið af þessu lyfi er ólíklegt að það skaði þig. Þú gætir hins vegar fundið fyrir

uppþembu. Leitaðu til læknisins ef hún líður ekki hjá.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að nota Galieve Peppermint

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka, haltu bara áfram að taka

lyfið eins og áður.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef þú finnur fyrir þessum eða einhverjum öðrum aukaverkunum skalt þú strax hætta að taka lyfið og

hafa samstundis samband við lækni.

Ofnæmisviðbrögð við lyfinu koma örsjaldan fyrir (hjá færri en 1 af hverjum 10.000 notendum).

Einkenni ofnæmis geta verið útbrot á húð, kláði, öndunarörðugleikar, sundl, þroti í andliti, vörum,

tungu eða hálsi.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma áGalieve Peppermint

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir Exp.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Galieve Peppermint inniheldur

Virku efnin eru 250 mg af natríumalgínati, 133,5 mg af natríumhýdrógenkarbónati og 80 mg

af kalsíumkarbónati.

Önnur innihaldsefni eru mannitól (E421), makrógól 20.000, kópóvídón, aspartam (E951),

piparmyntubragðefni, magnesíumsterat og kalíumacesúlfam.

Töflurnar innihalda hvorki sykur né glúten.

Lýsing á útliti Galieve Peppermint og pakkningastærðir

Galieve Peppermint töflur eru kringlóttar, beinhvítar til rjómalitaðar, svolítið flekkóttar.

8 tuggutöflur

16 tuggutöflur

20 tuggutöflur

24 tuggutöflur

32 tuggutöflur

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Reckitt Benckiser Healthcare (Scandinavia) A/S

Vandtårnsvej 83A,

2860 Søborg

Danmörk

Framleiðandi

Reckitt Benckiser Healthcare (UK) Limited,

Dansom Lane, Hull,

HU8 7DS, East Yorkshire,

Bretland

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í ágúst 2016.