Gabapentin ratiopharm

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Gabapentin ratiopharm Hart hylki 300 mg
 • Skammtar:
 • 300 mg
 • Lyfjaform:
 • Hart hylki
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Gabapentin ratiopharm Hart hylki 300 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 4476b4dc-5a17-e111-9361-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Gabapentin ratiopharm 300 mg hylki, hörð

Gabapentin ratiopharm 400 mg hylki, hörð

Gabapentin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Gabapentin ratiopharm og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Gabapentin ratiopharm

Hvernig nota á Gabapentin ratiopharm

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Gabapentin ratiopharm

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Gabapentin ratiopharm og við hverju það er notað

Gabapentin tilheyrir flokki lyfja sem notuð eru til meðferðar við flogaveiki og útlægum taugaverkjum

(langvinnir verkir af völdum taugaskemmda). Virka efnið í Gabapentin ratiopharm er gabapentin.

Gabapentin ratiopharm er notað við meðferð á:

Ýmsum tegundum flogaveiki

(flog sem í byrjun eru bundin við ákveðna hluta heilans, hvort

sem flogin breiðast til annarra hluta heilans eða ekki). Læknirinn mun ávísa þér gabapentini til

meðferðar við flogaveiki ef yfirstandandi meðferð nægir ekki til að hafa fulla stjórn á

flogaveikinni. Þú skalt taka gabapentin til viðbótar við yfirstandandi meðferð, nema læknirinn

hafi gefið þér önnur fyrirmæli. Gabapentin ratiopharm má einnig nota eitt sér, til að meðhöndla

fullorðna og börn eldri en 12 ára.

Útlægum taugaverkjum

(langvinnir verkir af völdum taugaskemmda)). Ýmsir aðrir sjúkdómar

geta valdið útlægum taugaverkjum (koma fyrst og fremst fyrir í handleggjum og/eða

fótleggjum), t.d. sykursýki og ristill. Verkjunum má lýsa sem hita, sviða, slætti, skoti, stungu,

nístandi, krampa, verk, sting, dofa og náladofa.

2.

Áður en byrjað er að nota Gabapentin ratiopharm

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

Ekki má nota Gabapentin ratiopharm:

ef þú ert með ofnæmi fyrir gabapentini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Gabapentin ratiopharm er notað.

ef þú ert með nýrnasjúkdóm má verða að læknirinn ávísi öðrum skömmtum

ef þú ert í blóðskilun (til að fjarlægja úrgangsefni úr blóðinu vegna nýrnabilunar), láttu lækninn

vita ef þú finnur fyrir vöðvaverkjum og/eða máttleysi í vöðvum

ef þú færð viðvarandi kviðverk, ógleði eða uppköst skalt þú strax hafa samband við lækninn

vegna þess að þetta geta verið einkenni um bráða brisbólgu.

ef þú ert með kvilla í taugakerfi, öndunarfærakvilla eða þú ert eldri en 65 ára getur verið að

læknirinn ávísi þér öðrum skömmtum.

Eftir að lyfið kom á markað hefur verið tilkynnt um misnotkun og ávanabindingu. Ef þú hefur sögu

um misnotkun eða ávanabindingu skaltu segja lækninum frá því.

Hjá fáeinum einstaklingum sem fá meðferð með flogaveikilyfjum, eins og t.d. gabapentini, hefur orðið

vart við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðahugsanir. Ef þú færð einhvern tíma þess konar hugsanir skalt

þú samstundis hafa samband við lækni.

Mikilvægar upplýsingar um hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir

Fáeinir einstaklingar sem taka gabapentin sýna ofnæmisviðbrögð og/eða hugsanlega alvarleg

húðviðbrögð, sem geta þróast yfir í alvarlegra vandamál ef þau eru ekki meðhöndluð.

Þú þarft að þekkja þessi einkenni til að vera vakandi fyrir þeim þegar þú ert að taka gabapentin hylki.

Lestu lýsinguna á einkennunum í kafla 4. “Hugsanlegar aukaverkanir”

undir “Hafðu strax

samband við lækninn ef þú færð einhver eftirtalinna einkenna eftir að hafa tekið inn þetta lyf vegna

þess að þau geta verið alvarleg.

Ef þú finnur fyrir þróttleysi, eymslum eða verkjum í vöðvum, og sérstaklega ef þér líður einnig illa eða

ert með háan hita, getur verið um óeðlilegt niðurbrot vöðva að ræða. Þetta getur verið lífshættulegt og

valdið nýrnasjúkdómum. Einnig getur þvag upplitast og niðurstöður blóðprufa breyst (einkum aukning

á kreatínínfosfókínasa í blóði). Hafið strax samband við lækni ef einhver þessara einkenna koma fram.

Notkun annarra lyfja samhliða Gabapentin ratiopharm

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Einkum átt þú að segja lækninum (eða lyfjafræðingi) frá því ef þú tekur eða hefur

nýlega tekið einhver lyf við krömpum, svefntruflunum, þunglyndi, kvíða eða öðrum tauga- eða

geðrænum vandamálum.

Lyf sem innihalda ópíóíða eins og morfín

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing, ef þú notar lyf sem innihalda ópíóíða (eins og morfín),

því ópíóíðar geta aukið verkun Gabapentin ratiopharm. Að auki getur samhliða notkun Gabapentin

ratiopharm með ópíóíðum valdið einkennum eins og þreytu og/eða minnkaðri öndunartíðni.

Sýrubindandi lyf við meltingartruflunum

Ef þú tekur gabapentin og sýrubindandi lyf sem innihalda ál eða magnesíum samtímis, getur það

minnkað frásog gabapentins úr maga. Því er ráðlagt að taka Gabapentin ratiopharm í fyrsta lagi

tveimur klukkustundum eftir að sýrubindandi lyf er tekið.

Gabapentin ratiopharm:

Ekki er gert ráð fyrir að Gabapentin ratiopharm hafi áhrif á verkun annarra flogaveikilyfja eða

getnaðarvarnalyfja til inntöku.

Gabapentin getur haft áhrif á rannsóknarniðurstöður. Ef þú þarft að skila þvagprufu skaltu láta

vita að þú notir Gabapentin ratiopharm.

Notkun Gabapentin ratiopharm með mat

Gabapentin ratiopharm má taka með eða án matar.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Þú mátt ekki taka Gabapentin ratiopharm ef þú ert þunguð, nema samkvæmt fyrirmælum læknis.

Ef þú ert á barneignaraldri skaltu nota örugga getnaðarvörn.

Ekki hafa verið gerðar sérstakar rannsóknir varðandi notkun gabapentins hjá barnshafandi konum, en

greint hefur verið frá aukinni hættu á fósturskaða eftir notkun annarra flogaveikilyfja, sérstaklega

þegar fleiri en eitt flogaveikilyf er notað á sama tíma. Því átt þú ef hægt er, að reyna að taka aðeins eitt

flogaveikilyf á meðgöngu og aðeins í samráði við lækninn.

Hafðu strax samband við lækni ef þú verður þunguð, heldur að þú getir verið þunguð eða ráðgerir að

verða þunguð meðan á meðferð með Gabapentin ratiopharm stendur. Ekki hætta notkun þessa lyfs

skyndilega, því það getur leitt til endurkomu floga, sem getur haft alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þig

og barnið.

Brjóstagjöf

Gabapentin, virka efnið í Gabapentin ratiopharm, skilst út í brjóstamjólk. Vegna þess að áhrifin á

barnið eru ekki þekkt er ekki mælt með brjóstagjöf samhliða meðferð með Gabapentin ratiopharm.

Frjósemi

Engin áhrif á frjósemi hafa komið fram í dýrarannsóknum.

Akstur og notkun véla

Gabapentin ratiopharm getur valdið sundli, syfju og þreytu. Þú skalt ekki aka, stjórna flóknum vélum

eða taka þátt í verkefnum sem hugsanlega geta verið hættuleg fyrr en þú veist hvort þetta lyf hefur

áhrif á hæfni þína til slíkra hluta.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun

og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Gabapentin ratiopharm inniheldur laktósa

Lyfið inniheldur mjólkursykur (laktósa). Ef læknirinn hefur sagt þér að þú hafir óþol fyrir sumum

gerðum sykurs, hafðu þá samband við lækninn áður en þú notar þetta lyf.

3.

Hvernig nota á Gabapentin ratiopharm

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig

á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn mun ákveða hvaða skammtur hentar þér. Aðrir styrkleikar og önnur lyfjaform eru fáanleg

fyrir stærri skammta sem ekki er hægt að ná með þessum styrkleikum.

Flogaveiki, ráðlagður skammtur er

Fullorðnir og unglingar:

Taktu þann fjölda af hylkjum sem læknirinn hefur sagt til um. Læknirinn mun yfirleitt auka

skammtinn smám saman. Upphafsskammturinn er venjulega á milli 300 mg og 900 mg á dag.

Síðan má auka skammtinn í þrepum, samkvæmt ráðleggingum læknisins, upp í að hámarki 3.600 mg á

dag og læknirinn mun segja þér að taka hann í 3 aðskildum skömmtum, þ.e. einu sinni að morgni, einu

sinni um miðjan dag og einu sinni að kvöldi.

Börn 6 ára og eldri:

Læknirinn velur skammtinn sem barnið á að fá og hann er reiknaður út frá þyngd barnsins.

Meðferðin er hafin með litlum upphafsskammti sem er smám saman aukinn á u.þ.b. 3 dögum.

Venjulegur skammtur til að hafa stjórna á flogaveiki er 25-35 mg/kg/dag.

Hann er venjulega gefinn í 3 aðskildum skömmtum með því að taka hylkin á hverjum degi, yfirleitt

einu sinni að morgni, einu sinni um miðjan dag og einu sinni að kvöldi.

Ekki er mælt með notkun Gabapentin ratiopharm hjá börnum yngri en 6 ára.

Útlægir taugaverkir, ráðlagður skammtur er

Fullorðnir:

Taktu þann fjölda af hylkjum sem læknirinn hefur sagt til um. Læknirinn mun yfirleitt auka

skammtinn smám saman. Upphafsskammturinn er venjulega á milli 300 mg og 900 mg á dag.

Síðan má auka skammtinn í þrepum, samkvæmt ráðleggingum læknisins, upp í að hámarki 3.600 mg á

dag og læknirinn mun segja þér að taka hann í 3 aðskildum skömmtum, þ.e. einu sinni að morgni, einu

sinni um miðjan dag og einu sinni að kvöldi.

Ef þú ert með nýrnavandamál eða ert í blóðskilun

Læknirinn getur ávísað öðruvísi skammtaáætlun og/eða skömmtum ef þú ert með nýrnavandamál eða

ert í blóðskilun.

Ef þú ert aldraður sjúklingur (eldri en 65 ára)

, skalt þú nota Gabapentin ratiopharm á venjulegan

hátt, nema ef þú ert með nýrnavandamál. Læknirinn getur ávísað öðruvísi skammtaáætlun og/eða

skömmtum ef þú ert með nýrnavandamál.

Leitaðu til læknisins eða lyfjafræðings ef þér finnst áhrifin af Gabapentin ratiopharm of mikil eða of

lítil.

Lyfjagjöf

Gabapentin ratiopharm er ætlað til inntöku. Gleypið hylkin alltaf heil með miklu vatni.

Haltu áfram að nota Gabapentin ratiopharm þar til læknirinn segir þér að hætta.

Ef stærri skammtur af Gabapentin ratiopharm en mælt er fyrir um er tekinn

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Vegna þess að Gabapentin ratiopharm getur valdið syfju, er mikilvægt að þú biðjir einhvern annan um

að keyra þig til læknis eða á sjúkrahús, eða hringja eftir sjúkrabíl. Einkenni ofskömmtunar eru svimi,

tvísýni, þvoglumæli, meðvitundarleysi, svefnhöfgi og vægur niðurgangur.

Takið með ykkur hylki sem kunna að verða eftir, ílátið og miðann svo auðveldlega megi sjá á

sjúkrahúsinu hvaða lyf var tekið.

Ef gleymist að taka Gabapentin ratiopharm

Ef gleymist að taka skammt skal taka hann inn strax og það uppgötvast nema komið sé að næsta

skammti, þá skal sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp

skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Gabapentin ratiopharm

Ekki hætta að nota Gabapentin ratiopharm nema samkvæmt ráðleggingum læknisins.

Ef meðferðinni er hætt skal gera það smám saman á a.m.k. 1 viku. Ef þú hættir snögglega að nota

Gabapentin ratiopharm eða áður en læknirinn hefur ráðlagt þér að gera það er aukin hætta á flogum.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hafðu strax samband við lækninn ef þú upplifir einhver eftirtalinna einkenna eftir að hafa tekið

inn þetta lyf vegna þess að þau geta verið alvarleg:

Ofnæmislost (alvarleg, mögulega lífshættuleg viðbrögð, meðal annars öndunarerfiðleikar, bólga

í vörum, hálsi og tungu, og lágþrýstingur sem þarfnast bráðameðferðar).

Alvarleg húðviðbrögð sem þarfnast tafarlausrar meðhöndlunar, t.d. bjúgur á vörum og í andliti,

húðútbrot og roði og/eða hármissir (þetta geta verið einkenni um alvarleg ofnæmisviðbrögð).

Viðvarandi kviðverkur, ógleði og uppköst, vegna þess að þetta geta verið einkenni um bráða

brisbólgu.

Gabapentin ratiopharm getur valdið alvarlegum eða lífshættulegum ofnæmisviðbrögðum sem

geta haft áhrif á húð eða aðra líkamshluta, svo sem lifur eða blóðkorn. Viðbrögðin geta komið

fram með eða án útbrota. Einkennin geta leitt til sjúkrahúsvistar eða til þess að hætta þarf

meðferð með gabapentini.

Hafðu strax samband við lækni ef eitthvert af eftirfarandi einkennum kemur fram:

útbrot

ofsakláði

hiti

bólga í eitlum sem ekki hjaðnar

bólga í vörum og tungu

gulur litur á húð eða í augnhvítum

óvenjulegt mar eða blæðing

mikil þreyta og slappleiki

óvæntir vöðvaverkir

tíðar sýkingar

Öndunarvandamál, því ef þau eru alvarleg gætir þú þurft bráðameðferð og gjörgæslu til að geta

haldið áfram að anda eðlilega.

Þessi einkenni geta verið fyrstu merki um alvarleg ofnæmisviðbrögð. Læknir á að skoða þig til þess að

ákveða hvort hætta skuli meðferð með gabapentini.

Ef þú ert í blóðskilun, skalt þú láta lækninn vita ef þú færð verki og/eða þreytu í vöðva.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Veirusýking

Syfja, sundl, skortur á samhæfingu

Þreyta, hiti

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Lungnabólga, öndunarfærasýking, þvagfærasýking, eyrnabólga eða aðrar sýkingar

Fá hvít blóðkorn

Lystarleysi, aukin matarlyst

Reiði gagnvart öðrum, rugl, skapsveiflur, þunglyndi, kvíði, taugaveiklun, erfiðleikar með

hugsun

Krampar, skrykkjóttar hreyfingar, taltruflanir, minnistap, skjálfti, svefntruflanir, höfuðverkur,

viðkvæm húð, skert skynjun (dofi), samhæfingartruflun, óvenjulegar augnhreyfingar, aukin

viðbrögð, minnkuð viðbrögð eða skortur á þeim

Þokusýn, tvísýni

Svimi

Hár blóðþrýstingur, andlitsroði eða víkkun æða

Öndunarerfiðleikar, berkjubólga, særindi í hálsi, hósti, þurrkur í nefi

Uppköst, ógleði, tannvandamál, tannholdsbólga, niðurgangur, magaverkur, meltingartruflanir,

hægðatregða, þurrkur í munni eða hálsi, vindgangur

Bjúgur í andliti, mar, útbrot, kláði, þrymlabólur

Liðverkir, vöðvaverkir, bakverkur, vöðvakippir

Stinningarvandamál (getuleysi)

Þroti á fót- og handleggjum, erfiðleikar við göngu, máttleysi, verkur, vanlíðan, flensulík

einkenni

Fækkun hvítra blóðkorna, þyngdaraukning

Áverkar vegna slysa, beinbrot, fleiður

Auk þess hefur í klínískum rannsóknum hjá börnum verið tilkynnt um reiði gagnvart öðrum og

krampakenndar hreyfingar.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Ofnæmisviðbrögð, svo sem ofsakláði

Minnkaðar hreyfingar

Hraður hjartsláttur

Bjúgur, sem getur verið m.a. í andliti, búk og útlimum

Óeðlilegar niðurstöður úr blóðprufum sem benda til lifrarvandamála

Andleg skerðing

Fall

Hár blóðsykur (kemur oftast fram hjá sykursjúkum sjúklingum)

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Meðvitundarleysi

Lágur blóðsykur (kemur oftast fram hjá sykursjúkum sjúklingum)

Erfiðleikar við öndun, grunn öndun (öndunarbæling)

Eftir markaðssetningu hefur verið tilkynnt um eftirtaldar aukaverkanir:

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Æsingur (langvarandi eirðarleysi og ósjálfráðar og tilgangslausar hreyfingar)

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Fækkun blóðflagna (frumur sem stuðla að blóðstorknun)

Ofskynjanir

Vandamál vegna óeðlilegra hreyfinga, svo sem að vera á iði, skrykkjóttar hreyfingar og

stirðleiki

Eyrnasuð

Fjöldi aukaverkana sem koma fyrir samtímis, þ.á m. bólgnir eitlar (einstaka smáir upphleyptir

hnúðar undir húðinni), hiti, útbrot og bólga í lifur

Gulnun húðar og augna (gula), lifrarbólga

Bráð nýrnabilun, þvagleki

Aukinn brjóstvefur, brjóstastækkun

Aukaverkanir eftir að meðferð með gabapentini er hætt skyndilega (kvíði, svefnvandamál,

ógleði, verkir, svitamyndun), brjóstverkur

Niðurbrot vöðvatrefja (rákvöðvalýsa)

Breytingar á niðurstöðum blóðprufa (aukinn kreatínfosfókínasi)

Kynlífsvandamál, þ.m.t. vandamál við að ná fullnægingu, seinkun á sáðláti

Lítið magn natríums í blóði.

Greint hefur verið frá máttleysi í vöðvum hjá sjúklingum í blóðskilun vegna nýrnasjúkdóms á

lokastigi.

Auk þess var í klínískum rannsóknum hjá börnum algengt að greint væri frá árásargirni og

skrykkjóttum hreyfingum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunnar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Gabapentin ratiopharm

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

PVC/ál-þynna:

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum.

HDPE glas:

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Geymsluþol eftir fyrstu opnun glass: 6 mánuðir.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Gabapentin ratiopharm

Virka innihaldsefnið er gabapentin.

Hvert hylki inniheldur 300 mg eða 400 mg af gabapentini.

Önnur innihaldsefni eru

Innihald hylkis:

Vatnsfrír laktósi

Maíssterkja

Talkúm

Hylkið sjálft:

Gelatín

Títantvíoxíð (E171)

Auk þess innihalda Gabapentin ratiopharm 300 mg hylki, hörð:

Gult járnoxíð (E172)

Auk þess innihalda Gabapentin ratiopharm 400 mg hylki, hörð:

Gult járnoxíð (E172)

Rautt járnoxíð (E172)

Prentblek:

Gljálakk

Própýlenglýkól

Ammoníakslausn

Kalíumhýdroxíð

Svart járnoxíð

Útlit Gabapentin ratiopharm og pakkningastærðir

Gabapentin 300 mg hylki, hörð:

Hylkin eru gul með áletruninni „300“ á annarri hliðinni og „G“ á hinni hliðinni.

Gabapentin 400 mg hylki, hörð:

Hylkin eru appelsínugul með áletruninni „400“ á annarri hliðinni og „G“ á hinni hliðinni.

Pakkningastærðir:

Þynna, 300 mg og 400 mg

10, 20, 50, 90, 100, 200 (2x100), 250 hylki,hörð

Sjúkrahúspakkning: 500 (5x100), 1.000 (10x100) hylki, hörð

Stakskammtar: 20x1, 60x1, 100x1 hylki, hart

Þynna, 400 mg

30 hylki, hörð

Glas, 300 mg

100 hylki, hörð

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

ratiopharm GmbH, Graf-Arco-Strasse 3, 89079 Ulm, Þýskaland.

Framleiðandi

Merckle GmbH, Ludwig-Merckle-Strasse 3, D-89143 Blaubeuren, Þýskaland.

Teva Operations Poland, Mogilska 80, 31-546 Krakow, Pólland.

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

Alvogen ehf.

Sæmundargötu 15-19

101 Reykjavík

Ísland

Sími: 522 2900

Netfang: info@alvogen.is

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Danmörk

Gabapentin AbZ 300 mg, 400 mg harde kapsler

Finnland

Gabapentin ratiopharm 300 mg, 400 mg kapseli, kova

Ísland

Gabapentin ratiopharm 300 mg, 400 mg hylki, hörð

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.